Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Fasteignaþjónustan Austurstræti 20 ára Þorsteinn Pálsson á fundi í Stapa: „Það er betra að vera Islend- ingnr en nokkru sinni fyrr“ Dr. Bruno Kress, íslenskufræðingur, 80 ára: Ráðstefna um íslensku í Greifswald BRUNO Kress, Norður-Evrópu- fræðingur, útgefandi ísienskra bókmennta og þýðandi, heldur upp á 80 ára afmæli sitt um þess- ar mundir. í tilefni þess fer fram alþjóðleg ráðstefna í Greifswald í Austur-Þýskalandi 24. til 26. febrúar og verður þar fjallað um íslensku og almennan norrænan orðaforða. Prófessor Kress, sem er meðlim- ur í rithöfundasambandi Austur- Þýskalands, hefur gert stórum lesendahópi aðgengileg verk íslenskra höfunda svo sem Halldórs Laxness, Halldórs Stefánssonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Með nýjustu þýðingu sinni „Arm sein ist teuer“ hefur hann bætt við endur- minningum Tryggva Emilssonar. Kress hefur verið fastráðin prófess- or við Ernst-Moritz-Amdt Univers- itát og hefur áhugasvið hans meðal annars tengst nútíma íslensku. Um þijúhundruð manns voru á fundi Þorsteins Pálssonar í Stapa. TUTTUGU ár eru liðin frá stofn- un Fasteignaþjónustunnar, Austurstræti 17. Ragnar Tómas- son hdl. stofnaði fasteignasöluna en Þorsteinn Steingrímsson fast- eignasali er núna eigandi hennar. Um tíma var Kári Guð- brandsson meðeigandi Þorsteins. Fasteignaþjónustan er stærsta fasteignasala landsins, að sögn Þorsteins. Þorsteinn sagði að Fasteigna- þjónustan hefði frá upphafi riðið á vaðið með nýjungar í fasteignasölu hér á landi og nefndi nokkur dæmi um það: Fasteignaþjónustan fór að auglýsa fasteignir meira en áður þekktist og hafa verð fasteigna í auglýsingunum. Hún byijaði á því Morgunblaðið/Einar Falur ÞRJÚHUNDRUÐ manns mættu á stjórnmálafund hjá Þorsteini Pálssyni í Stapa í Keflavík á miðvikudags- kvöld. Á fundinum hamraði Þorsteinn mjög á þeim mikla árangri, sem ríkisstjórnin hefur náð í efnahagsmálum, auk þess sem hann gagnrýndi harkalega málflutning og stefnumál Alþýðuflokksins og Jóns Baldvins. í upphafí framsöguræðu sinnar aðallega gengið út á tvö atriði; tók Þorsteinn sérstaklega til um- annars vegar að breytingin væri fjöllunar þær aðferðir, sem stjórn- of flókin til þess að hún gæti orð- arandstöðuflokkamir viðhefðu og hefðu viðhaft, þar sem þeir settu fram þá ríkisstjórn, sem þeir vildu helst taka þátt í að loknum kosn- ingum. „Þetta era ekkert annað en flugeldar, sem skotið er upp í því skyni að laða að kjósendur; það segir 30 ára reynsla okkur. 1956 sögðu kratar fyrir kosning- ar, að þeir myndu aldrei vinna með kommum, en strax eftir kosn- ingar fóra þeir í vinstristjóm. Sama sagan gerðist svo hjá Hannibal 1971. Og fyrir kosning- amar 1978, þar sem Alþýðuflokk- urinn vann mikinn sigur, var kjörorðið: „Burt með Framsókn". Engu að síður fóra þeir í samstarf með Framsókn að loknum kosn- ingum. Þetta sýnir, að hættulegt er að treysta yfirlýsingum Jóns Baldvins um nýja viðreisn." Þorsteinn tók einnig til umíjöll- unar tvö atriði í málflutningi stjómarandstöðunnar, annars veg- ar að gott efnahagsástand væri alls ekki stjóminni að þakka, held- ur af hagstæðum ytri skilyrðum og hins vegar að stjómin væri andfélagsleg. Þorsteinn brá upp myndum með aðstoð myndvarpa, þar sem hann sýndi fram á svart á hvítu að verðbólgan hefði lækk- að úr 130% í um 10%, spamaður hefði aukist, erlendar lántökur hefðu minnkað og að kaupmáttur lægstu launa og ellilífeyris hefði aukist. „Á fyrri hluta stjómartíma- bils núverandi ríkisstjómar var hagvöxtur niðri, en þrátt fyrir það tókst að keyra niður verðbólguna, en á síðari hluta tímabilsins hjálp- aði góðærið hins vegar ríkisstjóm- inni í áframhaldandi baráttu. Árið 1980 vora hér á landi mjög hag- stæð ytri skilyrði og ég spyr: Hvað gerðist þá? Asakanir um að ríkis- stjómin sé andfélagsleg era einnig út í hött og tala staðreyndimar öðra máli.“ Þorsteinn útskýrði einnig í máli og myndum helstu atriði hins nýja staðgreiðsluskattakerfis. Um gagnrýni stjómarandstöðuflokk- anna sagði hann að hún hefði í fískveiðimálum, að á þeim svæð- um, þar sem ákveðið hlutfall væri af öðram starfsgreinum en físk- iðnaði, yrði sama hlutfall af kvóta flutt burt. Þetta myndi leiða til þess, að útgerð og fiskvinnsla legðist meira og minna niður á Faxaflóasvæðinu. “ Um þá stefnu að koma á laggimar einum lífeyr- issjóði fyrir alla landsmenn, sagði Þorsteinn að hugmyndin væri stór- Tómas Tómasson Gunnþór Kristjánsson Anna Lea Bjömsdóttir „Það er hættulegt að treysta yfirlýsingum Jóns Baldvins." EUert Eiriksson ið að lögum á þessu ári og hins vegar að breytingin skuli ekki taka til fyrirtækja. „Jón Baldvin lýsti því yfir í fjölmiðlum, að hann hefði talað við embættismann í skatta- kerfinu, sem sagt héfðu að staðgreiðsluskattakerfið væri of flókið til þess að unnt væri að taka það upp á þessu ári. Þetta er skrök, þessi embættismaður er ekki til. Jón Baldvin bjó til þessa skröksögu til þess að skjóta málinu á frest. Hvemig er unnt að treysta slíkum mönnum?" Að því er síðara atriðið varðaði sagði Þorsteinn að sér þætti þetta gersamlega óskilj- anlegur málflutningur. „Hvers vegna ættu launþegar að bíða eft- ir réttarbót í skattkerfinu, þó að það taki lengri tíma að breyta því að því er fyrirtæki varðar?" Þorsteinn tók einnig til sér- stakrar umQ'öllunar stefnu Al- þýðuflokksins í fiskveiðimálum og lífeyrissjóðsmálum. „Formaður Alþýðuflokksins hefur lagt það til hættuleg, þar eð hún leiddi til aukinnar miðstýringar og þess að landsbyggðin missti þar öll áhrif. í lok framsöguræðu sinnar sagði Þorsteinn: „Ríkisstjómin hefur staðið þannig að verki, að þegar við göngum til kosninga í vor getum við sagt: „Það er betra að vera Islendingur en nokkra sinni fyrr!“ Ræðu Þorsteins var tekið með dynjandi lófataki. Tómas Tómasson sparisjóðs- stjóri og fyrrverandi forseti bæjarstjómar Keflavíkur mæltist til þess við Þorstein að hann beindi spjótum sínum að fleiri en Al- þýðuflokknum. Á öðram listum væra nýir frambjóðendur, sem „flúið hefðu af fyrra hólmi eða verið sparkað þaðan“. Tómas lýsti einnig áhyggjum sínum yfir því að nýtt skattakerfí kæmi niður á sveitarfélögunum, svo og að hið nýja kerfi krefðist aukins mann- afla. Þorsteinn kvað ótta Tómasar vera ástæðulausan. Að því er sveitarfélögin varðaði gæti hann sagt það að tekjustofnar þeirra myndu í engu minnka og sjálf- stæði þeirra yrði ekki skert. Um mannaflann sagði Þorsteinn að það myndi ekki leiða til fjölgunar starfsfólks né fækkunar. „Einföld- un kerfísins mun leiða til þess, að starfsfólkið getur einbeitt sér að þeim hópum, sem hætt er við því að svíkja undan skatti í stað þess að eltast við almennt launafólk." Gunnþór Kristjánsson taldi réttast að leggja niður lífeyrissjóð- ina, hvar fólk væri í mörgum stöðugildum að velta peningum annarra fram og aftur og eyða. Þorsteinn kvaðst ekki vera sam- mála þessu. „Það er rétt og skynsamlegt að byggja upp traust lífeyrissjóðskerfí, enda ber okkur að búa öldraðum áhyggjulaust ævikvöld og á næstu áram mun hinum öldraðu fíölga mjög.“ Þor- steinn taldi að ná þyrfti samræmi í lífeyrisréttindum, þar sem ósam- ræmi væri á milli réttinda opin- berra starfsmanna og launafólks á almennum vinnumarkaði. „Um þetta verður að semja við opinbera starfsmenn." Anna Lea Björnsdóttir og Ell- ert Eiríksson, sem bæði era á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi tóku til máls á fundinum og kom m. a. fram hjá báðum, að Sjálfstæðisflokkur- nn þyrfti að leggja meiri áherslu á málefni fjölskyldunnar. Um þetta sagði Þorsteinn: „ís- lendingum þarf að fjölga. Við höfum mikið af atvinnutækifæram í landinu og það þarf fleiri til þess að standa undir velferðinni. Huga þarf að fíölskyldunni sem hom- steini í þjóðfélaginu. Skattabreyt- ingamar miða m. a. að þessu." Þorsteinn fékk spumingu úr salnum, þar sem hann var spurður álits á verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli og einokun þeirra. „Fyrirkomulag þetta var eðlilegt á sínum tíma, en þá voram við ekki í sömu aðstöðu og nú. Tímamir hafa breyst og eðlilegt að huga að breytingu. Þó verður að fara að öllu með gát, enda at- vinnuhagsmunir í húfí. Breytingar verða að miða að því að til lan- grar frambúðar verði ekki um einokun að ræða.“ í lok fundarins þakkaði fundar- stjóri Þorsteini skeleggan mál- flutning og risu fundargestir úr sætum og hylltu Þorstein með langvinnu lófataki. að gefa út fjölritaða söluskrá, sem lengst af kom út mánaðarlega, en eftir að starfsemin var tölvuvædd er hægt að kalla upplýsingarnar fram daglega, eða hvenær sem er. Fyrirtækið hóf að bjóða viðskipta- vinum mat á eignum, án skuld- bindingar og eigendunum að kostnaðarlausu. „Með þessu hefur fyrirtækið stuðlað að því að viðskiptavinirnir eigi auðveldara með að afla sér hlut- lausra og áreiðanlegra upplýsinga um verð og kjör fasteignanna. Þetta leiddi síðan til þess að menn fóru að setja raunhæfara verð á fast- eignir sínar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði líka að Ragnar Tóm- asson hefði verið leiðandi í að koma kaupsamningum og öðram skjölum í fasteignaviðskiptum í staðlað form og hefði það aukið festu og öryggi í þessum viðskiptum. Fasteignasal- ar hefðu almennt tekið þetta upp og stjórnvöld síðar gert þetta að skyldu. Fasteignaþjónustan, Austur- stræti 17, varð fljótlega stærsta fasteignasala landsins, að sögn Þorsteins. Nú starfa þar 6—7 starfsmenn. Þorsteinn sagði að skrifstofan væri vel tækjum búin og væri reynt að hafa hana aðlað- andi fyrir viðskiptavini. Síðdegis í dag, á milli klijkkan 17 og 19, er Fasteignaþjónustan með boð fyrir viðskiptavini og aðra gesti í veitingahúsinu Kvosinni. Þorsteinn Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.