Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 39 Halldór Jónsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópa- vogp (til vinstri) og Hörður Jóhannsson framkvæmdastjóri flokksins í Kópavogi fyrir framan Sjálfstæðishúsið í Kópavogi. Sjálfstæðismenn í Kópavogi: Kosningabar- áttan hafin „Finnum fyrir meðbyr“ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Kópavogi hefir nú opnað flokks- og kosningaskrifstofu vegna komandi Alþingiskosninga að Hamraborg 1, 3. hæð og ráðið Hörð V. Jóhannesson fram- kvæmdastjóra fyrir henni. í lok janúar var kjörin ný stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi og var Halldór Jónsson kjörinn formaður fulltrúaráðsins. Aðrir í stjórn voru kjörin þau Guðni Stefánsson, Kristín Líndal og Har- aldur Kristjánsson. Varamenn voru kjörin Erlingur Hansson, Kristinn Þorbergsson, Arnór Pálsson og Guðrún Hanna Kristjánsdóttir. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar var að opna skrifstofu og ráða framkvæmdastjóra fyrir flokkinn. Að sögn Harðar V. Jóhannssonar framkvæmdastjóra, verður skrif- stofan opin fimm daga vikunnar frá 9-19, auk þess sem símsvari verð- ur opinn allan sólarhringinn. „Hvet ég alla sjálfstæðismenn til þess að líta við og er nýtt fólk sérstaklega velkomið." Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefir jafnan haft opna skrifstofu fyrir kosningar, enda slíkt forsenda fyrir öflugri kosningabaráttu. „Hlutverk skrifstofunnar er að virkja hina tæplega 1.100 félags- menn og aðra stuðningsmenn flokksins og er áformað að koma upp fastri skrifstofu í framtíðinni" sagði Halldór Jónsson. „Kostnaður- inn af skrifstofunni er greiddur m.a. af happdrætti og frjálsum framlögum, en starfið byggist fyrst og fremst á gífurlegri sjálfboða- vinnu. í henni felst helsti styrkur flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir nokkru fylgistapi í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum. Um það segir Halldór: „Við höfðum mótbyr í sveitarstjórnarkosningunum og komust stefnumál okkar ekki til skila, enda náðu andstæðingar okk- ar að snúa baráttunni upp í per- sónulegt karj). Núverandi meirihluti vinstriflokkanna stefnir bænum í brimgarð óráðssíu og munu skuldir bæjarins aukast um 56 % á þessu ári. Kjósendur í Kópavoginum munu átta sig á þessu og veita vart slíkum flokkum brautargengi í Alþingiskosningunum. Kjósendur í Kópavoginum hljóta einnig að átta sig á því eins og víðar, að núver- andi ríkisstjórn hefur gert marga góða hluti og hefur stöðugleiki í efnahagsmálum orðið meiri. Hefur fyrst maður á lista flokksins í Reykjneskjördæmi átt þar mikinn hlut að máli, sem allir geta séð. Þegar sterk málefnastaða Sjálf- stæðisflokksins bætist ofan á óstjórn vinstriflokkanna í bænum, er engin furða að maður finni fyrir meðbyr." Nýlega var lagður fram listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi og vekur það að athygli að stærsta byggðarlagið á þar eng- an öruggan mann. „Við Sjálfstæðis- menn í Kópavoginum erum ákaflega óhressir með okkar hlut á listanum eins og gefur að skilja og er það skoðun mín, að hefði verið efnt til prófkjörs, væri hlutur Kópa- vogs betri,“ segir Halldór, „en við stöndum engu að síður einhuga að baki listanum, enda öndvegis sjálf- stæðismenn þar í sætum; menn, sem betur eru í stakk búnir til þess að leysa hin alvarlegu vandamál kjördæmisins, einkum í sjávanít- vegi, en leita verður til þess allra leiða. Það er í meira lagi vafasamt að fela Steingrími Hermannssyni að leysa vanda Reyknesinga í sjáv- arútvegi, reynsla útgerðarinnar fyrir vestan af samanlögðum ráð- herradómi hans sýnir allt annað. Og að kjósa Alþýðuflokkinn nú get.ur alveg eins verið bein ávísun á vinstristjóm, fyrir því er áður- fengin reynsla af Alþýðuflokknum fyrir og eftir kosningar. Því er þýð- ingarmikið að sjálfstæðismenn tapi ekki áttunum og hviki hvergi.“ Félagar Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi eru hátt í 1.100 talsins í fjórum félögum, en þau eru Sjálf- stæðisfélag Kópavogs, Sjálfstæðis- kvennfélagið Edda, Týr, félag ungra sjalfstæðismanna og mál- fundafélagið Baldur. „Hjá sjálf- stæðismönnum í Kópavogi er mjög öflugt og skemmtilegt félagslíf; fundir, opin hús og öflug útgáfu- starfsemi. Allt starf framundan verður helgað Alþingiskosningun- um, en að því búnu munum við einbeita okkur að því að efla flokk- inn í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkur- inn er eina mótvægið við meðfædda eyðslugleði vinstriflokkanna, sem nú em í óða önn að veðsetja framtíð Kópavogsbæjar, með því að eyða peningum, sem ekki eru til,“ sagði Halldór Jónsson að lokum,- Fyrir start á minni bátavélum og Ijósa- vélum. Einnig fyrir neyðar- lýsingu, fjarskipta- tæki o.fl. Óhemju orka í litlum kassa og allt aö 10 ára ending. Laugaveg 180 - simi 84160 * Við parketleggjum landið Reykjavík Egill Árnason hf. Parketval Teppaland—Dúkaland Akranes Málningarþjónustan Ólafsvlk Litabúðin ísafjörður Pensillinn Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Ólafsfjörður Valberg Akureyri Teppaland PARKET Kahrs Kahrs Kahrs Kahps Kahps Kahps Kahrs Kahps Kahps Kahps Kahps [líimj Húsavík Kaupfélag Þingeyinga Neskaup- staður Ársæll Guðjónsson Höfn KASK Vestmanna- eyjar Brimnes Selfoss S.G. Búðin Keflavík Dropinn £• $ Nú fæst Kahrs gæðaparket um allt land # EGILLARNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 Opið til kl. 16 laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.