Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Ami Sœberg Þorsteínn Pálsson fjármálaráðherra á fundi hjá Sjálfsbjörgu landssambandi fatlaðra. Lækkun á bifreiðatolli til fatlaðra ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra sagði á opnum fundi í gaer hjá Sjálfsbjörgu, lands- sambandi fatlaðra að rikis- stjórnin hefði ákveðið að lækka tolla af bifreiðum til fatlaðra. Þorsteinn sagði að á ríkisstjóm- arfundi í gærmorgun hefði verið ákveðið að tollalækkunin yrði hlutfallslega sú sama og var í gildi fyrir síðustu almennu lækk- un, á milli bifreiða fyrir fatlaða og annarra bifreiða. Þá var einnig ákveðið að koma á þeirri skipan að bifreiðastyrkir til fatlaðra yrðu greiddir af Tryggingastofnun ríkisins. Spurt var um áhrif nýju skatta- laganna á hag fatlaðra og benti Þorsteinn á, að skattleysismörk yrðu hærri og að þau giltu fyrir alla þjóðfélagshópa. A fundinum var talsvert rætt um öryggismál fatlaðra Kjaraviðræðum bygg- iugamamia vísað til ríkissáttasemjara 20 félög aðilar að viðræðunum ÖLLUM kjarasamningaviðræð- um, sem við koma byggingariðn- aði, hefur verið vísað til ríkissaáttasemjara, af Meistara- sambandi byggingamanna og Vinnuveitendasambandi Islands. Er þarna um að ræða samninga við 20 félög víðsvegar á landinu og hefur fyrsti viðræðufundur samningsaðila verið boðaður 19. febrúar næstkomandi. Þrjú fé- laganna hafa þegar aflað sér verkfallsheimildar. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna sagði að það hefði komið byggingamönn- um verulega á óvart að þessum viðræðum skyldi hafa verið vísað til sáttasemjara þar sem þeir hefðu ekki vitað til að verulega hefði reynt á í málinu. Benedikt sagði að eina GENGIS- SKRANING Nr. 29 -12. febrúar 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollarí 39,240 39,360 39,230 SLpund 59,625 59,808 60,552 Kan.dollarí 29,198 29,287 29,295 Dönskkr. 5,7264 5,7439 5,7840 Norskkr. 5,6045 5,6217 5,6393 Sænskkr. 6,0392 6,0577 6,0911 Fi.mark 8,6318 8,6582 8,7236 Fr.franki 6,4886 6,5085 6,5547 Bclg. franki 1,0445 1,0477 1,0566 Sv.franki 25,5344 25,6125 26,1185 Holl. gyllini 19,1517 19,2103 19,4303 V-þ. mark 21,6198 21,6860 21,9223 ÍLlíra 0,03038 0,03047 0,03076 Austurr. sch. 3,0734 3,0828 3,1141 Porl escudo 0,2773 0,2782 0,2820 Sp.peseti 0,3058 0,3068 0,3086 Jap.yen 0,25514 0,25592 0,25972 Irsktpund 57,506 57,682 58,080 SDR(SérsL) 49,6028 49,7546 50,2120 ECU, Evrópum .44,5472 44,6834 45,1263 félagið, sem eitthvað hefði verið rætt við, væri Trésmiðafélag Reykjavíkur, fyrir utan Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði, sem þegar hefði samið, svo það kæmi á óvart að málið væri nú komið á þetta stig. Benedikt sagði að sá grunnur sem byggingamenn vildu aðallega byggja á í samningaviðræðunum, væri að færa taxtana að greiddum launum, og væri það í samræmi við samninginn sem gerður var í febrú- ar 1986. Um það grundvallaratriði stæði deilan en kröfur bygginga- manna væru studdar af tölum um byggingamenn í niðurstöðum kjar- arannsóknar sem birtar voru síðast- liðið haust. Hinsvegar hefði ekki verið krafist beinna prósentuhækk- ana á taxtana. Félögin sem boðuð hafa verið til samningafundarins í næstu viku eru Trésmiðafélag Reykjavíkur, Tré- smiðafélag Akureyrar, Bygginga- mannafélagið Árvakur Húsavík, Félag byggingaiðnaðarmanna í Ár- nessýslu, Félag byggingaiðnaðar- manna í Hafnarfirði, Iðnaðar- mannafélag Rangæinga, Iðn- sveinafélag Fljótsdalshéraðs, Iðn- sveinafélag Mýrarsýslu Borgamesi, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Iðn- sveinafélag Stykkishólms, Iðn- sveinafélag Suðurnesja, Trésmiða- félag Akraness, Verkalýðsfélagið Jökull Höfn Hornafirði, Verkalýðs- félagið Vaka Siglufirði, Múrasam- band íslands, Múrarafélag Reykjavíkur, Sveinafélag pípulagn- ingamanna, Málarafélag Reykjavíkur og Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Fimmtán af félögunum 20 eru aðilar að Sambandi bygginga- manna en það hefur ekki samnings- rétt fyrir hönd félaganna og verða þau því að semja hvert fyrir sig. Sú staða mun vera á nokkrum stöð- um úti á landi að iðnaðarmenn hafa gert samninga við vinnuveitendur sína þar, en Meistarafélag bygg- ingamanna viðurkennir ekki samninga sem ekki eru gerðir í nafni sambandsins. ö INNLENT Nýr stigalisti FIDE: Fjórir íslenskir skákmenn meðal sjötíu bestu SAMKVÆMT nýjum skákstiga- lista Alþjóða skáksambandsins, FIDE, eru fjórir íslenskir skák- menn í hópi 70 bestu skák- manna heims. Gary Kasparov heimsmeistari er efstur en að- eins hefur dregið saman með honum og Anatoly Karpov siðan síðasti listi var birtur. Þrír af íslendingunum íjórum á listanum yfír 100 bestu skák- menn heims hafa hækkað frá því síðasti listi var birtur sumarið 1986. Þannig hefur Margeir Pét- ursson hækkað úr 92. sæti í 69., Jón L. Árnason hefur hækkað úr 89. sæti í það 54. og Jóhann Hjartarson hefur hækkað úr 68. sæti í 40. sæti. Helgi Ólafsson hefur hinsvegar lækkað úr 34. sæti í 43. sæti. Þess ber hinsveg- ar að geta að eftir að nýi listinn var gefinn úr barst endurskoðun á stigaútreikningi Helga og Jó- hanns og var Helgi þannig lækkaður um 5 stig, en Jóhann um 10 stig. Listi FIDE yfir 100 sterkustu skákmenn heims fer hér á eftir: 100 BESTU SKAKMENN HEIMS Nafii TYtai Land Stig 51. John P. Fedorowicz stm. USA 2545 1. GaiyKasparov stm. Sov. 2735 52. Georgy T. Agzamov stm. Sov. 2540 2. AnatolyKarpov stm. Sov. 2710 53. LevO.Alburt stm. USA 2540 3. Andrei Sokoiov stm. Sov. 2645 54. JónLAmason stm. Isl. 2540 4. ArturYusupov stm. Sov. 2645 55. LubomirPtacnik stm. Tékk. 2540 5. ViktorKorchnoi stm. Sviss 2625 56. Florin Ghorghiu stm. Rúm. 2540 6. Ljubomirfyibojevic stm. Júg. 2620 57. YehudaGruenfeld stm. ísr. 2540 7. RobertHuebner stm. V-Þ. 2615 58. Mikhail Gurevic stm. Sov. 2540 8. NigelD.Short stm. Eng. 2615 59. Curt Hansen stm. Dan. 2540 9. Lajos Portisch stm. Ung. 2610 60. Krunoslav Hulak stm. Júg. 2540 10. Boris V. Spassky stm. Fra. 2605 61. PetarPopovic stm. Júg. 2540 11. MikhailN. Tal stm. Sov. 2605 62. EugenioTorre stm. Fil. 2540 12. UlfAndersson stm. Svi. 2600 63. EvgenyBareev alþ.m. Sov. 2535 13. PredragNikolic stm. Júg. 2600 64. JoelBenjamin stm. USA 2535 14. MurrayG.Chandler stm. Eng. 2595 65. Uwe Boensch stm. A-Þ. 2535 15. Kiril Georgiev stm. Búlg. 2590 66. Ivan Farago stm. Ung. 2535 16. JanH.Timman stm. Hol. 2590 67. RalfLau stm. V-Þ. 2535 17. Rafael A. Vaganian stm. Sov. 2590 68. EricLobron stm. V-Þ. 2535 18. JohnC. VanDerWiel stm. Hol. 2590 69. Margeir Pétursson stm. ísl. 2535 19. AlexanderG.Beliavsky stm. Sov. 2585 70. Evgeny Sveshnikov stm. Sov. 2535 20. JohnD.M.Nunn stm. Eng. 2585 71. DragoljubVelimirovic stm. Júg. 2535 21. LevPolugaevsky stm. Sov. 2585 72. Yury Dokhoian stm. Sov. 2530 22. ZoltanRibli stm. Ung. 2580 73. CarlosGarciaPalermo stm. Afg- 2530 23. GyulaSax stm. Ung. 2580 74. LevGutman stm. ísr. 2530 24. YasserSeirawan stm. USA 2580 75. Gennadi Sosonko stm. Hol. 2530 25. VladimirP. Malaniuk alþ.m. Sov. 2575 76. Yuri S. Balashov stm. Sov. 2525 26. LevPsakhis stm. Sov. 2575 77. Ivan Morovic Femandez stm. Chi. 2525 27. VladimirB.'hikmakov stm. Sov. 2575 78. JanSmejkal stm. Tékk. 2525 28. JozefPintcr stm. Ung. 2570 79. James E. Taijan stm. USA 2525 29. OiegM.Romanishin stm. Sov. 2570 80. Evgeny Vladimirov alþ.m. Sov. 2525 30. AiexanderChemin stm. Sov. 2565 81. MaximDlugy stm. USA 2520 31. BentLarsen stm. Dan. 2565 82. Iosif D. Dorfman stm. Sov. 2520 32. AnthonyJ.Miles stm. Eng. 2565 83. BorisF.Gulko stm. USA 2520 33. Jesus Nogueiras stm. Kúba.2565 84. Julian M. Hodgson alþ.m. Eng. 2520 34. AndrasAdorjan stm. Ung. 2560 85. Constantin Ionescu alþ.m. Rúm. 2520 35. SimenAgdestein stm. Nor. 2560 86. Stefan Kindermann alþ.m. V-Þ. 2520 36. LanyM.Christiansen stm. USA 2560 87. A Jonathan Mestel stm. Eng. 2520 37. LubomirKavalek stm. USA 2560 88. Adrian Mikhalchishin stm. Sov. 2520 38. MihaiSuba stm. Rúm. 2560 89. Evgeny Pigusov alþ.m. Sov. 2520 39. JulK) E. Granda Zuniga stm. Per. 2555 90. IanRpgers stm. Aus. 2520 40. Jóhann Hjartarson stm. ísl. 2555 91. Wolfgang Uhlmann stm. A-Þ. 2520 41. VladimilHort stm. Fra. 2555 92. Paul Van Der Sterren alþ.m. Hol. 2520 42. Konstantin Z. Lemer stm. Sov. 2555 93. Sergey Dolmatov stm. Sov. 2515 43. Helgi Ólafeson stm. fsl. 2555 94. Alon Greenfeld alþ.m. ísr. 2515 44. Daniel H. Campora stm. Arg. 2550 95. AlexanderKhalifman alþ.m. Sov. 2515 45. Viktor N. Gavrikov stm. Sov. 2550 96. Sergey Makarichev stm. Sov. 2515 46. ValerySalov stm. Sov. 2550 97. EduardMeduna alþ.m. Túkk. 2515 47. Vassily Smyslov stm. Sov. 2550 98. OscarPanno stm. Arg. 2515 48. Jonathan S. Speelman stm. Eng. 2550 99. VitalyCseshkovsky stm. Sov. 2510 49. Kevin Spraggett stm. Kan. 2550 100. Yuri S. Razuvaev stm. Sov. 2510 50. Vereslav S. Eigom stm. Sov. 2545 101. Evgeni Vasiukov stm. Sov. 2510 Bridshátíð 1987 hefst í kvöld: Þrír heimsmeistarar meðal þátttakenda BRIDSHATIÐ 1987 verður sett á Hótel Loftleiðum í kvöld klukk- an 19.30 og hefst hún með tvímenningskeppni 48 para, þar sem tæplega helmingur þatttak- enda eru erlendir spilarar. Þar á meðal eru þrír heimsmeistarar, Georgio Belladonna frá Italíu, og Alan Sontag og Billy Eisen- berg frá Bandaríkjunum. Þetta er í sjötta skiptið sem brids- hátíðin er haldin og hefur áhugi erlendra spilara fyrir mótinu sífellt farið vaxandi. Þremur erlendum sveitum er boðið sérstaklega til mótsins, og í þetta sinn eru boðs- gestirnir sveit Alan Sontag frá Bandaríkjunum, sveit Zia Mahmood frá Pakistan en í henni spila einnig breskir og indverskir spilarar, og sveit Steen Schou frá Danmörku. Einnig keppa á mótinu spilarar frá Noregi, Svíþjóð og Grænlandi sem hingað koma á eigin vegum. Bridshátíð hefst eins og áður sagði með 48 para tvímenning, sem yfir 70 pör sóttu um þátttöku í. Tvímenningnum lýkur á laugar- dagskvöld, en á sunnudaginn hefst Flugleiðamótið í sveitakeppni. Það mót er opið og hafa yfir 50 sveitir skráð sig til leiks. Þar eru spilaðar 7 umferðir með 14 spila leikjum eftir monradfyrirkomulagi. Jón Ásbjömsson og Símon Símonarson unnu tvímenningsmót síðustu bridshátíðar, en íslensk pör hafa unnið það mót síðustu þijú árin. Handhafi Flugleiðabikarsins er hinsvegar sveit Steen Schou frá Danmörku. Bridgesamband íslands, Bridge- félag Reykjavíkur og Flugleiðir standa sameiginlega að Bridshátíð 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.