Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
Hinn sjálfsagði glæpur:
Hugbúnað-
arþjófnaður
AF ERLENDUM VETTVANGI
Forystugrein The New York Times:
Alnæmi í réttu ljósi
Umræðurnar um hætturnar af alnæmi eru miklar um heim all-
an. Hvarvetna eru þjóðir og heilbrigðisyfirvöld að fóta sig á
gagnráðstöfunum vegna þessa vágests. í bandaríska blaðinu The
New York Times birtist nýlega forystugrein, sem bar fyrirsögn-
ina Alnæmi í réttu ljósi (AIDS in perspective) og fer hún hér á
eftir í heild.
Landlæknir Bandaríkjanna líkti
nýlega alnæminu við svartadauða,
pláguna, sem á 14. öld lagði í
gröfina nærri þriðjung allra Evr-
ópubúa.
• í dagblaðinu The Los Angeles
Times mátti lesa þessi viðvör-
unarorð:
„Þess verður ekki langt að bíða,
að sjúkdómurinn breiðist út meðal
almennings á sama hátt og hann
hefur breiðst út meðal homma."
• Dálkahöfundurinn Ellen
Goodman á sér þessa framtíð-
arsýn: „Þegar - ekki ef, heldur
þegar - alnæmið breiðist út með-
al þjóðarinnar mun „nei“ verða
miklu algengara svar en nú er
þegar kynferðisleg samskipti eru
annars vegar."
Þessar alvarlegu spár eru sett-
ar fram af góðum hug og sá dagur
kann að koma, að þær verði fylli-
lega á rökum reistar. Forsvars-
menn Sjúkdómaeftirlitsstöðvar
nkisins lögðu til nú í vikunni, að
mótefnamælingar yrðu auknar og
gæti það vissulega orðið til að
bæta mjög skilning manna á út-
breiðslu sjúkdómsins. Óttinn, sem
fer nú eins og logi yfír akur með-
al þjóðarinnar, er þó enn sem
komið er ekkert annað en óttinn
einn.
Fyrir því eru engar áreiðanleg-
ar sannanir, að alnæmisfaraldur-
inn í Bandaríkjunum sé farinn að
breiðast út meðal annarra en
hinna þekktu áhættuhópa, eink-
um homma og eiturlyfjaneytenda.
Það er meira að segja nokkur
ástæða til að ætla, að hann muni
einskorðast við þessa hópa um
ófyrirsjáanlega framtíð.
Hvemig skyldi standa á því,
að svo mikið ber á milli sannleik-
ans, staðreynda málsins, og
skoðana einstakra, áhrifamikilla
manna? Kannski að skýringin sé
sú, að þeir, sem tölumar túlka,
vilji koma á framfæri sínum eigin
boðskap.
Sérfræðingar og yfírmenn heil-
brigðismála sjá hér einstakt
tækifæri til að draga úr öllum
kynsjúkdómum.
Vísindamenn, sem vonast til að
geta endumýjað tækjabúnað
rannsoknastofanna, hafa krafíst
þess af alríkisstjóminni, að hún
leggi fram einn milljarð dollara í
nýjum framlögum til að berjast
gegn vágestinum.
Faraldursfræðingar, sem reyna
að bregða skildi fyrir homma og
eiturlyfjaneytendur, óttast, að
Reagan-stjómin kunni að komast
á þá skoðun, að þetta fólk seé
einu áhættuhópamir.
Siðapostulamir sjá í alnæminu
sendingu af himni ofan, guðlegt
tækifæri til að hóta eldi og brenni-
steini og boða aukið skírlífí.
Hommamir hafa engan áhuga á
að bera einir þetta brennimark
smánarinnar.
Þegar svo margir sérfræðingar
leggjast á eitt við að útmála plág-
una er engin furða þótt þeir, sem
=g!ð?. sig á ráðleggingar þeirra,
feri"að trúa þvi, aí ~r.£?Jðsé
jafn smitandi og inflúensa.
Vissulega er ástæða til að ótt-
ast, að alnæmið bijótist einhvem
tíina út úr núverandi farvegi og
breiðist út á meðal alls almenn-
ings. Það getur borist manna á
milli við venjuleg kynmök. í Mið-
Afríku er sjúkdómurinn nú þegar
útbreiddur og leggst jafnt á konur
sem karla. I þessum heimshluta
kann þó fleira að koma til eins
og t.d. algeng notkun óhreinna
læknasprauta.
í New York em hommar og
eiturlyflaneytendur, þeir, sem
sprauta sig, enn helstu áhættu-
hópamir. 91% alnæmistilfellanna
er í þessum tveimur hópum. 2-3%
tilfellanna reynast ávallt eiga
rætur að rekja til kynmaka við
fólk af gagnstæðu kyni - makar
eiturlyfjasjúklinga eða tvíkyn-
hneigðir karimenn, Ef alnæmið
smitaðist í aðrar áttir ætti að
koma fram stöðug og mikil aukn-
ing meðal þeirra, sem eru utan
áhættuhópanna, en við allar at-
huganir eru þessi tilfelli innan við
1%. Raunar telja yfirvöld heil-
brigðismála í New York, að þessi
síðastnefndu tilfelli, 65 að tölu,
séu fólk í áhættuhópunum þótt
það vilji ekki viðurkenna það
Fimm ár eða lengri tími líður
frá því að fólk smitast af veirunni
þar til það veikist. Fyrir réttar
spár um útbreiðsluna skipta því
einstök veikindatilfelli ekki mestu
máli, heldur hveijir og hve marg-
ir hafa smitast. Á árinu 1985
reyndust 90% blóðgjafa í New
York, sem vom smitaðir, vera
nommar eða eiturlyfjaneytendur
og það sama átti við um þá nýliða
í hemum, sem höfðu smitast af
veimnni. Nú em blóðgjafar og
nýliðar í hemum ekki dæmigerðir
hópar en þessar tölur sýna samt
ekki, að sjúkdómurinn sé farinn
að breiðast út á meðal alls al-
mennings. Ef nokkuð er, þá benda
þær til, að áhættuhópamir muni
verða þeir sömu að fímm ámm
liðnum.
Nú kann svo að fara að alnæm-
ið breiðist enn frekar út og því
ætti fólk að læra að veijast smiti,
nota smokka og forðast óeðlilegar
kjmlífsathafnir. Mesta yfírsjónin
væri þó að gleyma líklegustu
smitleiðinni, kynmökum við eitur-
lyfjaneytendur. Hommar í stærstu
borgum landsins hafa bmgðist við
svo að til fyrirmyndar er, komið
á fót sjálfshjálparhópum og aukið
allt upplýsingastarf innan síns
hóps. Hommar annars staðar í
landinu þurfa líklega enn um hríð
á meiri fræðslu að halda. Af ríkis-
stjóminni er það að frétta, að hún
er upptekin við einskisverðar
umræður um hvort predika skuli
skírlífí fyrir skólabömum.
Það hefur orðið hlutskipti
homma og eiturlyfjaneytenda að
bera meginþunga alnæmisins,
þessa alvarlega sjúkdóms, sem
læknavísindunum ber skylda til
að beina kröftunum að og gera
reyndar. Móðursýkisleg hræðsla
við alnæmið kann að kreista út
nokkra dollara í viðbót en þeir
verða keyptir skelfilega dým
verði, með ástæðulausum ótta.
Alnæmið er alveg nógu slæmt í
sjálfu sér.
The New York Times
eftirHauk
Nikulásson
Aukinni notkun tölva nútímans
fylgir aukin notkun hugbúnaðar.
Hugbúnaður, sem oftast kallast
forrit í daglegu tali, er sú forskrift
sem tölvurnar vinna eftir. Undan-
fari slíkrar forskriftar er oft margir
mánuðir, jafnvel ár, í hönnun, for-
ritun, aflúsun (debugging) og
prófun.
Undanfarin ár hefur þessi grein
tekið miklum breytingum hérlendis.
Tölvur, sem eingöngu fyrirtæki
gátu réttlætt kaup á, em nú að
verða almenningseign og með því
ætti sala á hugbúnaði að fylgja í
kjölfarið í réttu hlutfalli. Hugbúnað-
arsala hefur ekki fylgt þessu eftir
og er ástæðan sú að sífellt fleiri fá
í hendur ólögleg eintök af forritum
frá vinum, kunningjum og einnig
fyrirtækjum sem viðkomandi starfa
hjá.
Merkileg fínnst mér sú tilhugsun
að annars heiðarlegir menn virðast
ekki líta á þennan þjófnað sem
þjófnað. Flestir þeirra, sem ég þekki
til og em með illa fenginn hug-
búnað, virðast firra sig alfarið þeirri
hugsun að þeir hafi gert nokkuð
ólöglegt, hunsa eigin verknað og
em á sama tíma ósparir á að lýsa
vanþóknun sinni á glæpum ann-
arra, t.d. skattsvikum, smygli og
því um líku.
Hér er 235.000 króna búnaður
boðinn á kr. 99.000, aðeins
tveggja mánaða gamall. Gaman
væri að vita á hvers konar „kjör-
um“ viðkomandi eignaðist
hugbúnaðinn sem svo rausnar-
lega er slegið af.
Firring þeirra sem stela hug-
búnaði felst í einni eða fleiri af
eftirfarandi setningum: „Höfund-
amir em þegar orðnir moldríkir af
þessu!" — „Það sem ég geri er bara
brot af þessu ... — „Eg er nú bara
að skoða þetta. . . kannski kaupi
ég. . .“ „Ég mundi nú hvort eð er
aldrei kaupa þetta..." — „Verðið
á þessu er nú líka hreint rán ...“
— „Ég nota þetta svo lítið ..." —
Ég hefði hvort eð er ekki efni á
þessu ...“ — Ég hugsaði bara ekk-
ert útí þetta ...“
Það er ekki hægt að færa nein
rök fyrir því að vöntun réttlæti
þjófnað. Sami hópur myndi ekki
nota sams konar röksemdir fyrir
því að stela peningum, bflum eða
öðmm sambærilegum verðmætum.
Með öðmm orðum, tvöfalt siðgæði
borgaranna endurspeglast í því að
sumt er kallað þjófnaður, annað
„sjálfsbjargarviðleitni!"
Vandamálinu hefur hér á undan
verið lýst í grófum dráttum. En
hversu víðtækt er það? Hversu
miklu er raunveralega stolið? Marg-
ir fullyrða hér að fyrir hvert eitt
forrit sem selt er sé þremur eintök-
um stolið. Ég tel að þetta sé ekki
flarri lagi þar sem annað en bók-
haldshugbúnaður á í hlut. Bók-
haldshugbúnaði er líka stolið en þó
Haukur Nikulásson
„Flestir þeirra sem ég
þekki til, og eru með
illa fenginn hugbúnað,
virðast f irra sig alfarið
þeirri hugsun að þeir
hafi gert nokkuð ólög-
legt.“
ekki í sama mæli. Ósvífnustu þjóf-
amir fara oft til tölvuseljenda til
að fá aðstoð við að gangsetja þýfíð
til að það komi að fullum notum.
Stundum hefur það komið til tals
að vandamálið sé vítahringur, sem
felist í því að hugbúnaði sé stolið
vegna þess að hann sé svo dýr, og
á móti að hugbúnaður lækki ekki
í verði vegna þess að honum sé
stolið. Þessi staðhæfíng er ósönn.
Hægt er að fá hugbúnað ókeypis,
s.k. almenningshugbúnað (Public
Domain Software), sem kostar í
mesta lagi verð þeirra segulmiðla
sem þarf til að flytja hann og
geyma. Safn góðs almenningshug-
búnaðar fer stækkandi og því sífellt
auðveldara að vera heiðarlegur
gagnvart hugverkum annarra. Að-
gangur að almenningshugbúnaði
ætti að vera auðveldur í gegnum
kunningsskap og tölvuklúbba.
Við, sem seljum hugbúnað, telj-
um okkur sjá í hendi að allur þessi
stuldur komi til með að seinka ann-
ars eðlilegri framþróun. Nú þegar
má sjá merki þess að fijálsleg dreif-
ing forrita komi til með að hindra
að hérlendir umboðsmenn erlendra
hugbúnaðarframleiðenda leggi í
þann kostnað að þýða bestu erlendu
forritin á íslensku. Smæð íslenska
markaðarins á einnig sinn þátt í
því að minnka líkur á því að forrit
verði þýdd. Þýðing á íslensku hefur
hingað til verið talin lykillinn að
sölu. Þessu til sönnunar má benda
á að forrit eins og Hugsýn/Hugriti,
Ritvinnsla 2, Ritstoð og fleiri hefðu
að líkindum aldrei selst ef þau hefðu
ekki verið þýdd. Til er urmull betri
óþýddra forrita sem sem aldrei náðu
útbreiðslu. Góður, þýddur hug-
búnaður hefur umsvifalaust unnið
markað hafi hann verið sómasam-
lega þýddur og frágenginn fyrir
íslenskar aðstæður. Nú má sjá
merki þess að þýðing, jafnvel mjög
góðs hugbúnaðar, geti verið vem-
lega áhættusöm fjárhagslega.
Ég leyfí mér að vera fyrstur til
að játa, að hafa haft ólöglegan
hugbúnað undir höndum og jafnvel
notað hann, annað væri hræsni.
Mér samsekir em ótrúlega margir,
allt frá einstaklingum til stofnana
f eigu ríkisins. Mér er til efs að
nokkur sá maður, sem unnið hefur
Sick joke: this cartoon, published in “ Pravda,”
shows a US offlcer paying for a test-tube full of
swastikas and labelled “ Aids virus ”
Sérkennilegustu viðbrögðin við alnæmi hafa líklega verið í Sov-
étríkjunum. Þar hefur verið reynt að telja fólki trú um, að veiran
eigi rætur að rekja til illvirkja i þjónustu Bandaríkjahers. Þessi
teiknimynd, sem birtist á liðnu hausti í Prövdu, málgagni sovéska
kommúnistaflokksins, er til marks um þennan ótrúlega áróður.
Hér sést bandarískur herforingi borga fyrir tilraunaglas, sem
er fullt af fljótandi hakakrossum en á borðanum stendur: Alnæm-
isveirur.