Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 19
ngp r rf » y'trrrJ'Ví C | fl! I'ÍAniIT^Ö^ ("‘II(ÍA IðVlI IÍ)flOÍ/ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 þeim. Margt var að sjá á þessari fallegu leið. Vemal- og Nevada-fossamir voru báðir tignarleg sjón. Áðum við ofan við Nevada-fossinn og fengu allir vatn ásamt brauðsneið með hnetusmjöri og sultu. íkomamir voru svo spakir að við gátum gefið þeim úr hendi okkar og fylgdu þeir okkur stundum eftir. Fjöllin vom skógi vaxin upp fyrir miðjar hlíðar, en síðan tóku við berari svæði með kjarri og klöppum. Vatnið var á þrotum og þrekið sömuleiðis. Síðasta spölinn upp sjálfa hálf- kúluna, sem var mjög brött, vom keðjur til að hala sig upp eftir þann- ig að þar reyndi meira á hand- en fótleggi. Þessi 5 klst. ganga var á enda. Við byijuðum að fá okkur bita, en lögðumst síðan upp i loft í gömlum hústóftum og hvíldum lúin bein. Síðan fómm við að litast um. Útsýni var dálítið mistað, en engu að síður tilkomumikið. Þama var eitthvað af göngufólki fyrir, sem hafði safnast á einn stað til að horfa á klifurmenn koma síðasta spölinn upp snarbratt andlit Half Dome. Utan þessarra mannvera, sem lagt höfðu leið sína á Half Dome þennan dag, var heimaliðið eðlur og dýr sem líktust helst milli- stigi af hamstri og íkoma og höfðu fallegar gular og brúnar rendur á hnakka og baki. Ekki máttum við tefja of lengi og eftir hálfs annars tíma stopp var lagt af stað niður aftur. Varlega niður brattasta hjallann, en síðan var sporið greikkað. Eg þurfti endi- lega að vera að taka myndir af skrýtnum tijám á leiðinni, svo ég dróst aðeins aftur úr. Þegar mynda- tökum var lokið voru allir horfnir. Nú varð ég að spretta úr spori. En hvar skyldi stígurinn vera? Ég reyndi að hlusta, en heyrði ekkert. Þá prófaði ég að kalla en ekkert svar. Ekkert lífsmark var sjáanlegt nema dýrin í skóginum. En þama fann ég stíg og til að ná hinum sem fyrst hljóp ég af stað niður hann. Mig rak í rogastans þegar stærðai tijábolur lá þvert yfir stíginn. Heldur fannst mér ólík- Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég skreið út úr tjaldinu morguninn eftir og sá að komið var langt fram á morgun. Hvemig var með gönguna okkar á Half Dome og hvar vom allir? Fólk reyndist enn í draumheimum og var ekki um annað gera en fresta for um einn dag. Var deginum eytt við ýmsa iðju, svo sem að klifra í klett- um, hamast í skóginum og synda í ánni. Þennan dag hafði ég trúlega ekki lokað tjaldinu nógu vel því íkomi hafði komist í matinn og nagað og tætt eins og berserkur ef af verksummerkjum mátti dæma. íkomar, fuglar, maurar, bjöllur og bitmý vom hér yfir allt. Mýið var þó aðallega við ána og beit grimmt þó maður yrði lítið var við það að öðru leyti. Þetta kvöld fómm við að gefa dádýmnum. Vom þau sæmilega spök, en höfðu hins vegar ekki lyst á brauðinu okkar. Hafa þau trúlega ekki verið svöng eða e.t.v. hafa þau séð að við vomm búin að narta í það, því þetta var ágætis brauð. Næsta morgun tókst okkur að vakna í tíma og kl. 7.30 vorum við fimm að tölu tiibúin í slaginn. Ýmis- legt varð þó til að tefja för, svo sem strætisvagnaleysi yfir dalinn og ýmis heillandi dýr sem á vegi okkar urðu, svo hin raunverulega ganga hófst ekki fyrr en 2 klst. síðar. Nú þurfti að halda vel á spöðun- um ef við áttum að ná til baka fyrir myrkur. Skilti við troðninginn sagði okkur að við ættum eftir 8,2 mflur eða 13,1 km á toppinn. Hvatningar- orðin vora ekki spörað: „Áfram nú, ekki stoppa,“ „ekki drekka allt vatnið strax“ og leiðin lá upp. Sólin skein miskunnarlaust að manni fannst. Half Dome er um 9000 fet eða tæpra 3000 m há, en frá dal- botninum em þó ekki nema um Half Dome sigruð. Engin lýsingarorð vom notuð til þess, en þess í stað þuldar tölur. Þar sem ég var fáfróð í þessum efnum var útskýrt fyrir mér að hver klettur hefði tölu eftir klifur- þyngd og væm þeir illvígari eftir því sem talan hækkaði. Það var setið og spjallað langt fram á kvöld og gerðu íkomar og fuglar sig heimakomna á meðal okkar. Varð- eldurinn var notalegur og nauðsyn- legur til að halda á sér hita þangað til skriðið var ofan í svefnpokana því nóttin var köld. Næsta morgun héldum við af stað sex saman eftir morgunverð í léttara lagi. Tveir kappar í hópnum ætluðum að klífa þverhníptan ham- ar og við hin klöngmðumst með þeim yfir stórgrýtta skriðu upp að klettaveggnum og hvöttum þá af stað. Þeir höfðu allar græjur til klifurs — reipi og alls kyns króka sem þeir ráku í vegginn jafnóðum og þeir klifmðu. Þegar þeir vom komnir nokkuð áleiðis lögðum við hin af stað niður að ánni þar sem ætlunin var að synda og sóla sig. Vatnið var sval- andi eftir hita dagsins og upplagt var að flatmaga á sléttum klöppum og klettastöllum í ánni og láta sól- ina verma sig. Sums staðar var áin þó full straumhörð og eitt sinn missti ég fótanna og lá við að ég týndi sundfotunum, en allt fór þó vel. Á leiðinni til baka stoppuðum við til að skoða dádýr sem koma niður í dalbotninn á kvöldin í fæðu- leit. Eftir sjö manna sameiginlega máltíð var spjallað saman kringum varðeldinn fram undir miðnætti, en þá gengum við til náða staðráðin í því að ganga á Half Dome, sér- kennilega hálfkúlu úr graníti, morguninn eftir. Þar sem þetta var löng ganga ákváðum við að vera lögð af stað kl. 8.00 og enga leti nú. Half Dorae og Nevada-foss — útsýni í fjallgöngu. 5000 fet á toppinn. Góðir stígar vom alla leið svo fjallgönguljóðið sígilda, sem hefst á orðunum- „Urð °g gijót“, átti varla við í þessari fjallgöngu. Líklega ætti ég a segja sem betúr fer, því sólarnir á skónum mínum vom svo þunnir að ég fann fyrir hverri steinvölu á stígnum. Fólk hafði horft vantrúaraugum á þessa ófjallgöngulegu skó, en þegar ég veifaði tánum útum götin til gamans gat það ekki orða bundist. En ég þekkti þessa skó og vissi að ég fengi alla vega ekki hælsæri í legt að tréð hefði fallið einmitt á meðan við vomm uppi. Þetta hlaut að vera rangur stígur. Sneri ég þá við og prófaði að kalla aftur. Var nú svarað og var þar kominn einn úr hópnum, en hann hafði snú- ið við til að leita að mér. Við hlupum nú af stað eins hratt og aðstæður leyfðu. Stígurinn lá í ótal krókum °g beygjum, auðvitað til að auð- velda uppgöngu, en það lengdi leiðina heilmikið. Stundum reynd- um við að stytta okkur leið, en ekki var of greiðfært utan stígsins svo lítill tímaspamaður varð við það. Að lokum urðum við að lina á sprettinum, en urðum samt að halda áfram eins hratt og við komumst. Farið var að rökkva og brátt yrði skin frá tungli og stjömum eina birtan sem við hefðum. Erfitt var að fara langa leið í myrkri því víða var bratt niður ef vikið var út af stígnum. Urðum við að gæta okkar að ganga ekki út af, því erfitt reynd- ist að sjá stíginn. Minna gerði til um holur og steina, sem gerðu okk- ur grikk öðm hveiju. Allt í einu lá félagi minn flatur. Hafði hann líklega mnnið á hrossataði og enn þurftum við að draga úr ferð því skyggni var vægast sagt lélegt. Allt sýndist öðmvísi í myrkrinu. Var þetta t.d. bjöm eða steinn? Ég var fegin að vera ekki ein á ferð. Ekki náðum við hinum fyrr en niðri í dalnum, en hins vegar gengu okk- ur uppi þrír eitilharðir klifurmenn auðsjáanlega ölu vanir. Að lokum var þessi ganga á enda, enda eins gott því það var eins og ég gengi á glóðum og vom fætum- ir á mér við það að gera uppreisn. Þegar niður í dalinn kom sáum við strætisvagn og neyttum við sfðustu orkunnar til að hlaupa og ná hon- um. Hin þijú komu inn á næstu stöð og höfðu þá sögu að segja að þau höfðu mætt bimi. Hafði hann fyrst ygglt sig eitt- hvað, en svo lagt á flótta. Svona eftir á fannst mér verra að hafa ekki líka séð bjöm, þó ekki hafi það nú verið mín heitasta ósk að mæta bimi meðan við vomm að paufast þetta í myrkrinu. En bimir reyndust ekki eina hættan í Yosemite. Þegar við kom- um niður fréttum við að skriða hefði fallið á stíginn upp að Efri Yose- mite-fossinum og siasað níu manns lítillega. Alvarlegra slys hafði orðið daginn áður en ég kom í dalinn. Hafði grein brotnað af stóm tré og fallið yfir opinn útsýnisvagn, orðið tveimur að bana, en slasað um tutt- ugu aðra farþega. Varað var við eldingum á öllum árstímum og var t.d. bannað að ganga á Half Dome er einhver hætta væri á eldingum. Þegar á tjaldstæðið kom vomm við orðin alldökkleit af gönguryk- inu. Það var ekki hægt annað en að reyna að þvo sér þrátt fyrir þreytuna. Lítið fannst mér ég lýs- ast við þvottinn, en árangurinn mátti sjá á hvítu handklæðinu, sem var orðið dökkbrúnt. Morguninn eftir keypti ég mér sturtu og hélt hreingemingum áfram. Það sá enn ekkert í fætuma á mér, en þegar ég hafði klárað heila sápu taldi ég verkinu lokið. Eftir þetta skoðaði ég bókasafnið og sá þar m.a. aldargamalt, upp- hleypt kort af Yosemite. Skoðaði ég einnig menningarsafn indíána dalsins, þar sem sýnd vom ýmis verk þeirra, s.s. körfur, ker og skál- ar. Þama vom einnig vaxmyndir af indíánum og síðast en ekki sist gamlir indíánabústaðir. Þetta vom keilulaga ttjáhús með eldstæði í miðju og virtust þessi hús hafa ver- ið rúmgóð og hlý. Þetta síðasta kvöld í Yosemite horfði ég á skuggamyndasýningu um þjóð- garðinn, sem haldin var undir bemm himni. Það var kominn tími til að kveðja þennan stórbrotna dal, en ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði að- eins séð örlítið sýnishom af Yosemite. Ótal fallegar gönguleiðir vom ókannaðar. Sömu sögu var að segja af fossum, klettum, fjöllum og vötnum, stórbrotnum að stærð og fegurð. Ekki hafði ég heldur séð hin risavöxnu tré, sem geta lifað af að gerð séu göng í gegnum þau og þar opnað fyrir bflaumferð. Maður verður ósköp lítill þegar náttúran sýnir sig í slíkum stórfeng- leika, en jafnframt verður maður þakklátur fyrir að fá að njóta slíkra staða. Það var því með hlýjum huga sem ég kvaddi Yosemite og þá vini sem ég hafði eignast þar. Það væri gaman að koma hingað aftur. Kannski verður það einhvem dag- inn, hver veit? GREIN OG MYNDIR: GUÐRÚN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.