Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987
3
Austurbæjarbíó
skiptir um eigendur
Árni Samúelsson eignaðist bíóið í gær
ARNI Samúelsson, forstjóri Bíó-
hallarinnar og fjölskylda hans
hafa keypt Austurbæjarbíó.
Geng'ið var frá kaupunum í gær,
en kvikmyndahúsið var hlutafé-
lag í eigu nokkurra aðila. Hann
fær kvikmyndahúsið afhent þann
1. apríl nk. Árni á nú auk Austur-
bæjarbíós, Bíóhöllina, Álfabakka
8, og Nýja Bió í Keflavík. Hann
hefur einnig verið með Nýja bíó
í Reykjavík á leigu frá því í júní
í fyrra.
Auk tilboðs Áma, barst annað
tilboð frá Hinu-leikhúsinu í Austur-
bæjarbíó, en að sögn Áma Kristj-
ánssonar, forstjóra Austurbæjar-
bíós, var það ekki eins hagstætt.
Grunnflötur kvikmyndahússins eru
um 1.000 fermetrar og era þar þrír
salir. Stærsti salurinn tekur 786
manns í sæti og tveir smærri salir
taka 115 manns og 80 manns í sæti.
Ámi Samúelsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að bíóinu yrði lok-
að þann 1. apríl og stóri salurinn
gerður upp. „Við ætlum að gera
salinn að einum glæsilegasta sýn-
ingarsal borgarinnar. Nýbúið er að
standsetja litlu salina svo ekki verð-
Flugleiðir:
Mikil aukn-
ing milli-
landaflugs
íjanúar
ur hreyft við þeim að sinni. Ég
ætla síðan að opna Austurbæjarbíó
um miðjan maí.“ Ámi sagðist ekki
gera ráð fyrir að leigja kvikmynda-
húsið fyrir miðnætursýningar leik-
félaga eins og tíðkast hefur að
undanfömu, heldur yrði þama ein-
göngu kvikmyndahús.
Hann sagði að með kaupunum
fengi hann allt umboð fyrir Wamer
Brothers, en áður skiptist það í
tvennt á milli Austurbæjarbíós og
Bíóhallarinnar. Auk þess hefur Ámi
umboð fyrir Fox, MGM, United
Artist, Lorimar og Walt Disney.
Hann sagðist líta björtum augum á
framtíð kvikmyndahúsa á íslandi.
„Ég held að fólk muni aldrei hætta
að koma í bíó þrátt fyrir mynd-
bandamenningu og frjálsar sjón-
varpsstöðvar," sagði Ami
Samúelsson, stærsti kvikmynda-
húsaeigandi á íslandi.
.. .. ■■ ■•
VERULEG aukning varð hjá
Flugleiðum í farþegaflutningi á
millilandaieiðum félagsins í jan-
úarmánuði. Að sögn Sigfúsar
Erlingssonar, framkvæmda-
stjóra markaðssviðs Flugleiða
varð aukningin í Norður-Atlants-
hafsfluginu 22% og á Evrópuleið-
um varð aukningin 30,7%.
Sigfús sagði að í janúar í ár hefðu
•Flugleiðir flutt 53.760 farþega, en
í sama mánuði í fyrra 44.535 far-
þega. Að innanlandsfluginu með-
töldu væri hér um 20,7% aukningu
að ræða. Sagði sigfús að bókanir
fyrir febrúarmánuð væru góðar og
gæfu vísbendingu um svipaða aukn-
ingu, miðað við febrúarmánuð í
fyrra.
Sigfús sagði vera ánægður með
þessa útkomu, einkum ef það væri
í huga að þetta væri þeir mánuðir
sem væra yfirleitt hvað lélegastir.
Gautur leigður
fyrri eigendum
NÚ hefur endanlega verið geng-
ið frá sölu á togaranum Gaut frá
Garði til Hraðfrystihúss Grund-
arfjarðar. Söluverð er 165 millj-
ónir króna.
Skipið var afhent nýjum eigend-
um 1. febrúar, en jafnframt var
gengið frá leigu á skipinu til fyrri
eigenda. Verður það því áfram gert
út frá Garði til 30. apríl. Leigan
er þáttur í því að liðka fyrir um
sölu skipsins og gefst fyrri eigend-
um þá aukið svigrúm til að huga
að kaupum á nýju skipi.
Kaupin á Gauti era meðal annars
fjármögnuð með 30 milljóna króna
láni úr Byggðasjóði og aukningu
hlutafjár um 49 milljónir. Það fé
kemur frá ýmsum fyrirtækjum og
heimamönnum á Grandarfirði.
HJA 0KKUR
Samkvæmisfatnaður jafnt og
fristundafatnaður
Austurstræti 22