Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Shcharansky árílsrael ÁR er iiðið síðan Anatoly Shcharansky var sleppt úr fangelsi í Sovétríkjunum og leyft að flytja úr landi til ísra- els. Skorað hefur verið á Shcharansky að bjóða sig fram til forseta eða hefja afskipti af stjórnmálum, en hann neitar alfarið. Aftur á móti hefur Shcharansky heitið að halda áfram bartáttunni í þágu gyð- inga i Sovétríkjunum. Shchar- ansky stendur hér á skrifstofu sinni í Jerúsalem. Á veggnum að baki honum hangir vegg- spjald þar sem stofnun Isra- elsríkis er fagnað. Norræna fer ekki í páskasiglinguna Þórshöfn, frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORRÆNA, færeyska farþega- skipið, fer ekki í páskaferðina til Israels vegna ónógrar þátt- töku í ferðinni. Lágmark var að 350 farþegar yrðu í ferðinni, en aðeins 225 bókuðu sig i ferðina, þar á meðal 21 íslendingur og átta Danir. Talið er að eftirspurnin hafi ekki verið meiri sökum þess að ferðalag- ið átti að taka heilan mánuð og sú skemmtidagskrá, sem í boði var um borð, þótti ekki mjög áhugaverð. Norræna átti að hafa viðdvöl í Rómaborg, á Rhodos, og öðrum athyglisverðum stöðum. Á heim- leiðinni til Færeyja átti m.a. að hafa viðdvöl á Isle of Man. Sem stendur er Norræna í Kaup- mannahöfn þar sem unnið er að viðgerðum og viðhaldi á skipinu, sem verið hefur flóttamannaheimili frá í október. Sumaráætlun Norrænu hefst 30. maí nk. er skipið siglir frá Hants- holm í Danmörku. I millitíðinni verður skipið leigt til NATO-æfinga í þijár vikur í marz. Dr. Jón Bragi Bjarnason sem skipar 5 sætiö heldur opinn fund í Kosningamiðstöðinni laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 K>0«S*N*I*N*G*A*M*I*Ð*S*T*Ö*Ð A*L‘Þ*ݑБU*F*L*0*K*K*S*I*N*S SÍMAR: 689370 - 689371 Spánn: Lögregla náði 18 kg af heróíni Lerida, Reuter. SPÆNSKA lögreglan náði á mið- vikudag tæpum 18 kg af hreinu heróíni að andvirði 28 milljóna dollara (um 1120 milljónir ísl. kr.) í borginni Lerida. Litlu munaði að aðgerð lögregl- unnar færi út um þúfur því að lögregluforingi, sem var á hælunum á tveimur hinna grunuðu, keyrði á og lét lífið. Að sögn lögreglunnar varð þá að handtaka fólkið í bifreiðinni, sem lögregluforinginn elti, áður en það komst til Madrid. í bifreiðinni voru 63 ára gamall maður og 33 ára gömul kona hans. Sveit lögregluþjóna í Madrid gerði í sömu mund áhlaup á íbúð í höfuðborginni og handtók þrjá Tyrkja og fjórar konur frá Kólombíu, sem lögregla sagði að hefðu átt að fá eitrið í hendur. Að sögn lögreglu var varaþing- maður sósíalista á landsþingi, Jose Luis Torner, handtekinn á flugvell- inum í Madrid á þriðjudag þegar hann tók á móti ferðamanni frá Caracas í Venezuela, sem var með 300 grömm af kókaíni innan klæðá. íhaldsflokk- urinn með meira fylgi London, Reuter ÍHALDSFLOKKURINN í Bret- landi nýtur 3ja prósenta meira fylgis en Verkamannaflokkur- inn, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem var birt í Guardian í dag, fimmtudag. Af þéim sem spurðir voru sögðust 38 prósent styðja íhaldsflokkinn, en 35 prósent kváðust mundu kjósa Verkamannaflokkinn. Lýð- ræðisbandalagið fékk 25 pró- sent. Talið er víst, að Margaret Thatc- her, forsætisráðherra, muni efna til kosninga á árinu og muni taka mið af niðurstöðum skoðanakannana um, hvenær hún ákveður kjördag. Ef niðurstöður kosninganna yrðu í samræmi við það sem út úr nýjustu skoðanakönnuninni þýddi það að enginn flokkur næði afgerandi meirihluta í Neðri málstofunni. En í skoðanakönnunum síðustu mánuði hefur íhaldsflokkurinn þó jafnan haft meira fylgi en Verkamannafli- okkurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.