Morgunblaðið - 18.03.1987, Page 5

Morgunblaðið - 18.03.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 5 Radarinn bilaður og skekkja í Loran-tæki Kcflavík. BRÚIN á Barðanum GK 475' sem strandaði við Dritvík á Snæfells- nesi á laugardagsmorgun var mannlaus þegar óhappið varð. Eðvald Eðvaldsson skipstjóri skýrði frá þessu við sjópróf hjá bæjarfógetanum í Keflavík í gær. Hann sagðist hafa talið sig lengra frá landi en raun bar vitni. Því væri ljóst að röng stað- arákvörðun hefði verið orsök þess að bátinn rak í strand. Eð- vald sagði að radar skipsins hefði verið bilaður og skekkja í Loran- tæki. Eðvald sagðist hafa brugðið sér niður í matsal til að borða morgun- verð og látið reka á meðan. Þegar hann hefði komið upp í brú 10-15 mínútum síðar hefði komið högg á bátinn ,og síðan ólag sem bar bátinn í einni svipan inn í skorninginn þar sem hann strandaði. Aðspurður í réttinum kvaðst Eð- vald ekki hafa staðsett skipið á sjókorti þennan umrædda morgun. Hann sagðist hafa verið ræstur kl. 5.00 af vaktmanni. Hefði hann séð vitann á Malarrifi og því getað átt- að sig á staðsetningu skipsins. Hann skýrði jafnframt frá því að radarinn hefði átt það til að „detta út“ og svo hefði verið þennan morg- un. Þá hefði Loran-tækið átt það til að sýna skekkju, sérstaklega nærri landi. Ekki kvaðst hann hafa séð tii lands vegna dimmviðris og éljagangs. Eðvald sagðist hafa beðið vakt- mann að ræsa kokkinn um hálfsex og um kl. 6.15 hefði hann stöðvað ferð skipsins. Taldi hann sig þá sig vera, samkvæmt Loran-tölu, við ytri enda netatrossunnar sem ætl- unin hefði verið að draga. Dýpið hefði verið 33-34 faðmar og fjar- lægð frá landi um eða innan við tvær sjómílur. Þá hefði hann skot- ist niður í borðssal þar sem skip- verjar hefðu verið að borða morgunverð. Þegar hann kom upp úr matsaln- um kom skellurinn á bátinn. Sagðist Eðvald hafa haldið að um annan bát hefði verið að ræða og sett á fulla ferð til að forða sér. Þá hefði brot komið á skipið bakborðsmegin og borið það í einni svipan inn í skorninginn þar sem það hefði stað- næmst. Skipstjórinn kvaðst hafa notað VHF örbylgjustöðina til þess að kalla á hjálp og hefði hann náð strax sambandi við Höfrung II. I sama mund hefði önnur hurðin brotnað inn og brúin fyllst af sjó. Öll áhöfn- in hefði safnast saman í skipstjórn- arklefanum og kortaklefanum og hefðu þeir orðið að taka á öllu sínu til þess að halda sér. Bergþór Ingi Bergsson stýrimað- ur kom einnig fyrir réttinn. Hann kvaðst hafa verið í borðsal ásamt hinum úr áhöfninni þegar óhappið átti sér stað. Hann hefði í fyrstu haldið að þeir hefðu lent í árekstri við annan bát þegar skellurinn kom. Þá hefði hann hraðað sér upp í brú og skipstjórinn verið að kalla að þeir væru strandaðir. Ekki kvaðst JÓN Óttar Ragnarsson, sjón- varpssljóri Stöðvar 2, hefur sent biskupi Islands, herra Pétri Sig- urgeirssyni, bréf þar sem hann óskar eftir viðræðum við Þjóð- kirkjuna um samstarf og fram- Starf smannaf élag Reykjavíkurborgar; Sjúkraliðar óánægðir ÓÁNÆGJA er hjá sjúkraliðum, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, með nýgerða kjarasamninga Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, en atkvæði verða greidd um samninginn á fimmtudag og á föstudag. Öánægju er víðar að finna og er talið tvísýnt að samn- ingurinn verði samþykktur. Vegna röðunar fengu sjúkraliðar, fóstrur, strætisvagnastjórar og gæslukon- ur 6% launahækkun fyrir utan aðrar hækkanir, en röðun annarra starfa á að vera lokið fyrir miðjan júlí í sumar. Félagsfundur í Sjúkraliðafélagi ís- lands samþykkti ályktun í fyrrakvöld, þar sem fram kemur að ekki hafi náðst viðunandi árangur í samningi Starfsmannafélagsins við Reykjavík- urborg miðað við þá kröfugerð sem Sjúkraliðafélagið lagði fram. Samn- ingurinn hljóði upp á 31.775 í lágmarkslaun fyrir sjúkraliða, en þeir hafi farið fram á 35.000, auk þess sem ýmis önnur kjaraatrði, sem sjúkraliðar telja mikilvæg, hafi ekki náðst fram. Á sjötta hundrað sjúkra- liðar, sem starfa bæði hjá ríki og borg, hafa sagt upp störfum sínum frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er um 90% sjúkraliða. Kynningarfundir um samning Starfsmannafélagsins voru í gær- kveldi bæði hjá fóstum og strætis- vagnastjórum og almennur félags- fundur um samninginn verður í kvöld. hann hafa orði var við neina breyt- ingu á sjólagi. Bergþór sagði að þeir hefðu skotið út tveimur gúm- bátum en þeir farið í tætlur í briminu. Hann sagði að lítið hefði verið hægt að gera annað en að halda sér. Þeir hefðu reynt að kveikja á neyðarblysum en þau öll verið blaut og það ekki tekist. Bergþór taldi að björgun úr landi hefði verið úti- lokuð, eins og ástandið var eftir strandið. Ekki komu fleiri skipverjar fyrir sjóréttinn. Þar kom fram að neyðar- talstöð var í brúnni, en hún var ekki notuð. B.B. Morgunbladið/RAX Barðinn GK skorðaður milli kletta austan við Hólahóla við Dritvík á Snæfellsnesi. Stöð 2 vill samstarf við Þjóðkirkjuna leiðslu á trúarlegu efni, sérstaklega fyrir börn. Fyrsti fundur er fyrirhugaður í lok vik- unnar. „Við erum opnir fyrir öllu,“ sagði Jón Óttar í samtali við Morgun- blaðið. „Það er auðvitað margt sem til greina kemur. Við gætum farið út í þáttagerð saman, heimsótt kirkjurnar eða haft samráð um kaup á trúarlegu efni erlendis frá. Það er gífurlegt framboð á trúar- legu efni erlendis, en það væri auðvitað skemmtilegast að geta framleitt sameiginlega íslenst efni,“ sagði Jón Óttar. Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að kirkj- unnar menn hefðu vissulega áhuga á samstarfi. Útsendingartími þess efnis mætti hinsvegar ekki rekast á við þann tíma er barnastarf fer fram í kirkjunni, sem er kl. 11.00 á sunnudagsmorgnum. PARDCIS Þessir glæsilegu ullarfraKKareru Komnir Frönsk og þýzk klassaefni. ^ Teg. 5186 Verð 9.000,- Teg. 5486 Verð 9.700. Vönduð efni - Vönduð vinna. KAPCISALAN BORQARTUMl 22 SÍMl 23509 Mæg bflastæði Póstsendum um allt Iand. AKUREYRI HAFMARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250 SftWttgSssmí í atvinnueldhúsið Eigum til afgreiðslu af lager 10 bakka gufusuðu, bökunar- og steikarofna frá Senking-Juno í Vestur-Þýskalandi. Tugir slíkra ofna eru í notkun hér á landi. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu okkar. jonco JÓN JÓHANNESSON & CO. S.F. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN Hafnarhúsinu v/Tryggagötu, sími 15821. Sjópróf í Keflavík: Enginn í brúnni mínúturn- ar áður en Barðinn strandaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.