Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 19 móti má setja spumingarmerki og jafnvel stopp á slíkt þegar því fé sem veija mætti til að setja í gang 3 íslenskar myndir, og þar með veita atvinnu 50—60 kvikmynda- gerðarmönnum, leikurum og öðrum, er stefnt út úr landinu. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Dreifing kostnaðar við gerð kvikmyndar sem kostar 20 milljónir gæti orðið sem hér segir. Til er- lendra aðila fyrir framköllun, hljóðblöndun og gerð sýningarein- taks 3 milljónir, afgangurinn, eða 15 milljónir, færi allur í greiðslur til íslenskra fyrirtækja og einstakl- inga. Að mörgum ótöldum mætti nefna filmukaup, leigu á tækjum, bifreiðum, farsímum og rafstöðv- um, laun til tæknifólks, aðstoðar- fólks, trésmiða, auglýsingateikn- ara, tónsmiða, að ógleymdum leikurum og stadistum o.fl. Hér- lendis eru fyrirtæki sem leigja út öll tæki til kvikmyndagerðar, spónn úr aski þeirra er tekinn er erlendir aðilar flytja inn tæki til notkunar hériendis. Af þessu má sjá að hér eru hagsmunir margra í veði og er hér á ferðinni alvarlegt mál fyrir þá aðila sem standa að rekstri slíkra fyrirtækja. Af ofanrituðu má sjá að hér er á ferðinni mikill atorku- og athafna- maður, enda á Hrafn kyn til þess. Það er nauðsynlegt að hlúa að slíkum mönnum í litlum þjóðfélög- um, þeir eru ómetanlegir. En það getur ekki verið nauðsynlegt að jarða aðra kvikmyndagerðarmenn í leiðinni. Það er ekki ætlun mín að kenna öðrum en -okkur sjálfum um það hvað langt Hrafni hefur tekist að koma sínum málum fram á kostnað annarra. Þó eru atriði sem vert er að athuga nánar. Frá upphafi hefur Knútur Hallsson, áður skrifstofu- stjóri en síðan fyrir tveim árum ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, haft með Kvikmyndasjóð að gera fyrir hönd ráðuneytisins. Þessi maður hlýtur að bera heilm- ikla ábyrgð á því hvernig vinnuregl- ur sjóðsins hafa þróast. Ef úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs hefði strangari reglur til að vinna eftir, kannski hafa þeir engar regl- ur til að vinna eftir, væri hægt að koma í veg fyrir að einstaka aðilar kæmu sér upp samböndum við menn í lykilstöðum hjá sjóðnum og þannig með persónulegum tengsl- um og ýtni tryggt sér aðstöðu sem er mjög ósanngjöm gagnvart öðmm umsækjendum. Að lokum vildi undirritaður leggja fram einfaldar tillögur sem gætu gert störf úthlutunamefndar einfaldari og minna vanþakklát. 1. Markaður verði fastur hundraðs- hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins sem verði varið í heimildarmynd- ir annars vegar og leiknar myndir hinsvegar. 2. Úthlutun úr sjóðnum verði skipt í 3 stig. Umsóknir til handritagerðar; umsækjendur leggi fram útdrátt að fyrirhuguðu handriti. Úthlut- anir til handrita verði ársfjói'ð- ungslega. Umsóknir til undirbúnings; um- sækjendur leggi fram fullbúið handrit ásamt framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Þessar umsókn- ir verði afgreiddar hálfsárslega. Umsóknir um framleiðslustyrk; umsækjendur sanni að þeir geti, að viðbættum styrk sjóðsins, lok- ið við framleiðslu myndarinnar. Einnig mætti skylda þá sem framleiða mynd í fyrsta sinn til að hlíta ráðgjöf um framkvæmd verksins. 3. Þeir, sem hafa kvikmyndagerð að aðalatvinnu og framleiða myndir sem standa undir sér fjárhagslega, eigi tryggðan ákveðinn hundraðshluta til und- irbúnings. Á sama hátt verði markaður ákveðinn hundraðs- hluti af sjóðnum til handa þeim sem eru að feta sín fyrstu spor í kvikmyndagerð. Það er von mín að þessar hugleið- ingar megi verða til þess að skapa frekari umræðu um störf Kvik- myndasjóðs. Höfuadur erfélagi í FK, Félagi kvikmyndagerðarmanna. Einkennileg viðbrögð eftir Sigmar B. Hauksson Félag kvikmyndagerðarmanna hefur opinberlega lýst yfir óánægju sinni vegna þeirrar íjárhæðar sem Hrafni Gunnlaugssyni var úthlutað úr Kvikmyndasjóði. Telja þeir að við gerð kvikmyndarinnar muni ekki starfa nægjanlega margir íslenskir kvikmyndagerðarmenn. Satt best að segja koma mér mótmæli þessi mjög svo einkenni- lega fyrir sjónir. Hingað til hafa vel flestir íslenskir kvikmyndagerð- armenn talið rétt að styrkja alla vega eina íslenska kvikmynd með verulegri fjárhæð. Sú fullyrðing kvikmyndagerðarmanna að ekki muni starfa nægjanlega margir Is- lendingar við gerð myndar Hrafns eru harla einkennileg. Vitaskuld er hér um íslenska kvikmynd að ræða. Það er engin nýlunda að erlendir menn hafi aðstoðað eða unnið með íslenskum kvikmyndagerðarmönn- um. Samstarf af þessu tagi er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska kvik- myndagerð. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að kvikmyndin er í eðli sínu alþjóðleg. Sigmar B. Hauksson „Stórmannlegra hefði nú verið fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn að samgleðjast Hrafni í staðinn fyrir hin barnalegn mótmæii.“ Seinasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Hrafninn flýg- ur“, hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Sem kunnugt er var Hrafn útnefndur leikstjóri ársins í Svíþjóð. Óhætt er að full- yrða að ekkert íslenskt listaverk hafi vakið eins mikla athygli í Svíþjóð síðan Salka Valka, eftir Halldór Laxness, kom þar út. Svíar hafa sýnt okkur íslending- um og íslenskri kvikmyndagerð mikinn höfðingsskap og rausn. Með stuðningi Svía hefur kvikmyndin „Hrafninn flýgur“ verið sýnd víða um heim og þá sem íslensk kvik- mynd. Hróður íslenskrar kvik- myndagerðar hefur því borist víða og er þessi kynning ómetanleg fyr- ir íslenska kvikmyndagerð og þar með íslenska menningu. Nú er til umræðu að stofha sam- norrænan kvikmyndasjóð. Sem kunnugt er hefur fjárskortur helst staðið kvikmyndagerð hér á landi fyrir þrifum. Öflugur samnorrænn kvikmyndasjóður gæti því skipt sköpum fyrir íslenska kvikmynda- gerð. Ef af stofnun sjóðsins verður er líklegt að samstarf norrænna kvikmyndagerðarmanna muni auk- ast all verulega í framtíðinni. Ætla íslenskir kvikmyndagerðarmenn að gera það að skilyrði í framtíðinni að kvikmyndir, styrktar með íslensku fé, verði aðeins unnar af íslendingum? Svo vikið sé aftur að hinni nýju kvikmynd Hrafns og úthlutun Kvik- myndasjóðs þá má fullyrða að hefði sjóðurinn ekki styrkt Hrafn hefði líklegast ekki getað orðið að gerð þessarar íslensku kvikmyndar. Ákvörðun sjóðsins var því rétt. Við bíðum nú öll spennt eftir hinnj nýju kvikmynd Hrafns og óskum honum góðs gengis. Stórmannlegra hefði nú verið fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn að samgleðjast Hrafni í staðinn fyrir hin barnalegu mót- mæli. Höfundur hefur átt sæti í stjórn Listahátíðar, verið formaður stjómar Kvikmyndahatíðar — og átti sæti í nefndþeirri, sem m.a. gerði tiilögur um stofnun Kvik- myndasjóðs. Fjölmiola- hfflnskeið Laugardaginn 21. febrúar hefst vandað og fjölbreytt námskeið í fjölmiðlun á vegum Tómstundaskólans. Þátttakendurfá kennslu og leiðsögn í undir- stöðuatriðum fjölmiðlunar. Að loknu sameigin- legu undirstöðunámi skiptast þátttakendur í þrjá hópa eftir áhugasviðum þ.e. útvarp, sjónvarp, blöð. Ahersla er lögð á verklega kennslu undir stjórn hæfra fjölmiðlamanna. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um fjölmiðla og þeim sem hafa hug á að leggja fjölmiðlun fyrir sig. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 24. Námskeiðið stendur frá 21. febrúar til 16. maí, og er kennt tvo daga í viku, laugardaga frá kl. 13-18 og miðvikudagafrá kl. 20-23. Námskeið- ið er alls 118 kennslustundir. Innritun og frekari upplýsingar fást hjá Tóm- stundaskólanum, Skólavörðustíg 28, virka dagakl. 10-17. Sigurjón Jóhannsson. Námskeiösstjórn, framsetning efnis. Vilborg Harðardóttir. Stefán Jökulsson. Viötalatækni, frétta- og Stjórn og gerð útvarps- greinaskrif. þátta. Karl Jeppesen. Stjórn og gerð sjón- varpsþátta. Vilhjálmur Sigurjónsson. Tölvur, ritvinnsla. TÚMSTUNDA SKOUNN Skólavörðustig28 Sími 621488
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.