Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987
Félög — Félagasamtök
Inghóll, Selfossi, er kjörinn staður fyrir árshá-
tíðir ykkar og þorrablót.
Góður matur, glæsileg húsakynni, diskótek
eða hljómsveit. Getum annast útvegun á rút-
um fyrir hópa. Gerum föst verðtilboð í mat,
skemmtun og flutninga ef þess er óskað.
Leitið nánari upplýsinga hjá veitingastjóra í
síma 99-2585 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi
virka daga eða í síma 99-1356 utan þess tíma.
Veitinga- og skemmtistaðurinn
Selfossi
ALLT í RÖÐ OG REGLU!
Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni
og uppvaskinu í kaffistofunni
þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.
Duni er ódýrasti barinn í bænum
Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss.
Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg.
- hann kostar aðeins kr. 3.721.-
(Innifalið í verði: __-—'
Málmstandur, á >ilMIfc
2000 mál, tiu höldur ^
teskeiðar.) FAINIIMIR HF
Bíldshöfða 14, sími 672511
SIEMENS
SIVfAMAT 276
Góð og hagkvæm
þvottavél
• l8þvottakerfi.
•Sparnaðarhnappur.
• Frjálst hitaval.
•Vinduhraði 600 og 800
sn./mín.
•íslenskur leiðarvísir.
•Gömlu góðu Siemens-
gæðin.
Komið íheimsókn til okkar:
Smith og Norland
Nóatúnl 4,
s. 28300.
Kvikmyndagerð —
Kvikmyndasj óður
eftir Vilhjálm
Ragnarsson
Síðan árið 1979 hefur Kvik-
myndasjóður á ári hverju úthlutað
fé til íslenskra kvikmyndagerðar-
manna. Alls nema þessar úthlutan-
ir, reiknaðar fram til núvirðis (allar
tölur hér á eftir eru á núvirði), um
170 millj. króna. Fé þetta hefur
verið lagt í framleiðslu á 25 leiknum
myndum og nokkrum Qölda heim-
ildamynda. Stærstur hluti úthlut-
anna hefur farið til leikinna
kvikmynda, eða alls 102 milljónir.
Það má teljast til stórtíðinda að
mögulegt hafi verið að fara af stað
með þennan fjölda mynda fyrir
þetta fé því að reikna má með að
kostnaður við að framleiða „meðal-
dýra“ kvikmynd sé um 20 milljónir.
Eins og í öllum atvinnurekstri
gengur mönnum misvel að verða
sér úti um rekstrarfé, hafa margir
tekið það til bragðs að veðsetja
fasteignir sínar til að verða sér úti
um það fé sem á hefur vantað að
úthlutun sjóðsins næði til að ijár-
magna einstakar myndir. Það
mætti líkja slíku við rússneska rúll-
ettu, erfitt er að gera sér grein
fyrir aðsókn á mynd um það leyti
sem framleiðsla hefst. Hafa margir
kvikmyndagerðarmenn spilað hátt
og sumir sloppið með skrekkinn,
aðrir hafa lent í miklum vanskilum.
í ár hugsaði kvikmyndagerðar-
fólk sér gott til glóðarinnar, aldrei
hafa verið eins miklir peningar til
úthlutunar, voru uppi á meðal
manna getgátur um að jafnvel yrði
slegið metið frá 1983 en þá voru
gerðar 4 myndir. Það verður einnig
að geta þess að nú í fyrsta skipti
rann framlag það sem ákveðið er í
lögum óskorið til sjóðsins, þökk sé
menntamálaráðherra. Met var sleg-
ið í fjölda umsókna, bárust yfir 70
umsóknir til sjóðsins. Frekar fór
hljótt um eigendur umsóknanna,
alla nema einn. Fjölmiðlar voru full-
ir af fréttum um umsókn Hrafns
Gunnlaugssonar, sem hugðist gera
mynd í samvinnu við sænska aðila.
Þegar líða tók að úthlutun kom
smám saman fram í dagsljósið
hvetjir aðrir ættu umsóknir. Þá fóru
í gang miklar spekulasjónir um
hvernig úthlutunarfénu yrði skipt,
öllum kom saman um að margir
væru kallaðir en fáir útvaldir,
reyndar aðeins einn örugglega út-
valinn. Flestum kom saman um að
Hrafn Gunnlaugsson fengi mest,
eins og oft áður. Þó voru þeir til
sem efuðust um að svo færi í þetta
skipti, því Hrafn ætlaði í mynd sem
væri greidd að langmestum hluta
af sænsku fé og þar fyrir unnin
mikið til af Svíum. Kvikmyndasjóð-
ur íslands gæti ekki tekið upp á
Vilhjálmur Ragnarsson
„Ef litið er á aðsóknar-
tölur mynda þessa
leikstjóra kemur í ljós
að myndir Hrafns hafa
minnsta meðalaðsókn
fengið. Sem sagt: miðað
við áðurnefnda leik-
stjóra, sem eru allir
álíka gamlir í hettunni,
hefur Hrafn fengið
f lestar úthlutanir, mest
fé, gerir fæstar myndir
og fær minnstan meðal-
fjölda áhorfenda.“
því að veita stórfé til Hrafns á þeim
forsendum.
Þetta voru menn með bjartar
vonir og háleitar hugmyndir um
blómlegt sumar fyrir íslenska kvik-
myndagerð. A sama hátt gerðu
þeir sér enga grein fyrir þeirri að-
stöðu sem Hrafn Gunnlaugsson
hefur komið sér upp.
Hrafn Gunnlaugsson er deildar-
stjóri innlendrar dagskrárgerðar
hjá sjónvarpinu. Sitjandi í þeim stól
hefur hann í hendi sér hvaða verk
innlendra kvikmyndagerðarmanna
eru sýnd og hveijir fá svokölluð
samvinnuverkefni og umsjón með
einstökum verkefnum.
Frá því að fyrst var úthlutað úr
Kvikmyndasjóði hefur Hrafn fengið
11 sinnum styrki, fyrst var úthlutað
1979, sein sagt stundum oftar en
einu sinni á ári. Upphæð sú sem
hann hefur fengið er þriðjungur
þess, sem hefur verið veitt til leik-
inna mynda frá upphafi, og þrisvar
sinnum meira en þeir sem næstir
honum koma hafa fengið. Hrafn
hefur gert 3 leiknar myndir fyrir
þessar tæpar 30 milljónir, og undir-
býr nú þá fjórðu. Þráinn Bertelsson
hefur fengið 10 milljónir, fyrir það
hefur honum tekist að gera 5 leikn-
ar myndir, fyrir sömu upphæð hefur
Agúst Guðmundsson gert 4 myndir
og Þorsteinn Jónsson 2 myndir.
Þess ber að gæta að myndir þær
sem Þráinn, Ágúst og Þorsteinn
hafa gert eru ekkert ódýrari en
myndir þær sem Hrafn gerir. Þeir
verða að sækja í eigin vasa stærri
hluta framleiðslukostnaðar sinna
mynda en Hrafn.
Ef litið er á aðsóknartölur mynda
þessa leikstjóra þá kemur í ljós að
myndir Hrafns hafa minnsta meðal-
aðsókn fengið. Sem sagt: miðað við
áðurnefnda leikstjóra, sem eru allir
álíka gamlir í hettunni, hefur Hrafn
fengið flestar úthlutanir, mest fé,
gerir fæstar myndir og fær minnst-
an meðalfjölda áhorfenda.
Af hveiju hefur kvikmyndagerð-
arfólk ekki staðið upp og mótmælt
þessu? Á því er einföld skýring. Á
meðan Hrafn Gunnlaugsson ræður
því hvetjir koma verkum sínum í
sjónvaipið gæti það komið mótmæl-
endum í koll, nokkrir örfáir hafa
þó sett sig upp á móti Hrafni, ég
hirði ekki um að nefna nöfn, þessir
aðilar hafa m.a. verið frystir frá
öllu starfi fyrir sjónvarpið, aðrir
hafa verið mjög óheppnir með út-
hlutanir úr Kvikmyndasjóði.
Hrafn Gunnlaugsson stóð á
sínum tíma fyrir stofnun SÍK, Sam-
taka íslenskra kvikmyndaframleið-
enda (hér er ekki átti við FK, Félag
kvikmyndagerðarmanna). Það
mjög svo fámenna félag fær að
velja 1 fulltrúa í stjórn Kvikmynda-
sjóðs og sá fulltrúi heitir alltaf
Hrafn Gunnlaugsson. Þannig getur
hann af sinni alkunnu hæversku
haft áhrif á þá sem eru kjörnir í
úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs.
Pólitísk staða Hrafns er nokkuð
góð, hann hefur m.a. fengið að
veija almannafé til að gera lofgjörð
um æskufélaga sinn, núverandi
borgarstjóra Reykjavíkur, í 90
mínútna langri kvikmynd. Takið
eftir að Hrafn réð frægan, sænskan
kvikmyndatökumanna til verksins.
Hrafn hefur setið í stjóm Banda-
lags íslenskra listamanna, hann er
í Rithöfundasambandi Islands, hann
hefur stýrt Listahátíð nær því frá
upphafi.
Undirritaður er ekki á móti sam-
vinnu við erlenda aðila, enda hefur
hann af því góða reynslu. Aftur á
Til hamingju
Með þinni hjálp hefur okkur tekist að sanna að hægt er að selja fatnað
á lægra verði en áður hefur þekkst. Við erum komin til að vera.
Opið alla virka daga 10.00—19.00
Föstudaga 10.00—19.00
Laugardaga 10.00—16.00
IMB»
Símar 79866 og 79494.
Smiðjuvegi 2 á horni Skemmuvegar.
+