Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 17 Frá æfingu Kammersveitar Reykjavíkur í vestursal Kjarvalsstaða Kammersveit Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í kvöld: Tónleikar til minn- ingar um Villa Lobos Gunnar Kvaran, sellóleikari, stjórnandi tónleikanna, og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópransöngkona Kammersveit Reykjavíkur efnir til tónleika á Kjarvals- stöðum í kvöld klukkan 20.30 og mun með þessum tónleikum halda upp á 100 ára afmæli brasilíska tónskáldsins Heitors Villa—Lobos. Þrjú verk Villa—Lobos verða á dagskránni: Blásarakvintett í Choros—stíl, Bachianas Brasileir- as nr. 1, fyrir 8 selló og Bachianas Brasileiras nr. 5, fyrir 8 selló og einn sópran. Það er Elín Ósk Óskarsdóttir sem syngur sópra- neinsönginn, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Kanmmersveitinni. Gunnar Kvar- an, sellóleikari, hefur leiðbeint sellóleikurnum og mun hann stjórna Bachianas Brasileiras nr. 1 og nr. 5 á tónleikunum. Morgun- blaðið leit inn á æfingu hjá kammersveitinni, rabbaði við þau Gunnar Kvaran, Ingu Rós Ingólfs- dóttur og Elínu Ósk Oskarsdóttur og spurði þau um Kammersveit- ina, tónleikana og sönginn. Inga Rós Ingólfsdótt- ir; sellóleikari: „Akaflega gaman fyr- ir sellista að spila þessatónlist“ „Kammersveitin er núná á 13. starfsári. Hún var stofnuð árið 1974 og hefur haldið 3—4 tónleika á ári. Sveitin starfar þannig, að í upphafi tónleikaárs eru verkefn- in valin, síðan ráðast hljóðfæra- leikarar eftir verkefnum. Það er enginn fastráðinn hjá þessum fé- lagsskap. Okkur hefur lengi langað til að spila þessi verk fyrir 8 selló eftir Villa—Lobos og því ákaflega ánægjulegt að af því skyldi geta orðið nú í tilefni 100 ára afmælis tónskáldsins. Bæði þessi verk hafa verið flutt hér áður. Á Listahátíð 1976, var Bachianas nr. 5, fyrir 8 selló og sópran, flutt af sellistum og Elísa- betu Erlingsdóttur og tóku fjögur okkar, sem spilum núna, þátt í þeim flutningi. Árið 1984 flutti Gunnar svo bæði verkin, einnig á listahátíð, með nemendum sínum. Það sem gerði okkur erfítt um vik núna, var að finna hljóðfæra- leikara, því verkin eru skrifuð fyrir sama hljóðfærið, selló, og 8 sellistar eru stórt hlutfall af starf- andi sellistum í Reykjavík. En við fengum sex úr Sinfóníuhljóm- sveitinni, einn nemanda Gunnars úr Tónlistarskólanum og Noru Kombluch. Fyrir sellista er sérlega gaman að spila þessa tónlist, því hún spannar allt tónsvið sellósins og gerir miklar kröfur til hljóðfæra- leikaranna, sem allir leika jafn mikilvægar sjálfstæðar raddir. Við erum ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið Gunnar Kvaran til liðs við okkur, því hann þekkir- þessi verk líklega manna best hér á íslandi. Þar sem við erum hljóð- færaleikarar af mismunandi skólum er mjög gott að hafa einn sem stjórnar og samræmir skoð- anir okkar á flutningnum." Gunnar Kvaran, sljórnandi: „Villa—Lobos tvímælalaust eitt merkasta tónskáld Brasilíu“ „Kammertónlist má kalla, öðru nafni, stofutónlist. Hún er upp- runnin í mússík sem er skrifuð fyrir litla sali. Síðan þróast hún þannig að farið er að flytja kamm- ertónlist í stórum sölum, en þá fer nálægðin, sem þessi tónlist krefst. forgörðum. Hún er skrifuð fyrir fá hljóðfæri og það gefur auga leið að hún fyllir ekki út I stóra sali, eins og sinfóníuhljóm- sveit, eða heil ópera, gerir. „Við höfum að þessu sinni valið verk eftir Villa—Lobos og ég held að tvímælalaust verði að telja hann merkasta tónskáld Brasilíu. Hann skrifaði geysilega margar tegundir af tónlist og sótti efnivið sinn oft í þjóðlega hefð Brasilíu. Mér finnst þessi verk sem við ætlum að flytja á tónleikunum mjög dæmigerð fyrir hann. Þau sýna stíl hans mjög vel. Þetta er hlý tónlist og áköf og mjög rytm- isk. Mér fínnst þessi samsetning, 8 selló og sópran, ákaflega skemmtileg og mér fínnst ákaf- lega vænt um að hafa fengið tækifæri til að vinna með kolleg- um mínum, sem öll eru atvinnu sellóleikarar. Þetta hefur verið alveg sérlega skemmtilegt, því allir hafa verið mjög ánægðir og jákvæðir og það hefur skapast mjög góður andi hjá okkur." Elín Ósk Óskarsdóttir, sópransöngkona: „Söngröddin er eitt hljóðfærið“ „Þessir tónleikar eru mjög frá- brugðnir því sem ég á að venjast. Ég hef verið að læra óperusöng síðustu árin og þetta er gerólíkt honum, nema ef við getum flokk- að sungna kammertónlist undir ljóðasöng. Það má segja að ekki sé mjög algengt að kammertónlist sé sungin. En mér fínnst þessi tónlist eftir Villa—Lobos mjög lagræn. Þetta er ekki Verdi, ekki Pucc- ini. Söngröddin hjá Villa—Lobos er eitt hljóðfærið. Hann skrifar Bachianas Brasileiras nr. 5 fyrir níu hljóðfæri og eitt af þeim er söngröddin. Það er aðeins texti í seinni hlutanum, í fyrri hlutanum er þetta vocalisa, það er söngur án texta. Þessir tveir hlutar eru mjög ólíkir en mynda góða heild. Það er þó ekkert öðruvísi að syngja þessa tónlist, hvað radd- beitingu varðar. Maður er kominn með staðlaða tækni. Þetta verk er fyrir mjög lýrískan sópran, krefst þess að hann hafi mikla dýpt en beri líka upp haú tónana. Það virðist furðu algengt að fólk haldi að maður beiti sitt- hvorri röddinni í, til dæmis, óperum og ljóðasöng. En auðvitað beitir maður alltaf sömu röddinni. Ef maður hefur lært tæknina get- ur maður sungið hvort heldur sem er. Hitt er annað mál, að í tónlist- inni, eins og öðru, er hægt að sérhæfa sig. Þeir sem ákveða, til dæmis, að sérhæfa sig í ljóða- söng, fjarlægjast óperuna smátt og smátt, en það er ekki þarmeð sagt að þeir hafí ekki rödd í hana." Hamrahlíðarkórinn: Tónleikar haldnir 1 Langholtskirkju HAMRAHLÍÐARKÓRINN ásamt Pétri Jónassyni mun halda aðra tónleika Myrkra músíkdaga í Langholtskirkju föstudaginn 13. febrúar kl 20.30. Stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskránni eru íslensk og erlend verk , bæði þekkt og lítt kunn hér á landi. Islensku tónskáld- in, sem þarna heyrast eru Jon Ásgeirsson, Gunnar Reynir Sveins- son, Jon Nordal, Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Hafliði Hallgrímsson. Erlendu tónskáldin sem eiga verk á þessum tónleikum eru A. Scarletti , A. Bruckner , Knut Nystedt og Thom- as Jennefelt. Frumflutt verður kórverkið “Kvöldvísur um sumar- mál“, sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir Hamrahlíðarkórinn 1984 við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson . Kórinn er á förum í tónleikaferð til ísraels og mun halda hátt á annan tug tónleika og gerð- ar verða hljóðritanir fyrir útvarp þar. Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra hluta þeirrar efnisskrár, sem þar verður flutt. Langholtskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.