Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 5 Radarinn bilaður og skekkja í Loran-tæki Kcflavík. BRÚIN á Barðanum GK 475' sem strandaði við Dritvík á Snæfells- nesi á laugardagsmorgun var mannlaus þegar óhappið varð. Eðvald Eðvaldsson skipstjóri skýrði frá þessu við sjópróf hjá bæjarfógetanum í Keflavík í gær. Hann sagðist hafa talið sig lengra frá landi en raun bar vitni. Því væri ljóst að röng stað- arákvörðun hefði verið orsök þess að bátinn rak í strand. Eð- vald sagði að radar skipsins hefði verið bilaður og skekkja í Loran- tæki. Eðvald sagðist hafa brugðið sér niður í matsal til að borða morgun- verð og látið reka á meðan. Þegar hann hefði komið upp í brú 10-15 mínútum síðar hefði komið högg á bátinn ,og síðan ólag sem bar bátinn í einni svipan inn í skorninginn þar sem hann strandaði. Aðspurður í réttinum kvaðst Eð- vald ekki hafa staðsett skipið á sjókorti þennan umrædda morgun. Hann sagðist hafa verið ræstur kl. 5.00 af vaktmanni. Hefði hann séð vitann á Malarrifi og því getað átt- að sig á staðsetningu skipsins. Hann skýrði jafnframt frá því að radarinn hefði átt það til að „detta út“ og svo hefði verið þennan morg- un. Þá hefði Loran-tækið átt það til að sýna skekkju, sérstaklega nærri landi. Ekki kvaðst hann hafa séð tii lands vegna dimmviðris og éljagangs. Eðvald sagðist hafa beðið vakt- mann að ræsa kokkinn um hálfsex og um kl. 6.15 hefði hann stöðvað ferð skipsins. Taldi hann sig þá sig vera, samkvæmt Loran-tölu, við ytri enda netatrossunnar sem ætl- unin hefði verið að draga. Dýpið hefði verið 33-34 faðmar og fjar- lægð frá landi um eða innan við tvær sjómílur. Þá hefði hann skot- ist niður í borðssal þar sem skip- verjar hefðu verið að borða morgunverð. Þegar hann kom upp úr matsaln- um kom skellurinn á bátinn. Sagðist Eðvald hafa haldið að um annan bát hefði verið að ræða og sett á fulla ferð til að forða sér. Þá hefði brot komið á skipið bakborðsmegin og borið það í einni svipan inn í skorninginn þar sem það hefði stað- næmst. Skipstjórinn kvaðst hafa notað VHF örbylgjustöðina til þess að kalla á hjálp og hefði hann náð strax sambandi við Höfrung II. I sama mund hefði önnur hurðin brotnað inn og brúin fyllst af sjó. Öll áhöfn- in hefði safnast saman í skipstjórn- arklefanum og kortaklefanum og hefðu þeir orðið að taka á öllu sínu til þess að halda sér. Bergþór Ingi Bergsson stýrimað- ur kom einnig fyrir réttinn. Hann kvaðst hafa verið í borðsal ásamt hinum úr áhöfninni þegar óhappið átti sér stað. Hann hefði í fyrstu haldið að þeir hefðu lent í árekstri við annan bát þegar skellurinn kom. Þá hefði hann hraðað sér upp í brú og skipstjórinn verið að kalla að þeir væru strandaðir. Ekki kvaðst JÓN Óttar Ragnarsson, sjón- varpssljóri Stöðvar 2, hefur sent biskupi Islands, herra Pétri Sig- urgeirssyni, bréf þar sem hann óskar eftir viðræðum við Þjóð- kirkjuna um samstarf og fram- Starf smannaf élag Reykjavíkurborgar; Sjúkraliðar óánægðir ÓÁNÆGJA er hjá sjúkraliðum, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, með nýgerða kjarasamninga Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, en atkvæði verða greidd um samninginn á fimmtudag og á föstudag. Öánægju er víðar að finna og er talið tvísýnt að samn- ingurinn verði samþykktur. Vegna röðunar fengu sjúkraliðar, fóstrur, strætisvagnastjórar og gæslukon- ur 6% launahækkun fyrir utan aðrar hækkanir, en röðun annarra starfa á að vera lokið fyrir miðjan júlí í sumar. Félagsfundur í Sjúkraliðafélagi ís- lands samþykkti ályktun í fyrrakvöld, þar sem fram kemur að ekki hafi náðst viðunandi árangur í samningi Starfsmannafélagsins við Reykjavík- urborg miðað við þá kröfugerð sem Sjúkraliðafélagið lagði fram. Samn- ingurinn hljóði upp á 31.775 í lágmarkslaun fyrir sjúkraliða, en þeir hafi farið fram á 35.000, auk þess sem ýmis önnur kjaraatrði, sem sjúkraliðar telja mikilvæg, hafi ekki náðst fram. Á sjötta hundrað sjúkra- liðar, sem starfa bæði hjá ríki og borg, hafa sagt upp störfum sínum frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er um 90% sjúkraliða. Kynningarfundir um samning Starfsmannafélagsins voru í gær- kveldi bæði hjá fóstum og strætis- vagnastjórum og almennur félags- fundur um samninginn verður í kvöld. hann hafa orði var við neina breyt- ingu á sjólagi. Bergþór sagði að þeir hefðu skotið út tveimur gúm- bátum en þeir farið í tætlur í briminu. Hann sagði að lítið hefði verið hægt að gera annað en að halda sér. Þeir hefðu reynt að kveikja á neyðarblysum en þau öll verið blaut og það ekki tekist. Bergþór taldi að björgun úr landi hefði verið úti- lokuð, eins og ástandið var eftir strandið. Ekki komu fleiri skipverjar fyrir sjóréttinn. Þar kom fram að neyðar- talstöð var í brúnni, en hún var ekki notuð. B.B. Morgunbladið/RAX Barðinn GK skorðaður milli kletta austan við Hólahóla við Dritvík á Snæfellsnesi. Stöð 2 vill samstarf við Þjóðkirkjuna leiðslu á trúarlegu efni, sérstaklega fyrir börn. Fyrsti fundur er fyrirhugaður í lok vik- unnar. „Við erum opnir fyrir öllu,“ sagði Jón Óttar í samtali við Morgun- blaðið. „Það er auðvitað margt sem til greina kemur. Við gætum farið út í þáttagerð saman, heimsótt kirkjurnar eða haft samráð um kaup á trúarlegu efni erlendis frá. Það er gífurlegt framboð á trúar- legu efni erlendis, en það væri auðvitað skemmtilegast að geta framleitt sameiginlega íslenst efni,“ sagði Jón Óttar. Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að kirkj- unnar menn hefðu vissulega áhuga á samstarfi. Útsendingartími þess efnis mætti hinsvegar ekki rekast á við þann tíma er barnastarf fer fram í kirkjunni, sem er kl. 11.00 á sunnudagsmorgnum. PARDCIS Þessir glæsilegu ullarfraKKareru Komnir Frönsk og þýzk klassaefni. ^ Teg. 5186 Verð 9.000,- Teg. 5486 Verð 9.700. Vönduð efni - Vönduð vinna. KAPCISALAN BORQARTUMl 22 SÍMl 23509 Mæg bflastæði Póstsendum um allt Iand. AKUREYRI HAFMARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250 SftWttgSssmí í atvinnueldhúsið Eigum til afgreiðslu af lager 10 bakka gufusuðu, bökunar- og steikarofna frá Senking-Juno í Vestur-Þýskalandi. Tugir slíkra ofna eru í notkun hér á landi. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu okkar. jonco JÓN JÓHANNESSON & CO. S.F. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN Hafnarhúsinu v/Tryggagötu, sími 15821. Sjópróf í Keflavík: Enginn í brúnni mínúturn- ar áður en Barðinn strandaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.