Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 1+ T Sýna í Listasafni ASI STEINÞÓR Marínó Gunnars- son og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen opna myndlistarsýn- ingu í Listasafni ASÍ, Grens- ásvegi 16 i dag, 21. mars, kl. 14.00. Steinþór sýnir vatns- litamyndir, einþrykk og málverk en Sigrún myndvefn- að. Steinþór sýndi fyrst á sam- sýningu Félags íslenskra frístundamálara 1947. Seinna átti hann m.a. verk á samsýn- ingu FÍM, en hefur síðan haldið einkasýningar hér á landi og í Noregi. Steinþór hefur og hlotið listamannalaun. Verk eftir hann eru í eigu ýmissa listasafna, stofnana og einkaaðila. Sigrún lærði myndvefnað í Noregi, þar sem hún hefur verið búsett sl. 20 ár. Hún er meðlim- ur í Textílfélaginu og Félagi norskra textíllistamanna. Sigrún tók fyrst þátt í sam- sýningu í Larvík í Noregi 1979, en síðan hefur hún haldið á ann- an tug einkasýninga, hér á landi og í Noregi, auk þátttöku í sam- sýningum. Ýmsar stofnanir í Noregi eiga verk eftir Sigrúnu. 1986 vann hún m.a. myndvefnað fyrir fjór- ar hæðir í Vestfold Sentralsyke- hus í Tönsberg. Þetta er þriðja samsýning feðginanna hér á landi og stend- ur hún til 5. apríl. Sýningin er opin virka daga kl. 16.00-20.00 en laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-22.00. Feðginin Steinþór Marínó Gunnarsson og Sigrún við hluta verka sinna. Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KLM. KUVl er eitt af reyndustu flugfélögum heimsins og flýgur til 127 borga í 76 löndum, þar á meðal 17 borga í Afríku. Af þeim má nefna Nairobi, Dar es Salaam, Arusha og Khartoum. Schiphol hefur nú verið kjörinn besti tengivöllur heims, fimmta árið í röð. Eins og flestir farþegar sem fara í gegnum Schiphol gera, getur þú notið góðrar tengiflugþjónustu KLM. Ef þú, til dæmis, ferð frá Keflavík með Arnarflugi á laugardagsmorgni, ertu kominn á Schiphol um hádegi og hefur góðan tíma til að ná í flug KLM kl. 13-50 til Nairobi. Á Schiphol er allt undir einu þaki þannig að það gæti ekki verið þægilegra að skipta um vél. Að auki er á flugvell- inum stærsta og ódýrasta fríhöfn í Evrópu þannig að þú getur gert góð kaup í leiðinni. Næst þegar þú ferð til Afríku, notfærðu þér þá hin þægi- legu tengiflug KLM og kynnstu af eigin raun hvers vegna Schiphol er heimsins vinsælasti tengiflugvöllur Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskrifstofunum. Áaetlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Lcnding Brottför Lending Keflavík Amstcrdam Amsterdam Keflavík Mánudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Þriðjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Fimmtudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Laugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Royal Dutch Airlines Traust flugfélag Rangæingar byggja nýtt sumardval- arheimili RANGÆINGAFÉLAGIÐ stefnir að því að vígja nýtt sumardvalar- heimili að Hamragörðum Vest- ur-Eyjafjöllum i vor og efna þá til ferðalags og veglegrar vígslu- hátíðar í Félagsheimili Vestur- Eyfellinga að Heimalandi. Arshátíð Rangæingafélagsins í Reykjavík verður haldin í kvöld, laugardaginn 21. mars og hefst hún með borðhaldi kl. 19.00. Heiðurs- gestur úr Rangárþingi verður að þessu sinni sr. Halldór Gunnarsson og Margrét Jónsdóttir Kerúlf Holti V-Eyjafjöllum. Kór Rangæingafélagsjns syngur undir stjórn Kjartans Ólafssonar, Karlakvartett Rangæingafélagsins syngur undir stjórn Njáls Sigurðs- sonar og Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þor- steinn Sigurðsson flytur ljóð. Dansað verður til kl. 3.00. Veislu- stjóri verður formaður Rangæinga- félagsins Dóra Ingvarsdóttir. Þakkir til Landhelgis- gæslunnar Ég vil fyrir hönd Skipátjóra- og stýrimannafélagsins Kára, Hafnar- firði, þakka það frækilega afrek, sem þið unnið við að bjarga skips- höfn af ms. Barðanum GK. Skipstjórinn á ms. Barðanum, Edvald Edvaldsson, svo stýrimaður- inn, Bergþór Ingibergsson, eru báðir virkir félagsmenn í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Kára. Þeir hafa látið öryggis- og björg- unarmál, sem og önnur málefni, mjög til sín taka. Við félagsmenn Kára teljum að þessir menn sem og aðrir úr áhöfn skipsins hafi ver- ið heimtir úr helju. í ræðu undirritaðs á sjómanna- deginum 1984 hér í Hafnarfirði var lagður stuðningur við kaup á þeirri þyrlu, sem nú var notuð við björg- unarafrek þetta. Þá var lagt að mér hvort við gætum ekki notast við varnarliðið í þeim tilgangi, þar sem þeir væru ætíð reiðubúnir að hjálpa, og þeir hefðu þyrluflota á að skipa. An þess að vanþakka þeirra gerð- ir, sem hafa verið ómetanlegar, var ég harður á því, að við ættum sjálf- ir að eiga þyrlur. Ekki bara eina heldur fleiri. Jafnvel eina á hvetju landshomi. Ég skora því á ykkur að nýta þann meðbyr, sem þið hafið skapað ykkur til að auka við þyrluflotann, og fá aðstöðu og eldneytisgeymslur víða um land. Þið fáið örugglega stuðning frá sjómannastéttinni. Með kveðju og þakklæti, Ingvi R. Einarsson, formaður. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.