Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 37 Laxárvirkjun á ný út úr Landsvirkjun? Raunhæfur mögnleiki ef viðræður við stjómvöld bera ekki árangur — segir Sigurður J. Sigurðsson formaður veitustjórnar Akureyrar SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akur- eyri og formaður veitustjómar bæjarins, segir enga spumingu að sínu mati um það að sameining Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar á sínum tíma hafl verið rétt ákvörð- un, en engu að síður sé það raunhæfur möguleiki að Laxár- virlq'un fari á ný út úr Landsvirkjun ef viðræður við stjómvöld um lausn á vanda Hitaveitu Akureyrar leiða ekki til þess árangurs sem vænst er. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Sigurð er hann var spurður um hugmynd þá sem sko- tið var á loft á almennum stjóm- málafundi á Akureyri um síðustu helgi — að Norðlendingar eignuðust Laxárvirkjun á ný. Akureyrarbær átti 65% í Laxár- virkjun og við sameininguna eignaðist bærinn 5,475% í Lands- virkjun. Það var árið 1978 sem stofnuð var nefnd á vegum ríkisins til að stofna landsfyrirtæki um orkuöflun, marka átti nýja stefnu í orkumálum til að tryggja öllum landsmönnum orku á sambærilegu verði. Koma átti á fót einu fyrirtæki sem annað- ist flutning á orku eftir aðalstofn- línu. Fyrirtækið varð svo til með sameiningu Landsvirkjunar, Laxár- virkjunar og orkuöflunarhluta Rafmagnsveitna ríkisins. Það var 1983 sem gengið var frá samningi um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirlq'unar. Sigurður J. Sigurðsson sagði að þegar Laxár- og Landsvirkjun hefðu verið sameinaðar hefðu Akur- eyringar verið að byggja upp orkufyrirtæki sem talið hefði verið arðsamt þegar til lengri tími var litið og að ekki yrði um frekari framkvæmdir að ræða við Laxár- virkjun. „Við tókum þátt í samein- ingunni til að verða virkir þátttakendur í framtíðarorkuöflun i landinu — jafnframt með það í huga að gera arðsemi þeirra fjár- muna sem voru bundnir í Laxár- virkjun sem mesta." Sigurður sagði reynsluna ekki hafa sýnt neitt annað en að sú ákvörðun hefði verið rétt sem slík á sínum tíma. Síðan hefði orðið gífurleg eignamyndun á Lands- virkjun „en hins vegar blasir sú staðreynd við að þær vonir sem bundnar voru við hitaveitu á Akur- eyri hafa ekki ræst og í stað þess að orkugjöld færu lækkandi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir hefur á undanfömum árum sífellt orðið að grípa til viðbótarhækkana á gjald- skrá hitaveitunnar til þess að standa undir rekstri og íjármagns- kostnaði. Það hefur ekki tekist að greiða neitt af skuldum fyrirtækis- ins og þess vegna vaknar sú spuming hvort skynsamlegt væri að nýta þá ijármuni sem bundnir eru í Landsvirkjun með öðmm hætti en nú er gert,“ sagði Sigurður. „Ég flutti tillögu um það í bæjarstjóm fyrir tæpum tveimur árum en þá var ákveðið að kanna fyrst allar aðrar hugsanlegar leiðir til úrlausn- ar vandamála Hitaveitu Akureyrar áður en dæmi varðandi Landsvirkj- un yrði skoðað ofan í kjölinn." Tillaga Sigurðar var um sölu á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. En er raunhæfur möguleiki að ætla að Laxárvirkjun geti far- ið út úr Landsvirkjun í dag? „Já, það er raunhæfur mögu- leiki. Éf þær viðræður við stjómvöld sem staðið hafa undanfama mánuði leiða ekki til þess árangurs sem menn em að vona í málefnum þeirra hitaveitna sem verst eru settar í landinu þá er augljóst að kanna verður aðrar leiðir til úrlausnar í þessu biýna hagsmunamáli íbúa á viðkomandi svæðum og kæmi þá fullkomnlega til greina að Laxár- virkjun yrði hluti af orkubúi Akureyrar — eða jafnvel EyjaQarð- ar — að með þeim hætti yrði ráðist gegn þessum vanda." Viðræðum sveitarsljómarmanna við hitaveitunefnd ríkisstjómarinn- ar er nú lokið og mun nefndin skila áliti sínu til ríkisstjómarinnar um næstu mánaðamót. Fyrsti gesturinn kominn á tjaldstæðið! Morgunblaðið/Skapti Hallgrtmsson Treyvaud tjaldar á Akureyri á föstudaginn. FYRSTI gesturinn á árinu er kominn á tjaldstæðið á Akur- eyri! Mörgum kann að finnast það fullsnemmt, en ekki Sviss- lendingnum Pierre-Alain Treyvaud. Blaðamaður hitti Svisslendinginn er hann var að tjalda síðastliðinn föstudag. „Þetta er í fjórða skipti sem ég kem til íslands. Ég kom fyrst sumarið 1983, þá vorið '85, vetur- inn 86 og nú enn einu sinni. Ég hef verið hér síðan 4. janúar og ef veðrið verður gott verð ég á landinu til 1. apríl," sagði Treyv- aud. Hann er frá Montreaux og sagðist starfa í sportvöruverslun. Treyvaud vonaðist til þess að geta selt ljósmyndir og ef til vill grein- ar í tímarit þegar heim kæmi til að hafa upp í kostnað af ferð sinni, en það hefur hann einmitt gert áður. Treyvaud hefur farið víða um, í fyrra fór hann inn að Snæfelli inn af Fljótsdal, til Egils- staða, Mývatns og Húsavíkur, í ár hefur hann verið á Laugar- vatni, í Borgamesi, á Höfn í Homafirði og sá Jökulsárlón. Treyvaud segist ferðast mikið á puttanum þegar hann er hér á sumrin, annars með rútu — hann geti ekki farið á puttanum á vet- uma því þá sé hann með allt of mikið drasl; geti ekki boðið nokkr- um upp á að taka það allt með. En hvers vegna kemur Sviss- lendingurinn alltaf aftur og aftur? „Hér er svo mikil kyrrð og frið- ur. Það er ekki eins mikið af fólki og í Sviss, ég tala nú ekki um þegar maður er einn uppi á fyöll- um! Já, ísland er dásamlegt land, hér þarf maður til dæmis ekki að hafa áhyggjur af þjófum. Ég gæti til dæmis skilið dótið mitt eftir héma á tjaldstæðinu og náð í það á morgun! Þetta er ein- stakt," sagði Treyvaud að lokum — greinilega alsæll með ferðalag sitt. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar §18.00. Besta litla hómhúsiö f Texas (Best Litle Whorehouse in Texas). Bandarfsk kvikmynd með Burt Reyn- olds, Dolly Parton og Dom Delouise í aöalhlutverkum. I nágrenni bæjar nokkurs f Texas hefur veriö rekið hóru- hús 1150 ár meö vitund og samþykki bæjarbúa. Allt gengur sinn vanagang þartil sjónvarpiö kemst í máliö. 19.36. Gúmmfbirnirnir. Teiknimynd. 20.00. Opin lína. Þáttur sem nýlega hóf göngu sfna á stöö 2. Alla daga vikunn- ar milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorfendum í Reykjavfk kostur á aö hringja f stööina og spyrja um allt milli himins og jaröar. I sjónvarpssal situr stjómandi fyrir svörum, oft ásamt einhverri þekktri persónu úr þjóðlffinu eöa fréttum, og svarar spurningum áhorfenda. I þessum þætti fjallar Bryndís Schram um hjónaband. 20.36. Bjargvaetturin (Equaliser). §21.16. Húsiöokkar(OurHouse). §22.10. Tfskuþáttur í umsjón Helgu Benediktsdóttur. §22.40. Zardoz. Bandarísk blómynd meö Sean Connery og Charlotte Rampling f aöalhlutverkum. Heldur nöturleg framtfðarsýn er greinir frá lifi á plánetunni Zardoz árið 2293. Sean Connery leikur mann sem sættir sig ekki viö ríkjandi skipulag og hefur baráttu gegn ráðamönnum. 00.10. Dagskrárlok. fEtor&nnftlaftifr MetsölMu) á hvetjum degi! Bubbi og MX-21 á Norðurlandi BUBBI Morthens og hþ'ómsveitin MX-21 halda dansleik f Sjallanum á Akureyri fimmtudagiiin 26. febrúar. Föstudaginn 27. febrúar verða þeir með tónleika í íþróttahöllinni á Akureyri, en á laugardaginn 28. febrúar kí. 20.30-21.30 kemur Bubbi einn fram í Sjallanum með kassagítarinn sér við hönd og seinna sama kvöld verður hann ásamt MX-21 með dansleik í Víkur- röst Dalvík. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og fangamma, ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR, Melabraut 3, Seltjarnarnesl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kirkjubyggingarsjóð Kvenfélagsins Seltjarnar. Minningarkortin fást á skrifstofu Sel- tjarnarnesbæjar, Mýrarhúsaskóla eldri. Margrót Siguröardóttir, Ágúst Jónsson, Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson, Dóra Siguröardóttir, Guðmundur Einarsson, Guðbjörg Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNASAR HALLDÓRSSONAR, Rifkelsstöðum, Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Þóra Kristjánsdóttir, Marselfna Jónasdóttir, Steingrfmur Ragnarsson, Kristján Jónasson, Gunnar Jónasson, Valgeröur Schiöth, Hlynur Jónasson, Vilborg Gautadóttir, Háöinn Jónasson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigurður Jónasson, Ellen Pátursdóttir, barnabörn og aörir vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU B. KRISTINSDÓTTUR, Njörvasundl 7, Rvk. Sérstakar þakkir fá læknar og annaö starfsfólk Borgarspítalans fyrir góða umönnun í veikindum hinnar látnu. Magnús Björgvinsson, Björgvin Magnússon, Björk Tryggvadóttir, Ólaffa M. Magnúsdóttir, Sæmundur Pálsson, Guöný Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Guöjónsson, Erla Magnúsdóttir, Þórður Magnússon og barnabörn. + Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, LEÓS KRISTLEIFSSONAR, Bogahlfð 20, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspftala fyrir góða umönnun. Lilja Þorkelsdóttir, Kristbjörg Leósdóttir, Tryggvl Frlöjónsson, Kristleifur Leósson, Guörún Kristjánsdóttir, Jón Þorborgsson og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúö við andlát sonar míns og föður okkar, LEIFSINGA GUÐLAUGSSONAR. Aðalhelður Valdlmarsdóttlr, Helga Katrfn Leifsdóttir, Aðalheiður Leifsdóttir, Leifur Már Leifsson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu vegna andláts og útfarar eiginmanns mfns, föður, tengdaföð- ur, afa og langafa, MATTHÍASAR HALLMANNSSONAR, Grænagarði 1, Keflavfk, Slgrföur Jóhannesdóttlr, Ágúst Matthfasson, Hjörlelfur Matthfasson, Kristfn Matthfasdóttlr, Kjartan Ólason, Guðmundur Matthfasson, Inga B. Hólmstelnsdóttlr, bamabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför SEFTlNU JÓHANNESDÓTTUR, Njálsgötu 79, Reykjavfk, sem lést 11. febrúar sl. Gfsli Jóhannesson, Guörún Pálsdóttlr og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.