Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Minning: 00 Orn Guðmundsson framkvæmdastjóri Fæddur 29. nóvember 1921 Dáinn 3. febrúar 1987 Með vini mínum Emi Guðmunds- syni er horfínn einn mikilhæfasti starfsmaður Kassagerðar Reykja- víkur. Öm helgaði Kassagerðinni síðustu fímm ár starfsævi sinnar. Það var mikill fengur að fá hann til starfa sem fjármálastjóra fyrir- tækisins. Með gáfum sínum, menntun og mannkostum hafði hann hlotið óvenjumikla fæmi og reynslu, sem Kassagerðin fékk nú að njóta. Þegar hann kom til starfa, hafði fyrirtækið orðið fyrir áföllum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Öm tók skjótt til hendi. Hann hreif samstarfsmenn sína þegar til sam- eiginlegs átaks til að ráða fram úr vandanum. Honum tókst á skömm- um tíma að endurbæta öll vinnu- brögð við fjármálastjóm, svo að til fyrirmyndar varð. Til þess að ná sem bestum tökum á verkefnum sínum lagði hann sig allan og óskiptan fram um að tileinka sér þær nýjungar á sviði tölvutækni, sem vörðuðu rekstur fyrirtækja. Vandvirkni hans og samviskusemi var einstök. Með fordæmi sínu, visku og alúð í samskiptum við alla starfsmenn hlutu áhrif Arnar að ná langt út fyrir starfssvið hans. Hann stillti ávallt til friðar og hvatti starfsmenn til dáða. Fjölmargir starfsmenn fyr- irtækisins eignuðust vin í Emi, sem þeir nú sakna sárt. Nú, þegar ég kveð vin minn, Örn Guðmundsson, vil ég þakka honum allar ógleymanlegu samverustund- irnar sem við áttum saman, innan vinnustaðar sem utan. Ástvinum hans sendi ég mínar dýpstu samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja á sorgarstundu. Agnar Kristjánsson Það var stjarna sem kættist yfir Reykjavík eina nótt í nóvember 1921 og undir þeirri stjömu fædd- ist Öm Guðmundsson. Alla ævi brosti hann. Hann brosti þegar ég sá hann fyrst og hann brosti hinzta daginn á sjúkrahúsinu. Við fengum að njóta þessarar heillastjömu, nú er hún slokknuð á jarðríki en hún brosir enn af festingunni. Það var eiginlega merkilegt hvað svo skapríkur maður gat verið skap- góður. Heilt æviskeið án þess nokkum tíma skerist í odda er fátítt, jafnvel þar sem eindrægnin býr. Við horfum nú á bak einu slíku. Það var eðli Arnar að sjá hina bros- Ú Skreytum við öll tækifæri 1 ^ Reykjavíkurvegi 60, simi 53848. ^ Alfheimum 6, simi 33978. iLÓHN» HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrá kl. 09—21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12—18. Sími21330. legu hlið hvers máls, hitt var vafalaust mannvit, að hann tók meðbræðmm sínum af stillingu. Tvisvar eða þrisvar féll það í minn hlut að ræða þau mál við Öm sem fæstir orða við glaðværar stjömur, alltaf var viðmótið eins, hann minnti mig á vordag, þegar skýhnoðrar skokka um himin og regnský grúfa sig yfír bústaði manna; allt var þetta hluti af gróandanum, og alltaf vissum við, að sól skein að baki á heiðum himni. Þegar við nú að leiðarlokum horf- um yfír farinn veg bregður því fyrst upp í hugann hversu bjartur maður Öm var, hvarvetna skildi hann eft- ir sig hrein spor, jafnvel þar sem oftast verður öskufall af úlfúð dag- anna. Vafalaust sprakk Öm ein- hvemtíma um saumana, ef svo var urðu fæstir þess varir, allir vissu að sá eimur er þrýsti á Öm var tært vatn. Störf Arnar og hugðar- efni vom mér um sumt framandi, en það skyggði aldrei á vináttuna. Öm var viðskiptafræðingur og reiknimeistari, öllum slyngari við þau störf og við þá vammi firrðu íþrótt bridge, sem við höfum séð iðkaða líkt og heilabrot. Sú íþrótt var fyrsta brúin yfir tjömina að Suðurgötu; þegar Öm sigraðist á upphafí vom og gerðist Islands- meistari í bridge vissum við, að þar fór enginn aukvisi. En þegar hann svo reiddi brott systur vora, Þuríði, og mægðist við oss bræður vissum við, að örlög fjölskyldunnar vom ráðin. í fjörutíu ár deildum við með Emi sorg og gleði, nú, þegar því skeiði er lokið er hljótt yfír mörgu hugskotinu, eitt sætið verður þar aldrei fyilt. Fátt þótti Emi fyndnara en fá- vizka manna, ekkert var honum eins að skapi og alvara sem reynd- ist grín. Ófáar em þær sögurnar sem hann sagði með viðeigandi at- hugasemdum, minnisstæð verður síðasta umræðan um skólagönguna í Menntó, eða lærðum við það sem mestu varðar? Ég þuldi óákveðnu fornöfnin og núþálegu sagnirnar, þrisvar án þess að anda, Örn svar- aði með hálfri síðu af þýzkum texta um svifflugur, tíu eða tólf tilvísun- arsetningum, sem að lokum mnnu til sævar í sögn. Höfðum vér eigi numið það sem máli skipti, öndun- aræfíngu og þrá eftir sögn? Raunar var sögnin táknræn fyrir Öm Guð- mundsson, sú var hans snilligáfa í lífínu, með sögn sigraðist hann á andstæðingum við spilaborð og með henni hlýjaði hann vinum á góðri stund. Vafalaust verður ýmsum sem þekktu Öm hugsað til fleygra orða Breta er hann kveður, þeir sem em glaðir þegar þeir em glaðir, ó, hvílík gleði! slíkar vom sagnir hans, og er þó viðbúið, að Örn hafi átt sér andvökunætur, vonir sem ekki rættust og raunir svo sem aðrir menn. Gleði vor í æsku glatast skjótt, Örn í fjörunni á Stokkseyri minnir á fjöllin í §arska og það regn sem hverfur yfír land; hann hafði meim að miðla en að sóa í sorg og sút. Ef nokkuð er Ijóst á þessari stundu, þá er það, hversu sannur maður Örn var. I glöðu geði hans bjó leyndur vísdómur. Kátínan var einlæg, en hún risti furðu djúpt. Allt atferli hans mótaðist af dóm- greind og innsæi. Þannig munum við Örn, ungan sem í fullum þroska og þá er haustaði að; ætíð var hann hinn sami, gamli góði Örn, með spaugsyrði á vömm, aldrei sterk- byggður og þó styrkur í sínum ljúfa manndómi. Síðustu orðin sem við heyrðum til hans vom gleðihróp er æskuvinur hans stóð í dymm, ör- magna líkaminn og sofín vitundin þekktu enn þá kennd sem hann hafði aldrei við sig skilið. Það verður kátt í efra, þegar Örn sezt þar að spilum. Er ósennilegt, að mörgum endist þar hátíðleikinn í sögnum. Verður þar vafalaust margt spjallað, grúi af spumum og svömm, opnun, lokun og hinztu rökum, að eigi sé minnzt á það stór- merka spil þessa heims þar sem blindur leiðir blindan. Reynist tilvís- unarsetningar margar er viðbúið að sögnin verði ein: músík vors skamma skeiðs á sér lokahljóm. Öm hafði oft á orði, að hann hefði enga tónlist hlotið í vöggugjöf; þegar hann nú upphefur söng sinn í röðum þess mikla kórs sem öllum er hulinn vita vinir hans hins vegar, að honum verður þar skipað með björtu rödd- unum og að þar verður sungið hreint. Við þekkjum öll stefíð um líkn, æsku og óbilandi trúnað. Eftir því hlustum við í dag. Einar Pálsson Bróðurkveðja Bróðir.minn Öm átti upphaflega að heita Bjöm eftir móðurbróður sínum, Birni Vilhjálmssyni frá Kaupangi, er dó ungur, 1893, þá við nám í Lærðaskólanum í Reykja- vík. Sr. Friðrik Friðriksson minnist í ævisögu sinni þessa frænda síns, er hann sat löngum hjá í banaleg- unni og tregaði síðan alla ævi. í kvæði, er hann orti í minningu vin- ar, eins og hann kallar það, 19. marz 1917 (en 19. marz vardánar- dagur Bjöms), segir hann í upphafi: Ei löng var leiðin saman á Ijúfri menntabraut, en aldrei get ég gleymt þér, hve gamall sem ég verð. Við haustkvöld fyrst við hittumst, mitt hjarta svall þér mót, ég sá í ítrum augum þér inn að hjartarót. Ég sá þar eitthvað inni, sem að þér seiddi mig, svo unaðsheitur hrollur um hug minn læsti sig. Það eitthvað var svo sælt og stolt og stórt, sem fann ég þar, svo hart og mjúkt, svo hreint og blítt í hug þér blandið var. Ég held, að sr. Friðrik hafi séð í Erni eitthvað, sem minnti hann á Björn Vilhjálmsson, og það hafi ekki einungis verið vegna nafnsins, sem reyndar var breytt í Öm, að honum þótti enn vænna um hann en okkur hina bræðuma. Þetta sem hann segir: svo hart og mjúkt, svo hreint og blítt í hug þér blandið var — á um svo margt vel við Örn bróður minn. Hann gat stundum verið dá- lítið harður, en enginn var svo ljúfari og blíðari en hann, þegar sá gállinn var á honum. Við áttum á yngri árum ekki alltaf mikla sam- leið, urðum t.d. aldrei, svo að ég muni, samferða í skólann þau ár, sem við vomm samtímis í Mennta- skólanum. Hann kaus að leggja heldur seinna af stað en ég og tefldi þá stundum á tæpasta vað. Eitt sinn, er hann kom of seint og Pálmi rektor kom í gáttina og spurði hann hvers vegna, svaraði Örn: „Af því að ég er svo kvefað- ur.“ Og þegar rektor spurði, hvaða máli það skipti, var svarið: „Ég gat ekki hlaupið eins hratt og ég er vanur." Þannig var Örn í aðra röndina glettinn og fljótur í svörum, en í hina var hann dulur og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Hann naut sín bezt, þegar hann var kominn að verki, þar var hann allur og óskipt- ur. Gunnar skáld Gunnarsson lýsir honum vel í stuttu bréfí, er hann skrifaði föður okkar 12. september 1939, en Öm hafði þá um súmarið, 17 ára gamall, unnið hjá Gunnari á Skriðuklaustri, þar sem hann var um þær mundir að koma sér fyrir. Gunnar segir svo: „Góði vinur! Þökk fyrir vinsamlegar línur, en fyrir Örn litla ber mér miklu fremur að þakka þér en þér mér. Hann var góð send- ing. Éinn af okkar dyggustu mönnum, ef ekki sá dyggasti. Vann af mikilli trúmennsku og iðni, eins og hann reyndar á kyn til.“ Og í lokin segir hann: „Kærar kveðjur til þín og þinna — Amar ekki sízt. Þinn einlægur, Gunnar Gunnarsson." Þetta em fögur ummæli um 17 ára pilt, en þau eni sönn, og ég hygg, að þeir, sem Öm bróðir vann hjá um dagana, muni allir geta tek- ið heils hugar undir þau. Þegar þau Öm og Þuríður gengu í hjónaband 31. janúar 1946, sagði ég víst nokkur orð í veizlunni og talaði um Öm stýrimann og Þuríði formann. Um það væri nú eftir rúm 40 ár ýmislegt frekara að segja, en ég geymi það allt í hljóðum og þakklátum huga. Þuríður hefur sagt margt af því í nú þjóðkunnum endurminningum sínum, er Jónína Michaelsdóttir skráði, og þarf þar ekki um eða við að bæta. Þótt góðar stundir á fögm heim- ili þeirra í Vatnsholti 10 séu ofar- lega í huga, em þó minningar frá heimsóknum til þeirra í Lindarlón á Stokkseyri, þar sem þau áttu sér yndislegt athvarf, einna dýrmæt- astar. Þar standa myndir, er Örn hjó úr fjömsteini, og hlaðnir veggir hans sem sérstæðir minnisvarðar um þennan góða dreng og snjalla verkmann. Finnbogi Guðmundsson Þriðjudagsmorguninn þann 3. febrúar sl. dó vinur minn og bekkj- arfélagi, Örn Guðmundsson, í Borgarspítalanum. í vor héldum við stúdentar úr MR 1941 upp á 45 ára afmæli, en Örn er sá fjórði, sem síðan hefur dáið. Þegar ég hef komið til Amar eftir að hann veiktist hef ég dáðst að því hvað hann tók sjúkdómnum með mikilli karlmennsku ogjafnað- argeði þótt honum væri ljóst að hveiju stefndi. Við ræddum um daginn og veginn og eins og það væri sjálfsagt rifjuðum við upp ýmislegt og þó sérstaklega gamlar spilaminningar. Kynni okkar Arnar hófust er ég settist í 4. bekk MR haustið 1938 en upphaf vináttunnar var túr er farinn var vorið 1940 austur í Sel. Við bekkjarfélagarnir Einar Ág- ústsson, Éinar Kvaran, Öm og ég hófum að spila saman bridge og margar helgar veturinn 1940-41 spiluðum við milli kl. 1 og 2 á laug- ardegi til sunnudagskvölds. Við skiptum spilamennskunni milli heimila okkar, svo minna bæri á hve mikið við spiluðum. Einar Kvar- an fór utan til náms og kom þá Skarphéðinn bróðir minn í hans stað. Við hófum strax þátttöku í keppnum og vomm til að byrja með aðeins fjórir. Eftir stríðið komu hér frægir breskir spilarar, með þá Harrison Grey og J. Simon í broddi fylkingar. Við spiluðum við þá og töpuðum með 800 í saldó en unnum ef reiknað var með stigum, sem þá voru alls staðar notuð nema af Bret- um. Seinna kom Sigurhjörtur Pétursson í sveitina og lenti það þá á mér að spila við þá alla en þeir mynduðu pör, Einar—Skarj)- héðinn og Örn—Sigurhjörtur. Við fengum fljótlega orð fyrir að vera nokkuð góðir og áttum oft par eða pör í landsliðinu og þó sérstaklega Órn og Sigurhjörtur, enda voru þeir mjög góðir saman. Sveitin vann svokallaða Parísarkeppni, en keppt var um að fara til Parísar eða til Færeyja. I úrslitum töpuðum við naumlega og fórum því til Færeyja sem var í sannleika sagt alveg dá- samleg för. Þessi för gleymdist ekki enda sendi Örn mér með jóla- kortinu fyrir nokkrum árum úr- klippu úr færeysku blaði um heimsókn okkar og höfðum við báð- ir gaman af því. Þegar Skarphéðinn fór í prestnám kemur Zóphónías í sveitina í hans stað. Það er skrítið til þess að hugsa að af þeim sex spilurum, sem spilað hafa í sveit Gunngeirs Péturssonar, er ég nú bara einn á lífi. Við hættum að spila sem sveit 1956- 57 en tókum þátt hver fyrir sig í ýmsum sveitum og t.d. varð Öm íslandsmeistari í sveitakeppni ’73 með Gunnari Guðmundssyni sem makker, og ’74 fengu þeir bik- ar sem bezta parið það árið. Þótt við hættum að keppa sem sveit spiluðum við saman í heimahúsum og á ég allan þann árangur. Ég tók saman árangurinn og það gladdi Öm að fá að vita að þar var hann langhæstur. Undanfarin ár höfum við Örn spilað við Gunnar Guð- mundsson og Vilberg Skarphéðins- son, en í haust var aldrei byijað. Beðið var eftir því að Öm treysti sér til þess, hugann vantaði ekki. Freistandi væri að rifja hér upp ýmis þau spil og spilaminningar sem við Öm rifjuðum upp í haust, en ég læt það ógert vegna þess að við mundum mest eftir mistökum okk- ar. Við Öm áttum auðvitað mikil samskipti fyrir utan spilamennsku, enda var hann mikill húmoristi og því mjög skemmtilegur félagi. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast hér á eitt atvik. Við Einar Ágústs- son vomm í sumarfríi með eiginkon- unum og höfðum tjaldað í laut við Mývatn, en tjaldið var alls ekki sjá- anlegt frá veginum. Af tilviljun fór ég upp á hólinn við tjaldið, koma þá ekki Níní og Öm akandi beint í flasið á mér og er ekki að orðlengja það að slegið var upp mikilli veislu. Ég heimsótti Öm síðast föstu- daginn 30. janúar og sá þá að endalokin vom skammt undan en samt brá mér þegar Níní hringdi og sagði mér tíðindin. Maður er oft lítill á slíkum stundum. Um leið og við Sirrý kveðjum Öm hinstu kveðju sendum við Níní vinkonu okkar og börnum þeirra og barnabömum okkar bestu sam- úðarkveðjur. Ég vil líka f.h. samstúdenta okkar úr MR senda innilegar samúðarkveðjur og við biðjum góðan guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Gunngeir Pétursson Þann 3. febrúar sl. lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur, 65 ára að aldri. Lát Arnar kom ekki á óvart eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm síðan í haust, er hann kenndi sér þess meins, sem síðan dró hann til dauða. Þar lauk góður drengur göngu sinni. Örlögum sínum mætti Öm af æðruleysi og karlmennsku. Öm fæddist 29. nóvember 1921 í Reykjavík, sonur hjónanna Guð- mundar Finnbogasonar prófessors og síðar landsbókavarðar og Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur kennara frá Rauðará. Hann var fjórða barn þeirra hjóna af sex. Elst er Guðrún, sem gift var Bimi Þorsteinssyni prófessor, sem lést sl. ár, þá Sigríð- ur, sem lést ung, síðan Vilhjálmur verkfræðingur, sem látinn er fyrir nokkmm ámm, síðan Örn, þá Finn- bogi landsbókavörður og yngst Laufey, sem lést ung. A þessu glæsilega menningarheimili ólst Örn upp og drakk í sig þau áhrif sem ávallt hafa verið svo áberandi þáttur í fari þeirra systkina. Þannig bjó Öm að uppeldi sínu alla tíð, svo fágaður og kurteis maður sem hann var. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1941 og lauk kandidatsprófí í viðskiptafræð- um frá Háskóla íslands árið 1946. Eftir það starfaði hann hjá Stilli hf. sem skrifstofustjóri árin 1946 og 1947 og var fulltrúi hjá Fjár- hagsráði á ámnum 1947—1950, en þá tók hann við störfum hjá Olíu- verslun íslands hf., fyrst sem aðalbókari til 1973 en síðan sem skrifstofustjóri og aðstoðarforstjóri til 1981, er hann lét af störfum hjá því félagi. Eftir það starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur til dauðadags. Þann 31. janúar 1946 gekk Örn að eiga systur mína Þuríði. Það var mikill gleðiviðburður í fjölskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.