Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 4
VEDUR MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Erfitt að . sinna svo j ógrund- * uðum að- finnslum - segir Davíð Odds- son borgarstjóri „Við lítum svo á, að efnislega séum við búin að fá svar frá menntamálaráuneytinu, sem hef- ur forræði þessa máls. Þetta eru svona almennar vangaveltur fé- lagsmálaráðuneytisins, sem við munum að sjálfsögðu skoða,“ sagði Davíð Oddsson borgar- sljóri um ítrekun félagsmálaráð- herra um að borgarstjórn fari að lögum varðandi starfsemi skólamálaráðs og félagsmála- ráðs. „Það er ósköp erfitt að sinna þessum aðfinnslum þær eru svo ógrundaðar,“ sagði Davíð. „Það tók' ráðuneytið hálft ár að komast að niðurstöðu. Athyglisvert er að hvergi hefur komið fram að í bréfi til Þorbjarnar Broddasonar og Kennarafélagsins frá 6. febrúar synjar félagsmálaráðherra þeim um úrskurð um rétt fræðslustjóra og kennarafulltrúa til að sitja á fund- um í skólamálaráði. Ráðuneytið segist líta svo á að fyrrnefnd kæru- atriði falli utan síns valdsviðs þar sem framkvæmd grunnskólalag- anna heyri undir annað ráðuneyti, menntamálaráðuneytið. ítrekun ráðherra er svar við bréfi Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslu- stjóra frá 7. ágúst, en hún er reyndar embættismaður mennta- málaráðuneytisins. Það er semsagt verið að rexa í okkur núna með mál sem þeir hafa verið að velkjast með í hálft ár.“ / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Gísli Erlendsson (t.h.) tekur við 1. verðlaunum fyrir hönd Rekstrar- tækni hf. úr hendi Jóns V. Karlssonar, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs IBM IBM á íslandi: Sýnir o g verðlaun- ar íslenskt hugvit AFHENT voru verðlaun í nýaf- staðinni samkeppni fyrir íslenska hugbúnaðarframleiðendur í gær er opnuð var hugbúnaðarsýning ellefu íslenskra fyrirtækja og IBM á íslandi. Sýningunni er ætlað að gefa heildarmynd af íslenskum hugbúnaði sem hér fæst fyrir IBM S/36 tölvur. Jón V. Karlsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs IBM, afhenti verðlaun- in og hlaut tölvuþjónustufyrirtækið Rekstrartækni hf. fyrstu verðlaun, að upphæð 500.000 krónur, fyrir hugbúnað til að nota við kostnaðar- eftirlit og áætlanagerð í fískiðnaðar- fyrirtækjum. Önnur verðlaun, 200.000 krónur, hlutu Benedikt Jó- hannesson og Gísli Hjlamtýsson fyrir hugbúnað sem æltaður er til að halda utan um verðbréf og hentar það verð- bréfaeigendum sem og verðbréfa- skuldurum. Þátttakendur í samkeppninni voru hátt á annan tug, en dómnefnd skupuð dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, Jón Vignir Karlsson og Ómar Kristinsson frá IBM. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, opnaði hugbúnaðar- sýninguna, sem er í húsakynnum IBM á íslandi að Akaftahlíð 24. Sýningin er opin í dag og á morgun frá kl. 10.00 til 18.00. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gnr: Yfir Grænlandi er 1025 millibara hæð en austur við Noreg er 995 millibara lægð, sem þokast norður. Um 1000 kílómetra suðsuðvestur af Reykjanesi er 980 millibara lægð, sem hreyfist austur. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: í dag má búast við fremur hægari norðaustanátt um allt land með smáéljum við norðausturströndina, en björtu veðri annars staðar. -1 til -3 stiga frost við sjávarsíðuna en -4 til -6 stiga frost inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Fremur hæg noröaustlæg átt og kalt í veðri. Skýjað og dálítil él um norðaustanvert landið en víða lóttskýjaö annars staðar. TAKN: Heiðskírt Lettskyjað Hálfskýjað Skýjað Alskyjað a Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma ■J 0 Hrtastig: 10 gráður á Celsius Y Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld C>0 Mistur —J* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri -2 snjóél Reykjavík -1 léttskýjað Bergen -1 skýjafi Helslnki -1 komsnjór Jan Mayen -6 snjóél Kaupmannah. 1 rlgning Narssarssuaq 2 skýjafi Nuuk -B skýjafi Osló -2 snjókoma Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 1 léttskýjað Algarve vantar Amsterdam 6 súld Aþena 16 alskýjað Barcelona 9 rigning Berlin 3 þokumóða Chicago 2 þokumóða Glasgow S reykur Feneyjar 10 rigning Frankfurt 4 þokumóða Hamborg 3 þokumóða Las Palmas 19 léttskýjað London 6 skýjað Los Angeles 14 skýjað Lúxemborg 4 þoka Madríd 9 hélfskýjað Malaga 13 skýjað Mallorca 12 súld Mlami 12 léttskýjað Montreal -20 skýjað NewYork -2 alskýjað ParÍ8 7 skýjað Róm 12 rigning Vín 9 akýjað Washington 2 aiskýjað Winnipeg -10 léttskýjað Forráðamenn sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands og Loð- skinns h.f. undirrita samninginn um samvinnu fyrirtækjanna. Frá vinstri: Auður R. Hvanndal, deildarstjóri erlendra viðskipta SS, Ás- geir Nikulásson, forstöðurmaður Sútunarverksmiðju SS, Jón H. Bergs, forstjóri SS, Þorbjörn Árnason, framkvæmdasfjóri Loð- skinns, og Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnarformaður Loðskinns. Samvinna Loðskinns og Sútunarverksmiðju SS: Stefnt að fullvinnslu hráefnis innanlands LOÐSKINN h.f. á Sauðárkróki og Sútunarverksmiðja Sláturfé- lags Suðurlands hafa hafið samvinnu sín á milli í því skyni að fullnýta fjárfestingu verk- smiðjanna á sem hagkvæmastan hátt. Jafnframt er stefnt að því að fullvinna allt hráefni hér inn- anlands, sem þessir aðilar hafa sameiginlega yfir að ráða. Þorbjöm Amason, framkvæmda- stjóri Loðskinns h.f. og Ásgeir Nikulásson, framkvæmdastjóri sút- unarverksmiðju S.S. sögðu í samtali við Morgunblaðið að hér væri um tímamótasamning að ræða sem markaði upphaf samvinnu þessara tveggja fyrirtækja á sviði sútunar- vinnslu. Með þessari samvinnu gerðu þeir sér vonir um að ná rekstrarlegri hagkvæmni með tilliti til ytri aðstæðna, sem nú hafa skap- ast í ýmsum þáttum landbúnaðar og snerta rekstur sútunarverk- smiðja. Tilgangurinn væri fyrst og fremst að nýta þær fjárfestingar og viðskiptasambönd sem þessir tveir aðilar í sameiningu hafa. Þá lögðu þeir áherslu á að sam- einingin kæmi framleiðendum, það er bændum sjálfum, ekki síst til góða og unnið yrði að því að ná hagstæðara verði á heimsmarkaði. „Við teljum okkur vera að gaeta hagsmuna framleiðenda og með það í huga munum við gera átak í að efla orðspor íslensku gærunnar á heimsmarkaði þannig að hún verði viðurkennd sem heimsins besta hrá- efni á sviði skinnavöru," sögðu þeir. Skemmdarverkin í Kópavogi: Þrír menn í gæsluvarðhald 15 og 16 ára piltar handteknir vegna rann- sóknar á tugum innbrota í borginni - sá eldri í mánaðar gæsluvarðhaldi ÞRIR ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rann- sóknar á innbrotum og skemmdarverkum í Kópavogi að undanförnu, þar sem meðal annars var unnið stórtjón í menntaskólanum. Þá hefur annar pilturinn, sem handtekinn var í vikunni vegna rannsóknar á fjölda innbrota og skemmdarverka í húsum við Ármúla og Síðumúla, verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í mánuð. Þremenningamir, sem handteknir Þar var aðkoman svipuð og í voru vegna skemmdarverkanna í Kópavogi, eru allir innan við tvítugt. Voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 17. febrúar. Rannsókn málsins nær til þriggja innbrota og skemmdarverka. Aðfaranótt sunnu- dagsins 1. febrúar var brotist inn í Menntaskólann í Kópavogi og unnar skemmdir sem taldar voru nema hundruð þúsunda kr. Síðar þennan sama dag fékk lögreglan tilkynningu um innbrot í félagsmiðstöðina Agn- arögn við Fögrubrekku í Kópavogi. menntaskólanum. Þá nær rannsókn- in einnig til innbrots í skrifstofur Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Tveir piltar voru handteknir vegna rannsóknar á innbrotum í Ármúla og Síðumúla að undanförnu. Þeir eru 15 og 16 ára og var sá eldri úrskurðaður í mánaðar gæsluvarð- hald. Þrátt fyrir lágan aldur eiga þessir piltar langan afbrotaferil að baki. Rannsókn málsins er umfangs- mikil og tengjast henni tugir inn- brota og þjófnaða. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.