Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 43 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla nokkr- um orðum um öll merkin og benda á mismun þeirra. Eins og áður eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjörnumerki. Frumþœttir Að baki eðli merkjanna er ákveðin skipting sem gerir túlkun þeirra mismunandi. Ef við þekkjum þetta kerfi höfum við lykla sem við getum túlkað út frá. I fyrsta lagi eru merkin ýmist eldur, jörð, loft og vatn. I öðru lagi eru þau frumkvæð, stöðug og breytileg og í þriðja lagi jákvæð (úthverf) eða nei- kvæð (innhverf). Síðan er sagt að ákveðnar plánetur stjómi hveiju merki fyrir sig. Hrútur (20. mars—19. apríl) Hrútur er úthverft, frumkvætt eldsmerki. Það táknar að hann er opinn og gerandi í eðli sínu, hefur gaman af að byija á nýju verki en leiðist að hjakka í sama farinu, er lifandi, ákaf- ur, tilfínningaríkur og oft ör. Hann þarf töluverða líkamlega hreyfíngu. Mars er sagður stjómandi Hrútsins vegna þess að hann er drífandi og kapps- fullur, en stundum óþolin- móður og deilugjam. Naut (20. april—20. maí) Nautið er innhverft, stöðugt jarðarmerki. Það táknar að það er frekar hlédrægt og var- kárt í eðli sínu, er fast fyrir og þrjóskt, vill öryggi og var- anleika. Jörðin táknar að það trúir fyrst og fremst á skyn- semi, raunsæi og það áþreifan- lega. Nautið elskar það sem er traust og er töluvert fyrir þægindi og líkamlegan munað. Venus er sagður stjórnandi Nautsins vegna hins friðsama og rólega eðli þess. Tvíburi (21. mai—19.júní) Tvíburi er úthverft, breytilegt loftsmerki. Það táknar að hann er opinn og hress í grunneðli sínu, er oft stríðinn. Hann er breytilegur, þ.e. eirðarlaus og fjölhæfur og síðan félagslynd- ur og hugmyndaríkur. Merkúr er stjómandi Tvíbura: Hann hefur ríka tjáningarþörf (talar mikið), er rökfastur og lætur hugsun stjórna gerðum sínum. Krabbi (21.júní—22.júli) Krabbi er innhverft, fram- kvætt vatnsmerki. Það táknar að hann er hlédrægur, varkár og frekar feiminn, en er samt sem áður ákveðinn og drífandi í athöfnum og tekur oft frum- kvæði. Vatnið táknar að hann er tilfínningaríkur og næmur. Tunglið er stjómandi Krabba: Hann er sveiflukenndur í skapi, þarf öryggi, er heima- kær, umhyggjusamur og vemdandi. Ljón (23.júIí—23. ágúsl) Ljónið er úthverft, stöðugt eldsmerki. Það táknar að það er opið og gerandi, er fast fyr- ir, ráðríkt og oft á tíðum þijóskt og hneigist að málefn- um sem era lifandi og skap- andi. Sólin er stjómandi Ljónsins: Það er hlýtt og ein- lægt og vill vera í miðju í umhverfi sínu. Skapandi sjálfs- tjáning er lykilorð fyrir Ljónið. Meyja (23. ágúst—23. sept.) Meyjan er innhverft, breytilegt jarðarmerki. Það táknar að hún er varkár, hlédræg og þolandi, er eirðarlaus og á sifelldum þeytingi, en jafn- framt jarðbundin og hagsýn, er dugleg og vinnusöm. Merk- úr er stjómandi Meyjarinnar: Hún er nákvæm, rökföst og skörp, oft handlagin, ræðin, gagnrýnin og smámunasöm. (Frh. á morgun). GARPUR X-9 © IViJKing Fe*lwre*Syn«ítcale. Inc. WorldfighI»re»«rv«d. c KFS/Distr. BULLS + ^ u • TOMMI OG JENNI I / Sbgbu Eje- EUPUM þiWulri />£> UEgfl EUU EUONfl ÓMEZk, LJOSKA FERDINAND U . 0*1986 UnltocfFeature Syriðicate.lnc. SMAFOLK LAST VEAR. WHEN I WENT TOSCHOOU WASINTHE WR0N6 ROOM FORTWO UJEEKS THEN I GOT IN THE RI6HT KOOM.ANP 5ATIN TME UIR0N6 DE5K..I [7lPN'T6ET MV LOCKEK OPEN THE UOHOLE VEAK... I U)A5 IN THE BANP FOR THREE PAV5 BEFORE I PISCOVEREP 0UR5CH00L POESN'T HAVE A BANPi 7f I THINK ILL SI6N UP FOR 5TAVIN6 HOME.. u /j I © 1985 Unlted Feature Syndicate.lnc. í skólanum í fyrra var ég tvær vikur í skakkri stofu. Svo komst ég í réttu stof- una og sat við vitlaust borð og gat ekki opnað skúff- una allan veturinn ... Ég var í hljómsveitinni í þijá daga áður en ég upp- götvaði að skólahljóm- sveitin var ekki til! Ég held að ég kjósi bara að vera heima ... BRIDS Sjöunda spilið í leik Polaris og Sigtryggs Sigurðssonar í Reykjavíkurmótinu gaf tilefni til sveiflu á báða vegu. Eitt af þeim spilum þar sem hver ákvörðun „veltir" 10-12 stigum. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 932 ♦ 974 ♦ 3 ♦ DG8764 Vestur Austur ♦ K86 ♦ Á54 _ ♦ ADG83 ' ¥ 10652 ♦ KDGIO ♦ 875 ♦ 9 ♦ 532 Suður ♦ DG107 ¥K ♦ Á9642 ♦ ÁKIO Fjögur hjörtu er mjög þokka- legur samningur á spil ÁV, en það má hnekkja honum með tveimuc tígulstungum. Á hinn bóginn kemur til greina að fórna í fimm lauf á spil NS yfír fjórum hjörtum. Sá samningur virðist aðeins fara einn niður. í lokaða salnum spiluðu Hrólf- ur Hjaltason og Sverrir Kristins- son i sveit Sigtryggs ijögur hjörtu, en sveitarfélagar þeirra á hinu borðinu, Óli Már Guð- mundsson og Sigtryggur, tóku fómina á fimm lauf, dobluð auð- vitað. Nú gætu menn haldið að sveit Polaris hefði grætt 300 á spil- inu, eða 7 stig (100 fyrir einn niður í hjörtunum, og 200 fyrir einn niður í fimm laufum). Í reyndinni töpuðu þeir 3 stigum. Sérðu hvemig? Jú, fjögur hjörtu unnust og fimm lauf fóm tvo niður. AV skoruðu sem sagt 620 öðru megin og 500 hinumegin. 120, eða 3 stig til Sigtryggs og fé- laga. í vöm gegn fjómm hjörtum tók suður laufkóng áður en hann gaf makker sínum tígulstungu. Þar með fór samgangurinn. Gegn fimm laufum fékk Sig- tryggur í norður úr hjarta, drepið á ás og skipt yfir í lauf. Nú kemur tvennt til greina: að trompa tvö hjörtu í blindum eða sækja spaðann. Sigtryggur valdi fyrri leiðina, sem hefði gengið með trompinu 2-2 og spaðanum 4-2. En í 3-1-tromplegunni missti hann vald á spilinu og fékk aldrei spaðaslaginn. SKÁK Á opnu skákmóti í Genf í Sviss í síðasta mánuði kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna John Nunn, Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Drag- utin Sahovic, Júgóslavíu. 21. Rxe6! - fxe6, 22. Bh5+ - Kd7, 23. Df3 - Dxe5, 24. Hfel - Df5, 25. Dxa8 - Dxh5, 26. Bxb4. Svarta staðan er nú gjörtöpuð, þvi svartur verður a.m.k. skiptamun undir. Sahovic reyndi því: 26. — Bd6!?, 27. Dxh8 - Dxh2+, 28. Kfl - Dhl+, 29. Ke2 - Dxg2, 30. Bxd6 og Nunn slapp auðveld- lega út úr skákunum. Hann sigraði á mótinu, hlaut 8 v. af 9 mögulegum. Næstur varð landi hans Tony Kosten með Vh v. og síðan komu stórmeist- ararnir Gavrikov, Sovétr., Hort, V-Þýskalandi, Cebalo, Júgó- slavíu og Nemet, Júgóslavíu og V-Þjóðverjinn Mohr, allir með 7 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.