Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 31 Höfrungur AK með nótina á síðunni Morgunblaðið/Jón Páll Ásgcirsson Fullfermi tvívegis á sólarhring MJÖG góð loðnuveiði hefur verið frá því á þriðjudagskvöld. A miðvikudag varð aflinn 18.240 og um miðjan dag i gær var aflinn orðinn 6.000 lestir. Fjögfur skip náðu að fylla sig tvivegis á um það bií sólar- hring. Loðnan er komin upp að Stokksnesi og virðist á leið vestur. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á miðvikudag. Guðrún Þorkels- dóttir SU 700; Húnaröst ÁR 600, Guðmundur Olafur ÓF 600, en bæði þessi skip náðu fullfermi tvívegis á sama sólarhringnum. ísleifur VE 350, til frystingar í Eyjum, Beitir NK 1.380, Bergur VE 530 og Sigurður RE 1.420 lestir. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Pétur Jóns- son RE 860, Keflvíkingur KE 540, en bæði þessi skip fylltu sig tvisvar á rétt rúmum sólarhring. Bjarni Ólafsson AK 1.150, Dag- fari ÞH 530, Hákon ÞH 800, Hilmir II SU 590, Gullberg VE 620 og Höfrungur AK 920 lestir. Stuðnings- og sérkennsla: 8% aukning í Reykjavík, um 90% utan borgarinnar Frá árinu 1982 til 1987 hefur stuðnings- og sérkennsla i almenn- um grunnskólum aukist um 8% i Reykjavik, en um 90% utan Reykjavíkur, segir i fréttatilkynn- ingu sem menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér vegna um- ræðna, sem fram hafa farið í fjölmiðlum að undanfömu um út- hlutun fjármagns til stuðnings- og sérkennslu i fræðsluumdæmum landsins. I Reykjavík hefur kennslustundum fjölgað um 187 á viku, í Reykjanesi um 485 stundir á viku, í Vesturlandi 341, á Vest§örðum 183, í Norður- landi vestra 138, í Norðurlandi eystra 504, á Austurlandi 230 og á Suður- landi hefur stuðnings- og sérkennslu- stundum fjölgað um 431 kennslu- stund á viku á tímabilinu, segir í fréttinni. Samkvæmt ijárlögum 1987 er áætlaður kostnaður við stuðnings- og sérkennslu í almennum grunnskól- um 151.095.000 krónur, sem skiptast þannig eftir fræðsluumdæmum: Reykjavík 52.370 þús. kr., Reylganes 25.445 þús. kr., Vesturland 13.935 þús. kr., Vestfirðir 6.280 þús. kr., Norðurland vestra 7.665 þús. kr., Norðurland eystra 20 millj. kr., Aust- urland 9,6 millj. kr. og Suðurland 15,8 millj. kr. Með þessu hefur Norðurlandsum- dæmi eystra 500 stundir á viku í sérkennslu og 453 stundir á viku í stuðningskennslu, eða 953 stundir á viku samtals. Samsvarar það um það bil 35 stöðugildum. Þetta gera 0,20 stundir á viku á hvem nemanda umdæmisins, sem er sama og í Reykjavík. Til samanburðar eru tölur annarra umdæma: 0,22 stundir á viku fyrir hvem nemanda Vesturlandsum- dæmis, 0,21 stund fyrir Suðurland og jafnmargar fyrir Austurland, 0,18 stundir fyrir Vestfirði, 0,16 stundir fyrir Norðurland vestra og 0,12 stundir fyrir Reykjanesumdæmi. Hér er um að ræða heimilaðar stundir samkævmt fjárlögum, en framkvæmdin er í nokkrum tilvikum umfram þetta og óskir fræðslustjóra yfirleitt mun hærri, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Connie Hedergaard á fundi hjá ungum sjálf- stæðismönnum LAUGARDAGINN 14. febrú- ar mun danski þingmaðurinn Connie Hedergaard mæta á fund hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna og ræða þar stjórnmálaástandið í Dan- mörku og Ihaldsflokkinn og unga fólki. Connie Hedergaard, sem dvelur hér á landi í boði SUS, er yngsti þingmaður danska þjóðþingsins. Hún var kosin á þing 1984 þá aðeins 23 ára að aldri. Connie situr á þingi fyrir danska íhaldsflokkinn og á sæti í utanríkismála-, menntamála- og menningarmálanefnd danska þingsins. Þeir málaflokkar sem hún starfar einkum að eru ut- anríkis-, öryggis- og varnarmál, menntamál og atvinnuleysi ungs fólks. Einnig er hún talsmaður íhaldsflokksins í málefnum ungs fólks. Connie er einnig formaður „Atlantic Association of Young Political Leaders", en það eru heildasamtök Varðbergsfélaga í aðildarfélögum Atlanshafs- bandalagsins. Fundurinn verður í Neðri deild Valhallar og hefst klukkan 15.00. Connie Hedergaard -Símakortin fástá Póst- og símstöðvum og líka þar sem kortasímarnir eru. • HÁSKÓLI ÍSLANDS - Árnagarður - Hugvísindahús - Félagsstofnun stúdent a - Nýi Garður - Gamli Garður t BORGARSPÍTALINN -Grensásdeild • LANDSPÍTALINN - Móttaka t LAIMDAKOTSSPÍTALI t HJÚKRUIMARHEIMILI REYKJAVÍKUR t S.Á.Á - Vogi - Sogni - Staðarfelli t VÍFILSSTAÐASPÍTALI t PÓSTUR OG SÍMI - Landssímahúsinu v/Austurvöll t HÓTEL LORLEIÐIR - Móttaka — — r t VERSLUNARSKÓLINIM - Ofanleiti 1 t B.S.Í. t KAFFIVAGNINN -Grandagarði 10 t FLUGLEIÐIR - Innanlandsflug t S.V.R. - Hlemmi - Lækjartorgi t HVANNEYRI < iiMinmiKiiipuLiiuiiin t HVERAGERÐI - Heilsuhæli.NLFÍ t ÓLAFSVÍK - Hótel Nes t AKRANES - Sjúkrahúsið - Fjölbrauta- skólinn t VESTIWANNAEYJAR - Vinnslustöðin - Fiskiðjan - ísfélagið Gefur gott samband!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.