Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
37
Spennandi helgar-
skákmót á Hótel Örk
Skák
Margeir Pétursson
Eftir töluvert hlé á helgar-
skákmótunum' fór eitt slíkt
fram á Hótel Örk i Hveragerði
um siðustu helgi. Þetta var 33.
helgarskákmótið sem Tímaritið
Skák hefur gengist fyrir, en
þau hófu göngu sína árið 1980.
Að meðaltali hafa því verið
haldin fimm mót á hverju ári
og hafa þau tryggt sér nokkuð
öruggan sess í skáklífinu hér á
landi, sem mjög hentug æfinga-
mót fyrir sterkustu skákmenn
landsins og tækifæri fyrir
landsbyggðarmenn til að láta
að sér kveða.
Það var mikil breidd á helgar-
mótinu á Örkinni, mjög margir
öflugir skákmenn úr Reykjavík
mættu til leiks, þeirra á meðal
þrír stórmeistarar og tveir al-
þjóðlegir meistarar. Þátttakendur
voru tæplega 50 talsins, m.a.
nokkrir frá Akureyri, en þátttaka
af Suðurlandi var hins vegar slök.
Strax í fyrstu umferð urðu
óvænt úrslit er Amór Amórsson
náði jafntefli við stigahæsta þátt-
takandann, Jóhann Hjartarson.
Sá hálfi vinningur reyndist Jó-
hanni dýr, því hann munaði efsta
sætinu þegar yfir lauk. Karl Þor-
steins tók forystuna með því að
vinna fimm fyrstu skákir sínar,
en síðasta keppnisdaginn brást
honum bogalistin er hann tapaði
báðum skákum sínum, fyrir þeim
nöfnum Jóni L. Árnasyni og Jóni
Kristinssyni. Jafnir og efstir fyrir
síðustu umferð vom þeir Jón L.
og Margeir Pétursson og lauk
úrslitaskák þeirra með því að
klukkan réð úrslitum, Jón hafði
mun lakari tíma og missti fremur
jafnteflislega stöðu niður í tap.
Lokastaðan
1. Margeir Pétursson, TR 6‘/2V.
af 7 mögulegum.
2-3. Jóhann Hjartarson, TR, og
Jón Kristinsson, Hólmavík 6 v.
4. Jón L. Ámason, TR 5'/2V.
5-11. Karl Þorsteins, TR, Ásgeir
Þór Ámason, TR, Sævar Bjama-
son, TR, Jón Garðar Viðarsson,
SA, Ámi Á. Ámason, TR, Elvar
Guðmundsson, TR, og Þráinn
Vigfússon, TR, 5 v.
12-14. Magnús Gunnarsson, Sel-
fossi, Bjöm Siguijónsson og
Amar Þorsteinsson, SA 4‘/2V.
15-17. Dan Hansson, TR, Sturla
Pétursson, TR og Jón Þ. Þór, TR,
4 v.
Öldungaverðlaunin, í flokki 50
ára og eldri, hlaut Sturla Péturs-
son, aldursforsetinn á mótinu,
eftir harða keppni við sér yngri
og sprækari menn. Efstur ungl-
inga 20 ára og yngri varð Þráinn
Vigfússon, en efstur í flokki 14
ára og yngri varð Bogi Pálsson,
SA. Fleiri aukaverðlaun vom
veitt. Amar Þorsteinsson varð
efstur af þeim þátttakendum sem
ekki búa á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, hann var hærri á stigum en
Magnús Gunnarsson, sem hlaut
jafnmarga vinninga. Þórhallur B.
Ólafsson náði beztum árangri
heimamanna.
Það sem langmest kom á óvart
var góður árangur Jóns Kristins-
sonar, sem kom alla leið frá
Hólmavík til að vera með á mót-
inu. Hann fluttist þangað 1975
er hann var einn af 4-5 beztu
skákmönnum landsins. Síðan þá
hefur hann að að mestu látið sér
nægja að tefla fyrir Búnaðar-
banka íslands í fyrirtækjakeppn-
um, en Jón er útibússtjóri bankans
á Hólmavík. Þessi óvænti árangur
hans verður vonandi til þess að
hann verði með á fleiri mótum á
næstunni.
Við skulum nú líta á tvær bráð-
skemmtilegar skákir frá mótinu:
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Jón Kristinsson
Spánski leikurinn
I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5
6. Bb3 - Bb7
Að vonum vill Jón Kristinsson
ekki þræða refilstigu nýjustu
teóríu, en velur Arkhangelsk-
afbrigðið, sem kennt er við
samnefnda borg á Kolaskaga. 7.
Hel - Bc5 8. c3 - d6 9. d4 -
Bb6 10. a4 - 0-0 11. Bg5
Slík leppun er ávallt óþægileg og
líklega hefðu margir leikið 10. —
h6 í sporum svarts.
II. - h6 12. axb5!? - axb5 13.
Hxa8 - Bxa8 14. Bh4 - De7?!
Eftir 14. — exd4 15. cxd4 — He8
16. Dd3 hefði verið komin upp
sama staða og í skákinni Friðrik
Ólafsson—Vasjukov á Reykjavík-
urskákmótinu 1968. Þár fékk
hvítur unnið tafl eftir 16. — g5?
17. e5! — Kf8 18. Rxg5! — hxg5
19. Bxg5 - dxe5 20. Dh3 - Dd6
21. Dh6+. Mun betra er 16. —
Ra5 og staðan er óljós.
15. Ra3 — Ra7
Afleiðingamar af ónákvæmni
svarts í 14. leik eru komnar í ljós.
Eftir 14. — He8 hefði hann getað
svarað 15. Ra3 með 15. — exd4
16. cxd4 — Ra5! og stendur bet-
ur. Nú hefði 15. — exd4 16. cxd4
— Ra5 hins vegar verið svarað
með 17. e5 og hvítur vinnur.
16. Rc2 - c5 17. Re3!
Allir léttir menn hvíts taka nú
þátt í sókninni. Það er líklega
orðið um seinan að finna haldgóða
vöm fyrir svart.
17. — Bxe4 18. Rg4 — c4 19.
Rxf6+ — gxf6 20. Hxe4 cxb3
21. Rxe5! — dxe5 22. Dg4+ og
svartur gafst upp.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Sævar Bjarnason
Kóngsindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. d5 -
g6 4. Rc3 — Bg7 5. e4 - d6 6.
h3 - 0-0 7. Rf3 - e6 8. Bd3 -
a6 9. a4 — exd5 10. exd5 —
He8+ 11. Be3 - Bh6 12. 0-0 -
Bxe3 13. fxe3 — Rbd7
Hvítur fær mjög hættulega
sókn eftir 13. — Hxe3? 14. Dd2
— He8 15. Dh6. Svartur hefur
valið athyglisvert afbrigði þar sem
hann hefiir góð tök á hinum mikil-
væga e5-reit, en hvítur hefur hins
vegar sóknarfæri eftir f-línunni.
14. Dd2 - b6?!
Hér er traustara að leika 14. —
Kg7 15. Hf2 - Rg8 16. Hafl -
f6, eins og Polugajevsky gerði
með svörtu gegn Gligoric í Manila
1975.
15. Hf2 - Ha7 16. Hafl - De7
17. e4 - Rh5 18. g4 - Rg7 19.
Dh6 - f6 20. Kg2!?
I skákinni Bagirov—Rashkov-
sky, á sovézka meistaramótinu
1972 lék hvítur hér 20. e5 og
varð peði yfir eftir 20. — Rxe5
21. Rxe5 — Dxe5 22. Re4 — Hf7
23. Hxf6 - H8e7 24. Hxf7 -
Hxf7 25. Hxf7 - Kxf7 26. Dxh7.
Hvítur vann skákina um síðir í
74 leikjum.
20. - Hf8 21. Dh4
Markmið hvíts er að geta leikið
e4-e5 án þess að svartur eigi kost
á að geta drepið með riddara.
Eftir það taka Rc3 og Bd3 báðir
virkan þátt í sókninni.
21. - Hf7 22. e5! - dxe5 23.
Rel - Re8?
Sævar vanmat næsta leik
svarts. Bezta tilraun svarts í stöð-
unni er áreiðanlega 23. — h5! 24.
Rfg5 — f5!, en ekki 24. — fxg5?
25. Hxf7 - Dxf7 26. Dxg5 -
De8 27. Rd6 og vinnur.
24. Rfg5! - f5
Ef 24. - fxg5 þá 25. Hxf7 -
Dxf7 26. Rxg5 De7 27. Hf7 -
Dxf7 28. Rxf7 - Kxf7 29. Dxh7+
— Kf8 30. Bxg6 og vinnur.
25. Dh6 - Hg7 26. gxf5 - gxf5
27. Hxf5 - Hg6 28. Dh5 -
Rdf6 29. Rxf6+ - Rxf6 30.
Dxg6+!
Hvítur fómar drottningunni
fyrir tvo mikilvæga vamarmenn
svarts. Svarti kóngurinn á nú
enga undankomuleið.
30. - hxg6 31. Hxf6 - Bf5 32.
Bxf5 - gxf5 33. Hg6+ - Kh8
34. Hxf5 - De8 35. Hh6+ -
Kg8 36. Re6 - Hg7+ 37. Kh2!
— Hh7 38. Hg6+ og svartur
gafst upp.
F áskrúðsfirðingafélagið 30 ára
_________Brids____________
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Víkings
Lokið er fjögurra kvölda
tvímenningi með sigri Grétars Jóns-
sonar og Olafs Guðjónssonar. Viðar
Óskarsson og Agnar Einarsson
urðu í öðm sæti og Ólafur Friðriks-
son og Magnús Theodórsson í þriðja
sæti. 16 pör tóku þátt í keppninni.
Næsta keppni deildarinnar verð-
ur sveitakeppni sem hefst á
mánudaginn kemur. Spilað er í
Félagsheimili Víkings og era allir
velkomnir, jafnt Víkingar sem aðr-
ir. Keppnin hefst kl. 19.30.
Bridsdeild Rangæ-
ingafélagsins
Eftir 6 umferðir í sveitakeppninni
er staða efstu sveita þessi:
Sigurleifur Guðjónsson 139
Gunnar Helgason 138
Lilja Halldórsdóttir 110
Gunnar Guðmundsson 89
Loftur Pétursson 88
Ingólfur Jónsson 88
Næsta umferð verður spiluð 18.
febrúar í Ármúla 40.
Vesturlandsmót
í sveitakeppni
7. febrúar sl. voru spiluð úrslit
Vesturlandsmótsins í sveitakeppni
1987 en undankeppnin var haldin
í nóvember sl. í undanúrslitunum
áttust við sveitir Inga Steinars
Gunnlaugssonar, Akranesi, og
Ragnars Haraldssonar, Grundar-
fírði, og sveitir Harðar Pálssonar,
Akranesi, og Jóns Á. Guðmunds-
sonar, Borgamesi. Sveit Inga vann
sveit Ragnars og sveit Harðar vann
sveit Jóns og spiluðu því sveitir
Inga og Harðar um Vesturlands-
meistaratitilinn. Sveit Inga vann
þann leik eftir miklar sviptingar.
Með Inga spiluðu Einar Guðmunds-
son, Guðjón Guðmundsson og
Ólafur Grétar Ólafsson.
Um þriðja sætið spiluðu sveitir
Ragnars og Jóns og vann sveit Jóns
þann leik.
Keppt var um veglegan farand-
bikar sem Almennar tryggingar
gáfu.
Bikarkeppni sveita
á Vesturlandi
Búið er að draga í 2. umferð og
eigast eftirtaldar sveitir við: Ragnar
Haraldsson, Grandarfirði, og Jón
St. Kristinsson, Ólafsvík, Ingi
Steinar Gunnlaugsson, Akranesi,
og Böðvar Bjömsson, Akranesi,
Hörður Pálsson, Akranesi, og Al-
freð Viktorsson, Akranesi, Ellert
Kristinsson, Stykkishólmi, og Þórir
Leifsson, Borgarfírði.
Þessum leikjum á að vera lokið
fyrir 14. mars nk.
Vesturlandsmót
í tvímenningi 1987
Vesturlandsmót í tvímenningi
verður haldið í Borgamesi 14. mars.
Keppnisfyrirkomulag verður Baró-
meter-tvímenningur. Þátttökutil-
kynningar þurfa að hafa borist í
síma 1080 (Einar) fyrir 7. mars.
Bridsfélag
Breiðholts
Að loknum 9 umferðum í aðal-
sveitakeppni félagsins er röð efstu
sveita þessi:
Sveit
“ Rafns Kristjánssonar 174
“ Guðmundar Baldurssonar 169
“ Baldurs Bjartmarssonar 168
“ Ólafs Tryggvasonar 153
“ Burkna Dómaldssonar 145
“ Helga Skúlasonar 129
Næsta þriðjudag lýkur sveita-
keppninni en þriðjudaginn 24.
febrúar hefst Barómeters-tvímenn-
ingur. Spilað er í Gerðubergi kl.
19.30 stundvíslega.
F áskrúðsfirðingafélagið í
Reykjavík og nágrenni er 30
ára um þessar mundir.
Haldið verður upp á afmælið
í Fóstbræðraheimilinu við Lang-
holtsveg laugardaginn 14.
febrúar næstkomandi.
Fáskrúðsfírðingafélagið hef-
ur staðið fyrir skemmtun til
styrktar vangefnum á Austur-
landi undanfarin ár og ávallt við
húsfylli.
Nú sem endranær verður
ýmislegt til skemmtunar.
Húsið verður opnað kl. 20.30.
SEYÐISFJÖRÐUR — AUSTURLAND
Framtíð
sjávarútvegs
á íslandi
Sjálfstæðisfélagið Skjöldur, Seyðisfirði, efnir
til ráðstefnu um framtíð sjávarútvegs á ís-
landi í félagsheimilinu Herðubreið, Seyðis-
firði, laugardaginn 14. febrúar nk. og hefst
ráðstefan kl. 13.00. Ráðstefnan er öllum
opin.
Dagskrá:
• Setnfng:
Garðar Rúnar Sigurgeirsson form. Skjaldar.
• Ávarp:
Friðrik Sophusson varaform. Sjálfstæöis-
flokksins.
• Stjómun flskveióa:
Valdimar Indriðason alþm.
• Útflutnings- og markaðsmál:
Adolf Guðmundsson frkvstj. Fiskviunslunnar
hf., Seyðisfirði.
• Þróun fiskiðnaðar:
Björn Dagbjartsson alþm.
• Gjaldeyrismál sjövarútvegslns:
Krístinn Pétursson frkvstj. Útvers hf., Bakka-
firði.
• Kjör starfsfólks í sjávarútvegi:
Hrafnkell A. Jónsson form. Árvakurs, Eski-
firði.
• Almennar umrœöur.
• RáAstefnustjóri:
Theodór Blöndal frkvstj. Vélsmiðjunnar Stál,
Seyöisfirði.
Allir velkomnir.
SJálfstæðlsfólaglð Skjöldur,
Seyðlsfirðl.