Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Minning: Reynir Eyjólfs- son kaupmaður 1 Fæddur 28. júlí 1916 Dáinn 29. janúar 1987 í dag er til moldar borinn Reynir Eyjólfsson, ’taupmaður í Reynisbúð. Þrátt fyrir að andiát Reynis hefði ef til vill ekki átt að koma á óvart, þar sem hann hafði átt við van- heilsu að stríða alllengi, bregður manni óneitanlega við þegar vinir hverfa á braut. Þá er ósjálfrátt dokað við og horft til baka. Reynir Eyjólfsson var sannkall- aður kaupmaðurinn á hominu. Kaupmaður sem öllum vildi gott gera og var fús til að greiða götu fólks eftir mætti. Því miður fer þessum mönnum fækkandi og um leið því hlutverki sem kaupmaður- inn á hominu hefur haft sem sérsvið í okkar þjóðélagi, nefnilega mann- leg og heilbrigð samskipti fólks á milli. Þeir, sem komnir eru til vits og ára og þekkja þennan þátt mannlífsins og ólust upp með því, munu sakna þess. Reynir Eyjólfsson lét félagsmál kaupmanna mikið til sín taka og var honum trúað fyrir fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu kaupmanna, sem ég ætla ekki að tiltaka sérstaklega, en vil þó þakka honum ánægjulegt samstarf að málefnum kaupmanna í gegnum árin. Eitt af þeim málefnum sem Reynir lét sig varða af óbilandi áhuga var starfsemi og rekstur Matkaupa hf., sem er innflutnings- fyrirtæki, rekið af kaupmönnum. Reynir var einn af stofnendum þessa 30 ára gamla fyrirtækis og sat um árabil í stjóm þess. Áhugi Reynis fyrir velgengni Matkaupa hf. var mikill, til merkis um það átti hann til að hringja í undirritað- an allt fram á hinsta dag og ræða um fyrirtækið og framtíð þess af slíkum áhuga að líkast var að ung- ur maður, sem væri að byija sína framtíð sem kaupmaður, ætti hér hlut að máli. Þessi símtöl og þau heilræði sem þeim fylgdu mun ég sakna. Ég vil Ijúka þessum fáu Iínum á því að þakka Reyni Eyjólfs- syni fyrir hönd Matkaupa hf. hans störf í þágu fyrirtækisins og munu hluthafar og starfsfólk ætíð minnast Reynis með hlýhug. Ég votta eiginkonu og öðrum ástvinum hins látna dýpstu samúð. Gunnar Snorrason Vinur minn, Reynir Eyjólfsson, kaupmaður, lézt á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn þ. 29. janúar. Fyrir réttum 8 árum kenndi hann hjartabilunar, sem leiddi til þess að hann gekk undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í London um haustið, sama ár. Aðgerðin virtist hafa tek- ist vel og var heilsa hans allgóð næstu 3 árin. Þá fékk hann, því 'niður, slæma inflúensu og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Veik- indi hans ágerðust eftir því sem árin liðu. Það var undravert hvað hann virtist ná sér á milli, gekk reyndar kraftaverki næst. Senni- lega hefur það verið hinn mikli Iífsvilji og hugarorka, sem hélt hon- um uppi, auk þess sem læknar og hjúkrunarfólk hjartadeildar Lands- pítalans veittu honum góða hjúkr- un, þegar hann dvaldi þar, sem hann kunni vel að meta. Alla tíð vann Reynir við'verzlun. Byijaði ungur að vinna fyrir sér. Fyrst sem sendill en síðan vann hann við afgreiðslustörf í allmörg ár. Hann kaus þó heldur að standa á eigin fótum og stofnaði matvöru- verzlunina Reynisbúð í ágúst 1955 á homi Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu, norðanmegin. Nokkr- um árum síðar flutti hann verzlun- ina í stærra húsnasði, suður yfir Ásvallagötu, á hitt homið. Reynir starfrækti verzlun sína í hartnær 30 ár eða þar til hann hætti í maí 1985, af heilsufarsástæðum. Reynir var vinsæll, vellátinn, traustur, glaðlyndur og átti gott með að umgangast fólk. Það ríkti gott andrúmsloft í verzlun hans. Félagslyndur var hann. Var einn af stofnendum Stofnlánasjóðs mat- vömkaupmanna og formaður í einn áratug. Um árabil var hann í stjóm Matkaups hf., heildv. í eigu mat- vömkaupmanna og meðal stofn- enda fyrirtækisins. Var lengi í stjóm í Félagi matvömkaupmanna. Kaupmannasamtök íslands sæmdu hann heiðurskjali árið 1968. Hann hafði mikla ánægju af lax- veiði, sem hann stundaði meðan heilsan leyfði. Var ágætur stanga- veiðimaður, prýðis félagi og háttvís í framkomu. Reynir var fæddur þ. 28. júlí 1916 hér í Reykjavík og bjó hér alla tíð. Foreldrar hans vom Eyjólf- ur Gíslason, þekktur hestamaður, lengi starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg, og kona hans, Guðríður Magnúsdóttir, sem var lærð mjólk- urbústýra. Hún var ættuð ofan úr Borgarfirði, en Eyjólfur átti ættir að rekja til Ámes- og Rangæinga. Þau eignuðust 4 böm; Trausta, sem er elstur, Reyni, Svölu og Pálma. Móður sína misstu þau systkinin þegar Reynir var um fermingu. Reynir Eyjólfsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Guðrún E. Guðmundsdóttir, ættuð úr Ön- undarfirði. Hann kvæntist henni árið 1941. Þau eignuðust 3 syni, en þeir em: Ámi, framkvstj. hjá Félagi ísl. stórkaupmanna, Eyjólf- ur, flugmaður hjá Cargolux og Jóhann, rafvirki. Rúna, eins og hún var ávallt nefnd, dó árið 1948. Hún var drífandi og góð húsmóðir, sem hugsaði vel um heimilið. Síðari konu sinni, Ragnheiði Friðriksdóttur frá Flateyri, kvænt- ist hann árið 1952. Sonur þeirra er Jóhannes Valgeir, matreiðslu- maður. Ragnheiður var manni sínum sannkölluð stoð og stytta. Það kom í hennar hlut að sjá um verzlunina með honum eftir að heilsa hans bilaði. Var það ærið starf auk þess að sinna heimilinu, sem hún gerði af myndarskap. Með Reyni er horfinn af sjónar- sviðinu góður og gegn borgari og einn „kaupmaðurinn á horninu", en þeir gegna mikilvægu hlutverki með þjónustu sinni við íbúa borgarinnar. Eiginkonu, sonum hans og öðmm í fjölskyldunni, votta ég innilegustu samúð. Hákon Jóhannsson í dag verður til moldar borinn Reynir Eyjólfsson . kaupmaður. Hann fæddist 28. júlí 1916, sonur hjónanna Eyjólfs Gíslasonar starfs- manns Reykjavíkurborgar og konu hans Guðríðar Magnúsdóttur, sem þá bjuggu á Skólavörðustíg í Reykjavík. Á þeim tíma þegar Reynir vex úr grasi fengu ekki allir notið óska sinna hvað varðar menntun og skólagöngu og réðst sveinninn að- eins 13 ára gamall í vinnu til hins valinkunna sæmdarmanns Sigur- bjöms í Vísi. Jafnframt stundaði hann kvöldskólanám og síðar sjálfs- nám og var Reynir'bæði fróður og minnugur. Hjá Sigurbirni naut hann fyrstu tilsagnar varðandi verslunarstörf sem síðan áttu eftir að verða megin- viðfangsefni og uppistaðan i starfsæfí hans. Síðar meir réðist hann til starfa hjá KRON og var þar verslunarstjóri lengi. Verslunar- störfín áttu vel við Reyni, alltaf var nóg að gera og hver nýr viðskipta- vinur færði með sér sín sérstöku viðhorf, sínar óskir og jafnframt þurfti viðskiptavinurinn ef til vill að losa örlítið um eigin innibyrgð vandamál, og þá var gott að eiga verslunarmanninn að sem þolin- móðan hlustanda. Þar sem Reynir var þar var jafnan glettni og gáski til að létta lund þeirra sem til hans leituðu. Árið 1941 giftist Reynir Guðrúnu Guðmundsdóttur og eignuðust þau þijá syni, þá Áma Reynisson fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, sem er giftur Önnu Bjamadóttur, Eyjólf Reynisson sem er flugvirki og giftur er Unu Gísla- dóttur og Jóhann Reynisson sem er rafvirki. Reynir missti konu sína árið 1948. Hann giftist aftur 1952 eftir- lifandi konu sinni, Ragnheiði Friðriksdóttur, og áttu þau saman einn son, Jóhann Valgeir Reynis- son, og er hann matsveinn að atvinnu. Allt er þetta velmetið dugnaðarfólk. Ragnheiður, síðari kona Reynis, er mikilhæf mann- kostakona sem reyndist manni sínum og fjölskyldunni allri stoð og stytta svo eftirtekt vakti. Reynir hóf rekstur eigin verslun- ar árið 1955 og var vel metinn og vinsæll kaupmaður. í því starfí sem annars staðar naut hann og ágætr- ar aðstoðar eiginkonu sinnar, Ragnheiðar, en saman ráku þau verslunina uns heilsubresturinn hamlaði áframhaldi. Árið 1968, á 40 ára afmæli Fé- lags matvörukaupmanna; var hann sæmdur heiðursmerki KI. Reynir var mjög félagslyndur að eðlisfari enda allsstaðar vel þeginn liðsmaður og eftirsóttur. Hann var félagi í Frímúrarareglunni um ára- bil og mér er kunnugt um að honum fannst sem flestum öðrum það vera mikið gæfuspor þegar hann gekk þar inn, enda mat hann þann félags- skap alla tíð mikils. Hann var félagi í Kaupmannasamtökum íslands í gegnum sitt sérgreinafélag, Félag matvörukaupmanna, en þar var hann í stjóm í mörg herrans ár, og þar kynntist undirritaður honum, þegar við lentum þar saman í stjóm. Reynir var þar þá fyrir, og bar með sér yfirbragð hins reynda fé- lagsmálamanns. Hann átti létt með að standa upp og segja skoðanir sínar hátt og hressilega og ævinlega hæfílega blandaðar græskulausri kímni. Það var mér strax ljóst að þama fór vinsæll maður sem í öllu var ómissandi hvort heldur um var íjallað brýnustu hagsmunamál ell- egar að undirbúnar vom veiði- og skemmtiferðir. Við geymum minningamar frá þessum tíma. Reynir valdist til fjöl- margra trúnaðarstarfa fyrir félaga sína. Hann var meðal stofnenda Matkaups hf. 1957 og sat þar í stjóm um tíma. Hann var einnig í stjórn Stofnlánasjóðs matvömversl- ana og gegndi formennsku þar hin síðari ár allt til ársins 1984 er hann af heilsufarsástæðum varð að draga sig í hlé. Fyrir þessi og fjölmörg önnur trúnaðarverkefni ótalin hér, fæmm við í Kaupmannasamtökum íslands honum að leiðarlokum hugheilar félagsþakkir. Að vera kaupmaðurinn á hominu eins og það er gjaman kallað í dag útheimtir m.a., ef vel á að vera, snyrtimennsku, einlægni, ljúf- mennsku, samviskusemi og ráð- deild. Alla þessa eiginleika átti Reynir í ríkum mæli og marga fleiri. Hann var vinmargur og traustur vinur vina sinna. Þeir em því margir sem nú horfa með hryggð í huga til horfíns dánu- manns. I fölskvalausri trú á forsjá himnaföðurins beygjum við höfuð okkar í lotningu. Sannur vinur er genginn, en göfug minning lifír. Við sendum ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið him- ins og jarðar að veita þeim styrk í sorg sinni. Hreinn Sumarliðason erindreki KÍ. Kveðja frá Landssamtökum hjartasjúklinga Reynir Eyjólfsson kaupmaður, Hringbraut 52, Reykjavík, vara- stjómarmaður Landssamtaka hjartasjúklinga frá upphafí, lést á Landspítalanum í Reykjavík 29. janúar sl. Reynir var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun samtakanna árið 1983 og varð fyrstur til að leggja fram lista fyrir væntanlega stofnendur við móttökuathöfn frú Önnu Cronin á Hótel Sögu í júlí sama ár. Þrátt fyrir bágt heilsufar seinustu árin var hann sífellt með nýjar og ferskar hugmyndir um störf og framgang Landssamtaka hjartasjúklinga. enda var Reynir heitinn sérlega hugmyndaríkur maður, og hann vildi vera sívinnandi í þágu samtakanna og átti vissulega stóran þátt í velgengni þeirra í fjár- öflunarmálum og daglegum störf- um, bæði með beinni vinnu og snjöllum og góðum ráðum. Heilsu sinnar vegna átti Reynir oft erindi á hjartadeild Landspítal- ans hin síðari ár um lengri eða skemmri tíma. Þar átti hann góða vini, lækna og hjúkrunarfólk, sem annaðist hann af alúð og nær- gætni. Við þetta fólk ræddi hann um starfsemi Landssamtaka hjarta- sjúklinga og fékk það í lið með sér við að stuðla að velgengni félags- ins, enda var hann mjög vinsæll og vel liðinn af öllu starfsfólki á deild- inni, og mat hann mikils alla hjúkrunina og hlýtt viðmót þessa ágæta fólks, sem sýndi þeim hjón- um báðum frábæra vinsemd og hlýju til hinstu stundar. Við félagamir í Landssamtökum hjartasjúklinga minnumst þessa mæta manns með þakklæti og sökn- uði og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Viktorsson „Indælt er ljósið og Ijúft er fyrir augun að horfa á sólina, því lifi maðurinn mörg ár þá á hann að vera glaður öll þau ár.“ (Pred. 11. kap. 7. vers.) Hver er að koma vestan með görðum? Það er hann Reynir, sum- arpilturinn í Hellishólum. Hann gengur hægt eftir götutroðningn- um, sem liggur á milli bæjanna. Lágvaxinn drengur á fermingar- aldri, vaggar lítið eitt í spori, hallar höfðinu til hliðar annað slagið, horf- ir á umhverfið opnum augum. Hann sér að það hefur snjóað í Tindfjöll og Eyjafjallajökullinn er blárri en í vor. Lóumar em flestar farnar úr móanum, það er komið haust. Þetta umhverfí er þá blasti við augum hans fylgdi honum síðan alla ævi ásamt minningum um góða fólkið, sem hann dvaldi hjá síðastliðin fjög- ur sumur. Erindið heim til foreldra minna er, að hann er kominn til að kveðja. Sumardvölinni er lokið, á morgun fer hann heim til Reykjavíkur. Þetta er fallegur piltur, prúður og hæglát- ur. Ég veit að þeim er vel til vina, foreldrum mínum og honum og tryggð milli þeirra endist æ síðan. Þetta er fyrsta minningin, sem ég á um mág minn, Reyni, en er leiðir okkar lágu saman löngu síðar átti ég eftir að reyna að hann var vænn maður og tryggur vinur vina sinna. Mér hefur verið sagt að Sigríður heitin Halldórsdóttir frá Ósabakka, amma Reynis, hafí tekið svo til orða: Sú besta vöggugjöf er barni hlotnast er lífsgleði og gott geð. Mér er nær að halda að hún hafí verið heilladísin er óskaði sonarsyni sínum þessara gæða. Því þrátt fyr- ir stórar sorgir og síðan veikindi hélt hann gleði og bjartsýni alla tíð, þótti í einu orði sagt gaman að lifa. Móður sína missti Reynir ferm- ingarárið sitt og þurfti frá þeim tíma að standa á eigin fótum. Þar sem hann stundaði vinnu kom hann sér svo vel, að húsbændur og sam- starfsfólk eru enn í dag að minnast þeirra tíma. Reynir var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, eignaðist hann þijá syni, en Guðrún andaðist í desem- ber 1948. Það voru vissulega daprir dagar er hamingjan hvarf úr húsi hans. Þar var kvödd mæt kona vel af guði gjörð. En aftur birti til er hann gekk að eiga Ragnheiði Frið- riksdóttur. Það var stórt hlutverk sem hún tók við, að ala upp þijá stjúpsyni á viðkvæmu bemsku- skeiði, en hún var sannarlega vandanum vaxin og þau hjónin sam- hent að byggja upp hlýlegt og stórmyndarlegt heimili. Reynir og Ragnheiður eignuðust einn son og eru allir synimir efnismenn og drengir góðir. Eins og hjónin vom samtaka í uppeldi drengjanna sinna svo var einnig er þau byggðu sér snoturt sumarhús í fallegu um- hverfi. Þar var sannarlega tekið til hendinni, ræktað og prýtt. Þar festi hinn fegursti gróður rætur og dafn- aði vel, enda grær undan hollri hendi. Það var gott að koma að Laxabakka, svo heitir bústaðurinn, enda vom húsráðendur mjög gest- risnir og því sjaldan gestlaus bær. Félagar vom þau í besta skilningi, nutu margra ferðalaga utanlands og innan, hrifust saman af fögmm listum í tali og tónum. Margir vom þeir sunnudags- morgnar er Reynir sló á þráðinn til okkar. Hann virtist aldrei hafa nema góðar fréttir að færa. Dreng- imir hans höfðu tekið sér eitthvað nýtt fyrir hendur eða eftir að litlu bamabömin komu til sögunnar, þessir sólargeislar sem vom sífelld- ir gleðigjafar. Eins gladdist hann innilega ef vel gekk hjá vinum og frændfólki. Nú hin síðari ár er heilsu hans tók að hraka var hann samt alltaf sama hetjan, bjartsýnn á bata, ræddi lítt um veikindi en sló á léttari strengi. Þá kom líka í ljós hve Ragnheiður var umhyggju- söm og traust og gerði allt til að létta honum lífíð. Eg minnist þess er við hjónin fómm í fyrsta sinn að heimsækja Reyni í sjúkrahús, þá sat ung sonardóttir hjá honum og strauk kinnina á afa sínum með lítilli mjúkri hendi, þar var gagn- kvæmur kærleikur. Á kveðjustund þökkum við hjónin og bömin okkar samfylgdina og alla vináttu í okkar garð og eigum um hana minningar, sem allar em góðar. Blessun fylgi fólkinu hans um ókomin ár. Margrét J. ísleifsdóttir Fráfall vinar míns, Reynis Eyj- ólfssonar, þurfti ekki að koma þeim sem til þekktu á óvart eftir alla þá löngu og erfiðu baráttu sem hann hafði háð. Hinsvegar undmðust flestir það þrek og það æðmleysi sem hann bjó yfir, að aldrei skyldi hann bugast og alltaf halda stillingu sinni og geðprýði til hinstu stundar. Reynir var Reykvíkingur, fæddur á Skólavörðustíg 3 28. júlí 1916. Foreldrar hans vom Guðríður Magnúsdóttir og Eyjólfur Gíslason. Systkini Reynis vom Trausti renni- smiður, vistmaður á elliheimilinu í Hveragerði, Svala, gift Hákoni Jó- hannssyni kaupmanni í Sport, og Pálmi, fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli, giftur Margréti ísleifs- dóttur. Ungur hóf Reynir verslunarstörf hjá Sigurbirni í Vísi en 1939 réðst hann til KRON og starfaði þar til ársins 1955, er hann hóf eigin versl- unarrekstur. Árið 1941 giftist Reynir Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Tannanesi í Önundarfírði og eignaðist með henni 3 syni, en þeir em: Árni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.