Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
Fagur gripur
og fáður
_________Bækur
Sverrir Pálsson
Bolli Gústavsson:
Borðnautar, ljóð.
Teikningar: Hringur
Jóhannesson
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1986.
Séra Bolli í Laufási er óefað flest-
um mönnum betur máli farinn og
sjaldan mun honum hafa orðið orðs
vant. Svo verður heldur ekki í nýrri
ljóðabók hans, Borðnautum. Þar
virðist hvert orð valið af vandvirkni
og alúð til þess að falla að efninu
á hveijum stað og tjá það, sem
skáldið vildi sagt hafa. í kvæðunum
falla fram hrein vötn tungunnar,
tær vötn og gagnsæ. Þó hygg ég,
að hann hefði átt að velja önnur
orð og einfaldari á fáeinum stöðum,
þó ekki væri nema til þess að verða
ekki vændur um sérvisku og skraut-
gimi.
En skáldið er ekki síður maður
myndlistar en orðlistar. I þetta sinn
ætlar hann þó ekki að beita penna
til að draga upp línur í myndir,
heldur til að draga upp orð í ljóð.
Þrátt fyrir það verða ljóðin mynda-
blöð með ljóslifandi skýrum drátt-
um. Myndljóðin lyfta sér upp af
blöðunum og taka að lifa, kvika,
jafnvel dansa fyrir augum lesand-
ans.
Bókinni er skipt í nokkra kafla.
Sá fremsti ber heitið Almanaksljóð
og geymir nokkurt stutt — sum
afarstutt — ljóð um hugblæ nokk-
urra merkisdaga ársins, einkum
kirkjuársins, en eru þó öllu fremur
veðurfars- og náttúrulýsingar við
hæfi hverrar árstíðar en þau beri
trúarlegt yfírbragð eða innihald.
Hið gagnstæða má hins vegar segja
um aftasta kaflann, sem heitir
Helgimyndir. Þar eiga kvæðin efn-
islegar rætur í Ritningunni, en
höfða jafnframt til okkar í nútíman-
um. Eitt þeirra ber hið stutta og
yfírlætislausa heiti Bið og er að
mínum smekk eitthvert besta kvæð-
ið í bókinni. Þar er einnig kvæðið
Borðnautar, sem bókin dregur nafn
af.
Það er síst að undra, að prestin-
um séra Bolla skuli verða hugstæð
og hugleikin trúarleg viðfangsefni,
og því síður, að Laufásprestinum
séra Bolla verði að yrkisefni ævi-
stundir og örlög fyrri Laufáspresta.
Það verður ljóst af kaflanum
Mannamyndir, þar sem er að fínna
kvæðið „Endadægur séra Bjöms
Halldórssonar í Laufási". Þar heyr-
um við bakraddir úr sálmaskáld-
skap séra Bjöms, sem varð
bráðkvaddur í svefnhúsdymm
sínum á jólaföstu. Átakanleg ævilok
sálmaskáldsins verða fagur við-
skilnaður, þegar skáldið, sem nú
situr Laufás, segir frá. En fleiri
höfuðklerkar hafa komið við sögu
staðarins. Við fáum að gægjast
undir handarkrika skálds og sjá í
svip Ólaf biskup Hjaltason á Hólum,
sem lítur um öxl og minnist fyrri
daga, þegar hann var Laufásklerk-
ur, átti í sálarbaráttu vegna lútersk-
unnar, sem hann gekk á hönd, og
kaþólskunnar, sem hann sveik, og
nú heyrir hann enn glymja í eyrum
bannsöng sjálfs Jóns biskups Ara-
sonar, velgerðarmanns síns, í
kórdymm kirkjúnnar undir „kjarr-
grónum ási“. Gömul saga er
stundum ásækin við þann, sem eyru
hefír og heyra vill, loðir lengi við
stein og stétt.
En lengsta og mesta kvæði bók-
arinnar heitir Fljótið, margslungið
og margrætt, kveðið af mælsku,
andagift og listfengi. Fljótið er tákn
margs, tilefni margs. Áðskilnaður,
öfund, skilningsskortur og getsakir
eiga rætur að rekja til fljótsins. Það
verður bústaður ormsins, sem skýt-
ur upp kryppu, og það verður
jafnvel tákn dauðans, sem alltaf
finnur vað og ratar götu til þess,
sem hann vill hitta, og gleymir eng-
um, vitjar allra, meira að segja á
afskekktum, viðburðasnauðum bæ,
þar sem engin Garún er til að sýna
hvítan blett í hnakka. Við upphaf
kvæðisins er vitnað í Prédikarann:
„Allar ár renna í sjóinn, en sjórinn
verður aldrei fullur, þangað sem
ámar renna, þangað halda þær
LfflTU PENINGflNA ÞÍNA
VSXfl MIIIJ HÖSfl
Mt of margir gera sér ekki grein fyrir ávöxtunar-
möguleikum peninga í fasteignaviðskiptum, t.d.
þegar ínnborganir og afborganir standast
ekki á. - Við ráðleggjum þér um ávöxtun
peninga í fasteignavíðskiptum.
fjArmAl pín
SÉRGREIN OKKAR
TjARFESTINGARFELAGIDj
Hafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566.
FASTEIGNA
LuJ HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐ6ÆR - HÁALEITIS8RAUT 58 60
ÍTnFASTEIGNA
LLiJhölun
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐ6ÆR - HÁALErTISBRAUT58 60
Ugluhólar — 3ja herb./bflsk.
Vorum að fá í einkasölu glæsilega rúmgóða 3ja-4ra
herb. íb. á 2. hæð ásamt bílskúr. íb. skiptist í 2 góð
svefnherb. og 2 stofur. Gott eldhús. Vandaðar innrétt-
ingar. Getur losnað fljótlega.
FASTEIGNA
HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR-HÁALEmSBRAUT58-60
SÍMAR 35300S 35301
Agnar Agnarss. viðskfr.,
Agnar Ólafsson,
Arnar Sigurðsson.
Heimasími sölum.73154.
Bolli Gústavsson
ávallt áfram að renna“. Fljótið hef-
ir því eilífðargildi. í kvæðislok er
það sagt hafa oft „kveikt öfundar-
orm í auga, vakið köld andsvör,
viðsjál hallmæli, og kveður enn á
náttlausu vori eilífa kviðu um dauð-
ans óvissa tíma“.
Milli upphafs og endis eru leiftr-
andi og glöggar lýsingar á lífí fólks
í sveitinni á bökkum fljótsins, og
er ekki örgrannt um, að einhver
þekki þar svipblæ og staðhætti í
fögrum dal með fjalladrapa, fugla-
söng og valllendistöðu. Þar tíðkað-
ist lengi, að ríðandi maður drægi
ferjuna í taug yfír fljótið, flatbytnu
með „lúðan jámhring á stefni". Þar
var skáldið sumarmaður í æsku og
segja mætti mér, að við þekktum
þar báðir nokkuð til, þótt fljót kvæð-
isins hafí vitanlega almennt gildi
og sé hvergi til eða alstaðar, á hvom
veginn sem við viljum orða það.
Ekki verður skilist svo við þetta
greinarkom, að ekki sé minnst á
hlut Hrings Jóhannessonar listmál-
ara að bókinni. Hann á þar snilldar-
teikningar á vel annarri hverri síðu
og myndir hans fjalla um efnisat-
riði ljóðanna. Þær eru í senn
einfaldar og snjallar, vinna með
ljóðunum að framköllun þeirra hug-
hrifa, sem bókin vekur hjá lesand-
anum. Þeir séra Bolli og Hringur
hafa hvor á sinn hátt og hver með
öðmm gert fagran grip, sem vekur
auganu gleði og andanum líf.
Höfundur er skólastjári Gagn-
fræðaskólans á Akureyri.
í TILEFNI
DAGSINS
LOKUM VIÐ
KL. 3.
Við þökkum öll-
um ánægjuleg
viðskipti á liðn-
um árum.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17, s. 26600
Þorsteinn Steingrimsson
lögg. fasteignasali.
$
B3
Hundrað augu
eins og venjulega
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Matthias Magnússon:
Við segjum ekki nóg.
Medúsa 1986.
Það er háttur margra ungra
skálda að gefa oft út bækur sem
sjaldan eru annað en smákver með
fáeinum ljóðum. Þetta hefur bæði
kosti og galla. Stundum hefur mað-
ur á tilfinningunni að skáldin skundi
strax í prentsmiðju þegar ort eru
svona tíu til fimmtán ljóð sem þau
geta verið sæmilega ánægð með.
Flestum þessara skálda myndi ég
ráðleggja að bíða með útgáfu þang-
að til þau geta valið úr svona
fjörutíu til fímmtíu ljóðum. Það
mega að ósekju líða nokkur ár á
milli bóka. Minna má á að eitt af
höfuðskáldum aldarinnar, Snorri
Hjartarson, sendi ekki frá sér nema
ijorar ljóðabækur á langri ævi.
Kammersveitin „Ensemble 4“: Inke Kesseler, Atli Sigfússon, Finn
Winslov og Palle Christensen.
Dönsk kammersveit
í Norræna húsinu
DANSKA kammersveitin „En-
semble 4“ heldur tónleika í
Norræna húsinu laugardaginn
14. febrúar kl. 16.00.
í kammersveitinni eru Inke Kess-
eler, pianó, Atli Sigfússon, fíðla,
Finn Winslov, fíðla og lágfiðla, og
Palle Christensen, sem leikur á
selló. Þau stofnuðu Kammersveit-
ina 1983, en öll hafa þau spilað
með kammersveitum og sinfóníu-
hljómsveitum um árabil, m.a. í
Sinfóníuhljómsveit S-Jótlands.
Til fróðleiks má geta þess að
Atli Sigfússon er sonarsonur Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds.
Á verkefnaskrá „Ensemble 4“
má fínna barokktónlist og nútíma-
tónlist, kvartett, tríó, tvíleiks- og
einleiksverk og sónötur.
Á tónleikunum í Norræna húsinu
leika þau píanókvartett eftir Her-
man D. Koppel, saminn 1986,
píanókvartett í g-moll eftir W.A.
Mozart og píanókvartett eftir Jo-
hannes Brahms.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Seltjarnarnes
Vandað endaraðhús við Nesbala. Húsið er á tveimur
hæðum. Innb. bílsk. á jarðhæð. Mjög gott fyrirkomu-
lag. Vandaðar innr. og gólfefni. Flísalögð baðherb. á
báðum hæðum. Stór lóð. Útsýni.
Sælgætisverslun
og skyndibitastaður
Reksturinn er í eigin húsnæði í grónu hverfi í Austur-
borginni. Örugg og vaxandi velta. Sala á húsnæðinu
er fyrir hendi eða öruggur leigusamningur.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Kjöreign sf.,
Ármúla 21,
Dan V.S. Wiium, lögfræöingur,
Ólafur Guðmundsson, sölustjóri.
685009
685988