Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Friðrik Sophusson á Varðarfundi: Sj álfstæðisflokkur- inn er eina slysavörnin Kjara- og fræðslusljóradeilur gætu leitt til þingrofs ÞEGAR litið er yfir stöðu stjórnmálaflokkanna í dag er það áberandi hversu illa Alþýðubandalaginu hefur gengið í stjórn- arandstöðu, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, á fundi hjá landsmálafélaginu Verði sl. þriðjudag. í flokknum væru nú innbyrðis deilur vegna nýgerða kjarasamn- inga þar sem alþýðubandalags- menn í Alþýðusambandinu bæru að hluta til ábyrgð á þeim, en einn- ig mætti rekja þetta til þátttöku flokksins í síðustu ríkisstjórn, en í lok þess kjörtímabils hefði ástandið verið slíkt að alþýðu- bandalagsmönnum þótti við hæfi að semja neyðaráætlun. Jón Baldvin Hannibalsson og Alþýðuflokkinn sagði Friðrik á tímabili hafa náð töluverðum árangri en nú væri farið að gæta bakslags. Jón Baldvin hefði farið um allt land og „brotið múrinn" en það eina sem hefði hafst upp úr því væri að fylgi flokksins hefði flætt í gegnum gat það sem brot- ið hefði verið á múrinn. Friðrik sagði Sjálfstæðisflokk- inn hafa látið Alþýðuflokkinn í friði um árabil. Nú virtist Al- þýðuflokkurinn aftur á móti vera orðinn næststærsti flokkur lands- ins og því kominn tími til að svara málflutningi hans af fullri festu og draga ýmis atriði í stefnu hans fram í dagsljósið. Alþýðuflokkurinn hefði sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum og greitt á þingi atkvæði með skattalækkunum á fyrirtæki og einstaklinga. Flokkurinn hefði hins vegar snúið við blaðinu stuttu seinna og flutt skattahækkunar- tillögur upp á 1800 milljónir í sambandi við fjárlagaafgreiðsluna til þess að geta fjármagnað „sýnd- artillögur" þær sem hann lagði fram fyrir jól. Friðrik taldi hættu á því, að það sem gerðist 1978, þegar Alþýðu- flokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur, endurtæki sig ef Alþýðuflokkurinn yrði sigurvegari kosninganna. Friðrik sagði að fyr- ir þær kosningar hefði stefnuskrá Alþýðuflokksins verið mjög ein- föld. Framsóknarflokkurinn og formaður hans væru siðleysið upp- málað og samstarf við þá kæmi ekki til greina. Einnig hefði Al- þýðuflokkurinn tekið upp ýmis málefni sem ungir sjálfstæðis- menn hefðu haldið á lofti. Eftir kosningarnar hefði síðan Alþýðu- flokkurinn gengið í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu, sem 100 stk 25 ki 73 125 250 stk kr : 69 275 fleiri kr og Bjóóum einnig disklinga frá Xidex og Precision í flestar gerðir tölva. ingageymslum fyrir 1, 10, 40, 80 og 100 stk. /upappír, tölvumöppur, hreinsiefni o.fl. fyrir tölvur. — gg mm • ’ IH Meö nýjungarnar og nœg bilastœöi Síöumúla 35 -- Sími 36811 Friðrik Sophusson á Varðar- fundinum. hann hafði þóst vera í andstöðu við, og Framsóknarflokknum, undir forystu Ólafs Jóhannesson- ar. Friðrik minnti á ummæli Jons Baldvins Hannibalssonar um að þetta hefði verið „pólítískt um- ferðarslys“ og sagði að eina slysavörnin væri að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í næstu kosning- um. Friðrik fór einnig nokkrum orð- um um samstarfið við Framsókn- arflokkinn. Sagði hann að þegar sú leið sem sjálfstæðismenn hefðu helst viljað fara í málefnum Ut- vegsbankans, að mynda einka- banka með Iðnaðarbankanum og Þú spaiar með = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Útvegsbankanum, hefði reynst ófær, hefði verið samþykkt að fara þá leið sem átti að vera stefna Framsóknarflokksins, að sameina Útvegsbankann og Búnaðarbank- ann. Þá hefði aftur á móti komið í ljós að þetta væri ekki lengur meginstefna flokksins. Forystan hefði ekki talað við sína menn. Með því að gera Útvegsbank- ann að hlutafélagsbanka sagði Friðrik að verið væri að opna leið fyrir einkaaðila til að ganga þar inn og mynda sterkan einka- banka. Einnig minntist hann á yfirlýsingar forsætisráðherra í sambandi við okurmálið og Seðla- bankann. Sagði hann að svona yfirlýsingar gætu ýmsir gefið sem engin völd hefðu, en forsætisráð- herra yrði að taka alvarlega. Auðvitað væri það hann sem bæri ábyrgðina ef eitthvað hefði farið úrskeiðis í löggjöfinni. Friðrik sagði, að þó að hann gerði fastlega ráð fyrir því að kosið yrði 25 apríl, þá væru nú ýmsar blikur á lofti. Eftir ætti að semja við stóra hópa, s.s. opinbera starfsmenn, og hætta á að samn- ingar yrðu notaðir af Alþýðu- bandalaginu í pólítísku skyni. Reynt yrði að knýja fram aðra stefnu en í öðrum kjarasamning- um. Ef svo færi, sagði Friðrik að efna ætti til kosninga og leyfa þjóðinni að segja álit sitt á málinu. Fræðslustjóradeilan gæti einn- ig leitt til þingrofs, sagði Friðrik. Málflutningur framsóknarmanna í þessu máli væri sýndarmennska og tillögur þeirra um rannsóknar- nefndir verið lagðar fram í þeirri trú að þær yrðu felldar. Ef sam- starfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn myndi hins vegar stuðla að því þær næðu fram að ganga væri það vegar bein ögrun við Sjálfstæðisflokkin og ríkis- stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðismenn ættu ekki að óttast kosningar, sagði Friðrik, málefnastaðan væri sterk. Verð- bólgan væri nú 10%, breytt hefði verið um stefnu í verðlagsmálum og hægt væri að sýna fram á að verðlag hefði lækkað einkum í fijálsu greinunum. Breytt hefði verið um stefnu í vaxtamálum og hefði það leitt af sér meiri sparn- að í þjóðfélaginu, en það væri forsenda bæði þess að unnt væri að veita lán til fyrirtækja og ein- staklinga og að hægt yrði að stöðva erlendar lántökur. Margt væri þó enn ógert, t.d. þyrfti að taka ný skref í peningamálum í átt til fijálsræðis. Valið í næstu kosningum er einfalt, sagði Friðrik að lokum. Annað hvort kjósa menn Sjálf- stæðisflokkinn og tryggja þannig að næsta ríkisstjórn verði mynduð á grundvelli Sjálfstæðisstefnunn- ar, eða þá einhvem vinstri flok- kanna, þar með talinn Alþýðu- flokkinn, og leggja grunninn að vinstri stjóm, sem væri ömggasta leiðin til að magna upp verðbólg- una. Sjálfstæðis- konur Föstudaginn 13. febrúar verður efnt til kvöldverðar í Leifsbúð Hótel Loftleiða kl. 19.30. Gestur okkar verður danska þing- konan Connie Hedegaard og mun hún flytja erindi um hægri konur í stjórnmálum. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun flytja nokkur lög við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Sjálfstæðiskonur fjölmenniö. Þátttaka tilkynnist í dag í símum 82900 og 82779. Hvöt. félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, Landsamband sjálfstæðiskvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.