Morgunblaðið - 18.03.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
7
MEÐAL EFNIS
í KVÖLD
Spennumynd með Dennis
fiopper, Marilu Henner og
Nick Survoy. Harðsviraður
leynilögreglumaður leitar syst-
ursinnarsem erhorfin spor-
laust. Rannsóknin beinist fljótt
að flóknu fjárkúgunar- og
morðmáli.
ANNAÐ KVÖLD
21 35 Flmmtudagur
BARIST UM BÖRNIN
(Not in Front of the Children).
Nýleg mynd með Lindu Gray,
John Getz og Hohn Lithgow i
aðalhlutverkum. Linda Gray leik-
ur fráskilda konu sem sér ein
um uppeldi tveggja dætra sinna.
Þegar hún fer i sambúð aftur,
kemur fyrrverandi eiginmaður-
inn fram á sjónarsviðið og krefst
forræðis yfir börnunum.
Föstudagur
ELSKA SKALTUNÁ-
GRANNA ÞINN
(LoveThyNeighbor).
Tvenn hjón hafa verið nágrann-
ar um árabil og börn þeirra
leikfélagar. Málin flækjast veru-
lega þegar eiginmaðurinn og
eiginkonan sem ekkieru gift
hvort öðru stinga afsaman.
STÖÐ2
<fi 0
K
Vö
A uglýsingasimi
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lykilinn faorA
þúhjá
Heimilistsakjum
iHeimilistæki hf
S:62 12 15
LEIÐANÐI
GOODt
VEITIR FULLKOMIÐ
ÖRYGGI í
VETRARAKSTRI
Goodyear vetrardekk
eru gerð úr sérstakri
gúmmíblöndu og með
munstri sem gefur
dekkinu mjög gott
veggrip. Goodyear
vetrardekk eru hljóðlát
og endingargóð.
. - •sfiFi
TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA
HEKLA HF
Laugavegi 170-172 Simi 28080 695500
Morgunbladið/Albert Kemp
Golþorskur á land
ÞESSI vel kýldi golþorskur, sem Níels Sigurjónsson á Arna SU
58 frá Fáskrúðsfirði fékk í netin reyndist vega 32 kíló. Dágóð
netaveiði hefur verið hjá trillum í Fáskrúðsfirði undanfarið
þótt svona stórfiskar séu ekki algengir.
Égkýs
Sjálfstæðis-
flokkinn
t.nc.r
Dagbjartsson
styrimaóur, Grindavil<
„Ég kýs Sjálfstaeðisflokkinn
vegna þess, að síðustu fjögur
ár flokksins i ríkisstjórn sýna
ótvírætt, að hann er atkvæöis
míns verður."
X-D
iREYKJANESl
Á réttri ibd
Innihald drykkjar-
vöru illa merkt á
höfuðborgarsvæðinu
FÉLAG íslenskra iðnrekenda og
Neytendasamtökin hafa kannað
merkingar á innihaldi í 128
drykkjarvörum í 38 verslunum á
höfuðboragarsvæðinu. Tekin
voru 63 innlend sýni og 65 erlend
og merkingar á umbúðunum
skoðaðar. Hlutfall sýna af inn-
lendri framleiðslu sem ekki voru
merkt samkvæmt ákvæðum heil-
brigðisyfirvalda, reyndust vera
25,4% en 44,6% af innfluttum
drykkjarvörum. Hlutfall ófull-
nægjandi sýna var því 35,2% af
heildinni.
í frétt frá Félagi ísl. iðrekenda
og Neytendasamtökunum kemur
fram að alvarlegustu sýnin verði
að teljast þau sem ekki hafa full-
nægjandi innihaldslýsingu, ekki
getið um aukaefni eða þegar um
ólöglega notkun þeirra var að ræða.
í niðurstöðum könnunarinnar er
mælst til að 25 erlend sýni og 15
innlend verði fjarlægð af markaðn-
um. Akvæði reglugerðar um
umbúðamerkingar á drykkjavörum
er meira og minna brotin hér á landi
að því er segir í fréttinni og á það
bæði við um innlenda og erlenda
framleiðslu. Tekið er fram að eftir-
lit með innfluttum matvælum og
öðrum neysluvörum sé bágborið og
að það sama gildi um innlenda
framleiðslu. Bent er á að eftirlit
fari ekki fram fyrr en búið er að
dreifa vörunni í verslanir. Sam-
kvæmt lögum ber innflytjendum,
framleiðendum eða þeim sem pakk-
ar vörunni skylda til að merkja
hana í samræmi við reglugerð.
Að lokum segir að koma verði á
eftirliti sem fyrst og skora félögin
á heilbrigðisyfirvöld að beita sér
fyrir því.
Fiskmarkaðirnir í Englandi:
Þorskur hækkar í
verði, ýsa lækkar
Arsþing iðnrekenda
NOKKRAR breytingar urðu á
fiskverði á mörkuðunum í Hull
og Grimsby frá mánudegi til
þriðjudags. Verð á þorski hækk-
aði um 5 krónur, en verð á kola
og ýsu lækkaði um nálægt 10
krónum.
Alls voru seldar 618 lestir úr
gámum héðan á þessum markaði á
mánudag. Heildarverð var 36,4
milljónir króna, meðalverð 58,90.
Verð á þorski þá var 55,42 krónur
að meðaltali. Verð á ýsu var um
77 krónur og kola 71 króna. Síðdeg-
is á þriðjudag hafði LÍÚ upplýsingar
um sölu á 200 lestum úr gámum í
Hull og Grimsby. Heildarverð var
þá 12,3 milljónir króna, meðaiverð
61,73. Fyrir þorsk fengust að með-
altali 60,95 krónur, ýsu 64,24 og
kola 62,92. Þorskur hækkaði því
nokkuð milli daganna, en verð á
ýsu og kola lækkaði um nálægt 10
krónur.
ÁRSÞING Félags islenzkra iðn-
rekenda verður haldið í dag,
miðvikudag. Þingið er haldið á
Hótel Loftleiðum og lýkur
síðdegis.
Þingið hefst klukkan 11 árdegis
með ræðu formanns félagsins,
Víglundar Þorsteinssonar og ávatpi
iðnaðarráðherra, Alberts Guð-
mundssonar. Að loknum hádegis-
verði fljdur Kristitin Björnsson,
framkvæmdastjóri, erindi um skatt-
lagningu fyrirtækja. Að loknu
erindinu fjalla umræðuhópar um
það og loks verða almennar umræð-
ur og ályktanir þingsins á dagskrá.
Áætluð þingslit eru klukkan 17.00
GOODYEAR
ULTRAGRIP2__