Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 53 Pessir hringdu . . . Hringur tapaðist við Hagaskóla Guðrún Ég tapaði hring fyrir rúmri viku á göngustígnum við íþróttahús Hagaskóla. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að skila honum til húsvarðar Hagaskóla. Þetta er gullhringur með litlum hvítum steini. Truf lið ekki teiknimyndirnar um helgar Eyjólfur Karlsson hringdi: Mér finnst að Stöð 2 eigi ekki að trufla teiknimyndirnar á laug- ardögum og sunnudögum. Um síðustu helgi urðu ég og frændi minn fyrir miklum vonbrigðum yfir að geta ekki séð þær. Týndi poka með prjónum Guðrún hringdi: Ég varð fyrir því óláni að týna poka með pijónagarni, pijónum o.fl. nýlega. Ég fór með leið 4 niður á Hlemm og var með plast- poka merktum Garnbúðinni Tinnu. Ég hef tapað pokanum annað hvort í strætisvagninum eða biðskýlinu. Honum hafði þó ekki verið komið til vagnstjórans, ég hef athugað það. Ef einhver hefur fundið hann bið ég hann um að koma honum til óskila- munadeildar strætisvagnanna við Hlemm. Ég vil líka koma því á fram- færi að mér finnast öll þessi upphróp og læti um ástandið á Hlemmi vera stórlega ýkt. Þetta er ekki nærri því eins slæmt eins ^0£^aðerjátið^^^^^^^^^ Seljið viðvörunar merki við Kúa- gerði Sigrún hringdi: Mér finnst að þeir sem sjá um Reykjanesbrautina ættu að merkja betur við Kúagerðina, setja þar upp viðvörunarmerki út af beygjunum. Það myndi draga stórlega úr slysahættu. Eru engar regl- ur um verð á vídeóleigum? Vídeóeigandi hringdi: Eru engin lög til sem ná yfir videóleigur. Hér í Breiðholtinu eru einar átta videóleigur og þær eru held ég allar með sama verð á öllum myndum, sama hvort þær séu ótextaðar eða ekki. Þetta er líka svona á öðrum stöðum í bæn- um. Manni finnst þetta svo lítið skrýtið, að þurfa að borga sama verð fyrir spólurnar, sama hvort þær séu nýjar eða gamlar, textað- ar eða ótextaðar. Fleiri bekki fyrir farþega Eldri kona hringdi: Ég hef sett grein áður í blaðið um ástandið á Hlemmi og vil nú láta gleði mína í ljós yfír því, að nú verður sennilega eitthvað bætt úr því sem ég drap þar á. En fyr- ir alla muni setið þið fleiri bekki fyrir farþega og útrýmið pönkur- um þeim sem hafa setið þama með ólæti undanfarna daga og klippt hvorn annann með raf- magnsklippum. Umferðarljós í Arbæjarhverfið Helga hringdi: Af hveiju eru ekki látin um- ferðarljós þar sem maður fer út úr Árbæjarhverfinu? Það eru oft mikil vandræði að komast út úr hverfinu, sérstaklega þegar mikið liggur á. Föðurleg ábending til menntamála- ráðherra ÉG GET ekki lengur setið á mér að láta í ljósi álit mitt á fræðslu- stjóramálinu svokallaða. Þegar réttlætiskennd manns er mis- boðið á jafnharkalegan hátt, fer ekki hjá því að maður fari að íhuga málin og spyíji, hvað sé að gerast. Hvemig má það vera, að ráð- herra úr stjómmálaflokki, sem kennir sig við lýðræði og mann- gæskuhugsjónir, fremji þvílík afglöp, að reka fyrirvaralaust úr starfi opinberan embættismann, mann sem sannanlega hefur gegnt starfi sínu af viti og trúmennsku í hvívetna og umfram allt eftir lands- ins lögum? Sverrir Hermannsson má vita það, að ég hef fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum í gegnum tíðina og ekki fundist ég þurfa að skamm- ast mín fyrir, fyrr en nú, þegar menntamálaráðherra flokksins verður þvílíkt á í messunni. Fer ekki hjá því, að ég fylgi fjölda flokksmanna og segi bless. Að svo skrifuðu, föðurleg ábending: Eng- inn er alfullkominn, jafnvel ekki þó hann sé menntamálaráðherra. Mik- ið stækkaði hann í huga alþjóðar, ef hann stæði upp á Alþingi og segði: Mér hefur orðið á. Mér skjátl- aðist. Ég vil sættir. Þetta væri kallað að bijóta odd af oflæti. Þá yrði Sverrir Hermannsson stórt nafn í huga alþjóðar. í kærieika sagt. Hjálmar Lúðvíksson. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Er Jóhanna hrekkjalóm- ur, eður ei? Heiðraði Velvakandi. Sunnudaginn 1. febrúar birtist í dálkum Víkveija grein um tak- markaðar tekjur atvinnurekenda og var þar vitnað til greinar í Morgun- blaðinu þar að lútandi eftir konu vestur á ísafirði. í grein Víkveija var og talað um fyrirspumir Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi, er lutu að sama efni. Nú var grein Víkveija hreint ekki óvinsamleg í garð þessara tveggja kvenna, nema síður væri. En í greininni var Jóhanna nefnd „hrekkjalómur". Nú er undirrituð ekki flokkssystir Jóhönnu, en þetta orðalag kann ég ekki við. Það segja mér einnig fróðir menn, að Jóhanna Sigurðardóttir sé almennt talin ein- hver duglegasti þingmaðurinn, og ekki nóg með það, heldur sé hún mjög lagin að koma fram málum. Nefni aðeins, að ég held, að eina breytingartillagan sem stjórnarand- stöðuþingmaður fékk samþykkta við afgreiðslu fjárlaga hafi verið tillaga Jóhönnu um athugun á tann- læknakostnaði. Þetta vil ég sem sagt ekki flokka undir hrekki, heldur hæfileika til að vekja athygli á hlutum, sem verðir eru eftirtektar, svo og hæfni til að koma málum fram. Með þökk fyrir birtingu, Sigríður Sigurðardóttir Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Oll viljum við vernda börnin okkar fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að sýna gott fordæmi. Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum. Kr. 8.260,- Yfirhillur Kr. 5.450,- Skrifborð með hillu Kr. 4.450,- Skrifborð með hillu Kr. 5.560,- Svefnbekkur með dýnum + 3 púðum + hillum Kr. 11.650,- Kommóður, 8 skúffur Kr. 5.380,- 6 skúffur Kr. 4.250,- 4 skúffur Kr. 3.250,- Öll húsgögnin spónlögð með eikar- fólíu sem er mjög slitsterk og auðveld að þrífa. 30% útborgun og eftirstöðvar á 6 mán. Við höfum margar aðrar gerðir af húsgögnum fyrir börn og unglinga og milli 20—30 gerðir af tvíbreið- um svefnsófum. Útborgun á afborgunarsamninga má að sjálfsögðu greiða með kreditkortum og þeirsem nota Eurokred- it geta fengið keypt án útborgunar. húsgagna-höllin REYKJAVlK MOBLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.