Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Borgarnes: Hesteigendaf élagið hlaut nafnið Skuggi Borgarnesi. „HÉR eftir heitir félagið Hest- eigendafélagið Skuggi,“ sagði Þórður Bachmann, formaður fé- lagsins, á aðalfundi þess sem haldinn var í Borgarnesi fimmtu- daginn 29. janúar siðastliðinn. Efnt hafði verið til hugmynda- samkeppni meðal félagsmanna um nýtt nafn á félagið, sem hét áður Félag hesteigenda í Borgar- nesi. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, formanns nafnanefndar, bárust nefndinni alls 67 nöfn frá félags- mönnum og valdi nefndin úr þeim 10 nöfn sem lögð voru fvrir aðal- fundinn og af þeim nöfnum var Skuggi valið sem nýtt nafn á félag- ið. Af þessum 10 nöfnum sem lögð voru fyrir aðalfundinn voru m.a. Freyja, Geisli, Fjöður, Garpur, Gletta, Héla og Þokki. í skýrslu stjórnar kom fram að mikið hefur verið starfað á vegum félagsins á síðasta ári. Þakkaði formaður nefndum og öðrum sem unnið höfðu á vegum félagsins fyr- ir vel unnin störf. Sagði formaður frá því að félag- ið hefði stuðlað að því að byrjað var á 48 bása hesthúsabyggingu að Vindási síðastliðið haust. Væru það meðlimir í félaginu sem stæðu að byggingunni en stjómin hefði lagt fé í þessa byggingu og lagði formaður fram hugmynd þess efnis Ásgeir Ásgeirsson formaður nafnanefndar, afhendir Ingibjörgu Sig- úrðardóttur, beisli sem voru verðlaun fyrir hið nýja heiti félagsins sem er Hesteigendafélagið Skuggi. Laddi meö stór-gríniðjuskemmtun ásamt félögum sinum hjá Gríniðj- unni þeim Eddu Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifssyni og Haraldi Sigurðssyni. Aðalhöf undur pg leikstjóri: Gísli Runar Jónsson Dansarar: Birgitte Heide. Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur 3 réttaður kvöldverður Skemmtun Dans til kl. 03. Kr. 2.400,- ásamt söngkonunni Ernu Gunnarsdóttur leikur fyrir dansi eftir að skemmtidagskrá lýkur. Borðapantanir alla daga nema sunnudaga milli kl. 16.00 og 19.00 í síma 20221 GILDIHF Morgunblaðið/Theodór Nokkrir stjórnarmanna Skugga, frá vinstri: Guðmundur Arason varaformaður, Birgir Pálsson gjaldkeri og Þórður Bachmann form- aður. að aðalfundur heimilaði stjórninni að fjárfesta í 8 básum, sem jafngild- ir einni einingu, í þessu hesthúsi. Þessa aðstöðu ætti síðan að bjóða unglingum og félögum eldri en 67 ára og yrði sá rekstur hafður í sam- ráði við æskulýðs- og öldrunarfull- trúa Borgarneshrepps. Var þessi tillaga samþykkt. Þá gat formaðurinn þess að fé- lagar í Skugga hefðu farið ríðandi í 3 hópferðir á vegum félagsins síðastliðið sumar. Farin hefði verið dagsferð niður Mýrar og út í Kóra- nes. Einnig var farin dagsferð að Heiðarskóla við Leirá og þar etið, sungið og dansað með hestamönn- um frá Akranesi. Síðan var farin helgarferð upp í Borgarfjarðardali og gist í samkomuhúsinu við Þver- árrétt í Þverárhlíð. Þá gat formað- urinn um aðra starfsemi félagsins eins og „barnadagsins“, þegar öll- um börnum í Borgarnesi var boðið á hestbak. Einnig hefði félagið hald- ið reiðnámskeið og firmakeppni, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn félagsins var öll endurkjörin og rómuðu fund- armenn dugnað stjórnarmanna. Stjórn Skugga er þannig skipuð í dag: Þórður Bachmann formaður, Guðmundur Arason varaformaður, Birgir Pálsson gjaldkeri, Hrefna Jónsdóttir ritari og Bjarni Guðjóns- son meðstjómandi. Félag hesteigenda í Borgarnesi stofnuðu 16 Borgnesingar þann 17. október 1965 var félagið þá stofnað sem deild úr hestamannafélaginu Faxa. Eftir því sem árin liðu hefur félagið starfað meira sem sjáifstætt félag, þó alltaf hafi verið mikið samstarf milli félaganna í kringuni samkomur og hestamannamót. TKÞ „NO WOMAN NO CRY" Hver kannast ekki við lagið? BONEY M söngkonan hressa frá Jamaica syngur bráð- skemmtileg lög með hljóm- sveitinni KASKÓ. Notið þetta einstaka tækifæri. Tískusýning kl. 21.30. Model- samtökin sýna íslenzku ullarlín- una '87 frá Rammagerðinni. Ath. Onið frá kl. 19.00-03.00. #HDVW.tt a 1—iSJllLJ nl FLUGLEIDA ’ HÓTEL HOLLEINSKA KVENINAHLJOMSVEITIN DOLLY DOTS í FYRSTA SKIPTIA ÍSLANDI í kvöld kemur hin hörkugóða kvenna- hljómsveit Dolly Dots fram \ fyrsta sinn í EVRÓPU. Hijómsveitin hefur víða slegið í gegn og gefið út fjölmargar plötur, sem náð hafa miklum vinsældum. Pottþétt band, sem enginn ætti að missa af. í kvöld sér svo Daddi um tónlistina. Risaskjárinn víðfrægi verður í gangi með efni frá sjónvarpsstöðvunum Music Box og Sky Channel. ALLIR í EVRÓPU - ALLTAF. Hefst kl. 19 .30___________ | Aöalvinningur að verðmaeti_______ ?! _________kr.40bús._______________ !; Heildarverðmaeti vinninsa — TEMPLARAHÖLLIN kr.180.þús. Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.