Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 „/EiLarðu & pöngadeildirva. eða. slysayarésto^ona? ást er... ... að vera ekki eins og á fcrossgötum. TM Htg U.S. Pit OR.-il rlghts rmrvid CWetLfli Angdts Tinws Syndicate Inntökubeiðni í samtök manna á eyðieyjum ... Heyrðu — Það er líklega farið að bíða eftir mér HÖGNI HREKKVÍSI L^oqli V. -T , -rr—i „ \>A6> ERU A. M. K. SU/Mg. SE/U «SH(3JA FJÖLSkr^LPUMNI FRÍA Þv/i HAAR FEMSURINN EX FALIMAI." Saltaustur á göt- ur Reykjavíkur í Morgunblaðinu þann 6. janúar sl. var stutt frétt: Mokstur og salt fyrir 30 milljónir. í fréttinni kom m.a. fram, að hálk- an á götum Reykjavíkur frá því um miðjan október hafi kostað borgarbúa tugi milljóna. Þá kemur og fram í fréttinni að á þessu tímabili, þ.e. frá miðjum október til áramóta, hafi ver- ið mokað á akbrautir í Reykjavík tæpum 3.000 tonnum af salti, þ.e. 40 tonn á hvetjum degi, ekki hefur verið saltað alla daga á þessu tíma- bili, þannig að marga daga gæti þessi saltaustur hafa verið 100 til 200 tonn á dag. Það sem af er þessum vetri keyrir alveg um þverbak hversu starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa verið rausnarlegir á magn það, sem ausið hefur verið á akbrautir hér í Reykjavík. Það er eins og þessir menn hafí tvíeflst nú í vetur eftir tiltölulega hæfílega skömmtun síðastliðinn vet- ur, því þá komust þeir sæmilega frá þessu starfí, enda kosningaár, eins og stjómmálamennimir segja. Það verður að gera allt sem hægt er til að losa okkur við saltið og alla þá eyðileggingu og þann óþrifnað, sem notkun þess veldur borgarbúum, svo ekki sé talað um það falska um- ferðaröryggi, sem ökumenn telja að saltið veiti þeim. Margir ökumenn hreinlega aka á sumarhjólbörðum allan veturinn, vegna þess að þeir treysta á saltdreifingu á akbrautir, en em svo til stórtrafala í umferðinni þegar færð þyngist eða saltið nær ekki að gera snjóinn að vatni á ak- brautinni. Það verður að gera þá kröfu til réttkjörinna fulltrúa okkar í borgar- stjóm Reykjavíkur, að þeir sjái til þess að starfsmenn borgarinnar fari eftir fyrirmælum og starfsreglum, sem þeim em settar. Það getur alls ekki verið að þær stillingar, sem eiga að vera á þessum tækjum séu rétt notaðar. 5—10 eða 20 gr. af salti á m 2 geta ekki gert akbrautir að ár- farvegi eða að pækill myndist af þessu magni. Það hlýtur að vera krafa okkar borgarbúa að saltdreif- ingu sé stillt í hóf og alls ekki saltað nema brýna nauðsyn beri til. Þann 10. maí 1985 skrifaði ég stutta grein í Velvakanda um salt- austur á akbrautir og gangstéttir hér í Reykjavík. Þann 19. maí 1985 skrif- ar Ingi Ú. Magnússon grein í Velvak- anda, sem átti að vera svargrein við skrifum mínum. Þar segir Ingi „þótt ýmislegt mætti til sanns vegar færa í greininni þá em rangfærslur og staðhæfingar svo miklar að ekki nær nokkm tali. Ekki verður hjá því komist að upplýsa borgarbúa um það, sem sannast er í þessum efnum", tilvitnun lýkur. Ekki nennti ég að elta ólar við að svara gatnamálastjóra í þetta sinn, enda ekki tilgangurinn með skrifum mínum að munnhöggvast við menn, heldur að vekja athygli á málinu og koma af stað umræðum um þau. Þessi skrif mín og margra annarra urðu til þess að starfsmenn gatna- málastjóra stilltu saltnotkun í hóf síðastliðinn vetur, það sáu allir. En hveijar vom þá rangfærslur og staðhæfingar mínar í greininni forðum, sem gatnamálastjóri þurfti að leiðrétta? Jú, með greininni var mynd sem sýnir verkamenn standa aftan á vöm- bíl og moka saltinu á akbrautina. Þetta em löngu úrelt vinnubrögð seg- ir hann. Þá er mynd með grein hans af hinum nýju tækjum, sem em stillanleg. Fjórir skalar A, B, C, D, þ.e. 5 gr., 10 gr., 20 gr. eða 30 gr. á fermetra. Ef þessar stillingar væm notaðar rétt er mér nær að halda að enginn myndi skrifa um saltaustur á götur Reykjavíkurborgar. Þegar ég fæ hálffullan disk af salti af gangstéttinni fyrir framan húsið hjá mér, eftir eina ferð þessara tækja, trúi því þá hver sem trúa vill að einhver 5 eða 10 gr. á fermetra séu notuð. Það er lítill munur á því hvort saltinu er mokað með skóflu á akbrautir eða með nýjum tækjum. Þá em það staðhæfingamar í greininni. Ég sagði í grein minni að götur borgarinnar væm oft eins og árfarvegur í allt að 5 til 7 stiga frosti. Er þetta kannski rangt? Ég spyr? Þetta segir gatnamálastjóri að sé rangt og algjörlega bannað, þ.e. starfsmenn fengju þá ekkert fyrir sinn snúð, þ.e. að dreifa salti í 5—7 stiga frosti. Eg hefi fylgst svolítið með salt- dreifingu nú í vetur með tilliti til þessarar fullyrðingar gatnamála- stjóra. Nokkur dæmi: Þann 30. okt. sl. sagði útvarpið, þ.e. Ríkisútvarpið, 4 stiga frost í Reykjavík kl. 6. Þegar 4 stiga frost mælist í 2ja m. hæð frá jörðu, þá er allt að 2 til 3 stigum 181 Birkir Skarphéðinsson segir m.a. að stilla megi saltdreifingu á götur Reykjavíkurborgar í meira hóf en nú sé gert. Oft sé saltað án þess að þörf sé á því. kaldara niðri við jörð. Allan þennan dag vom saltdrejf- ingarbílar borgarinnar á ferðinni. Ég ók á eftir einum þeirra eftir Sólareyj- argötunni á milli kl. 18 og 19, og var mér alveg óskiljanlegt til hvers var verið að salta, þvi gatan var alveg þurr. Þann 20. sl. gerði snjóél síðdegis hér í Reykjavík. Þann dag var 3ja til 4ra stiga frost hér og strax var saltað. Þann 21. nóv. var 4 stiga frost kl. 6 og þann morgun var saltað. Laugardaginn 22. nóv. var um frost- mark og götur borgarinnar með þykku lagi af saltpækli, sem úðaðist yfir ökutæki og vegfarendur. Þann 5. des. gerði snjóél hér í Reykjavík seinni hluta dags, þá um kvöldið var 5 stiga frost hér í borg, samt var saltað. Þann 26. og 27. des. snjóaði lítil- lega hér í Reykjavík. Þann 27. des. var t.d. 4 stiga frost hér í borg, báða þessa daga var alltof mikið saltað. Svo segir gatnamálastjóri að ekki megi salta í 5-7 stiga frosti. Það ætti alveg að heyra til undan- tekninga að salta akbrautir í frosti og alls ekki það mikið að vatn mynd- ist þegar snjór er á jörðu. Að lokum þetta. Það er enn krafa mín og þúsunda Reykvíkinga að salt- dreifingu á akbrautir sé haldið í algjöri lágmarki og ekki sé saltað nema brýna nauðsyn beri til. Það sem af er þessum vetri hefur oft ekki verið þörf á saltdreifingu á akbrautir þó saltað hafi verið og sjaldan eða aldrei þörf á því magni, sem dreift hefur verið. Reykjavík, 4. febrúar 1987. Birkir Skarphéðinsson, 1142-5895. Víkverji skrifar Fátt er nú meira talað um manna á meðal í þjóðfélaginu en nýtt skattakerfi, svokallaða stað- greiðsluskatta, sem koma eiga til framkvæmda um næstu áramót. Nýja kerfið virðist munu einfalda skattkerfið allmikið og fá nú allir sama álagningarhlutfall skatta, sem gert er ráð fyrir að verði 34,75%. Til þess síðan að taka tillit til sérstakra aðstæðna fólks verða veittir afslættir, svo sem persónu- aflsáttur, sem verður 11.500 krónur á mánuði og sérstaklur húsnæðisaf- sláttur til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa húsnæði fyrsta sinni. Sá afsláttur mun eiga að verða 55.000 krónur á ári. Allt er þetta gott og blessað, en hvað um þá, sem staðið hafa í því að koma sér þaki yfir höfuðið og eru ekki að gera það fyrsta sinni. Hér er um að ræða fólk, sem kannski hefur verið að stækka við sig vegna þess að barnafjöldi krefst stærra húsnæðis. Fjöldi fólks hefur keypt húsnæði undir slíkum kring- umstæðum og hefur treyst því, að fá vaxtagjöld og verðtryggingu lána frádráttarbæra frá tekjum. Oft hef- ur þetta fólk átt mjög takmarkaða möguleika á að fá lán til langs tíma og er því greiðslubyrði þess óeðli- lega há. Þetta fólk hefur treyst á vaxtafrádráttinn og lækkaðir skatt- ar hans vegna hafa gert fólkinu kleyft að standa í skilum. Sumum hefur raunar orðið hált á þessu, svo sem vanskilalistar sýna. Verði þessu fólki engin úrslausn veitt, má búast við að vanskilalistar leng- ist óhugnanlega. Þetta fólk hefur og keypt sitt húsnæði í trausti þess að fá vaxtafrádráttinn, og íbúða- kaupin eru gerð í trausti þess að ríkið standi við sitt. Því verður lög- gjafinn að gæta þess að í þessu komi ríkisvaldið ekki aftan að fólki. Fyrir nokkrum árum var sérstak- ur frádráttarliður til skatts, sem hét viðhaldskostnaður. Hann var felldur niður. Þá hafði ríkisvaldið þann manndóm í sér að tilkynna með árs fyrirvara, að hann yrði numinn úr gildi. Þar með hafði fólk tækifæri til þess að aðlaga sig nýj- um reglum og dró þá við sig að gera við gamalt húsnæði. En þegar um er að ræða skuldbindingar eins og húsnæðiskaup, þar sem greiðslur vegna slíkra viðskipta standa nokk- ur ár, verður að minnsta kosti að tilkynna svo róttæka breytingu, sem afnám vaxtafrádráttarins er, með fjögurra ára fyrirvara. xxx En svo að áfram sé rætt um húsnæðismál, þá er viðurkennt að fjármagn Byggingasjóðs ríkisins hefur aukizt verulega upp á síðkas- tið, lán, sem hann veitir hafa hækkað og lánstíminn lengst. Um þessi lán skrifaði Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður í Morgunblaðið síðastliði'nn þriðjudag. En þótt þetta sé í sjálfu sér ánægjuleg þróun seg- ir Jóhanna að vandi greiðsluerfið- leikahópanna sé enn óleystur og hún bendir á göt í kerfinu og seg- ir: „Jafnvel þó þetta fólk (sem er að minnka við sig og flytjast úr stóru skuldlausu húsnæði — innskot Víkverja) fái í reiðufé segjum 2—3 milljónir þegar það minnkar við sig og fer úr stóru skuldlausu húsnæði í minna, þá getur það nú engu að síður fengið 1.200 þúsund krónur í lán með niðurgreiddum vöxtum úr húsnæðiskerfinu, sem það getur ávaxtað í hagstæðum verðbréfum. — A sama tíma situr greiðsluerfið- leikahópurinn í súpunni.“ Hér má greinilega eitthvað betur fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.