Morgunblaðið - 13.02.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.02.1987, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 36. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Israelar gera loft- árásir í Líbanon Verkfail í Grikklandi Rúm ein milljón grískra verkamanna lagði niður vinnu í gær til að að mótmæla ströngum að- haldsaðgerðum ríkisstjórnar Andreas Papandre- ou forsætisráðherra. Verkalýðshreyfingin krefst þess að atvinna verði aukin og laun hækkuð í landinu. Samgöngur gengu úr skorðum og víða var rafmagnslaust. Samtök vinstri öfgamanna, sem nefna sig „Byltingarsamtök alþýðunnar“, kváðust hafa komið fyrir sprengju sem sprakk v 3 stjórnarbyggingu í Aþenu snemma í gær- norgun. Bankastarfsmenn studdu sólarhrings- vi;rkfall verkalýðshreyfingarinnar og kváðust mundu leggja niður vinnu fram til næsta fimmtu- dags. Olli þessi yfirlýsing mikilli ringulreið og þustu landsmenn í banka til að taka út fé sitt. Seðla- og peningabirgðir nokkurra banka í Aþenu gengu til þurrðar. Reuter Bonn, Vín, Reuter. YULI Kvitsinsky, sendiherra Sovétríkjanna í Vestur-Þýska- landi, sagði i gær að öll sósialísk ríki ættu að taka „byltingar- kennda“ endurbótaherferð Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, sér til fyrirmynd- ar. Kvitsinsky lét þessi ummæli falla á blaðamannafundi í Bonn þar sem texti ræðu Gorbachevs á miðstjórn- arfundi sovéska kommúnistaflokks- ins 29. janúar var birtur í heild. Þess má geta að ræða Gorbachevs hefur enn ekki verið birt í heild í Austur-Þýskalandi. Vestrænir stjórnmálaskýrendur segja að Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, virðist efast um réttmæti endurbótastefnu Gorbachevs og telja þeir líklegt að hann reyni að spyrna við lýðræðis- straumum frá Moskvu. Tékkar virðast einnig vera hikandi í þessum efnum. „Að minni hyggju hafa þær ákvarðanir, sem teknar voru á mið- stjórnarfundinum, aukið aðdráttar- afl sósíalismans og það er verkefni okkar allra, hvar sem við erum nið- ur komnir: í Austur-Þýskalandi, Sovétríkjunum, Póllandi," sagði Kvitsinsky. Bandamenn Sovétmanna í Var- sjárbandalaginu hafa deilt hart um þær endurbætur, sem nú er unnið að í Sovétríkjunum, enda vita þeir af reynslu að illa getur farið ef los- að er um stjórnartaumana í efna- hagsmálum og pólitík. Einnig eru valdamenn í Austur-Evrópu hrædd- ir við þær breytingar, sem kunna að verða ef embættismönnum verð- ur gert að axla meiri ábyrgð, því að þá fengju þeir einnig aukin völd. Bókaforlag í Köln gefur út bækl- ing með ræðu Gorbachevs og er hann sextíu þéttritaðar síður að lengd. Ber hann titilinn „Vér þörfn- umst lýðræðis rétt eins og lofts til að anda“. Tel Aviv, Beirút, Reuter. ÍSRAELAR gerðu í gær loftárás- ir á búðir palestínskra skæruliða í Líbanon, að þvi er talsmaður Israelshers sagði. Fréttaskýr- endur segja að Israelar hafi þar sýnt að þeir væru ekki undir þrýstingi frá Bandaríkjamönn- um um halda aftur af sér vegna bandarískra gísla í Beirút. Lögregla í Líbanon sagði að tveir menn hefðu látið lífið og fimm særst í árásinni skammt frá þorpinu Miyeh Aftonbladet: Lokun Barsebáck flýtt? Stokkhólmi, Reuter. í SÆNSKU dagblaði sagði frá þvi í gær að Sviar ætluðu að láta undan þrýstingi Dana og loka Barsebáck-lgarnorku- verinu, sem stendur við Eyrarsund, gegnt Kaup- mannahöfn. í Aftonbladet sagði að Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefði í gær ætlað að greina leiðtogum stjómarandstöðunnar frá til- lögu um að loka kjamorkuver- inu árið 1995. Það er 15 ámm á undan áætlun. í blaðinu var haft eftir heim- ildarmönnum innan stjómar- innar að verinu yrði lokað þegar raforkuver, sem ekki nota kjamorku, gætu uppfyllt þá orkuþörf, sem Barsebáck-verið sinnir í Suður-Svíþjóð. Kjarnorkuverið er í tuttugu km fjarlægð frá Kaupmanna- höfn og hafa Danir krafist þess af aukinni hörku að því verði lokað eftir kjamorkuslysið í Chemobyl í fyrra. Miyeh. Sagði að þrír hinna særðu væm félagar í Patah-hreyfingu Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Saksóknari í Jerúsalem sagði í hæstarétti í gær að ekkert væri hæft í fregnum fjölmiðla um að ísra- elar væm að semja um að láta 400 arabíska fanga lausa fyrir ísraelskan flugmann, sem er í haldi í Líbanon, og þrjá bandaríska og einn indversk- an gísl. Vestrænir erindrekar sögðu að ýmislegt benti til þess að gíslamir hefðu verið fluttir til bæjarins Baal- bek í austurhluta Líbanon til að draga úr hættu á að Bandaríkja- menn létu til skarar skríða. Sprengjuflaugar Sýrlendinga draga til Baalbek. Nú er talið að einn helsti aðstoðar- maður Yassers Arafat, leiðtoga PLO, hafi talið mannræningjana á að þyrma lífi gíslanna fjögurra og sagt að aftaka þeirra myndi leiða til árás- ar Bandaríkjamanna. Reuter Vopnaðir sítar fela sig fyrir leyniskyttum í flóttamannabúðunum Bouij al-Barajneh. Ekki hefur verið hægt að flytja vistir til búðanná tvo daga í röð og hafa bardaga blossað upp milli amal sita og Pa- lestínumanna inni í búðunum. Myndin var tekin í gær. Norðurlönd gera tillögu um 48 klukkustunda vopnahlé - í flóttamannabúðum í Líbanon Sameinuðu þ|óðunum, Reuter. NORÐURLÓND hafa lagt til að gert verði 48 klukkustunda vopna- hlé á bardögum í flóttamannabúðum í Líbanon til þess að hægt sé að flytja konur, börn og gamalmenni á brott, að því er stjórnarerind- rekar hjá Sameinuðu þjóðunum sögðu í gær. Búist var við að aðilar að öryggisráði SÞ myndu eiga óformlegar viðræður um málið. Tom Vraalsen, sendiherra Nor- egs, sem átti frumkvæði að málinu, sagði að tryggja ætti að börn, kon- ur og gamalt fólk yrðu flutt úr flóttamannabúðum, sem hafa verið umsetnar sveitum síta vikum sam- an. Zehdi Terzi, eftirlitsmaður Frels- issamtaka Palestínu (PLO) hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að til- lagan væri út í hött: „Og hvert ætla þeir að flytja fólkið. Þeir verða að flytja fólkinu vistir, ekki að flytja það brott." Vraalsen sagði að tillaga Norður- landa hefði verið gerð af mannúð- arástæðum vegna hins slæma ástands í búðunum. Greint hefur verið frá því undanfarið að fólk í flóttamannabúðum hafi þurft að leggja sér ketti, hunda og jafnvel rottur til munns vegna skorts á mat. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna biðu þess í gær að vopnaðar sveitir múhameðstrúarmanna leyfðu að flytja vistir í flóttamannabúðir í Beirút, þar sem Palestínumenn lepja dauðann úr skel. Setið hefur verið um Bouij al-Barajneh búðirn- ar í fimmtán vikur. Vörubílar stóðu hlaðnir vistum og sögðust starfs- menn geta flutt þær inn í flótta- mannabúðimar með klukkustundar fyrirvara. Sírlendingar hvöttu í gær til að samið yrði um vopnahlé og kenndu PLO um blóðsúthellingar í flótta- mannabúðum. „Átök þjóna aðeins óvininum: Israelum." Sveitir síta, sem eru undir for- ystu Nabihs Berri dómsmálaráð- herra Líbanon, hafa setið um Bourj al-Barajneh og Shatilla-búðirnar í Beirút síðan 29. október og Ras- hidiyeh-búðirnar skammt frá bænum Týrus síðan 30. september. Sítar vilja koma í veg fyrir að Pal- estínumenn nái sömu fótfestu í Líbanon og þeir höfðu þar til ísrael- ar gerðu innrás árið 1982. Sovéskur sendiherra: Austur-Evrópa fylgi fordæmi Sovétmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.