Morgunblaðið - 13.02.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 13.02.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Shcharansky árílsrael ÁR er iiðið síðan Anatoly Shcharansky var sleppt úr fangelsi í Sovétríkjunum og leyft að flytja úr landi til ísra- els. Skorað hefur verið á Shcharansky að bjóða sig fram til forseta eða hefja afskipti af stjórnmálum, en hann neitar alfarið. Aftur á móti hefur Shcharansky heitið að halda áfram bartáttunni í þágu gyð- inga i Sovétríkjunum. Shchar- ansky stendur hér á skrifstofu sinni í Jerúsalem. Á veggnum að baki honum hangir vegg- spjald þar sem stofnun Isra- elsríkis er fagnað. Norræna fer ekki í páskasiglinguna Þórshöfn, frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORRÆNA, færeyska farþega- skipið, fer ekki í páskaferðina til Israels vegna ónógrar þátt- töku í ferðinni. Lágmark var að 350 farþegar yrðu í ferðinni, en aðeins 225 bókuðu sig i ferðina, þar á meðal 21 íslendingur og átta Danir. Talið er að eftirspurnin hafi ekki verið meiri sökum þess að ferðalag- ið átti að taka heilan mánuð og sú skemmtidagskrá, sem í boði var um borð, þótti ekki mjög áhugaverð. Norræna átti að hafa viðdvöl í Rómaborg, á Rhodos, og öðrum athyglisverðum stöðum. Á heim- leiðinni til Færeyja átti m.a. að hafa viðdvöl á Isle of Man. Sem stendur er Norræna í Kaup- mannahöfn þar sem unnið er að viðgerðum og viðhaldi á skipinu, sem verið hefur flóttamannaheimili frá í október. Sumaráætlun Norrænu hefst 30. maí nk. er skipið siglir frá Hants- holm í Danmörku. I millitíðinni verður skipið leigt til NATO-æfinga í þijár vikur í marz. Dr. Jón Bragi Bjarnason sem skipar 5 sætiö heldur opinn fund í Kosningamiðstöðinni laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 K>0«S*N*I*N*G*A*M*I*Ð*S*T*Ö*Ð A*L‘Þ*ݑБU*F*L*0*K*K*S*I*N*S SÍMAR: 689370 - 689371 Spánn: Lögregla náði 18 kg af heróíni Lerida, Reuter. SPÆNSKA lögreglan náði á mið- vikudag tæpum 18 kg af hreinu heróíni að andvirði 28 milljóna dollara (um 1120 milljónir ísl. kr.) í borginni Lerida. Litlu munaði að aðgerð lögregl- unnar færi út um þúfur því að lögregluforingi, sem var á hælunum á tveimur hinna grunuðu, keyrði á og lét lífið. Að sögn lögreglunnar varð þá að handtaka fólkið í bifreiðinni, sem lögregluforinginn elti, áður en það komst til Madrid. í bifreiðinni voru 63 ára gamall maður og 33 ára gömul kona hans. Sveit lögregluþjóna í Madrid gerði í sömu mund áhlaup á íbúð í höfuðborginni og handtók þrjá Tyrkja og fjórar konur frá Kólombíu, sem lögregla sagði að hefðu átt að fá eitrið í hendur. Að sögn lögreglu var varaþing- maður sósíalista á landsþingi, Jose Luis Torner, handtekinn á flugvell- inum í Madrid á þriðjudag þegar hann tók á móti ferðamanni frá Caracas í Venezuela, sem var með 300 grömm af kókaíni innan klæðá. íhaldsflokk- urinn með meira fylgi London, Reuter ÍHALDSFLOKKURINN í Bret- landi nýtur 3ja prósenta meira fylgis en Verkamannaflokkur- inn, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem var birt í Guardian í dag, fimmtudag. Af þéim sem spurðir voru sögðust 38 prósent styðja íhaldsflokkinn, en 35 prósent kváðust mundu kjósa Verkamannaflokkinn. Lýð- ræðisbandalagið fékk 25 pró- sent. Talið er víst, að Margaret Thatc- her, forsætisráðherra, muni efna til kosninga á árinu og muni taka mið af niðurstöðum skoðanakannana um, hvenær hún ákveður kjördag. Ef niðurstöður kosninganna yrðu í samræmi við það sem út úr nýjustu skoðanakönnuninni þýddi það að enginn flokkur næði afgerandi meirihluta í Neðri málstofunni. En í skoðanakönnunum síðustu mánuði hefur íhaldsflokkurinn þó jafnan haft meira fylgi en Verkamannafli- okkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.