Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 3 Austurbæjarbíó skiptir um eigendur Árni Samúelsson eignaðist bíóið í gær ARNI Samúelsson, forstjóri Bíó- hallarinnar og fjölskylda hans hafa keypt Austurbæjarbíó. Geng'ið var frá kaupunum í gær, en kvikmyndahúsið var hlutafé- lag í eigu nokkurra aðila. Hann fær kvikmyndahúsið afhent þann 1. apríl nk. Árni á nú auk Austur- bæjarbíós, Bíóhöllina, Álfabakka 8, og Nýja Bió í Keflavík. Hann hefur einnig verið með Nýja bíó í Reykjavík á leigu frá því í júní í fyrra. Auk tilboðs Áma, barst annað tilboð frá Hinu-leikhúsinu í Austur- bæjarbíó, en að sögn Áma Kristj- ánssonar, forstjóra Austurbæjar- bíós, var það ekki eins hagstætt. Grunnflötur kvikmyndahússins eru um 1.000 fermetrar og era þar þrír salir. Stærsti salurinn tekur 786 manns í sæti og tveir smærri salir taka 115 manns og 80 manns í sæti. Ámi Samúelsson sagði í samtali við Morgunblaðið að bíóinu yrði lok- að þann 1. apríl og stóri salurinn gerður upp. „Við ætlum að gera salinn að einum glæsilegasta sýn- ingarsal borgarinnar. Nýbúið er að standsetja litlu salina svo ekki verð- Flugleiðir: Mikil aukn- ing milli- landaflugs íjanúar ur hreyft við þeim að sinni. Ég ætla síðan að opna Austurbæjarbíó um miðjan maí.“ Ámi sagðist ekki gera ráð fyrir að leigja kvikmynda- húsið fyrir miðnætursýningar leik- félaga eins og tíðkast hefur að undanfömu, heldur yrði þama ein- göngu kvikmyndahús. Hann sagði að með kaupunum fengi hann allt umboð fyrir Wamer Brothers, en áður skiptist það í tvennt á milli Austurbæjarbíós og Bíóhallarinnar. Auk þess hefur Ámi umboð fyrir Fox, MGM, United Artist, Lorimar og Walt Disney. Hann sagðist líta björtum augum á framtíð kvikmyndahúsa á íslandi. „Ég held að fólk muni aldrei hætta að koma í bíó þrátt fyrir mynd- bandamenningu og frjálsar sjón- varpsstöðvar," sagði Ami Samúelsson, stærsti kvikmynda- húsaeigandi á íslandi. .. .. ■■ ■• VERULEG aukning varð hjá Flugleiðum í farþegaflutningi á millilandaieiðum félagsins í jan- úarmánuði. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs Flugleiða varð aukningin í Norður-Atlants- hafsfluginu 22% og á Evrópuleið- um varð aukningin 30,7%. Sigfús sagði að í janúar í ár hefðu •Flugleiðir flutt 53.760 farþega, en í sama mánuði í fyrra 44.535 far- þega. Að innanlandsfluginu með- töldu væri hér um 20,7% aukningu að ræða. Sagði sigfús að bókanir fyrir febrúarmánuð væru góðar og gæfu vísbendingu um svipaða aukn- ingu, miðað við febrúarmánuð í fyrra. Sigfús sagði vera ánægður með þessa útkomu, einkum ef það væri í huga að þetta væri þeir mánuðir sem væra yfirleitt hvað lélegastir. Gautur leigður fyrri eigendum NÚ hefur endanlega verið geng- ið frá sölu á togaranum Gaut frá Garði til Hraðfrystihúss Grund- arfjarðar. Söluverð er 165 millj- ónir króna. Skipið var afhent nýjum eigend- um 1. febrúar, en jafnframt var gengið frá leigu á skipinu til fyrri eigenda. Verður það því áfram gert út frá Garði til 30. apríl. Leigan er þáttur í því að liðka fyrir um sölu skipsins og gefst fyrri eigend- um þá aukið svigrúm til að huga að kaupum á nýju skipi. Kaupin á Gauti era meðal annars fjármögnuð með 30 milljóna króna láni úr Byggðasjóði og aukningu hlutafjár um 49 milljónir. Það fé kemur frá ýmsum fyrirtækjum og heimamönnum á Grandarfirði. HJA 0KKUR Samkvæmisfatnaður jafnt og fristundafatnaður Austurstræti 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.