Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 þyrna og kaktusa Ég sat í skugga akasíutrésins og virti gömlu konuna fyrir mér, sem lá við hliðina á stóra pollinum, er myndast hafði í rigningunni fyrr um daginn. Hún batt stóru grasker- in, sem hún var nýbúin að fylla með vatni úr pollinum, á bakið og reyndi að staulast á fætur með þunga byrðina. Að lokum tókst það og hún reikaði á brott áleiðis heim. Ef til vill átti hún klukkustundar gang fyrir höndum. Í sama bili komu nokkrar geitur hlaupandi, greinilega mjög þyrstar, og skelltu sér á hnén til þess að teiga í sig dýrmætan lífsvökvann. Kýr röngl- uðu einnig þangað sömu erinda- gjörða. Þama varð ég vitni að því, að bæði menn og dýr lögðu sér til munns vatnið úr sama pollinum, vegna þess að það stytti gönguna til vatnsbólsins, sem var hola í upp- þomuðum árfarvegi langt í burtu. Þurrt land Landið er mjög þurrt og algeng- asti gróðurinn er þymitré og kaktusar. Chapkobegh er e.k. hreppur í Pókothéraði í N-V-Kenýu. Fólkið hefur lifað hirðingjalífi frá alda öðli, en hefur nú tekið sér fasta búsetu. Það byggir afkomu sína ennþá mest á dýmnum sínum. Gei- tumar þrífast vel, enda eru þær duglegar að bjarga sér. Það er al- gengt að sjá þær standa á afturfót- unum og borða laufblöð tijánna upp yfir sig. Aðalfæða þessa fólks er eins og annarra landsmanna, úgalí eða maískaka. Flestir reyna að rækta maís, en yfirleitt eyðileggst upp- skeran vegna þess, hve regntíminn er stuttur og að sáð er maís, sem verður ekki fullvaxinn fyrr en eftir 6 mánuði. Enginn virðist hafa látið sér detta í hug að kenna fólkinu að rækta aðrar nytjajurtir, sem þrífast í þessu loftslagi, t.d. maís, sem verður fullsprottinn eftir þijá mánuði, bómull o.s.frv. Fólkið lifir aðallega á því að selja geitur og kýr og kaupir síðan kom fyrir andvirðið. „Frumstætt“ fólk Margir myndu kalla fólkið í Chepkobegh frumstætt. Meira að segja mörgum af þeirra eigin þjóð- flokki finnst það. Enn ganga margir þar í skinnklæðum, þótt þau séu á undanhaldi vegna banns ríkisstjóm- arinnar. Framfarir nútímans eiga erfitt uppdráttar, sérstaklega skóla- ganga. Það er enginn öfundsverður af því að vera kennari í hreppnum, því að þeir þurfa að beijast við mikið skilningsleysi foreldra, sem finnst mörgum, að bömin sín fari í hundana, þegar þau fara í skóla. Til eru dæmi um feður, sem telja ekki skólabömin með, þegar þeir tala um bömin sín. „Hvað græði ég svo sem á því að senda bömin mín í skóla? Hver á þá að passa dýrin?“ varð einum föðumum á að spyija. „Hver á þá að hjálpa til við að ná í vatn og eldivið og passa bömin, þegar móð- irin er að heiman að ná í vatn eða brynna kúnum? Og þótt bömunum takist að læra að lesa og reikna, hvaða máli skiptir það? Feðumir hafa komist af án þessa hégóma hingað til, hvers vegna skyldum við ekki geta það líka?“ Svona dynja spumingar foreldranna á kennurum og talsmönnum yfirvalda. Þeir reyna að sannfæra þá um, að bók- viska bamanna geti gert þeim kleift að fá vellaunaðar stöður síðar meir, þannig að þau geti hjálpað foreldr- unum fjárhagslega og jafnvel gert þá ríka. En margir eru mjög vantrú- aðir. Engin varanleg heilsugæsla er á þessum slóðum. Næsta sjúkraskýli er í 25—30 km fjarlægð og menn fara ekki að ganga þangað, fyrr en þeir em mjög langt leiddir. Nú orðið kemur hjúkrunarfólk einu sinni á tveggja vikna fresti. Vegna fáfræði, vatnsleysis og skorts á heilsugæslu er meðalaldur fólks lágur og bamadauði allt að 50%, þ.e. að helmingur þeirra bama sem fæðast nær aldrei tveggja ára aldri. Þetta er hörmuleg staðreynd á tímum tækni og háþróunar í læknavísindum og lyfjafræði. En nú virðist eitthvað vera að rofa til fyrir þessu fólki, því að bráðlega verður hafist handa við að byggja lítið sjúkraskýli. Veruleiki heiðninnar Lífsbaráttan er hörð í þessu landi þyma og kaktusa og hún setur mark sitt á skapferli fólksins, sem er hart af sér og æðrulaust í mót- læti. Flestir em heiðingjar og trúa ekki á líf eftir dauðann. Mannslíf er miklu minna metið en á meðal kristinna manna. Af öllum þeim svæðum, sem við rekum kristniboð, er. ekkert eins erfitt og hart og þetta. Margir halda, að heiðingjamir lifí í sæluástandi vegna þess að þeir em svo „ósnortnir" og „óspillt- ir“. Fátt er fráleitara og meiri lygi! Þegar maður kynnist heiðni í návígi, skilur maður betur, hve margt í hugsanagangi Islendinga kemur úr kristindómnum og hve mikill §ár- sjóður hann er. Er það t.d. sjálfsagt, að náungi okkar komi okkur eitt- hvað við? Hvers vegna ber mér að hjálpa honum í neyð? Hver segir, að það sé rétt? Má hann ekki deyja úr hungri eða sjúkdómum án þess að mér komi það nokkuð við? Marg- ur heiðinginn myndi svara þessum spumingum játandi, ekki síst ef náunginn er óskyldur honum. Ymsir siðir viðgangast hér enn- þá, sem hafa verið aflagðir annars staðar í Pókot-héraði. Ef heimilis- faðir deyr, er venjan, að hann sé greftraður í bóli kúnna. Annað heimilisfólk er graflagt þar líka eða á öðrum viðeigandi stöðum á jörð- inni. í Chepkobegh viðgengst það ennþá, að lík bama og unglinga séu skilin eftir úti í skógi, villidýrum að bráð. Ung og myndarleg kona varð fyrir því óláni að vera bitin af slöngu fyrir nokkrum mánuðum, svo að taka varð af henni annan fótinn fyrir ofan hnéð. Maðurinn hennar rak hana þá frá sér ásamt litla baminu þeirra, því að hún gat ekki lengur nýst til vinnu á sama hátt og áður. Ljósm.: Valdís Magnúsdóttir Skírn. Nýtt líf, ný framtíð. Ljós af Ijósastiku íslensku kirkjunnar hefur borist til Afríku. Greinarhöfundur skírir barn í Pókothéraði. • ’ #r;.< 5 Ljósm./Kjartan Jónsson Bóndabær í Pókothéraði séður úr lofti. Fólkið býr enn í moldar- kofum með stráþökum. Ef til vill fínnst einhveijum þetta vera mikið miskunnarleysi og bera vott um ástleysi á hæsta stigi. — Hvers vegna? Hvaðan kemur sá vísdómur? Þymar. Þeir eru einkennandi fyrir Chepkobegh. f þurru loftslagi þar er hörð og harka heiðninnar mikil. Ljósm.: Kjartan Jónsson þrífast þyrnitrén best. Lífsbaráttan Liósr.i.: Kjartan Jönsson Kirkjan í Chepkobegh. Leiðtogar framtíðarinnar standa fyrir framan hana. Prédikarinn þar, Samuel, situr á hækjum. Eins o g vatn í þurru landi Nú eru liðin sex ár síðan kristni- boðsstarf var hafíð á þessum slóðum. Það var ekki beysin byijun. Kristniboðinn fór á markaðinn og reyndi að halda útisamkomu innan um jarm, baul, hænsnagarg og rifr- ildi um verð auk háreysti ölvaðra markaðsgesta. Það er ekki undar- legt þótt hann hafí spurt sjálfan sig, hvort þetta gagnaði nokkuð. En sumt sæðið féll í góða jörð, og eftir eitt og hálft ár var hægt að stofna söfnuð. Nú er búið að reisa kirkju og safnaðarmeðlimir eru tæplega 60 talsins. Það eru ekki allir, sem öðlast jafndjúpan skilning á kristindómn- um í Chepkobegh frekar en á íslandi, en það er stórkostlegt að verða vitni að því, hvemig þessi gamli boðskapur gjörbreytir lífí fólks, atferli þess og allri afstöðu til lífsins og náungans. Margar konur hafa sagt frá því, að þær hafi verið mjög drykkfelldar áður fyrr og ekki haft neinn áhuga á að hugsa um heimili sín. Þær létu bömin algjörlega umhirðulaus, en þegar þessi nýi boðskapur kom til þeirra, varð allt nýtt og þær fengu löngun til að hugsa vel um þau og heimilin. Davíð konungur segir á einum stað: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð.“ Þetta er bæn allra manna meðvituð eða ómeðvituð. Þetta er hróp sálar mannsins í leit að ham- ingju og lífsfyllingu. — I þurru landi þymitijáa og kaktusa kemur krist- indómurinn eins og vatn, sem mýkir upp hörku og miskunnarleysi og breytir því í kærleika og lífsgleði. Hann kemur sem svaladrykkur fyr- ir sálina. Margir leita að svölun, þar sem hana er ekki að fínna. Dýrmætur arfur Gemm við íslendingar okkur grein fyrir því, hversu dýrmætan arf við höfum fengið í kristindómn- um? Gemm við okkur far um að færa hann í hendur upprennandi kynslóðar, eða gefum við bömunum okkar steina fyrir brauð? Höfundur er kristniboði i Kenýu oghefur um lengri tíma sent Morgunblaðinu pistla um land og þjM. Chepkobegh, land Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.