Morgunblaðið - 20.02.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
39
Michael Jackson heldur þéttingsfast um hendi Sophiu Loren.
Hvað er með Michael?
M ichael Jackson hrífst
greinilega sérstaklega að sér
eldri konum, sér í lagi ef þær
éru stjömur. Hér á síðunni var
greint frá því ekki alls fyrir löngu
að pilturinn væri kominn með
kæmstu upp á arminn. Vom allir
þeim fregnum fegnir, því menn
vom famir að óttast að hann
yrði ríkisborgari í Disneylandi.
Þótti öllum fremstu
slúðurdálkahöfundum heims
þetta mikið þroskamerki hjá
piltinum.
Nú vita þeir hins vegar ekki
í hvom fótinn þeir eiga að stíga.
Michael sást nefnilega með enga
aðra en Sophiu Loren upp á
arminn og er engum kunnugt
um hversu náið samband þeirra
er. Áður hefur Jackson
umgengist Elizabeth Taylor,
Diana Ross og Brooke Shields,
en varð víst ekki ágengt með
neinaþeirra. Spumin erþví sú
hvað um þetta samband verði.
Scharansky-
fjölskyldan
krefst lausn-
ar Beguns
Natan Scharansky
er síður en svo
hættur að andæfa
mannréttindabrotum
Sovétríkjanna, hvort
sem um er að ræða of-
sóknir gegn Gyðingum,
eða öðmm hópum, sem
þarlendum stjómvöld-
um er illa við.
Á meðfylgjandi
mynd má sjá Schar-
ansky, sem hét Anatoly
áður en hann tók upp
hebreskt nafn sitt,
ásamt konu sinni Avit-
al, en á undan sér ýta
þau dótturinni Rakel,
sem þau eignuðust rétt-
um níu mánuðum eftir
að Scharansky var
sleppt yfír í frelsið. Má
segja að nafn hennar
sé táknrænt, a.m.k.
þurfti Scharansky að
bíða hennar nógu lengi,
því að hann var hand-
tekinn og sendur í
fangabúðir nær sam-
stundis eftir að giftingu
þeirra hjóna.
Scharansky-fjöl-
skyldan hélt blaða-
mannafund í Jórsala-
borg á miðvikudag og
tilkynnti Avital að þau
myndu halda til New
York-borgar til þess að
krefjast lausnar Gyð-
ingsins Jósefs Begun,
sem haldið er í sovésku
fangelsi.
Reuter
Natan, Avital og Rakel Scharansky.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum
afgreiðslustöðum bankans.
INNLÁNSVIÐSKIPTl - LKIÐ IIL LÁNSVIÐSKIPI A
Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja
reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem Sctmeinéir
kosti veltureiknings og sparireiknings.
Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en
fari innstæðan yfir 12.000 krónur, reiknast 10% vextir
af því sem umfram er.
Dagvextir. I stað þess að reikna vexti af lægstu
innstæðu á 10 daga tímabili, eru reiknaðir vextir af
innstæðunni eins og hún er á hverjum degi.
Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í
Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer.
BÍ)NM)kRBkNKl ÍSLNNDS
essemmslA