Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987
37
Nýju skattafrumvörpin:
V axtafr ádráttur
- húsnæðisbætur
„í stað vaxtafrádráttar húsbyggenda er gert ráð fyrir 55 þúsund
króna húsnæðisbótum á ári i sex ár til þeirra sem byggja eða kaupa
íbúðarhúsnæði i fyrsta sinn“, segir í skýringum með frumvarpi til
breytinga á tekjuskattslögum. „Húsnæðisbætur verða útborgaðar séu
þær hærri en álagður skattur viðkomandi", segir þar ennfremur.
I ákvæði I til bráðabirgða í frum-
varpinu segir:
„Maður, sem við álagningu 1987,
nýtur vaxtafrádráttar samkvæmt
heimild í fyrsta tölulið E-liðs 1.
málsgreinar 30. greinar í stað fasts
frádráttar... skal eiga rétt á sérstök-
um skattafslætti, vaxtaafslætti, í
allt að sex ár talið frá og með árinu
1988“, vegna vaxta af lánum sem
tekin vóru á árinu 1987 eða fyrr
Umferðarlög
íefrideild
FUNDIR voru í báðum deildum
Alþingis í gær milli kl. 14:00 og
16:00 og að þeim loknum voru
fundir í þingflokkunum.
í efri deild var eitt mál til um-
ræðu, stjórnarfrumvarp til umferðar-
laga. Samþykkt var að vísa því til
3. umræðu. Það á síðan eftir að fara
fynr neðri deild.
í neðri deild voru til 1. umræðu
stjórnarfrumvörp um leigunám gisti-
herbergja og fasteigna vegna leið-
togafundarsins í október. Frumvörp-
unum var báðum vísað til
allsherjamefndar og 2. umræðu. Þá
var tekið á dagskrá stjórnarfrumvarp
til vaxtalaga, sem sagt er frá annars
staðar á síðunni, og lauk 1. umræðu.
Frumvarpið fer nú til 2. umræðu og
nefndar. Loks var tekið fyrir frum-
varp til stjórnskipunarlaga um jafn-
rétti milli landshluta.
Á prentaðri dagskrá neðri deildar
var m.a. frumvarp Ingvars Gíslasonar
o.fl. um rannsókn fræðslustjóramáls-
ins, en það var ekki tekið fyrir að
þessu sinni. .
og að uppfylltum þeim skilyrðum
sem gilt hafa. Sama gildir um þann
sem hóf byggingu eða festi kaup á
húsnæðiá árunum 1985-1987.
Vaxtaafsláttur er þannig skil-
greindur í bráðabirgðaákvæðinu:
„Vaxtafrádráttur sem um ræðir
ákvarðast þannig að frá frádráttar-
bærum vöxtum skal draga fjárhæð
er svarar til 7% af tekjuskatts-
stofni. Vaxtaafsláttur telst vera
30% af þeirri fjárhæð sem þá er
eftir.
Um ráðstöfun vaxtaafsláttar og
millifærslu milli hjóna skulu ákvæði
A-liðs 68. greinar um persónuaf-
slátt gilda efir því sem við getur
átt að öðru leyti en því að ónýttur
vaxtaafsláttur flytzt á milli hjóna
án skerðingar".
Á árinu 1988 skal ónýttur vaxta-
afsláttur þó greiðast út að því marki
sem hann fer ekki fram úr hús-
næðisbótum...“.
I bráðabirgðaákvæði II segir að
sá sem eignast íbúð í fyrsta sinn á
árunum 1985-87 og uppfyllir að
öðru leyti skilyrði B-liðs 69. greinar
skattalaga, skuli, þrátt fyrir gildis-
tökuákvæði laga þessara, njóta
húsnæðisbóta samkvæmt þeirri
grein
í Bráðbirgðaákvæði III segir að
um innheimtu ógoldinna þing-
gjalda, álagðra fyrir gildistöku
frumvarpsákvæða þessara, skuli
gilda ákvæði laga nr. 75/1985.
Sama gildir um innheimtu tekju-
og eignaskatts sem lagður verður
á á árinu 1988 vegna tekna á árinu
1987 og eignar í lok þess árs.
Staðgreiðslan:
Sveitarfélög greiði
1% af innheimtu
vegna kostnaðar við framkvæmd
34,75% staðgreiðsluhlutfall
skiptist þannig að hlutur ríkis-
sjóðs verðure 28,5% en hlutur
sveitarfélaga 6,25%. Samkvæmt
32. grein staðgreiðslufrumvarps-
ins skal fjármálaráðherra í
samráði við félagsmálaráðherra
setja reglur um hvernig stað-
greiðsla opinberra gjalda skiptist
hlutfallslega til bráðabirgða milli
ríkissjóðs annars vegar og sveit-
arfélaga hins vegar.
Gert er ráð fyrir svipaðri skipt-
ingu og nú viðgengst þar sem
gjaldheimtur starfa. í greinargerð
segir að „reikna megi með að á-
kvörðun skiptahlutfalls verði
engum erfiðleikum háð, svo fyamar-
lega sem álagningarkerfið verði
eins einfalt og að er stefnt í kjölfar
lögleiðslu staðgreiðslunnar".
I þessari sömu grein frumvarps-
ins er og kveðið á um að sveitarfélög
greiði ríkissjóði sem svarar 1% af
innheimtu útsvari, til að standa
undir kostnaði ríkissjóðs við fram-
kvæmd laganna.
Hefur peningalegur sparnaður alntennings aukist lítið þrátt fyrir háa raunvexti?
Vaxtalagafrumvarpið á Alþingi:
Lítil aukning á
frjálsum spamaði
- sagði Svavar Gestsson. Svör fengust ekki um hæstu
vexti og okur samkvæmt nýja frumvarpinu
MATTHÍAS Bjarnason, við-
skiptaráðherra, sagði á Alþingi
í gær, að hann hefði ekki svör á
reiðum höndum við þeirri spurn-
ingu Svavars Gestssonar (Abl.-
Rvk.), hveijir væru hæstu lög-
leyfðu vextir nú og hvenær
vaxtataka bryti gegn okurlögun-
um, ef fyrirliggjandi stjórnar-
frumvarp um vexti væri þegar
orðið að lögum.
Matthías sagði, að ekki væri
hægt að ætlast til þess að ráð-
herrar hefðu samstundis svör við
öllum þeim spurningum, sem þing-
mönnum þóknaðist að bera fram.
Ef þingmaðurinn hefði komið fyrir-
spurninni á framfæri með einhveij-
um fyrirvara hefði verið hægt að
svara henni.
Svavar Gestsson sagði, að
spurningin snerti kjarna frumvarps-
ins um vaxtalög, sem var til
umræðu í neðri deild í gær.. Það
færi eftir svari við henni, hvaða
afstöðu menn tækju til frumvarps-
ins.
Við umræðurnar ítrekaði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra,, að sumarið 1984
hefði Seðlabankinn ekki uppfyllt
lagaskyldur sínar um að auglýsa
hámarksvexti. Guðrún Helgadótt-
ir (Abl.-Rvk.) áréttaði einnig
gagnrýni sína á Seðlabankann
vegna vanrækslu við að auglýsa
hæstu vexti. Kvað hún þar um að
ræða jafnt embættislegt sem
pólitískt hneyksli. Þá sagði þing-
maðurinn, að hún hefði reynt að
afla sér sjálfstæðra upplýsinga um
vaxtamál í Seðlabankanum en ekki
mætt öðru þar en valdahroka og
mannfyrirlitningu.
Guðrún Helgadóttir taldi víst, að
hið nýja vaxtafrumvarp væri til
bóta. I sama streng tók Guðrún
Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.), en báðar
töldu að ræða þyrfti ýmis álitamál
þess ýtarlega í þingnefndum.
Svavar Gestsson gerði að umtals-
efni þá staðhæfingu, að raunvaxta-
stefna núverandi ríkisstjórnar hefði
leitt til stóraukinna innlána í banka-
kerfinu. Hann kvaðst hafa undir
höndum ýtarlegar upplýsingar um
þróun þessara mála, sem gæfu aðra
mynd. Ef innlán á föstu verðlagi
hefðu verið 100 árið 1973 hefðu
hlutfallið lækkað í 83,2 árið eftir
og síðan 75,5 árið 1975. Ástæðan
fyrir þessari miklu lækkun hefði
verið olíuverðshækkunin og verð-
bólgusprengingin í kjölfar hennar.
Eftir 1975 hefðu innlán á föstu
verðlagi stöðugt aukist.
Þingmaðurinn fjallaði síðan um
peningamagn og sparnað hér á
landi í hlutfalli við landsframleiðslu.
Hann sagði, að þetta hlutfall væri
mun lægra hér á landi en í helstu
nágrannalöndum. Árið 1983 hefði
það verið 61% í Bandaríkjunum,
60,8% í Hollandi, 47% í Danmörku,
43% í Finnlandi, 54% í Noregi og
55% í Vestur-Þýskalandi. Á sama
tíma hefði það verið 26% hér á
landi. Þetta þýddi, sagði þingmað-
urinn, að þrátt fyrir stöðuga
aukningu sparifjár á föstu verðlagi
frá 1975 væri peningamagn og
sparifé í hlutfalli við landsfram-
leiðslu helmingi minni hér á landi
en í nágrannalöndunum.
Þingmaðurinn varpaði síðan
fram þeirri spumingu, hvort ftjáls
sparnaður almennings hefði raun-
verulega aukist. Hann sagði, að
þegar rætt væri um þessi mál yrði
að taka inn í myndina að með lögum
frá 1979 hefði verið heimilað að
verðtryggja fjárskuldbindingar,
sem áður var bannað. Það hefði
t.d. haft í för með sér að lífeyrissjóð-
imir héldu verðgildi sínu. Hlutur
þeirra í peningalegum spamaði
landsmanna hefði verið 10% árið
1975, en árið 1984 hefðu hlutfallið
verið 22%. í árslok 1985 hefðu
heildareignir lífeyrissjóðanna numið
70% af heildarinnistæðum banka
og sparisjóða. Peningalegur spam-
aður hins fijálsa peningamarkaðar
væri m.ö.o. afar lítill. Sparifé í föst-
um tölum hefð aukist, en þar væri
hlutur lífeyrissjóðanna þyngstur
eða 80-90%.
KFGoodrich
Bjóðum áfram þessi frábæru kjör:
A: Útborgun 15%
B: Eftirstöðvará 4-6 mánuðum
C: Fyrsta afborgun í APRÍL
LT235/75R15 31xl0.50R15LT 35X12.50R15LT
LT255/85R16 32xll.50R15LT 31x10 50R16,5LT
30x9.50R15LT 33xl2.50R15LT 33xl2.50R16,5LT
A14RT sf
Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.
Jeppadekkin sem duga.