Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 tteuAAiin í # Gobgeir e.r átjörnufraekingur. 'r Wo ... að tala ekki lengi í símann þeg- ar þið eruð tvö ein TM R«g. U.S. Pat. Ott.—all rights reserved C1986 Los Angeles Times Syndicate Ég veit ég kann ekki að spila. Ég er að safna pen- ingum tii að geta lært á gítarinn Framtíðin er ykkar, Stöð 2 Einar hringdi: Ég vil koma á framfæri mínum innilegustu þökkum til Stöðvar 2. Eftir erfíðleikatímabilið í upphafí hefur hún virkilega náð sér á strik og slær nú gersamlega út Ríkissjón- varpinu hvað dagskrá snertir. Loksins fær þessi þjóð, sem hafði lifað í fjölmiðlasvelti áratugum saman, vegna þröngsýnna sjónar- miða afturhaldssama ráðamanna, að njóta afurða fjölmiðlafrelsisins. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum þóttu það stórtíðindi ef í sjónvarpinu var sýnd bíómynd sem hægt var að horfa á, nú fáum við eina til tvær á dag. Loksins fáum við að sjá vinsæla framhaldsmyndaþætti eins og Magnum P.I., Golden Girls og Miami Vice. Haldið áfram á þessari braut Stöð 2. Framtíðin er ykkar. Aðalleikendur Miami Vice þáttanna Fáið ykkur brauð frá bakaríi Sauðárkróks 5336-9135 skrifar. Við vorum lítill hópur sem fór- um frá Akureyri til Sauðárkróks sl. sumar. Þegar við komum þangað sagði einn úr hópnum: Eigum við ekki að fara i Sauðár- króksbakarí og fá okkur kaffi og fína brauðið þar. Og það vild- um við öll. Okkur var vísað inn í vistlega stofu með borðum og þar stóðu kaffíkönnur, mjólk og sykur og fal- lega dúkuð borð. Kaffíð þurftum við ekki að borga, bara meðlætið. Fólkið sem með mér var keypti af öllu fína brauðinu og ég sagði bara sem svo: Þetta er nú miklu fínna en kökumar sem við höfum heima. Svo keypti ég mér tvö rúgbrauð. Mér hafa aldrei fundist góð rúg- brauðin hér á Akureyri. Ég var ekki svikin af þessum rúgbrauðum, sem ég keypti, og síðan hef ég feng- ið rúgbrauð frá bakaríi Sauðár- króks. Svo lá nú leiðin úr bakaríinu í hina stóm verslun kaupfélagsins. Þar var hilla með brauðum, en mik- ið var ég hissa og hafði orð á því, hvers vegna þetta voru einungis brauð héðan frá Akureyri, frá Krist- í Finnlandi em töluð tvö tungu- mál, fínnska og sænska, sem em jafngild. Af þessu leiðir að margir staðir í Finnlandi bera tvö nöfn, eitt fínnskt og annað sænskt. Sem dæmi um þetta má nefna Helsinki og Helsingfors, Turku og Abo, Tampere og Tammerfors. Á Norðurlöndunum er vaninn sá að nota sænsku nöfnin. En Morgunblaðið og raunar önn- jáni. Auðvitað veit ég, að brauðin frá Kristjáni eru góð brauð, en það sem mig undraði mest var að brauð- in skyldu vera send frá Akureyri, en ekki keypt á staðnum. Ég vil benda ferðafólki á, sem kemur til Sauðárkróks. að fá sér gott kaffí með fyrsta flokks brauði frá bakaríi Sauðárkróks. ur íslensk blöð em undantekning frá þessari reglu - hér em fínnsku nöfnin jafnan notuð. Af hverju er það? Er ekki við hæfi að íslensk dagblöð fylgi í kjölfar annarra á Norðulöndunum og noti sænsku nöfnin yfir staði í Finnlandi, orð- myndir sem em mun skyldari íslensku en fínnskan? Stig Appelgren Svíþjóð Finnsk eða sænsk nöfn? Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI 'í c ~ s{ 2 Gfe*. PÍjjjjljjjj^ Víkveiji gerði að umtalsefni væntanlega skattkerfisbreyt- ingu í þættinum hér í gær. Þar var sagt eins og raunar hefur komið fram í fréttum, að skatthlutfallið yrði 34,75%, en þess ber að geta að þar er átt við, að skattgreiðslur eigi sér stað 12 mánuði á ári í stað þess að nú er aðeins greiddur skatt- ur 10 sinnum á ári, tveir mánuðir, janúar og júlí, hafa verið skattlaus- ir. Með staðgreiðslukerfínu em þessir skattlausu mánuðir væntan- lega úr sögunni. Nokkrir við- mælenda Víkveija hafa gagnrýnt þetta, að eigi skuli verða skattlaus- ir mánuðir í staðgreiðslukerfinu og geta vissulega verið skiptar skoðan- ir um það, hvort slíkir mánuðir eigi að verða áfram. XXX Iannan stað ber þess að geta, að álagður skattur nú er óum- breytanlegur, þótt kaupgjald hækki t.d. vegna verðbólgu. I nýja kerf- inu, sem væntanlega á að taka gildi hinn 1. janúar næsta ár, em skatt- tekjur ríkisins í raun verðtryggðar, þar sem þær em ávallt hið sama hlutfall af launum. Þannig tekur ríkisvaldið enga áhættu með nýja kerfínu og skattar einstaklinga em full verðtryggðir allt árið. Ríkisvald- ið hefur því í raun enga sérstaka þörf — skattteknanna vegna, á að stemma stigu við verðbólgu. Aukin verðbólga færir ríkinu auknar skatttekjur. XXX Komið hefur fram hjá forystu- mönnum aðila vinnumarkað- arins, að erfitt sé að fullyrða hvort um aukna skattbyrði sé að ræða eða ekki. Hér a.m.k. virðast vera atriði, sem þurfa gaumgæfilegrar rannsóknar við. í fyrri þætti var minnst á vaxtafrádrátt þeirra hús- byggjenda, sem em ekki að eignast hús fyrsta sinni. Þeirra réttur virð- ist gjörsamlega fyrir borð borinn í hinu nýja kerfí XXX Staðgreiðslukerfið gerir ráð fyrir tæplega 35% skatti. Viðmæl- andi Víkverja benti á, að eftir er að reikna með eignasköttum í þess- ari prósentu, sem eflaust verða teknir af kaupi mánaðarlega í nýja kerfinu. Samkvæmt því virðist ríkisvaldið vera með allt sitt á þurm í varanlegri íslenzkri verðbólgu. Reynist menn svo hafa haft meiri tekjur hvert skattár og að þeir skuldi skatt í árslok, er gert ráð fyrir að þeir vangreiddu skattar greiðist eftir á með lánskjaravísi- tölu. Vissulega er gert ráð fyrir að persónufrádráttur verði endurskoð- aður miðað við verðbólgu tvisvar á ári, en kaup getur hins vegar sam- kvæmt kjarasamningum hækkað ijórum sinnum á ári, fari verðbólgan yfir ákveðin mörk. Þar er sem sagt ríkissjóður betur tryggður en laun- þeginn. Réttlátara væri ef endur- skoðun þessara atriða yrði samstiga. Þessar bolialeggingar em þó ekki fram bornar til þess að gagnrýna staðgreiðslukerfið sem slíkt. Það hefur marga góða kosti umfram núverandi skattkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.