Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 56
BRUIMBÓT r -AFÖRYGGISASTÆDUM Nýjungar í 70 ár ftgtmlrifafetfe FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Auka verður gæslu í skýlinu á Hlemmi - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞAÐ eina sem við getum gert er að bæta gæsluna i biðskýlinu bæði af okkar hálfu og lögregl- unnar,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri um viðbrögð við því ástandi, sem skapast hefur í bið- skýli Strætisvagna Reykjavíkur við Hlemm. „Fólki verður að finnast það vera öruggt þarna.“ Davíð sagðist hafa átt fund með Böðvari Bragasyni lögreglustjóra um málið. Þar hefði verið rætt um að leita nýrra leiða gegn þessu vandamáli og verða þær væntan- lega kynntar á næstu dögum. „Þetta er erfítt við að eiga þar sem þarna er um almenning að ræða og ekki gott að visa fólki burt, ein- ungis vegna klæðaburðar. Það er ekki hægt að fjarlægja neinn nema hann hafí gert eitthvað af sér,“ sagði Davíð. „Vandamálið er að þegar talað er um að opna annan stað fyrir þetta fólk þá er í raun verið að tala um að opna búllu, sem borgin ræki og 14 til 16 ára ungl- ingar gengju um. Það er engin lausn." Loðnufrysting hafin í Vestmannaeyjum LOÐNUFRYSTING hófst í Vest- mannaeyjum síðdegis í gær. ísleifur VE kom með fyrstu frystingarhæfu loðnuna á vertið- inni, um 300 tonn, og var þegar hafist handa við frystinguna i ^fjórum frystihúsum. „Stærðin á loðnunni er góð og hrognafyllingin í lagi, um 15%, eða nægileg til þess að við getum byij- að,“ sagði Hjörtur Hermannsson í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur jrfirumsjón með loðnufryst- ingu og hrognatöku í Eyjum. Gert er ráð fyrir að frysta verulegt magn á þessari vertíð enda afkastageta frystihúsanna í Eyjum mikil. Hjört- ur bjóst við að hrognataka gæti hugsanlega hafíst þegar kemur fram undir mánaðamótin. — hkj. Morgunblaðið/Kr.Ben. Útskipun á saltsíld ífullum gangi ÚTSKIPUN á saltsíld er nú í fullum gangi að loknu verkfalii undirmanna á kaupskipum. Um þessar mundir er verið að ferma 6 skip og auk þess verið að ganga frá smærri sendingum. Myndin var tekin er verið var að lesta Lagarfoss í Grindavík. Morgunbladid/Sigurgeir Hertar reglur um frádrátt dagpeninga og bílastyrkja Frádrátturinn nam 1,4 milljörðum í fyrra, en á að verða um 500 milljónir ÞEGAR staðgreiðslukerfi skatta tekur gildi verða dag- peningar á ferðalögum og ökutækjastyrkir taldir til launa og af þeim staðgreiddir skattar eins og öðrum tekjum. Við upp- gjör staðgreiðsluárs, þegar fram fer endanleg álagning tekjuskatts og útsvars, geta skattgreiðendur hins vegar lagt fram gögn, er sýna að um raun- verulegan kostnað í þágu vinnuveitenda var að ræða, og fengið hann endurgreiddan með verðbótum, ef þeir skulda ekki önnur opinber gjöld. Þeir, sem ekki geta lagt fram ótvíræð gögn um útgjöld sín, missa rétt. til að draga þessa liði frá skatt- skyldum tekjum sínum. Jón Guðmundsson hjá embætti ríkisskattstjóra sagði í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hugmyndin væri sú að tak- marka frádrátt dagpeninga og ökutækjastyrks við þá, sem raun- verulega hefðu lagt út kostnað á Hart deilt um þingsályktunartillögu Eyjólfs Konráðs um Þjóðhagsstofnun: Sýndarplagg, segir Jón Baldvin Kerfiskarlar, segir Birgir Isleifur í FRAMSÖGURÆÐU fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að Þjóðliagsstofnun verði lögð niður sagði Eyjólfur Konráð Jónsson meðal annars á Alþingi í gær, að margar ríkisstofnanir væru að „bjástra við sömu eða náskyld verkefni“ á kostnað skattborgar- anna. Tímabært væri að fara ofan í saumana á þessum málum og hagræða og samhæfa starfsemi til að nýta betur starfskrafta og skattfé. stöðumanns stofnunarinnar skamms tíuma. til I framhaldi af framsöguræð- unni spunnust harðar deilur milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson sagðist ekki vita hvort hann ætti að taka tillöguna alvarlega og sagði nana sýndar- plagg, illa grundaða og illa unna. Eiður Guðnason sagði að ef grannt væri skoðað væri tillagan mikil viðurkénning á Jóni Sigurðs- syni, gem gegnt hafi starfi for- Birgir ísleifur Gunnarsson sagði formann Alþýðuflokksins hafa farið eins og hvítan storm- sveip um landið lofandi því að bijóta kerfísmúrinn. Þegar þessi meinti baráttu- og byltingarmað- ur stæði frammi fyrir hagræðing- artillögu reyndist hann hreinrækt- aður kerfískarl. Ástæðan væri sú ein að kerfiskrati sæti á fleti fyr- ir. Við kerfiskrötum mætti ekki hrófla. Eyjólfur Konráð mótmælti harðlega fullyrðingum Jóns Bald- vins þess efnis efnis að flutnings- menn tillögunnar væru að vega úr launsátri að einum eða neinum. Hvert er þetta launsátur? spurði hann. Alþingi, þar sem tillaga er flutt? Sjá nánar á blaðsíðu 32. móti. Hann kvað það almenna skoðun, sem m.a. væri haldið fram í nýlegri skattsvikaskýrslu fjár- málaráðherra, að mikið af þessum greiðslum væri í raun og veru laun. Ætlunin væri að koma í veg fyrir þetta með því að herða mjög regl- ur um mat á því, hvort um raunveruleg útgjöld er að ræða eða ekki. Jón Guðmundsson benti jafn- framt á, að samkvæmt 8. gr. frumvarpsins um staðgreiðslu op- inberra gjalda væri fjármálaráð- herra heimilt að setja reglugerð og ákveða með henni, að ákveðin laun eða tegund launa skuli ekki falla undir staðgreiðslu. Hugsan- legt er, að fella ökutækjastyrki og dagpeninga undir þennan lið, en það er þó ekki áformað samkvæmt frumvarpinu. Þess má geta, að samkvæmt skattframtölum fyrir árið 1985 nutu 22.015 manns skattafrá- dráttar vegna notkunar ökutækja. Samtals nam upphæðin rúmum einum milljarði króna. Á sama ári nutu 9.664 manns frádráttar vegna dagpeninga fyrir samtals 377 milljónir króna. Hér er um að ræða 1,4 milljarða króna í frá- drátt. Gert er ráð fyrir því, að með hertum reglum um sönnun á útlögðum kostnaði lækki þessi upphæð verulega og verði 500 milljónir króna. Aukatekjur ríkis- sjóðs verða af þessum sökum um 900 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.