Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
ÞÁTTTAKENDUR á IBM-skákmótinu sátu boð borgarstjóra að Höfða í gær, en þá var frídagur
á mótinu, og sýnir myndin borgarstjóra sýna nokkrum þátttakendum bók frá leiðtogafundinum í
Reykjavík síðastliðið haust.
I dag verður tefld 6. umferð og leiða þá saman hesta sína Ljubojevic og Tal, Kortsnoj og Polugaevsky, Jón
L. Ámason og Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Portisch og Short og Timman, sem eru í 1. og 2.
sæti á mótinu.
Short hefur sem kunnugt er komið mest á óvart allra skákmanna í mótinu. í dag er kærasta hans
væntanleg til landsins til að fylgjast með frammistöðu kærastans í síðustu umferðunum.
Sjá fréttir frá skákmótinu á bls. 26.
Short fær kærustuna í heimsókn
Morgunblaöiö/Einar Falur
Framsókn andvíg1 breytingn á LIN
Viljum ekki hærri vexti á námslán, sagði Steingrímur
Hermannsson á fundi með námsmönnum í París
Frá Torfa Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsins í París:
FRAMSÓKNARMENN telja ekki
tímabært að breyta lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna,
þvi ekki sé komin næg reynsla á
þau. Flokkurinn hyggst þvi ekki
hafa frumkvæði að breytingum,
né samþykkja þær nema að höfðu
samráði við námsmannasamtök-
in. Þetta kom fram i máli
Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra á fundi með
íslenskum námsmönnum í París
um síðustu helgi.
Fundurinn var haldinn á kaffí-
húsi í svonefndu Latínuhverfí.
Steingrímur kvaðst hafna þeim
hugmyndum að setja hærri vexti á
námslán. Hann væri ósammála
Sverri Hermannssyni um að ekki
ætti að veita lán til náms erlendis
sem hægt væri að stunda hér á
landi.
í umræðum kom fram óánægja
með þá óvissu sem ríkir í lánamál-
um. Námsmenn sögðu að endur-
skoða þyrfti útreikning á
framfærslukostnaði í Frakklandi.
Lán til einstaklings nemur nú
26.000 krónum á mánuði, en algeng
leiga á einstaklingsíbúð í París er
að sögn þeirra um 13.000 krónur.
Steingrímur sagði að því væri
ekki að neita að Lánasjóðurinn
væri sívaxandi útgjaldaliður fyrir
ríkið. Þar sem honum væri ekki
kleift að standa við öll þau útgjöld
sem lög gera ráð fyrir hefði verið
gripið til þess ráðs að skerða náms-
Iánin um 15%.
Trésmiðafélag Reykjavíkur:
Utanríkisráðherra í
viðræðum við fiilltrúa
Evrópubandalagsins
MATTHÍAS Á. Matthiesen ut-
anríkisráðherra er nú staddur í
Brussel til viðræðna við fulltrúa
Evrópubandalagsins svo og
sendiherra íslands hjá Evrópu-
bandalagsríkjunum og stjórnar-
menn úr Útflutningsráði.
Utanríkisráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
hann myndi í dag ræða við formann
ráðherranefndar Evrópubandalags-
ins, Leo Tindemans, utanríkisráð-
herra Belgíu, um fyrirhugaða
skattlagningu á lýsi og feiti, sem
kæmi serstaklega niður á loðnulýsi
okkar íslendinga, sem við flytjum
til Evrópubandalagsríkjanna. Matt-
hías sagði að ráðherranefndin
myndi fjalla um þessi mál á næst-
unni og þar sem hann hefði átt
erindi til Belgíu hefði hann talið
rétt að nota tækifærið og ræða
þessi mál við formann nefndarinn-
Á fimmtudag mun utanríkisráð-
herra ræða við Willy DeClerq, sem
fer með utanríkis- og viðskiptamál
framkvæmdastjómar Evrópu-
bandalagsins og að sögn ráðherra
munu þeir ennfremur ræða um
þennan skatt svo og nánari sam-
skipti íslands og Evrópubandalags-
ins á ýmsum sviðum.
Matthías mun síðan eiga fund
með sendiherrum íslands hjá Evr-
ópubandalagsnkjunum og stjómar-
mönnum Útflutningsráðs á
fimmtudag um fyrirkomulag og
nánari samskipti Evrópubandalags-
skrifstofunnar í Brussel, sem
Matthías opnaði í desember síðast-
liðnum. Sú skrifstofa verður sá aðili
sem mun fjalla um samskipti ís-
lands við Evrópubandalagið en
forstöðumaður hennar er Einar
Benediktsson sendiherra.
Einar á Emars-
stöðum látinn
Húsavik.
EINAR Jónsson bóndi og hug-
læknir á Einarsstöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu varð bráðkvaddur aðfara-
nótt þriðjudags á sjötugasta og
öðru aldursári, fæddur 5. ágúst
1915.
Einar var þjóðþekktur fyrir hug-
lækningar sínar og telja margir sig
eiga honum mikið að þakka og
minnast hans með virðingu og sökn-
uði.
Eftirlifandi eiginkona Einars er
Erla Ingileif Bjömsdóttir. Þau áttu
saman eina dóttur, Olgu Mörtu, og
Hjördís dóttir Erlu var alin upp hjá
þeim. _ Fréttaritari
Einar Jónsson
Verkfall boðað 11. mars
Deilan erfið vegna hárra krafna byggingarmanna, seg-
ir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI
Steingrímur var þá staddur í borg-
inni til þess að sitja fund alþjóðlegra
samtaka fijálslyndra sijómmála-
flokka. Fundurinn hófst á því að
Sigríður Gunnarsdóttir trúnaðar-
maður Sambands íslenskra
námsmanna erlendis las upp álykt-
anir námsmanna þar sem tillögum
menntamálaráðherra um breyting-
ar á lánasjóðnum er mótmælt.
Námsmenn sögðust andvígir að
námslánum yrði breytt úr neyslu-
lánum í fjárfestingalán. Það þýddi
að horfið yrði frá þeirri stefnu að
tryggja jafnrétti til náms. Vilja þeir
heldur að lögin um LÍN sem sett
vom árið 1982 gildi áfram og þeim
verði framfylgt.
„ÁGREININGUR okkar Þor-
steins Pálssonar um lífeyris-
sjóðamálið virðist snúast um
þetta: Þorsteinn slær skjaldborg
um óbreytt kerfi og segir tillögur
okkar ganga gegn vilja stjóm-
enda lifeyrissjóðanna, sjóða-
kónganna svonefndu. Við
segjum: Það er fólkið í landinu
sem er rétthafi lífeyrisins og á
að ráða, ekki sjóðakóngamir.
Þess vegna viljum við þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið og erum
reiðubúnir að hlita þeim dómi.
Við teljum það forgangsverkefni
nýrrar ríkisstjómar að setja
starfsemi lífeyrissjóðanna nýjan
lagaramma," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, er Morgunblaðið
spurði hann í hveiju ágreiningur
TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur
hefur boðað allsheijarverkfall
frá og með miðvikudeginum 11.
mars næstkomandi og bann við
eftir-, nætur- og helgidagavinnu
frá og með miðvikudeginum í
næstu viku, 4. mars að telja.
Grétar Þorsteinsson, formaður
Trésmiðafélagsins, segir að fé-
hans og formanns Sjálfstæðis-
flokksins um lffeyrissjóði lægi.
„Tilgangurinn er er samruni 100
sjóða í einn deildaskiptan sjóð,“
sagði Jón Baldvin. „Deildaskipting-
in fari eftir landshlutum hvað
varðar ávöxtun ijárins, en þetta
verði einn sjóður hvað varðar lífeyr-
isréttindi. Þorsteinn segir þetta
misskilning. Við neitum því og
bendum á að núverandi kerfi er
býsna miðstýrt. Það þarf ekki ann-
að en að fletta upp í símaskránni
til að sjá hvar þorri þessara lífeyris-
sjóða á heima. í Reylq'avík. Af því
er varðar ráðstöfun flárins er ljóst
að það streymir til Reykjavíkur
gegn um húsnæðislánakerfið.
Lífeyrissjóðimir innheimtu í iðgjöld-
um milli 6 og 7 milljarða króna á
lagið hafi verið í viðræðum við
vinnuveitendur, sem hafi skilað
litlum árangri, frá þvf f nóvem-
ber og Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, segir að
þessi deiia sé mjög erfið vegna
hárra krafna byggingariðnaðar-
síðasta ári, en greiddu aðeins 1,2 í
í lífeyri. Hvar er þetta fjármagn
ávaxtað nú? Ekki úti á landi. Tillög-
ur okkar um deildaskiptingu að því
er varðar ráðstöfun fjárins og
ávöxtun heima í héraði miða ein-
mitt að því að það nýtist betur
atvinnuuppbyggingu úti á landi.
Svarið við spumingunni um vilja
sfjómenda sjóðanna liggur að vísu
elcki fyrir. En efist menn um vilja
fólksins, sem greiðir iðgjöldin og á
að njóta réttindanna, skulum við fá
þeirri spumingu svarað í þjóðarat-
kvæði.
Loks er rétt að minna á að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins undir
forystu Guðmundar H. Garðarsson-
ar, fluttu á sínum tíma frumvarp
til laga um lífeyrisjóð íslands. Síðan
hvenær er Sjálfstæðisflokkurinn
fallinn frá þeirri stefnumörkun?"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
ríkissáttasemjara með Sambandi
byggingarmanna og viðsemjendum
þeirra, en sfðasti fundur aðila var
á fimmtudaginn í síðustu viku. Tré-
smiðafélagið er fyrsta félagið í
Sambandi byggingarmanna, sem
boðar til verkfalls.
„Við erum búnir að vera í samn-
ingaviðræðum síðan í nóvember og
það hefúr ákaflega lítið miðað.
Okkur finnst tími til kominn að ná
fram samningum og það virðist
ekki geta orðið með öðrum hætti,"
sagði Grétar Þorsteinsson, í sam-
tali við Morgunblaðið um ástæður
verkfallsboðunarinnar.
Hann sagði að lítið hefði miðað
í viðræðunum til þessa og talsvert
bæri á milli aðila. „Það stefnir í
verkfall og það er auðvitað hætt
við að það geti orðið langt og hart,
það er erfitt að spá um það. Við
töldum okkur á tímabili, fyrir um
hálfum mánuði, vera að nálgast
lausn, en það gekk ekki eftir og
það gerir mann ekki bjartsýnni,"
sagði Grétar ennfremur.
„Það er mjög mikið sem ber á
milli, vegna þess að byggingarmenn
sætta sig ekki við þá niðurstöðu sem
varð f desembersamningunum og
gera kröfur um verulega miklu
meiri hækkanir bæði á almenna
launataxta og eins á uppmæling-
una,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, í samtali við Morgunblaðið um
verkfallsboðunina.
„Við sjáum ekki hvemig hægt
er að standa að meiri launahækkun-
um til byggingariðnaðarmanna, en
til annarra iðnaðarmanna. Mér
finnst að þessi kjaradeila við bygg-
ingariðnaðarmenn sýni ljóslega
hvað það er erfitt að standa að
heildarstefnumörkun um Iaunaþró-
un í þessu landi, þar sem örsmáir
hópar, allt niður í 13 manns, geta
knúið á með verkföllum um ein-
hveija allt aðra launaþróun, heldur
en þeirra eigin heildarsamtök hafa
orðið ásátt um að standa að. Sú
launaþróun sem samningar okkar
og Alþýðusambandsins miðast við,
byggist á því að halda uppi kaup-
mætti og stuðla að því að hann
vaxi til þess að það verði friður um
að losna út úr vítahring víxlhækk-
ana verðlags og kaupgjalds, sem
hefur plagað okkur mörg undanfar-
in ár. Til þess að það takist mega
ekki vera mikil frávik frá þessari
heildarstefnumörkun, þar sem ein-
staka hópar hrifsa til sín miklu
meiri launahækkanir en þessi al-
menna launastefna kveður á um,
því þá má búast við því að hún riði
til falls," sagði Þórarinn.
Hlautáverka
af hnífstungu
LÖGREGLAN I Reylgavík var I
gær kölluð að húsi við Hverfis-
götu, en þar var kona með sár á
kviði eftir hnifstungu.
Atburður þessi varð síðdegis.
Konan var flutt á slysadeild, en
meiðsli hennar munu ekki vera al-
varleg. Önnur kona var með henni
þegar hún hlaut áverkann, en báðar
konumar vom mikið ölvaðar og
óvíst hvort konan var stungin eða
hvort hún veitti sér áverkann sjálf.
manna.
Enginn fundur er boðaður hjá
Fólkið í landinu ráði
starfsemi lífeyrissjóðanna
- segir Jón Baldvin Hannibalsson