Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 45 Dostoévskí- rayudir í IV NK. SUNNUDAG, 15. febrúar kl. 16, verður kvikmyndin „26 dagar i lífi Dostoévskís" sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Sunnu- daginn 22. febrúar verður svo myndin „Fávitinn“, gerð eftir Siglufjörður: Mjög góð- ur afli hjá netabátum Siglufirði. GÓÐUR afli er nú hjá netabát- um á Siglufirði. Þeir hafa verið að fá frá 6 upp í 12 tonn af góðum fiski, meðalþyngd fimm til fimm og hálft kg. Tveir netabátar frá Sauðárkróki, Blátindur og Þórir, gera út frá Si gluirði og hefur Blátindur til dæmis fengið 30 tonn frá því um helgi. Siglufjarðarbátarnir hafa komist upp í 14 tonn eftir veiði- ferðina en það hefur þá verið tveggja nátta afli. Matthías INNLENT samnefndri skáldsögu höfundar- ins, sýnd á sama stað. I kvikmyndinni, sem MIR sýnir á sunnudaginn, er lýst 26 dögum í lífi hins fræga rússneska rithöfund- ar Fjodors Dostoévskí, en á sínum tíma gaf útgefandinn Stellovskí skáldinu 26 daga frest til að ljúka við handrit að skáldsögu. Svo var um samið, að tækist Dostoévskí ekki að ljúka sögunni á tilskildum tíma öðlaðist útgefandinn allan rétt á birtingu verka höfundarins í framtíðinni, an þess endurgjald kæmi fyrir. Dostóévskí vann á þess- um tíma að „Fjárhættuspilaranum“ og sótti efniviðinn í eigin reynslu- heim sem og vonlausa ást hans á Appolinariu Suslovu. Vinir Dosto- évskís reyndu hvað þeir gátu til að aðstoða hann á þessum erfiðu dög- um og fengu hann m.a. til að ráða sér ritara. Kom þá til sögunnar Anna Snitkina, 19 ára gömul stúlka, sem átti eftir að verða besti félagi og eiginkona þessa roskna, heilsulausa og fátæka rithöfundar. Átti hún ekki hvað sístan þátt í því að Dostoévskí tókst að Ijúka við „Fjárhættuspilarann" áður en skila- fresturinn var úti. „26 dagar í lífi Dostoévskís“ er kvikmynd gerð í Mosfilm-kvik- myndaverinu á síðasta áratug undir leikstjórn Alexanders Sarkhi, sem var um langt skeið í hópi kunnustu kvikmyndagerðarmanna Sovétríkj- anna (af fyrri myndum hans má m.a. nefna „Fulltrúi frá Eystra- salti“ (1936), „Félagi í ríkisstjóm- inni“ (1939) og „Anna Karenina“ (1968). Með hlutverk Dostoévskís í kvikmyndinni fer hinn frægi leik- ari Anatolí Solonitsin. Aðgangur að kvikmyndasyning- um MIR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) Hólmavík: Næturvökurnar venjast og hópurinn samhentur Hólmavík. FRÉTTARITARi brá sér eina nóttina i frystihús Kaupfélags Steingrímsfjarðar og fylgdist með er verið var að slægja fisk. Tveir bátar sem verið höfðu á línuveiðum komu að landi rétt fyrir miðnættið og voru með samtals 11 tonn. Til að slægja fisk- inn höfðu verið fengnir menn alls staðar að og voru þeir á ýmsum aldri. Rösklega gekk þeim að slægja fiskinn. í einum kaffitímanum spurði fréttaritari næturvinnuverkstjór- fann, Þór Sverrisson, hvort ekki væri erfitt og þreytandi að vinna á næturnar? Þórður hvað svo hafa verið í fyrstu enda menn óvanir, en nú þegar lengra væri liðið og næturvökurnar orðnar fleiri þá væri þetta ekki svo erfitt. Mann- skapurinn væri samhentur og einnig væri mjög létt yfir honum. Við eitt fiskkerið stóð Halldór K. Ragnarsson og var að ísa fisk- inn. Hann var mjög einbeittur við vinnu sína en gaf sér þó aðeins tíma til að spjalla við fréttaritara. Halldór kvaðst vera í fastri vinnu hjá kaupfélaginu og vera búinn að vinna þar frá því hann hætti í skóla. Einnig sagðist hann hafa gaman af sinni vinnu því hún væri fjölbreytt. Meðal annars væri hann í að slægja fiskinn, landa aflanum úr bátunum og fara með ís til þeirra. Halldór mátti ekki vera að því að ræða málin öllu frekar því vinnan beið og ekki máttu verðmæti eyðileggj- ast. — Baldur Rafn Verið að vinna við fiskinn. Fiskveiðisamningar Noregs og Sovétríkjanna: Rússar veiða 15 þús- und lestir af norsk- íslenzku síldinni NORSK og sovézk stjórnvöld hafa gert með sér samning um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir, sem fela meðal annars í sér að Sovétmönnum verður á þessu ári heimilt að veiða 15.000 lestir af síld út norsk-íslenzka stofninum innan lögsögu Noregs. íslenzkir síldarsaltendur hafa af þessu nokkrar áhyggjur og telja að með þessu skerðist möguleikar þeirra á sölu saltsíldar til Sov- étríkjanna. 15.000 lestir af síld upp úr sjó samsvara um 140.000 Kórsöngur á árshátíð Húnvetninga ÁRSHÁTÍÐ Húnvetningafélags- ins verður í Domus Medica laugardaginn 14. febrúar. Karlakór úr Vestur-Húnavatns- sýslu undir stjóm Ólafar Pálsdóttur Bessastöðum er væntanlegur til Reykjavíkur sama dag og mun kór- inn syngja á árshátíð félagsins. tunnum af heilsaltaðri síld. Á síðasta ári náðust samningar við Sovétmenn um kaup á um 200.000 tunnum af saltsíld héðan. Síldarútvegsnefnd ijallar um mál þessa í nýjasta upplýsingabréfi sínu til síldarsaltenda. Þar segir meðal annars að síðustu árin hafi Norð- menn átt í miklum erfiðleikum með að nýta vaxandi síldarafla á annan hátt en til bræðslu, en þó hafi þeim tekizt að auka frystingu síldar veru- lega svo og sölu ferskrar síldar um borð í sovézk verksmiðjuskip. Á síðasta ári varð sfldarafli Norð- manna 336.600 lestir og þar af fóru 179.000 lestir til bræðslu eða 53%, 29% í frystingu og 3% voru söltuð. Mismunurinn var að mestu seldur sem fersk síld og að verulegu leyti beint úr norskum veiðiskipum um borð í sovézk verksmiðjuskip. I fréttabréfinu segir, að hér sé um að ræða sama síldarstofn og bar uppi sfldveiðarnar við Norður- land og Austurland fyrir hrunið mikla á sjöunda áratugnum. Norsk- ir fiskifræðingar hafi verið þeirrar skoðunar síðustu árin, að norsk-ís- lenzki síldarstofninn sé í örum vexti, einkum vegna hins sterka árgangs frá 1983, sem ennþá sé þó ekki orðinn kynþroska. Aftur á móti séu árgangamir eftir 1983 taldir lélegir. Sumir fiskifræðingar hafi spáð því, að þessi sfldarstofn muni á ný hefja ætisgöngur til haf- svæðanna norður og austur af íslandi, þegar hann nái ákveðinni stærð og erfíðara verður fyrir síldina að fá nægilega fæðu á haf- svæðunum við Noreg. Þá er í fréttabréfínu eftirfarandi samanburður á nýtingu síldaraflans árið 1986 hér og í Noregi: 1. Til bræðslu fóru í Noregi 178,750 lestir eða 53% síldaraflans, en á íslandi 11.347 lestir eða 18% aflans. 2. Í Noregi voru 46.294 lestir eða 14% aflans seld fersk, þar með tal- in sala beint úr veiðiskipum um borð í erlend verksmiðjuskip. Hér á landi var engin sfld seld með þeim hætti. 3. í Noregi fóru 96.687 lestir eða 29% aflans til frystingar, en hér- lendis um 16.000 lestir eða 26% aflans. 4. Til söltunar fóm í Noregi 8.756 lestir eða 3% aflans, en á íslandi um 35.000 lestir eða 56% aflans. Nýmessa hjá ónáða söfnuðinum NÆSTKOMANDI sunnudag, þann 15. febr. kl. 17.00, verður messað í kirkju Óháða safnaðar- ins og verður sú messa með öðru sniði en venjulega. Sú nýjung hefur verið tekin upp hjá Oháða söfnuðinum, að bjóða upp á messu með „léttara" yfirbragði, en hefðbundin messa gerir. Tón- listin, söngurinn og hið talaða orð verður með öðrum „takti“ í þessu nýja messuformi, sem hlot- ið hefur nafnið nýmessa. Messusvörin hverfa, en í staðinn verða ritningarlestrar og bænir settar inn í dagskrána. Prédikun prestsins víkur fyrir ræðu, tónlistar- flutningi eða einsöng gests (gesta), sem boðið er í heimsókn. Kappkost- að verður, að tengja innlegg gestsins einhveiju stefi í kristin- dómnum, þannig að hægt verði að miða ritningarlestrana og bænirnar við það efni, sem valið er hveiju sinni. Slík messa verður þrisvar fram á sumarið. Á sunnudaginn kemur verður efni nýmessunar Bænin og gestir dagsins verða frá ungu samfélagi fólks, sem nefnistNorðurljósin. Norðurljósin koma saman í hádeg-. inu á mánudögum og borða saman. Maturinn er þó ekki aðalatriðið, heldur bænastund og umræður eft- ir matinn. í þessu samfélagi er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og mörgum trúarfélögum. Þar er að finna launþega jafnt sem athafna- menn í verslun og viðskiptum. Leikmaður og prestur úr þessum hópi sjá um erindi dagsins, þeir Helgi S. Guðmundsson og sr. Krist- inn Á. Friðfinnsson, en Þorvaldur Halldórsson, söngvari syngur ein- söng. Leikmenn frá samfélaginu lesa ritningarlestra og leiða bænir. Tekið skal fram, að Kirkjuskólinn er starfræktur í Kirkjubæ á meðan messan stendur yfir. Foreldrar eru því hvattir til að koma með böm sín með sér. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.