Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 11 Þessar hugleiðingar eða ábend- ingar eru ekki settar á blað sérstak- lega vegna ljóðakvers Matthíasar Magnússonar, Við segjurn ekki nóg, heldur gilda þær um mörg skáld sem undirritaður hefur fjallað um. En ljóð Matthíasar eins og margra annarra ungra skálda bera það með sér að hann er að þreifa fyrir sér, fínna ljóðhugsun sinni stað í skáldskaparlandslaginu. Matthías Magnússon hefur verið að þjálfa sig í súrrealisma eins og fleiri Medúsumenn, ýmist heimatil- búnum eða samkvæmt uppskrift. Eitt ljóðanna í Við segjum ekki nóg nefnist Með hundrað augu eins og venjulega: einhvers staðar á efstu hæð er hvítt völundarhús bamalega byggt og hvítt eins og sápuþvegið tré þar hef ég birst og stirðnað af hræðslu og þar hef ég hitt konu sem færði mér þrjár hvelfdar krukkur hálfar af ljósi hún var búin til úr dálitilli stjömuskímu fullu herbergi af ryki sem settist á kinnar hennar og tveimur spenntum bogum sem vora auga- brúnir þessara stóru lokuðu augna Fuglar og fiskar eru algengir í súrrealískum ljóðum og reyndar öll- um ljóðum. Matthías Magnússon yrkir um tvíklofinn fisk sem datt af baki á bresku veðreiðunum. I upphafsljóðinu mjálma fuglar og í ljóði sem nefnist Niður Breiðholtið smýgur vagninn í beygju eins og fugl og jafnvel konan minnir á vél- fugl: „sé konuna mína úr fjarlægð / eins og hún sé lítil hvít flugvél". Fleiri dæmi mætti nefna um físka og fugla í Við segjum ekki nóg. það eru góðar ljóðmyndir í bók Matthíasar Magnússonar og víða er komist skemmtilega að orði. En hann heldur sig að mestu á kunnug- legum slóðum súrrealismans þótt sum ljóðin vitni um þróun í átt til opnari og raunsærri ljóðstfls, til dæmis Italía, Porsche Etienne Aigner og Dvergar. Við bíðum með nokkurri eftirvæntingu eftir fram- haldinu. Þolinmóð. Ritdómurinn er birtur aftur, þar sem hluti hans féll niður í gær. Flokkur manns- ins með lista á Austurlandi Á FUNDI kjördæmisráðs Flokks mannsins á Austurlandi um síðastliðna helgi var ákveðin röð frambjóðenda á framboðslista flokksins til Alþingiskosninga í vor. Efstu fimm sætin skipa: Methú- salem Þórisson skrifstofumaður, Reykjavík, Magnea Jónasdóttir húsmóðir, Eskifírði, Sveinn Jónas- son verslunarmaður, Eskifirði, Svanur Jóhannsson sjómaður, Höfn, og Heimir Magnússon bóndi, Vopnafirði. (Fréttatilkynning) Ráðstefna BSRB um opin- bera þjónustu BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja efnir til ráðstefnu undir heitinu „Ráðstefna um gildi og framtíð opinberrar þjónustu“. Ráðstefnan verður haldin i Borg- artúni 6, Reykjavík, á 45 ára afmæli BSRB þann 14. febrúar nk. og hefst kl. 08.45. Á ráðstefnunni verður einkum fjallað um opinberan rekstur eins og hann er nú og hugsanlegar breytingar í framtíðinni. Ennfremur verður á ráðstefnunni rætt um stöðu starfsmanna hins opinbera, t.d. hver launakjör þeirra ættu að vera í sambandi við starfsmenn hjá einkaaðilum og álit almennings á störfum opinberra starfsmanna. Hinn stórkostlegi Tommy Hunt, sem sleg- ið hefur í gegn að undanförnu í Þórskabar- ett, skemmtir matar- gestum. Hljómsveitin SANTOS ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur leika fyrirdansi. Glæsilegt ferðabingó Ásadans stiginn: Heppið par fær vinning. Stjórnandi kvölds- ins er hinn eldhressi Guðlaugur T rygg vi Karlsson Matseðill: Sveppasúpa Eldsteikt nautafillé með koníakssósu Leynigestur kvöldsins skemmtilegur leikur — hver getur rétt upp á leynigestinum? Veg- leg verðlaun. Borðapantanir hjá veitingastjóra i símum: 23333 og 23335 FERÐA- OG SKEMMTIKVOLD Sunnudaginn 15. febrúar 1987 frá kl. 19.00-01.00. Tekið á móti gestum með fordrykk milli kl. 19.00-20.00. Vinnufólagar, hópar og vaktavinnufólk: Ferðahátíð í Þórscafé er góð skemmtun fyrir þá sem ekki eiga þess kost að heimsækja okkur önnur kvöld, eða sem framlenging á góðri helgi. ÞÓRSCAFÉ — LYKILLINN AÐ ÁNÆGJULEGRI KVÖLDSTUND Við bjóðum: Allar gerðir IBM System/36-tölva Fjölbreyttan hugbúnað fyrir IBM S/36 Námskeið fyrir IBM S/36-notendur Uppsetningu og kapallagnir Margar gerðir prentara fyrir IBM S/36 á hagstæðu verði Sem sagt heildar lausn hagkvæma lausn GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16 — sími 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.