Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Steinullarverksmiðjan Sauðárkróki: Stjórnarmenn bjart- sýnir á reksturinn Peningaskápurinn fannst undir brúnni LÖGREGLAN fann í gær pen- ingaskáp, sem stolið var í innbroti hjá fiskverkuninni Hafnfirðingi M. i Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags. Skáp- urinn fannst í Elliðaánum, undir brú skammt frá efri stíflunni. Hafði hann verið sprengdur upp og var tómur. Þegar skápnum var stolið voru ekki neinir peningar í honum, en 10 ávísanahefti, tölvuforrit og ýmsir pappírar. Tékkheftin eru fiá aðalbanka Landsbanka íslands. Peningaskápurinn fannst undir brúnni. Búið var að sprengja hann upp eins og sést á inn- feUdu myndinni. Morgunblaðið/Einar Falur Albert Guðmundsson og Biwott iðnaðarráðherra Kenya. Iðnaðarráðherra Kenýa íheimsókn Iðnaðarráðherra Kenýa, K.N. K. Biwott, kom til landsins í gær, til viðræðna við stjórnvöld og verktaka um hugsanleg verkefni á sviði virkjunarmála í Kenýa. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra tók á móti honum. Biwott mun dvelja hér- lendis til nk. þriðjudags. í för með Biwott eru eiginkona hans og dóttir, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytis Kenýa og forstjóri rafveitu landsins. Lækkun umboðslauna til SÍS eitt af skil- yrðum ríkissjóðs fyrir hlutafjáraukningu STJÓRN Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki fundaði í Reykjavík í gær um framtíðarhorfur verksmiðjunnar og þann árangur sem náðst hefur í að endurskipuleggja og endurfjár- magna rekstur hennar, svo hann verði tryggður í framtiðinni. Vilyrði hluthafa lágu fyrir, þegar endurskoðun hófst, um að auka hlutafé verksmiðjunnar um samtals 60 milljónir króna, næðist samkomulag um heildarendurskipulagningu rekstrarins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru stjórnarmenn fremur bjartsýnir á, að þær aðgerðir sem unnið hefur verið að að undan- förnu, beri tilætlaðan árangur, þó endanleg niðurstaða í því efni liggi enn ekki fyrir. Þegar endurskipulagning og endurskoðun rekstrarins hófst, lágu fyrir vilyrði hluthafa verk- smiðjunnar um að auka hlut sinn í henni í samræmi við eignarhlut, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, samtals um 60 milljónir króna. Ríkið á 40% í verksmiðjunni og gaf þar af leiðandi vilyrði fyrir því að leggja fram 24 milljónir í hluta- íjáraukninguna. Sauðárkróks- kaupstaður stendur að baki Steinullarfélaginu hf. sem 37% eignaraðili, Samband íslenskra Framf ærslu ví sitalan: Mælir 11,9% verð- bólgu á síðasta ári FRAMFÆRSLUVÍSITALAN í febrúarbyijun reyndist vera 1,47% hærri en í janúarbyijun og hefur hún hækkað um 11,9% siðustu 12 mánuði. Siðustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,8% sem jafngildir 20,5% verðbólgu, en árshækkunin er 19.1% ef hækkunin milli mánað- anna janúar og febrúar er tekin ein og sér. Samkvæmt útreikningum kaup- lagsnefndar reyndist vísitala framfærslukostnaðar vera 187,77 stig í febrúarbyijun, en 100 mið- ast við febrúar 1984. Þetta er 1,47% hækkun milli mánaða og stafa 0,4% af hækkun á verði matvöru, 0,3% af hækkun hús- næðisliðs, 0,1% af hækkun á verði nýrra fólksbíla og um 0,7% af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Vísitala framfærslukostnaðar nú í febrúar er 0.04% hærri en miðað var við í jólaföstusamningi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands. samvinnufélaga á 16,5% og Kaup- félag Skagfirðinga 6,5%. Það, sem einkum vartil umræðu á fundinum í gær, var hvemig tekist hefur að uppfylla skilyrði hluthafanna, til þess að þeir standi við hlutaúárloforð sín. Telja stjórnarmenn að horfurnar séu nokkuð bjartar, þar sem vilyrði hefur fengist frá finnska bankan- um Union Bank um að skuldbreyta láni bankans til verksmiðjunnar (100 milljónum) og lækka vexti af því. Norðmenn hafa enn ekki svarað, en líklegt er talið að já- kvæð niðurstaða fáist frá þeim. Lán þeirra er mun lægra, eða nálægt 30 milljónum króna. Þá er verið að semja um endur- skipulagningu markaðsmála og lækkun umboðslauna til Sam- bandsins. Það er eitt af skilyrðum ríkissjóðs fyrir þátttöku í hluta- íjáraukningunni og er búist við að SÍS verði reiðubúið að semja um lækkun. Telur stjómin því að flest skilyrðin verði uppfyllt, en enn hefur ekki fengist svar frá Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði um hvort verksmiðjan fær 30 millj- óna króna viðbótarlán. Stefnt er að því á næstu dögum að lokaniðurstaða fáist í endur- skoðunarmálum verksmiðjunnar, þannig að unnt verði að kynna hluthöfum niðurstöður í endanleg- um búningi. Útboðsgögnin útiloka önnur félög en Rainbow - segja fulltrúar annarra bandarískra skipafélaga og íhuga mótmæli Washington, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „ÞETTA er sviðssett í þágu Rain- bow Navigation," sagði David Oberlin, forseti Fednav-skipafé- Fiskmarkaður stofn- aður í Reykjavík HLUTAFÉLAG um rekstur fisk- markaðar, Faxamarkaðurinn hf., var formlega stofnað í gær. Um sextiu einstaklingar og félög hafa Hnífstungnmálið í Hamarshúsinu: Konanjátar verknaðinn 38 ÁRA gömul kona hefur játað að hafa stungið mann með hnifi í íbúð í Hamarshúsinu i fyrradag. Hún hefur verið úrskurðuð i gæsluvarðhald til 15. apríl nk. og geðrannsókn á meðan rannsókn fer fram. Maðurinn var stunginn í bijósthol og skurður var á hálsi. Maðurinn, sem er 39 ára gamall, er úr lífshættu, en ekki hefur verið hægt að yfír- heyra hann. Konan og maðurinn eru fyrrverandi sambýlisfólk og kallaði konan sjálf lögregluna á staðinn í fyrradag. lagsins, á fundi, sem haldinn var í gær í höfuðstöðvum sjóflutninga- deildar bandariska flotans i Washington. Tilgangur fundarins var að skýra útboð í flutninga á vegum vamarliðsins á Keflavfkur- flugvelli. Fulltrúar nokkurra bandarískra skipafélaga mættu á fundinn og ræddi fréttaritari Morgunblaðsins við þá George Crighton frá Dock Ex- press, áðumefndan David Oberlin frá Fednav, og James A. Kelly, lögfræð- ing, sem mætti fyrir Crawley-skipa- félagið. Þessum talsmönnum bandarísku skipafélaganna þótti einsýnt að út- boð sjóflutningadeildarinnar útilok- aði tilboð af þeirra hálfu. Einkum skráð sig fyrir tæplega 11 milljón króna hlutafé. Vonast er til að markaðurinn hefji starfsemi sina í april næstkomandi. Tilgangur með stofnun félagsins er að reka uppboðsmarkað með fisk á íslandi, baeði staðbundinn markað, sem og uppboðsmarkað gegnum fjar- skipti. Faxamarkaðurinn hf. verður til húsa í Faxaskála í Reykjavíkur- höfn og hefur þegar verið hafíst handa við að innrétta húsnæðið. Að sögn Ágústs Einarssonar í Hrað- frystistöð Reykjavíkur, nýkjörins formanns stjómar hlutafélagsins, standa vonir til að lokið verði við innréttingamar á næstu sex vikum. Leitað hefur verið eftir óformlegum tilboðum í tæki til markaðarins og umsóknir hafa borist um stöðu fram- kvæmdastjóra. Auk Ágústs vom iqömir í stjóm þeir Brynjólfur Bjamason, varafor- maður, Jón Ásbjömsson ritari, Gísli Jón Heimannsson og Gunnar B. Bjömsson. í varastjóm vom kjömir Ágúst Einarsson, Lýsi hf., Hannes Valdimarsson, Sigurbjöm Svavars- son, Ríkharður Jónsson og Ævar Guðmundsson. gagnrýndu þeir ákvæði um 300 feta hámarkslengd flutningaskipa á veg- um bandarískra tilboðsaðila og það skilyrði að viðkomandi skip risti í mesta lagi 16 fet. David Oberlin gramdist svo mjög að hann yfirgaf fundinn þegar upplýstist að þessum skilyrðum verður ekki breytt. Hann tjáði fréttaritara Morgunblaðsins símleiðis eftir fundinn að hann væri að velta því fyrir sér að bera fram formleg mótmæli innan tveggja vikna. Fulltrúar hinna bandarísku félaganna íhuga einnig mótmæli. Mark Young, forstjóri Rainbow Navigation, var á fundi sjóflutninga- deildarinnar í gær og kvaðst telja útboðsgögnin í fullu samræmi við þær skyldur sem lagðar em á Banda- ríkjaflota. Hann sagðist bjartsýnn að eðlisfari og vonast til að fá áfram að flytja vömr til íslands. Ákvæðin, sem fulltrúum sumra bandarískra skipafélaga þóttu ámæl- isverð, eiga ekki við um þann hluta flutninganna, sem falla mun íslenzk- um aðilum í skaut. Fund sjóflutn- ingadeildarinnar í gær sóttu fulltrúar Eimskips, þeir Birgir Harðarson og Hjörleifur Jakobsson, ennfremur Nancy Hart frá umboðsaðilum Skipa- deildar Sambandsins í New York, og Finnbogi Gíslason á vegum Víkur- skipa. Frestur til að skila tilboðum í vömflutninga á vegum flotans renn- ur út 6. marz nk. Búizt er við að upplýsingar um lægstu tilboð liggi fyrir í apríl og að aðilar hefli flutn- inga í maímánuði. Það skipafélag, bandarískt eða íslenzkt, sem gerir lægsta tilboðið, hlýtur 65% flutninganna. Afganginn hlýtur skipafélag það frá hinu landinu sem gerir lægst tilboð þeirra. Morpinblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.