Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 15
skoðun á embættishelgi en þeir. Eg hef lengi verið þeirrar skoðun- ar, að það mætti vera miklu meiri hrejrfanleiki í störfum hjá ríkinu. Samt er það svo, að öryggið sem felst í því að vera skipaður í emb- ætti er metið til launa í kjarasamn- ingum. Þetta á að mínum dómi að afnema, hækka launin og hafa meiri hreyfanleika í störfum. Engu að síður virði ég sjónarmið þeirra, sem vanizt hafa þessari festu. En hin ástæðan — sú sem vegur miklu þyngra — er mér síður geðfelld. Þar erum við ef til vill komin að kjarna málsins. Undanfarin ár hef- ur nefnilega verið að eiga sér stað nöturleg öfugþróun í íslenzku skóla- kerfi. Þessi þróun á sér tvær rætur. Sú fyrri felst í kjarabaráttu kenn- ara. Hin seinni varð til í Banda- ríkjunum fyrir sextíu árum og barst hingað illa tærð og visin frá Svíþjóð fyrir hálfum öðrum áratug. Þegar kennarar tóku illu heilli upp þá aðferð í kjarabaráttu að miða laun ekki við starfíð sem slíkt heldur við þann tíma, sem þeir höfðu sjálfir verið á skólabekk — var asninn leiddur inn í herbúðim- ar. Þá hófst endlaust pot og pex við að koma sér úr eiginlegri kennslu og í hvers konar ráðgjafar- störf og sérkennslu með minni kennsluskyldu, færri nemendum og meiri skriffínnsku. Þetta var rök- stutt með tilvitnunum í bandarískt og sænskt skólakerfí, þar sem fé- lagsfræðingar og sálfræðingar hafa verið hafnir upp til skýjanna með sínar endalausu skýrslur um allt og ekkert. Faglegar kröfur í skólum hafa beðið lægri hlut fyrir snakkinu. En hver skyldi hugsunin á bak við þetta vera? Hún er þessi: Fyrir um það bil sextíu árum, þegar sál- ar- og félagsfræði voru ekki einu sinni komin af bernskuskeiði, komu fram kenningar um það að kenna mætti öllum allt og að kenna mætti rapr aAnflaM'í ér ?mnAtTiitmmim rHnA Tín/rnrwm MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 h.r 15 og ætti öllum allt með því að láta hvem einstakling uppgötva öll sannindi fyrir sjálfan sig. Þetta átti að vera andsvar við svonefndum þululærdómi. Þetta átti að kveða í kútinn margföldunartöfluna, ljóða- lestur og málfræði — gott er ekki stafsetningu líka. Einn postuli þess- arar stefnu gekk svo langt í blaðagrein fyrir réttum sextán árum að halda því fram, að íslenzkukennari mætti ekki fyrir nokkum mun leiðrétta mál nem- enda sinna. Málið væri einkaverk- færi hvers og eins og svonefnd málskynjun væri einkaheimur hans, sem enginn mætti ryðjast inn í. Hlutverk kennarans átti sam- kvæmt þessu að vera það eitt að rannsaka, horfa á og skýra frá nið- urstöðum sínum. Þama emm við einmitt komin að kjama málsins. Kennarinn á ekki að leiðbeina. Kennarinn á ekki að kenna. Kenn- arinn á að skrifa skýrslur. En með leyfí að spyija: Fyrir hvem? Hverj- um til góðs? Það er auðvitað algert aukaat- riði. Vegna þess, að í skjóli þess, að maður sé að vinna merkileg vísindastörf og fást við kannanir, getur maður ekki haft eins marga nemendur í tímum. Maður verður líka vegna mikilvægis starfsins að hafa hærri laun heldur en óbreytt- ir. Og vegna mikilvægis starfsins verður ríkið líka að útvega aukið húsnæði. Og það verður að innrétta það. Það verður að búa það góðum húsgögnum og öðmm búnaði. Allt þetta kostar mikið fé. Hvaðan er það fé tekið? Auðvitað er þetta tekið úr sam- eiginlegum sjóði okkar — ríkissjóði. Á sama tíma og framlög til fræðslu- mála hafa stóraukizt, hafa kennara- laun lækkað miðað við önnur laun. Fjölgun nemenda segir hér ekki nema litla sögu. Meginástæðan til lágra kennaralauna er sú, að komið hefur verið upp miklum fjölda af störfum við skólana, sem ekki vom þar áður. Allir vita það sem eitt- hvað hafa fylgzt með skólamálum, að miklu bákni hefur verið komið upp utan um skólana. Þama á ég ekki aðeins við fræðsluskrifstofur, sem sífellt hafa þanizt út, heldur þenslu í ráðuneyti menntamála, skólarannsóknadeild, skrifstofuliði við skólana og fleira. Allt þetta kostar mikið fé. Eg hef aldrei hald- ið því fram, að allt þetta fólk sæti iðjulaust eða væri að svíkjast um. Ég hef hins vegar oft sagt og ég meina það — að það væri miklu betra oft og einatt, að svo væri. Það væri miklu betra að sumt af því fólki sem er að búa til skýrslur og pappíra fyrir aðra — hreinlega sæti auðum höndum. Það væri ódýrara fyrir ríkið og miklu skilvirk- ara fyrir nemendur og almenna kennara. Sannleikurinn er nefnilega sá, að mikið af skýrslum, könnunum og skrám, sem kosta stórfé — hefur aldrei orðið og mun aldrei verða til neins nema til þess að skemmta skrattanum. Það er því kominn tími til að taka þarna til hendi. Ég veit ekkert, hvort Sverrir Hermannsson er að hefja þá nauðsynlegu tiltekt, sem þarf að gera í íslenzkum skóla- málum. Ég vona hins vegar að svo sé. Það veit heilög hamingjan, að tími er til kominn að spyija hvað við séum að gera og hvers vegna við séum að gera þetta. Við verðum hreinlega að fara að átta okkur á því, að skólakerfíð þarf að reka á eftir þeim lögmálum markaðarins, sem segja: Sérhver þjónusta verður að koma til af þörf — sérhverri þörf þarf að mæta á ódýrasta og skilvirkasta máta. Það nær ekki nokkurri átt að einstaklingar og hópar geti ákveðið upp á sitt ein- dæmi þjónustu og kannanir við sitt hæfi — burtséð frá því hvort ein- hveijum öðrum en þeim sjálfum er hagur í því. Það er vissulega kom- inn tími til að taka til höndum. F egurð hins smágerða Myndlist Bragi Ásgeirsson Ullin er til margra hluta nyt- samleg og fleiri en sem markast af vefinum og notagildinu einu. Þetta hafa iðkendur textílfags- ins sýnt fram á í margri mynd á undanförnum árum, og einn þeirra er Anna Þóra Karlsdóttir, sem þessa dagana og fram til 15. febrúar sýnir 13 verk sín í Gallerí Hallgerði á Bókhlöðustíg 2. Það er í tveim myndröðum, sem hún hagnýtir sér ullina á allsér- kennilegan og eftirtektarverðan hátt, og eru það annars vegar til- brigði við þríhyrning, en hins vegar ferhyrning. Anna Þóra býr til einfalda og hlýlega áferð með aðstoð ullarinn- ar og myndefnið er í knappasta lagi eða einungis eitt frumform, sem verður að einkar lifandi og listilegu ferli í höndum hennar, þannig að hin myndræna frásögn er í senn mjúklát og skilrík. Þótt ég hafí ýmislegt séð frá hendi Onnu Þóru á hinum ýmsu samsýn- ingum í meira en áratug, minnist ég þess ekki að hafa séð jafneftir- tektarverða hluti og á þessari fyrstu einkasýningu hennar. Hér er ekki farið að hlutunum með miklum hávaða né bægsla- gangi, heldur alúð og hugkvæmni um leið og einfaldleikinn er virkj- aður til hins ýtrasta. Sýningin lætur ekki mikið yfir sér, en vinnur á við nánari kynni og einkum hrífur myndaröðin með þríhyrningunum, sem er maka- laust þekkileg i allri gerð og útfærslu. Þetta var það, sem kom mér á óvart á sýningunni, en önnur myndverk svo sem Gul bunga, Rauð bunga, Blá bönd, Rauð bönd og Gul bönd eru einföld og aðlað- andi, en naumast eins upprunaleg. Vinnubrögð sem þessi víkka út svið íslenzkrar myndlistar. T UTSALA Einstakt tilboö! Seljum næstu daga útlitsgallaöa skápa á stórlækkuðu veröi. Komið að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og gerið hagstæð kaup. AÐEINS ÍÞRJÁDAGA , ASKAFUM k. k AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.