Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 49

Morgunblaðið - 10.03.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 49 Svolítil athuga- semd eftirBjörn Steffensen í einskonar eftirmála við ævisögu Ama prófasts Þórarinssonar segir skrásetjarinn, Þórbergur Þórðar- son, að mörgum hætti við að lesa sjáfsævisögu með þá kröfu í huga að hún sé „sannsöguleg". Þetta sé grunnfær skilningur á eðli sjálfs- ævisögunnar. Það sem mestu skipti sé hvort höfundi hafi tekist að segja þann veg frá að lesandi hafi skemmtun af. Þessi skoðun Þórbergs kom mér í hug er ég las í nýútkominni bók eftir hann, „Ljóri sálar minnar", eftirfarandi ummæli hans um nú löngu látinn tepgdaföður minn, heiðursmanninn Áma Zakaríasson, vegaverkstjóra, en Þórbergur var í vinnuflokki hans á Holtavörðuheiði sumarið 1911: „Verkstjórinn okkar, Ámi Zakaríasson, er enginn fyrir- myndarpersóna, er til vinnunnar kemur. Hann er harður, þröngsýnn og miskunnarsnauður ofstopamað- ur“ o.s.frv. (Trúmál Áma, sem Þórbergur hefur í flimtingum, leiði ég hjá mér.) Hér virðast aðstandendur þessar- ar nýju bókar Þórbergs skáka í því valdi, sem höfundur hennar hefur tekið sér samkvæmt áðumefndum eftirmála, að saklaust sé að setja á prent dylgjur og uppdiktaðan óhróður um nafngreinda menn ef það bara gæti orðið einhverjum til skemmtunar. Mér hefur hinsvegar heyrst á nokkmm afkomendum Áma, en þeir era nú orðnir nokkuð íjölmenn- ir, að þeir hafi ekki haft tiltakanlega mikla „skemmtun" af að lesa til- vitnuð ummæli Þórbergs, hvað sem öðram kann að finnast um þau og lái þeim hver sem vill. Nær allir afkomendur Áma, sem era á lífi, era fæddir eftir að hann féll frá og fengu því aldrei sjálfir að reyna hvort afi þeirra eða langafi var „harður, þröngsýnn og miskunnar- snauður ofstopamaður". En mikið er þessi lýsing Þórbergs ólík þeirri mynd af Áma Zakaríassyni, sem geymst hefur með ættmennum hans, mynd sem hann sjáifur skap- aði með dugmiklu, ósérplægnu og vönduðu lífemi sínu og starfi og enn hefur ekki máðst út. Sá sem þetta ritar hafði allnáin kynni af Árna og enn nánarí kynni af hljóðlátu menningarheimili hans og Helgu konu hans. Ámi var með eindæmum traustur og heilsteyptur maður og ábyrgðartilfinning hans og skyldurækni slík að jaðraði við að ofgera. Hann var heiðarlegur og réttsýnn en hlédrægur og ekki allra. Hann hefur áreiðanlega gert kröfu til verkamanna sinna um sómasamleg vinnubrögð, en mestar kröfur gerði hann ævinlega til sjálfs sín, enda þrotinn að kröftum um aldur fram. Hann féll frá fyrir sextíu áram. Mér er enn í minni hve óskoraðs trausts og trúnaðar hann naut hjá Björn Steffensen „Sá sem þetta ritar hafði allnáin kynni af Arna og enn nánari kynni af hljóðlátu menningarheimili hans og Helgu konu hans. Arni var með eindæm- um traustur og heil- steyptur maður og ábyrgðartilfinning hans og skyldurækni slík að jaðraði við að ofgera. Hann var heið- arlegur og réttsýnn en hlédrægur og ekki allra.“ yfirboðuram sínum og einnig hve hlýjan hug undirmenn hans, þeir sem ég mætti síðar á lífsleiðinni, bára til hans. Mér er ofarlega í huga er við hjónin áttum leið um ýmsar sveitir Norðurlands á ijórða tug aldarinnar, hve víða við nutum þar vinsælda Áma frá fomu fari. Ég minnist að lokum dálítils hóps manna, sem þótti ákaflega vænt um Áma, og rækti við hann vináttu meðan lff entist. Þetta voru ýmist menn á Kleppi, bilaðir á sinni, eða refsifangar sem sátu inni í tugthús- inu. Þessa menn hafði Ámi fengið látna lausa úr prísundinni, að þeir mættu njóta sumars og náttúru með vinnuflokkum hans á heiðum uppi í stað þess að gista fangaklefa eða sjúkrastofur meðan sól var lengst á lofti. Ámi mun þannig fyrstur manna hér á landi hafa sinnt því sem nú kallast fangahjálp. Fáir munu efast um að Þórberg- ur hafi verið liðtækur til verka með haka og skóflu. En kannski vora samt einhveijir í hinum sundurleita hópi vegavinnumanna á Holta- vörðuheiði þetta sumar, sem höfðu meiri áhuga á einhveiju öðra en að moka möl og hlaða sniddu, og sem því þurfti að halda að vinnunni með dálítið vökulli verkstjóm. Að lokum. Er reglan hans Þór- bergs um „skemmtilegheitin" ekki eitthvað mislukkuð? Er ekki gamla reglan öldungsins úr Haukadal áfram skemmtilegust? Hvað geturðu hugsað þér betra en svið og rófustöppu í útileguna - í bátsferðina - sem gjöf til vina erlendis eða skyndirétt í hádegínu ...? ORA svið og rófustappa hátíðaréttur í dósunum sem þú opnar með einum fmgri. ora Höfundur er löggiítur endurskoð- andi. XlLPINE Toppurinn í bíltækjum UMBOÐSMENN UMLANDALLT Flestir LAMBORGHINI bílar hafa Alpine hljómtæki. Skipholti 7 símar 20080 —26800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.