Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 63 Wilkinson kaupir til Sheffield Frá Bob Hennessy á Englandi. HOWARD Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wednes- day, virðist vera í stuði þessa dagana. í gær keypti hann einn leikmann og miklar likur eru á að hann kaupi annan í dag. Hann greiddi hvorki meira né minna en 200.000 pund fyrir varn- armanninn Larry May hjá Barnsley í gær og telur sig sjálfsagt góðan að hafa náð í varnarmann fyrir næstu umferðir. May þessi lék áður með Leicester. Miklar líkur eru taldar á að Wilk- inson kaupi sóknarmanninn Colin West frá Glasgow Rangers fyrir 150.000 pund í dag. Félögin hafa Bikarkeppnin: átt í viðræðum um þetta í nokkurn tíma og ganga líklega frá málinu í dag. Graeme Souness keypti West frá Watford í haust er hann tók við liðinu en West hefur verið meiddur og ekki náð að tryggja sér sæti hjá Rangers og vill því fara þaðan. Ef af kaupunum verður ætlar Wilkinson líklega að nota hann í stað Lee Chapman sem á yfir höfði sér leikbann. Hann var rekinn útaf á dögunum og líklega setur Wilkin- son hann í tveggja til þriggja leikja bann auk þess sem knattspyrnu- sambandið setur hann í bann. Öruggt hjá UBK og KR BREIÐABLIK vann ÍS 27:19 í 1. umferð bikarkeppni karla í hand- bolta í gærkvöldi og KR sigraði ÍBK 31:23, en staðan f hálfleik f báðum leikjunum var 17:6. Þórður Davíðsson var marka- hæstur hjá UBK með 5 mörk, en Kristján Halldórsson og Svavar Magnússon skoruðu 4 mörk hvor. Hjá ÍS skoraði Atli Þorvaldsson 4 mörk, Þórarinn Guðnason og Ár- sæll Hafsteinsson 2 mörk hvor, en aörir færri. KR hafði mikla yfirburði og voru markahæstir Konráð Ólavsson og Sverrir Sverrisson með 8 mörk hvor. Björgvin Björgvinsson skor- aöi 10 mörk fyrir ÍBK og Arinbjörn Þórhallsson 5 mörk. Knattspyrna: Landsliðið. til Kuwait LANDSLIÐ íslands í knattspyrnu er á förum til Kuwait þar sem það mun leika tvo landsleiki við heimamenn. Liðið heldur utan 22. febrúar og kemur heim aftur 1. mars. Ekki er enn búið að velja leik- menn til þessarar farar en auk þeirra leikmanna sem æfa hér heima er líklegt að Gunnar Gísla- son og Bjarni Sigurðsson sem leika í Noregi bætist í hópinn. Það eru því miklar líkur á að við getum stillt upp nokkuð sterku liði i Kuwait að þessu sinni því auk þeirra Gunnars og Bjarna eru þeir Sævar Jónsson og Pétur Péturs- son nú báðir hér á landi og svo auðvitað allir strákarnir sem leikið hafa hér á landi undanfarin ár. Ekkert SL-mót Ekkert verður af knattspyrnu-^* móti því sem Samvinnuferðir- Landsýn ætluðu að halda á gervigrasvellinumn í marsmánuði. Tillaga þess efnis var felld í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. Símamynd/Reuter • Keppir Ivan Lendl og aðrir í hópi bestu tennisleikara heims á Olympfuleikunum í Seoul á næsta ári? Tennis: • Sensei Masao Kawasoe Karate- þjálfari ráðinn SENSEI (yfirkennari) Masao Kaw- asoe hefur verið ráðinn yfirþjálf- ari shotokan á íslandi. Hann er 7. dan í karate og mjög virtur meðal karatemanna í heiminum. Kawasoe er ríkisþjálfari í Bret- landi og ferðast um og kennir íþróttina og hefur meöal annars komið hingað til lands nokkrum sinnum. Þegar hann var hér um síðustu mánaðamót var ákveðið að hann yrði yfirþjálfari okkar manna og mun hann koma hingað nokkrum sinnum á ári til að leið- beina. • Pótur Pótursson og Arnór Guðjohnsen. íþróttir í kvöld EINN leikur verður í 1. deild karla í handbolta f kvöld. Vfkingur og Valur leika í Höllinni og hefst viðureignin klukkan 20. Á sama tíma leika í íþrótta- húsi Kennaraháskólans IS og Haukar í 1. deild kvenna í körfubolta. Verða þeir bestu með á OL í Seoul? Framkvæmdanefnd alþjóða- ólympíunefndarinnar studdi f gær tillögu þess efnis að atvinnuleik- arar f tennis megi taka þátt f Ólympfuleikunum í Seoul á næsta ári. Ef alþjóðaólympfunefndin samþykkir tillöguna á fundi sfnum í maf, má gera ráð fyrir að allir bestu tennisleikarar heims taki þátt f ÓL og þar með bætist fimmta stórmótið f tennis við. Alþjóðatennissambandið lagði tillöguna fyrir framkvæmdanefnd- ina. Þar segir að atvinnumennirnir verði að rjúfa flest atvinnusam- bönd meðan á leikunum stendur. Þeir mega ekki taka við peninga- greiðslum á tímabilinu og ekki flagga auglýsingum á búningum og spöðum. Þeir verða að búa með öðrum keppendum og verða að gangast undir lyfjapróf eins og aðrir, sé þess óskað. Verði tillagan samþykkt, verður það mikill sigurfyrirtennisíþróttina og um leið aðrar greinar, því þá hafa dyrnar opnast fyrir atvinnu- menn til að taka þátt í Ólympíuleik- um. Þegar það gerist verður langþráðu takmarki margra náð — að Olympíuleikar verði opnir fyrir alla, jafnt áhugamenn sem at- vinnumenn. Eru FH-ingar að missa af lestinni? í gærkvöldi léku FH og Vfkingur í l.deild kv. f handbolta. Lauk leiknum með sigri Vfkings 17:15. Víkingsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu strax yfir- höndinni. Þær juku forystuna jafnt og þétt og var staðan í hálfleik I síðari hálfleik tóku FH-stúlkur þær Eiríku og Ingu Láru úr umferð og náðu að saxa þó nokkuð á for- skotið. Víkingsliðið hélt þó fengn- um hlut og endaði leikurinn 17:15 fyrir Víking. ( góðu Víkingsliði voru bestar þær Eiríka Asgrímsdóttir og Sigrún Olafsdóttir í markinu. Hjá slöku FH-liði stóð engin upp úr. Dómarar í þessum leik voru þeir Björn Jóhannesson og Davíð Sigurðsson. Sá fyrrnefndi dæmdi vel en sá síðarnefndi mætti kynna sér reglurnar lítillega! Mörk FH: Rut Baldursdóttir 5/2, María Sigurðardóttir og Berglind Hreinsdóttir 3 mörk hvor, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Helga Siguröardóttir og Kristín Péturs- dóttir eitt mark hvor. Mörk Viklngs: Eiríka Asgrímsdóttir 7/2, Svava Baldvinsdóttir og Valdis Birgis- dóttir 3 mörk hvor, Inga Þórisdóttir 2/2, Jóna Bjarnadóttir og Hrund Siguröardóttir eitt mark hvor. Jafntefli SOUTHAMPTON og Liverpool geröu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í gærkvöldi og fór viðureignin fram í Southampton. Paul Walsh hjá Liverpool var vísað af velli, en það dugði leikmönnum Sout- hampton ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.