Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 23 Norræna húsið og Gerðuberg: Tónleikar Nínu G. Flyer, sellóleikara Bandaríski sellóleikarinn, Nína G. Flyer er nú stödd hér á landi og mun halda hér tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir verða í Norræna húsinu, sunnu- daginn 15. febrúar, klukkan 17 og þeir seinni í Gerðubergi, mánudaginn 16. febrúar, klukk- an 20.30. Með Nínu leika Guðný Guð- mundsdóttir, konsertmeistari og Catherine Williams, píanóleikari, sem starfar hjá íslensku óperunni. A efnisskránni verður sónatína fyr- ir fiðlu og selló eftir Honegger, sónata fyrir selló og píanó eftir Shostakovich, þrjú smálög fyrir fíðlu, selló og píanó eftir Frank Bridge og tríó op. 70 nr. 1 í D—dúr eftir Beethoven. Hamrahlíðarkórinn Hamrahlíðarkórinn í söngför til Israel Hamrahliðarkórinn heldur í tónleikaför til ísrael næstkom- andi sunnudag. Kórinn mun halda um 12 tónleika vítt og breitt um landið á 12 dögum og alls taka 48 manns þátt í ferð- inni. Um aðdraganda og skipulag ferðarinnar, sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana: „Við fengum boð um að koma í þessa tónleikaferð í byrjun nóvem- ber 1985 og það er á vegum „The Cameran Singers, sem er kór at- vinnusöngvara í Israel. Þessi kór rekur um leið skipulagsskrifstofu fyrir tónleikahald. Þau bjóða okkur í ferðina og sjá um allan rekstur og skipulag, því við erum inni á dagskrá þeirra fyrir tónleikaárið 1986-87. Þetta verður ansi strembin ferð, því við höldum 12 tónleika á hálfum mánuði og það eru allt kvöldtónleik- ar. Auk þess verðum við með tvenna útvarpstónleika, þannig að við eig- um bara frí eitt kvöld. Þetta verða gífurlega mikil ferðalög, því við skiptum um aðsetursstað á 2-3 daga fresti. Við komum til með að gista á samyrkjubúum, eða réttara sagt gistihúsum sem eru rekin í tengslum við samyrkjubú. Fyrstu tónleikarnir okkar verða strax á mánudaginn í Tel Aviv Museum, en þar höldum við tvenna tónleika, síðan verðum við með eina tónleika í Jerúsalemleikhúsinu, þá eina tónelika í Saphir Auditorium í Kfar Sava. Þaðan höldum við til Ber Sheva, sem er alveg á enda- mörkum byggilegs lands, við Negev eyðimörkina. Eftir það förum við norður til Haifa, síðan höldum við eina tónleika í Yakum, úti við vest- urströndina og eina uppi í Galíleu. Það er 48 manna hópur sem fer í þessa ferð, 43 söngvarar, ég, Pét- ur Jónasson, gítarleikari og þrír aðstoðarmenn. Við hefðum gjaman viljað að fleiri gætu farið með, en okkur voru sett ströng mörk um fjölda. Þær kröfur voru gerðar að við æfðum mörg prógröm vegna þess- arar ferðar, hefðum mjög íjöl- breytta efnisskrá. Við lítum á það sem skyldu okkar, og finnst það stórkostlegt tækifæri, að flytja íslenska tónlist, bæði gamla og þjóðlega tónlist og lög eftir samtímahöfunda. Hins vegar verð- um við líka að sýna getu okkar í klassískri kóratónlist, til að áhorf- endur okkar hafi viðmiðanir og það eru settar á okkur þær kröfur að við flytjum tónlist frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsögunnar. Við emm til dæmis með tónlist frá gull- öld kóratónlistar, renaissanstíma- hilinu. En áður en vio ioruíTi, við eina tónleika hér heima. Þeir eru í kvöld í Langholtskirkju. Þess- ir tónleikar eni haldnir fyrir okkar í ísraelsferðinni, eftir Tónskáldafélag íslands og er liður íslenska höfunda, þá Gunnar Reyni í, Myrkum músíkdögum. Á þessum Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson, tónleikum frumflytjum við verk eft- Þorkel Sigurbjömsson og Jón Nord- ir Hjálmar Ragnarsson, auk þess al og Pétur Jónasson flytur verk Guðný Guðmundsdótir, Catherine Williams og Nina G Flyer á æfingu sem við flytjum lög, af efnisskrá eftir Hafliða Hallgrimsson. í Norræna húsinu. SYSTEM /36 HUGBÚNAÐARSÝNING 12.-14. FEBRÚAR1987 Aimenna kerfisfræðistofan hf. Fasti hf. Forritun sf. Frum hf. Hugbúnaðarhúsið Hugvirki IBM á íslandi Kerfi hf. Pegasus hf. Rekstrartækni hf. Skrifstofuvélar hf. Tölvubankinn Kynna yfir 50 mismunandi hugbúnaðarkerfi fyrir IBM SYSTEM/36. Ýmis nýr notendahugbúnaður kemur þar fram auk margbreytilegra lausna á hefðbundnum verkefnum sem unnin hafa verið í þessum frá- bæru tölvum. Einnig er á sýningunni nýjasti búnaðurinn við SYSTEM/36 auk PC tenginga. Hér er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem bera ábyrgð á tölvuvinnslu í fyrirtækjum til að fá heildarsýn yfir þau hugbúnaðarkerfi sem nú eru í boði. Ath. Sýningin er aðeins opin f þrjá daga. 11 Sýningarstaður: Skaftahlið 24 OPIÐ KL. 10-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.