Morgunblaðið - 10.03.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.03.1987, Qupperneq 44
44 t r «4 r; t MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Launasjóður rithöfunda: Starfslaunum úthlutað til 81 rithöfundar Úthlutað 11,9 milljónum í ár LOKIÐ er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1987. I lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslensk- um rithöfundum starfslaun samsvarandi byijunarlaunum menntaskólanema. Þessi laun eru nú kr. 39.159 á mánuði. Starfslaun eru veitt samkvæmt umsóknum. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun til þriggja mánaða eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Tveggja mánaða starfslaun má veita vegna verka sem birst hafa á næsta almanaksári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaunuðu starfi. Alls bárust stjórninni að þessu sinni umsóknir frá 164 höfundum og sóttu þeir um því sem næst 819 mánaðarlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma frá 6 rithöfundum. Fjárveiting til sjóðsins nam hins vegar 304 mánaðarlaunum, eða u.þ.b. 11,9 milljónir króna. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 21 rithöfundur, fjög- urra mánaða laun hlutu 18 höfund- ar, þriggja mánaða iaun hlutu 22 höfundar og tveggja mánaða laun hlutu 20 höfundar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 81 rithöfundar. Öllum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutun verið send menntamálaráðherra. Úthlutun úr Launasjóði rithöf- unda árið 1987 hlutu: 6 mánaða starfslaun hlaut 21 rithöfundur: Birgir Sigurðsson, Bjöm Th. Bjömsson, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Kristján Karlsson, Ólafur Gunnarsson, Ómar Þ. Halldórsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Páls- son, Stefán Hörður Grímsson, Steinar Sigurjónsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eld- jám. 4 mánaða starfslaun hlutu 18 rithöfundar: Auður Haralds, Guðmundur Ól- afsson, Guðmundur Steinsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Sigfússon, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harð- arson, Jón Óskar, Nína Björk Arnadóttir, Oddur Bjömsson, Ólaf- ur Haukur Símonarson, Rúnar Armann Arthúrsson, Sigfús Bjart- marsson, Sigurður A. Magnússon, Siguijón B. Sigurðsson (Sjón), Sveinbjöm I. Baldvinsson, Úlfur Hjörvar, Þuríður Guðmundsdóttir. 3 mánaða starfslaun hlutu 22 rithöfundar: Andrés Indriðason, Armann Kr. Einarsson, Birgir Svan Símonarson, Dagur Sigurðarson Thoroddsen, Elísabet Þorgeirsdóttir, Einar Ól- afsson, Ejrvindur P. Eiríksson, Guðlaugur Arason, Gunnar Gunn- arsson, Gylfi Gröndal, Hafliði Vilhelmsson, Inga Huld Hákonar- dóttir, Kristján Jóhann Jónsson, Magnea J. Matthíasdóttir, Magnús Þór Jónsson, Sigfús Daðason, Sig- rún Eldjám, Stefán Snævarr, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn Marelsson, Þórunn Valdimarsdóttir. 2 mánaða starfslaun hlutu 20 rithöfundar: Arni Bergmann, Berglind Gunn- arsdóttir, Bjarni Bemharður Bjarnason, Bragi Ólafsson, Einar Guðmundsson, Einar Amaldur Mel- ux, Eiríkur Brynjólfsson, Geirlaug- ur Magnússon, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Indriði Úlfsson, Jóhannes Óskars- son (Jóhamar), Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Kristján Kristjáns- son, Magnús Gestsson (Magnús Gezzon), Matthías Magnússon, Rúnar Helgi Vignisson, Sigurlaug- ur Elíasson, Snjólaug Bragadóttir, Þór Eldon. Konur gegn klámi: Mál og menning hefur hætt sölu klámrita „ÞAÐ var vissulega tímabært að hreyfa þessum málum og ég er mjög hrifin af framtaki kvenn- anna. Fæstir held ég að hafi þekkt til laganna um klám, sem mér finnst vera ótvíræð. Þess vegna var ákveðið á fundi hér hjá okkur að fjarlægja öll klámblöð úr versl- uninni, við seljum slík blöð ekki ÞAU tíu lög er komust í úrslit fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verða kynnt 13. 14. 15. 16. og 17. mars nk., tvö lög í senn. Um er að ræða sjálf- stæð myndbönd og munu þulir sjónvarpsins kynna Iög og höf- unda strax eftir fréttir þessi kvöld. Rás 2 mun síðan kynna þau sömu lög morguninn eftir að þau hafa verið kynnt í sjónvarpi. Rás 2 verð- ur einnig með sérstakan kynningar- þátt um kvöldið 18. mars, þann sama dag og útsendingartími rásar- innar lengist í 24 tíma á sólarhring. Öll lögin verða endurflutt í sjón- varpi mánudaginn 23. mars og þá munu átta dómnefndir í öllum kjör- dæmum landsins hringja inn tölur sínar og dæma um lögin líkt og gert er í hinni eiginlegu keppni. Dí'mnefndir munu sitja í Reykjavík, lengur," sagði Erla Hallgríms- dóttir, deildarstjóri hjá Máli og menningu í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hópurinn, sem kallar sig Konur gegn klámi, segist von- ast til að aðrir geri slíkt hið sama og hjá Innkaupasambandi bóksala, sem flytur inn og dreifir umrædd- um blöðum, fengust þær upplýs- Hafnarfirði, Borgarnesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöð- um og á Selfossi. Fréttaritarar sjónvarpsins verða tengiliðir dóm- nefnda og sjónvarpsins og fógetar og sýslumenn verða ritarar dóm- nefnda og sjá um að stigagjöf fari fram með eðlilegum hætti. Þessir menn hafa þó ekki atkvæðisrétt. Höfundar laganna fengu allir 150.000 króna verðlaun til að fullbúa lög sín í núverandi búning og munu höfundar sigurlagsins hljóta 300.000 króna verðlaun að auki og ferð tii Brussel auk flytj- enda, en þar verður Söngvakeppni sjónvarpsstöðva haldin þann 9. rnaí næstkomandi. Samkvæmt reglum mega flytj- endur vera sex talsins. Dómnefnd- annenn verða valdir aðeins tveimur dögum áður en úrslit fara fram. ingar að málið yrði tekið upp á stjórnarfundi í þessum mánuði. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með þennan árangur, því það eru aðeins þijár vikur síðan við fórum af stað,“ sagði Ingibjörg Hafstað sem er í hópi Kvenna gegn klámi. „Við höfum alls staðar feng- ið góðar undirtektir, sérstaklega meðal þeirra kvenna sem við höfum talað við. Það er sama hvaða skoð- anir konur annars hafa, í þessu máli tala þær sama mál og vita að aðgerða er þörf. Það er ótvírætt samhengi á milli kynferðislegs of- beldis gegn konum og börnum og útbreiðslu klámsins. Það er löngu sannað t.d. í Noregi og annars stað- ar á Norðurlöndum." Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við Hauk Gröndal, framkvæmdastjóra Innkaupasam- bands bóksala. Haukur var ekki kunnugur lögunum sem fjalla um innflutning og dreifingu klámrita, en þar segir m.a. að sá sem flytji inn, selji útbýti eða dreifi klámritum skuli sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi. Hann sagði að Innkaupa- sambandið hefði ekki talið sig versla með ólöglegan varning, en þetta yrði að skoða og hann myndi taka málið upp á stjórnarfundi í þessum mánuði. Haukur vildi leggja á það áherslu að fleiri flyttu inn tímarit af þessu tagi og í miklu meira mæli. Nefndi hann í því sambandi sérstaklega Bókahúsið og ýmsar bókaverslanir. Haukur sagði einnig að^fullyrðing starfsfólks Bókaversl- unar Snæbjarnar í Morgunblaðinu fyrir skömmu, um að Innkaupasam- bandið dreifði klámritum að eigin frumkvæði væri röng, ekkert væri sent frá Innkaupasambandinu nema eftir pöntunum. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: Vinmngslögin kynnt í sjónvarpi og á Rás 2 Sigurlagið valið 23. mars Selma Guðmundsdóttir Elísabet Erlingsdóttir Háskólatónleik- ar á miðvikudag SJÖUNDU Háskólatónleikarnir á misserinu verða miðvikudaginn 11. mars nk. Tónleikarnir eru í Norræna húsinu kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Elísabet Erlingsdóttir sópran og Selma Guðmundsdóttir píanó flytja sönglög eftir Edward Grieg og Gustav Mahler. Islandsmótum í kvenna- og yngri flokki í brids lokið: Sveit Estherar varði titilinn Sveit Jakobs Kristinssonar vann yngri flokkinn SVEIT Estherar Jakobsdóttur varði íslandsmeistaratitil sinn í sveitakeppni kvenna í brids, en Islandsmóti kvenna í brids lauk um helgina. Sveit Jakobs Krist- inssonar vann íslandsmótið í sveitakeppni yngri spilara. Fjórar sveitir kepptu til úrslita í hvorum flokki eftir undankeppni. í kvennaflokki kepptu í undanúrslit- um sveitir Estherar og Aldísar Schram annarsvegar og Soffíu Guð- mundsdóttur og Öldu Hansen hinsvegar. Sveitir Estherar og Soffíu unnu sína leiki og kepptu því til úrslita. Úrslitaleikurinn var jafn framanaf en síðan dró sundur og sveit Estherar vann með tals- verðum mun. I flokki yngri spilara kepptu sveitir Jakobs og Álfasteins hf. annarsvegar í undanúrslitum, og sveitir Ingvaldar Gústafssonar og Ágústs Sigurðssonar hinsvegar. Sveitir Jakobs og Ingvaldar kepptu síðan til úrslita og sá leikur þróað- ist eins og úrslitaleikurinn í kvennaflokki, var jafn fyrst í stað en síðan vann sveit Jakobs með miklum mun. íslandsmeistarar kvenna 1987 eru þær Esther Jakobsdóttir, Val- gerður Kristjónsdóttir, Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir. Sigurvegarar í yngri flokki voru Jakob Kristinsson, Júlíus Siguijónsson, Hrannar Erl- ingsson, Matthías Þorvaldsson, Óli Týr Guðjónsson og Eiríkur Hjalta- son. Skólamálaráð KÍ: Ahyg-gjur af skip- an sérkeimslumála SKÓLAMÁLARÁÐ Kennarasam- bands íslands hefur lýst yfir áhyggjum sínum af skipan sér- kennslumála í landinu, þar sem hvergi nærri er séð fyrir því fjár- magni sem nauðsynlegt er til hennar. I ályktun sem ráðið hefur sent Qölmiðlum segir meðal annars: „Á undanförnum árum hefur stórt átak verið gert til þess að greina þörf fyrir sérkennslu víða um land, en því miður hefur komið í ljós, að hvergi nærri er séð fyrir því íjár- magni sem nauðsynlegt er til að mæta henni. Af þessum sökum hef- ur ekki verið hægt að sjá öllum nemendum með sérþarfír fyrir þeirri sérkennslu sem þeir eiga lagalegan og siðferðilegan rétt á. Skólamálaráð KÍ styður þá meg- instefnu gildandi laga og reglu- gerða að sem flestir nemendur eigi rétt á kennslu í sínum heimaskóla og væntir þess að yfirvöld mennta- mála og fjármála sjái til þess að lögum sé framfylgt í þessu efni. Enn fremur vill Skólamálaráð KÍ ítreka nauðsyn þess að hraðað verði endurskoðun reglugerðar um sérkennslu í samráði við þá aðila sem hlut eiga að máli og sett fram áætlun um hvernig og á hvað löng- um tíma menntamálaráðuneytið hyggst framkvæma ákvæði sér- kennslureglugerðar. Til að mæta aukinni sérkennsluþörf er einnig biýnt að bætt verði úr gífurlegum skorti á sérmenntuðum kennurum til þeirra starfa“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.