Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 mgAntltffitoifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Vandræði við Hlemmtorg Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur hefur vakið athygli borgarráðs á því, að unglingar og eldra fólk forðast að nota bið- skýli Strætisvagna Reykjavíkur við Hlemmtorg „sökum hræðslu við þá ógæfusömu menn sem búnir eru að leggja skýlið undir sig að meira eða minna leyti", eins og segir i bréfi Odds R. Hjartarsonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þetta er sorgleg lýsing á því, hvemig komið er á þessum glæsi- lega áningarstað strætisvagn- anna, þar sem þúsundir manna fara um á degi hveijum. Frásögn blaðamanns Morgun- blaðsins af heimsókn í biðskýlið við Hlemm staðfestir þetta bréf heilbrigðiseftirlitsins. Þar segir meðal annars eftir samtöl við starfsmenn í skýlinu: „Að einum starfsmanni undanskildum gáfu þeir ófagra lýsingu á ástandinu og enginn sem talað var við vildi koma fram undir nafni né að mynd yrði birt af þeim af ótta við hefndaraðgerðir „fastagest- anna“, enda ekki óalgengt að starfsmönnum sé hótað líkams- meiðingum og jafnvel lífláti“. Við lestur þessara orða hlýtur mörgum að bregða. Það er sem betur fer óvanalegt að starfsfólk á opinberum stað, sem er ætlað það hlutverk að vera einskonar griðastaður almennings, þori ekki að segja til nafns í blaði af ótta um líf sitt og limi. Fram kemur að allt frá því hin glæsilegu húsa- kynni við Hlemm voru opnuð fyrir sjö árum hafa þau laðað að sér utangarðsfólk af ýmsu tagi. Um allan heim glíma menn við vanda af því tagi, að þeir, sem velja þann kost að vera utan- garðs eða lenda þar óviljandi, safnast saman og taka sér ból- festu einhvers staðar. Við búum í þjóðfélagi, þar sem það er talin samfélagsleg skylda að veita þessu fólki skjól. Öll viljum við rétta þeim ógæfusömu einstakl- ingum hjálparhönd, sem þama koma við sögu. Biðskýlið á Hlemmi var hins vegar ekki reist í þeim tilgangi. Þar á að vera miðstöð almenningsferða um borgina. Sú þjónusta sem strætis- vagnar veita á ekkert skylt við það að skjóta skjólshúsi yfir þá, sem sitja eða liggja iðjulausir á almannafæri og hafa jafnvel í hótunum við samborgara sína. Biðskýlið við Hlemm stendur andspænis lögreglustöðinni í Reykjavík. Ættu því að vera hæg heimatökin fyrir Iögregluna að hafa auga með því, sem þar fer fram og stugga við vandræða- mönnum. Böðvar Bragason, lögreglustjóri, bendir réttilega á það í Morgunblaðssamtali í gær, að það þurfi að athuga, hvort ekki sé unnt að beina þeim, sem eru til vandræða, annað en í bið- skýlið úr því þeir sækjast eftir samneyti hver við annan. Þá seg- ir lögreglustjóri: „Það er ekki hægt að hafa lögregluvörð við skýlið allan daginn. Slíkt leysir engan vanda.“ Dregið skal í efa, að þessi orð eigi við rök að styðj- ast. Vafalaust yrði það til að breyta miklu við Hlemm, ef lög- reglan hefði þar menn á vakt allan þann tíma, sem skýlið er opið. Ætti að grípa til slíkra ráð- stafana nú þegar. Þær umræður, sem orðið hafa um ástandið á þessum fjölfarna stað, kalla á skjót viðbrögð yfirvalda og þá ekki síst þeirra, sem eiga að sjá til þess að borgararnir geti verið óhultir á opinberum stöðum. Lýsingar heilbrigðiseftirlitsins og starfsmanna við Hlemm hljóta að vera öllum, sem hlut eiga að máli, hvatnig til að þurrka þenn- an blett af borgarlífinu, sé þess nokkur kostur. Þörf ábending vegna al- næmis HUmræðurnar um varnir við alnæmi setja eðlilega mik- inn svip á þjóðlífið. Allir eru sammála um að rétt sé að bregð- ast við þessum hroðalega vágesti með öllum tiltækum ráðum. Dr. Bjöm Bjömsson, prófessor í sið- fræði í guðfræðideild Háskólans, ræðir um gagnsóknina gegn al- næmi meðal annars með þessum orðum í Morgunblaðsgrein í gær: „Þó hygg ég að lang stærsta fræðsluátakið er hafi varanlegt forvamargildi sitji enn á hakan- um, eins og það hefur löngum gert varðandi kynfræðslu. Hér er átt við að fræða alla, ekki bara böm og unglinga, um þá siðferðilegu ábyrgð sem fylgir því að lifa lífinu sem manneskja í samskiptum við aðra. Þær ranghugmyndir vaða uppi að kynlíf sé tækni og þá um leið að fari eitthvað úrskeiðis þá hljóti að vera tii á því tæknilegar lausn- ir. Það er gott og gilt að fræða táninga um forvamargildi veija, en hversu miklu meira virði væri ef takast mætti að ala með þeim virðingu á siðrænum gildum er veittu þeim leiðsögn um vandrat- aða stigu lífsins, þar á meðal kynlífsins, svo að þeir yrðu hvorki sjálfum sér né öðrum að tjóni, jafnvel íjörtjóni.“ Kjúklingakóngarnir brosa breitt: Bjarni Ásgeir Jónsson og Jón V. Bjarnason á Reykjum. Á milli þeirra stendur Baldur sonur Jóns sem starfar með þeim við búið. Reykjagarður hf. - nýtt stórveldi 1 kiúklinpfaframleiðslu: Bústofninn 200.0 framleiðslan 75( Eru umsvifamestu bændur landsins eftir kaupin á Asmundarstaðabúinu NÝTT stórveldi varð til í kjúklingaframleiðslunni í byrjun ársins þegar Reykjagarður hf. í Mosfellssveit keypti kjúklingahluta Holta- búsins á Ásmundarstöðum. Við kaupin sameinuðust tvö stærstu kjúklingabú landsins, jafnframt því sem tvö langstærstu alifuglaslát- urhúsin voru sett undir sameiginlega stjórn. Blaðamenn Morgun- blaðsins skoðuðu fyrirtæki Reykjagarðs hf. fyrir skömmu í fylgd Bjarna Ásgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra. Reykjagarður hf. er fjölskyldu- fyrirtæki á Reykjum í Mosfellssveit daí eigu Jóns V. Bjamasonar og mlisHansínu Bjamadóttur eigin- konu hans og Bjarna Ásgeirs Jónssonar sonar þeirra og Margrét- ar Atladóttur konu hans. Fyrirtækið var upphaflega stofnað um rekstur garðyrkjustöðvar á Reykjum en eins og mörgum er kunnugt var fyrsta gróðurhús á íslandi reist á Reykj- um. Var það faðir Jóns, Bjami Ásgeirsson síðar þingmaður Mýra- manna og landbúnaðarráðherra, sem það gerði vorið 1923. En garð- yrkjumennimir á Reykjum snem sér að eggjaframleiðslu árið 1979 er þeir breyttu nokkmm stálgrind- argróðurhúsum í eggjabú. Á tveimur fyrstu ámnum jókst varp- hænsnastofninn úr 4 þúsund fuglum í 12 þúsund. Árið 1980 byijuðu þeir jafnframt á kjúklinga- rækt og hefur sá þáttur starfsem- innar síðan vaxið í stómm stökkum upp í 300 tonna framleiðslu á síðasta ári. Helstu áfangarnir á þeirri leið em kaup fyrirtækisins á Teigi í Mosfellssveit árið 1982, þar sem sett var upp útungunarstöð og kjúklingarækt, og bygging á 1.200 fermetra kjúklingahúsi á Teigi í lok ársins 1985, en það er fullkomnasta kjúklingahús landsins. I bytjun þessa árs var síðan ráð- ist í kaup á kjúklingahluta Holta- búsins hf. á Ásmundarstöðum, sem er stærsta kjúklingabú landsins. Það sem Reykjagarður keypti af Holtabúinu er 13 kjúklingahús á Ásmundarstöðum, sláturhúsið Dímon og útungunarstöð á Hellu og nokkur íbúðarhús á Ásmundar- stöðum og Hellu, auk tilheyrandi tækja. Framleiðslugeta kjúklingabúa Reykjagarðs er um 1.200 tonn á ári, en til samanburðar má geta þess að innanlandsneyslan er talin vera 1.800—1.900 tonn. Reyndar hefur fyrirtækið dregið vemlega úr framleiðslunni vegna þess að of- framleiðsla hefur verið í greininni, þannig að í ár er stefnt að 750 tonna framleiðslu, sem er það magn sem þessi bú seldu af kjúklingum á síðasta ári. Reykjagarðsfeðgar em með stærsta bú á íslandi. Til að gera sér betur grein fyrir umfangi fyrir- tækis þeirra má geta þess að það á rúmlega 200.000 fugla á mismun- andi aldri og eiga þeir því meiri bústofn en aðrir íslenskir bændur. Erfitt er að bera alifuglabú þeirra saman við bú í hefðbundnum bú- skap, en til samanburðar má geta þess að 400 ærgilda sauðfjárbú (verðlagsgmndvallarbú) framleiðir innan við 8 tonn af kindakjöti á ári og framleiðir Reykjagarður því jafnmikið af kjöti og 100 slík bú. Framleiðsla búsins í ár verður tal- svert meiri en kindakjötsframleiðsla allra bænda í Austur-Húnavatns- sýslu og framleiðslugeta búsins er mun meiri en kindakjötsframleiðsla Vestfjarða. En hvemig er þetta hægt? Því Bjarni Asgeir og bústjórinn á Ás son, með vikugamla unga. Eftir 8 á Hellu. svarar Bjarni Ásgeir: „Við áttum gott bú fyrir. Staða þess er góð, við emm með úrvals starfsmenn og góða stöðu á markaðnum. Þetta gerir okkur kleift að ráðast í þessi kaup, auk þess sem samningurinn við Ásmundarstaðabræður var hag- stæður fyrir okkur — og reyndar fyrir þá líka. Við sameiginlega stjóm búanna og sláturhúsanna sé ég möguleika á hagræðingu sem gerir samkeppnisstöðu okkar enn Hvítt gólf af kjúklingum í einu af gömlu gróðurhúsunum á Reykju fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.