Morgunblaðið - 18.03.1987, Side 24

Morgunblaðið - 18.03.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Vopansýn- ingu mót- mælt Aþjóðleg vopnasýning var sett í Bangkok, höfuðborg Thai- lands, í gær. 350 fjölþjóðafyrir- tæki frá 23 löndum taka þátt í sýningunni og stóðu mörg hundruð vopnaðir hermenn og lögregluþjónar vörð fyrir utan hótelið, þar sem sýningin „Varnir Asíu ’87“ fer fram. Um fimmtíu mótmælendur komu saman fyrir utan hótelið og settu á svið leikrit og látbragðs- leiki, sungu friðarsöngva og báru mótmælaspjöld. Mótmæl- andinn á myndinni heldur á friðardúfu og handsprengju. DÆLUR úr ryðfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæði, góð ending og fágað útlit. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Viðræður að að hefjast milli EB og Comecon Genf, Reuter. FULLTRUAR efnahagsbandalags kommúnistaríkjanna, Comecon og Evrópubandalagsins, EB, koma saman til fundar í Genf í dag til þess að ræða um leiðir til þess að taka upp formleg samskipti sín í milli. Sl. haust fóru fram könnunarviðræður í þessu skyni. Eng- in samskipti hafa verið milli þessara bandalaga og þau ekki viðurkennt hvort annað að forminu til. Reuter Sérfræðingar frá báðum banda- lögunum stefna að því að semja sameiginlega yfirlýsingu um al- mennt rammasamkomulag um samskipti bandalaganna, sem stjórnmálamennirnir taki síðan til meðferðar. Christian Aufour, sem starfar við utanríkismálastofnun EB, sagði í gær í viðtali við frétta- menn: „Sömu mennirnir munu verða í fyrirsvari fyrir báða aðila í þessum umræðum og voru það sl. haust, en þeim til aðstoðar verða ijórir til fimm sérfræðingar." Sovésk tillaga í Genf: Gagnkvæmt eftir- lit með geimskotum John Maslen, sem haft hefur yfirumsjón með samskiptum EB við kommúnistaríki Austur-Evrópu á sviði verzlunarviðskipta, verður formaður sendinefndar EB í þess- um viðræðum. I yfirlýsingu þeirri, sem gefin var út eftir fundinn sl. haust, sagði, að faglegt og gott andrúm hefði einnkennt viðræðurnar þar, en þær hefðu að svo komnu ekki fjallað um samvinnu á neinu sér- stöku sviði. Árið 1980 slitnaði upp úr sams konar viðræðum, er samskipti milli austurs og vesturs versnuðu vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan. I janúar sl. fóru hins vegar fram í Brússel fyrstu beinu viðræðurnar milli EB og stjórnvalda í Moskvu um að taka upp formleg sam- skipti. Var litið á þetta sem merki um bætt samskipti, sem ættu m. a. rót sína að rekja til valdatöku Mikhails Gorbachevs í Sovétríkjun- um fyrir tveimur árum. Moskvu, Genf, AP, Reuter. SOVÉTMENN hvöttu til þess að á ráðstefnu 40 þjóða um afvopn- unarmál í Genf að íhugað yrði að setja á fót nefndir til að fylgj- ast með því á staðnum að vopnum verði ekki skotið út í geiminn. Yuri Nazarkin, helsti sendifulltrúi Sovétmanna á ráðstefnunni, sgði að slíkar efitlitsnefndir myndu fá að- gang að skotpöllum og skoða á staðnum alla hluti, sem skjóta á út í geiminn og koma þar fyrir, sem og geimflaugarnar sjálfar. Nazarkin fór ræddi tillöguna ekki frekar í ræðu sinni í gær. Hann skar ekki úr um það hvort Sovét- menn vildu áskilja sér rétt til að banna slíkt eftirlit af þjóðarörygg- isástæðum eins og þeir hafa gert á öðrum sviðum. Nazarkin sagði að tillaga sín væri enn ein vísbending um að eftirlit yrði ekki vandamál þegartil umræðu er að fyrirbyggja vopnakapphlaup í geimnum. Sovétmenn hafa barist gegn geimvamaráætlun (SDI) Bandaríkjamanna, sem ætlað er að vera vöm í geimnum gegn kjarn- orkuárás. Sovétmenn halda fram að einnig yrði hægt að nota geimvamir í árásarskyni. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, og Michael Armacost, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ræddu í gær samskipti risaveldanna. Fundur Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum, nema kanadíska dollarnum, á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu í gær. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,5950 dollara (1,5778), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,8360 vest- ur-þýsk mörk (1,8425); 1,5315 svissneskir frankar (1,5420); 6,0975 franskir frankar (6,1300); 2,0690 hollensk gyllini (2,0810); 1.301,75 ítalskar lírur (1.308,75); 1,31575 kanadískir dollarar (1,3150) og 151,40 japönsk jen. Verð á gulli var 402,75 dollarar únsan (405,25). þessi er haldinn til að undirbúa heim- sókn George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Moskvu 13. og 16. apríl. Shultz mun ræða við Shevardnadze og Mikhail Gorbac- hev, aðalritara sovéska kommúnista- flokksins. Bandarískir embættismenn sögðu að Armacost hefði einnig rætt við Yuli Vorontsov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, í gær og fyrradag og snerust viðræðurnar aðallega um Nicaragua og Afganist- ERLENT Kosningarnar í Finnlandi: Ný ríkissljóm mynduð á breiðum grundvelli? Helsinki, AP, Reuter. HÆGRI menn unnu á í þing- kosningunum í Finnlandi er fram fóru á sunnudag og mánu- dag og bættu við sig 9 þingsæt- um, fengu 53 sæti af 200. Formaður Hægri flokksins, Ukka Suominen, sagði í gær að erfitt yrði fyrir hina flokkana að halda hægri mönnum utan stjórnar í þetta sinn. Jafnaðarmannaflokkur Kalevi Sorsa, forsætisráðherra, er enn stærsti flokkurinn, fékk 56 þing- sæti, tapaði einu sæti. Kosninga- bandalag Miðflokksins, Sænska þjóðarflokksins og tveggja smærri flokka fékk 58 þingsæti og kemur til með að hafa úrslitaáhrif þegar til stjórnarmyndunar kemur sem verður þegar nýtt þing kemur /s/Æm Ilkka Suominen, formaður Hægriflokksins fagnar Sirpa Pietikainen, flokkssystur sinni. Reuter. sigri ásamt saman í byijun aprílmánaðar. Lög- um samkvæmt á að telja atkvæðin aftur og verður þeirri talningu lok- ið seinna í þessari viku. Leiðtogi Miðflokksins, Paavo Vayrynen, neitaði í gær að segja til um hvern flokkurinn myndi styðja til að Jeiða næstu ríkisstjórn, en sagði að sig- ur Hægriflokksins og tap Jafnað- armanna styddi þá hugmynd að mynduð yrði stjórn á breiðum grundvelli með þáttöku stóru flok- kanna tveggja og kosningabanda- lagsins. Dreifbýlisflokkurinn tapaði mest, fékk 9 þingmenn, en hafði áður 17. Kommúnistaflokkurinn klofnaði í fyrra og bauð nú fram í tvennu lagi og tapaði 7 þingsæt- um. Græningjar fengu 4 þing- menn, en niðurstöður skoðana- kannana fyrir kosningar höfðu bent til þess að þeir gætu fengið allt að 10 þingsæti. Mauno Kovisto, forseti, hefur tæknilega séð nokkuð fijálsar hendur um það hveijum hann felur stjómarmyndun, en í raun verður val hans að fara eftir því hvemig flokkunum gengur að semja sín í milli. Suominen, formaður Hægri- flokksins, sagði eftir kosningamar að flokkur sinn hefði verið í sókn undanfama áratugi og sigurinn nú væri í raun krafa þjóðarinnar um breytt stjórnarmynstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.