Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 t Móðir okkar, JÓHANNA THORLACIUS, til heimilis aö Miklubraut 46, andaöist í Landakotsspítala þann 10. febrúar. Einar Örn Thorlacius, Jóhanna Margrét Thorlacius, Anna Ragna Thorlacius. t ÞÓRA SVEINBJARNARDÓTTIR frá Ystaskála, Vestur-Eyjafjöllum, til heimilis að Granaskjóli 16, andaðist aðfaranótt 10. febrúar. Systkini hinnar látnu. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Hringbraut 19, Hafnarfirði, andaðist aöfaranótt 10. febrúar í Borgarspítalanum. Lárus Jón Guðmundsson, Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson, Guðmundur Lárusson, Unnur Einarsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Jóhannes Jónsson, Þórður Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, t MAGNÚS KRISTJÁNSSON, Safamýri 34, lést á heimili sínu mánudaginn 9. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Svanfríöur Magnúsdóttir, Kristján Magnússon, Borgþór Magnússon. Þórarinn Sigurðs- son — Kveðjuorð Fæddur 8. janúar 1915 Dáinn 13. janúar 1987 Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjömunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. 0 guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Söderberg. Þyð. Þór Guðmundson, Kveðja) Þann 13. janúar kvaddi þennan heim elsku afi minn. Hann hafði erfiði að baki á sjúkrahúsi, allan jólamánuðinn og 13 daga af nýju ári, sem allir höfðu vonað að mundi verða bjartara. En fljótt skipast veður í lofti á landi jafnt og sjó, sérlega þegar veikindi steðja að. Allan tímann sem hann lá veikur sýndi hann sama kjark og dugnað og hann hafði sýnt allt sitt líf, bæði á sjó og í landi. Hann sýndi okkur, manninum mínum og dóttur okkar það mesta traust og vinskap sem hugsast get- ur, og betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Þegar Birgir maðurinn minn kom inn í Ijölskylduna árið 1973 eignað- ist hann ekki bara eiginkonu, heldur eignaðist hann þann besta og traustasta vin sem hann gat hugsað sér í afa mínum, annan eins vin hefur hann aldrei átt og mun aldrei eignast. Traustið og virðingin var ótrúleg þrátt fyrir 40 ára aldurs- mun. Unga fólkið í dag mætti leita meira til þess eldra, því þar er frá- sagnagetan ótrúleg, lífsreynslan sem þetta fólk á til kemur aldrei aftur. Við gátum talað tímunum saman um uppeldið hans afa í Gerðakoti suður með sjó, og allar sjóferðirnar frá unga aldri, sigling- ar á stríðsárunum og fleira. Þá var ekki setið auðum höndum í fríum milli túra á sjónum, bara leitað að vinnu á höfninni eða eyrinni og unnið myrkranna á milli, jafnvel á nóttunni líka. Já, þeir voru hraustir sjómennim- ir í þá daga. Síðustu árin sem hann var í vinnu var hann brýnari hjá Bæjarútgerð- inni í Reykjavík. Það varð alltaf að tengjast sjónum á einhvem átt. Amma mín, Laufey Svava Bjarnadóttir, lést árið 1960 og þá varð stórt skarð höggvið í tilveru afa. Þau áttu fallegt og hlýlegt heimili sem gaman var að dvelja á, og þrjú böm, sem nú em öll gift; Vilhelmína, gift Sigurði Óskars- syni, Sigurður, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttur og Sólrún, gift Jóni Gíslasyni. Bamabömin em níu tals- ins og barnabarnabörnin em orðin þijú. Við kveðjum nú okkar besta vin og vonum að hann hafi það sem best, þar sem hann er nú komin yfir móðuna miklu. Við eigum öll eftir að hittast þar, þegar okkar tími kemur og þá verða fagnaðar- fundir. Guð blessi elsku afa og styrki t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug við andlát og jarðarför KARLS SIGURHANSSONAR. Sérstakar þakkir til knattspyrnufélagsins Týs. Aðstandendur. t Útför sonar míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA V. STURLAUGSSONAR, Hoftúni, Stokkseyri, er andaðist 6. febrúar, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 1 3.30. Aöalheiður Eyjólfsdóttir, Jakob Guðnason, Oddný Rikhardsdóttir, Vigdís Heiða Guðnadóttir, Baldur Sigurðsson, Gfsli Guðnason, Jóna Guðlaugsdóttir, Sturlaugur V. Guðnason, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og sonar, WALTHERS SIGURJÓNSSONAR, Rauðagerði 67, . Reykjavik. Guð blessi ykkur öll. Hrönn Norðdahl, Guðrún Sylvía Walthersdóttir, Sigurjón Bruno Walthersson, Helga Sigrfður Helgadóttir, Sigurjón Jónsson, systkini hins látna og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, THEÓDÓRU EYJÓLFSDÓTTUR. Droplaugarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða og gjörgæslu- deildar Borgarspítalans fyrir frábæra hjúkrun. Garðar Kristjónsson og börnin. Lokað Vegna jarðarfarar ARNAR GUÐMUNDSSONAR verða skrifstofur okkar lokaðar eftir hádegi fimmtudaginn 12. febrúar. Kassagerð Reykjavíkur h/f. Lokað Vegna jarðarfarar REYNIS EYJÓLFSSONAR kaup- manns verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 13.00 í dag, fimmtudaginn 12. febrúar. Matkaup hf. Lokað Kennsla fellur niður eftir kl. 13.00 í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar ARNAR GUÐMUNDSSONAR. Söngskólinn í Reykjavík. okkur sem eftir lifum, sérstaklega bömin og tengdabörnin, sem sjá nú á eftir föður sínum. Það verður aldrei eins að koma á Asvallagötuna eftir að afi er dá- inn, þar er tómleikinn búinn að ná yfirhöndinni. Við lifum eftir með yndislegar minningar um góðan mann, sem reyndist vinur í raun. Fari afí Dúddi í friði. Laufey, Birgir og Villa. Þriðjudaginn 13. janúar dó afí eftir mikil veikindi. Það var erfitt að vera á Akureyri og vita af honum veikum í Reykjavík, en við vissum að allir hugsuðu vel um hann. Síðast í sumar fór ég til Reykjavíkur og var þá hjá afa í hálfan mánuð, ekki gat mig grunað að þessi hressi og góði afi ætti stutt eftir ólifað. Ég gleymi aldrei þessum tíma hjá afa og öllum þeim stundum sem við áttum saman en þær eru orðnar mjög margar. Afi var giftur Lauf- eyju Bjamadóttur en hún dó árið 1960 og fékk ég því ekki að kynn- ast henni. Þau eignuðust þijú börn, Vilhelmínu, Sigurð og Sólrúnu, og voru þau öll mjög mikils virði í lífí hans. Afi átti 9 barnabörn og 3 barnabarnaböm og vorum við öll sólargeislar hans. Þegar við fluttum norður fyrir tæpum 3 árum fannst mér mjög erfitt að skilja við afa og fannst honum líka erfit.t að skilja við son sinn og fjölskyldu, honum fannst þetta svo langt í burtu, en svo var það ekki — það þurfti bara að stíga upp í flug vél og þá var maður kominn og þá leið öllum vel. Ég veit að allir sem þekktu þennan glaða og góða mann taka dauða hans nærri sér. Elsku Villa, pabbi, Sólrún og aðrir aðstandend- ur, þetta er búið að vera mjög erfítt fyrir ykkur öll, en nú er hann kom- inn við hlið Laufeyjar konu sinnar og líður vel og það er fyrir mestu. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja minn elskulega afa og mun ég aldrei gleyma honum eða stund- unum okkar saman. Guð blessi elsku afa minn. Svava JHiírri0ilW« í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.