Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 27 Signrður Helgason forstjóri: Hagnaðurinn 1986 samsvarar 6,7% af veltu félagsins Endurnýjun alls flugflotans kostar um 10 milljarða króna „NIÐURSTAÐA rekstrarreikn ings ársins er hagnaður að upp- hæð 434 milljónir króna, sem samsvarar 6,7% af veltu félags- ins á árinu 1986, en á árinu 1985 var hagnaður 3,4% af veltu og 5,4% af veltu ársins 1984,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, m.a. er hann flutti hluthöfum Flugleiða skýrslu sína um liðið ár, á aðalfundi félagsins í gær. Sigurður sagði er hann ræddi afkomuna, að verðlækkun eldsneyt- is hefði vegið mjög þungt, en laun á Islandi hefðu á hinn bóginn hækk- að um 25% á sl. ári og launakostn- aður væri nú orðinn stærsti útgjaldaliður félagsins, en heildar- launakostnaður hefði verið tæpir 1,3 milljarðar króna, eða 21% af rekstrarútgjöldum. Eldsneytis- kostnaður hefði numið tæpum milljarði eða 15% rektrarútgjalda. Bókfærð eign félagsins í flugvél- um og fylgihlutum þeirra er skráð 1,5 milljarðar en vátryggingarverð þessara sömu eigna er um 3,7 millj- arðar króna. þannig að verð eigna félagsins er mun meira en bókfært verð. Bókfært verð eigna félagsins alls er 4,1 milljarður króna. Eigið fé félagsins er 801 milljón króna, sem er um 34% af langtímafjár- magni félagsins og 19,3% af heild- arfjármagni. Sigurður sagði að þótt staðan hefði batnað mjög mikið væri eiginfjárstaða félagsins enn mjög veik. Til dæmis um það mætti nefna, að eigið fé félagsins dygði ekki til kaupa á einni nýrri flugvél í Evrópuflugið. Sigurður sagði að hreint veltufé félagsins hefði á sl. árið aukist um 459 milljónir króna og lausafjár- staða félagsins væri mjög góð. í ársskýrslu félagsins kemur fram að á liðnu ári fækkaði far- þegum í Norður-Atlantshafsflugi félagsins um 4,8% og voru þeir samtals 253.569. Fraktflutningar jukust aftur á móti um 19,8% í því flugi. Sætanýting varð 82,4% á liðnu ári, miðað við 79,2% fyrir árið 1985 og varð því aukning um 3,2%, en hvert stig í bættri nýtingu er talið gefa 34 milljónir króna í tekjur. Sigurður Helgason forstjóri greindi frá því að fyrirhugað væri að fjölga ferðum til Orlando í Bandaríkjunum næstkomandi haust, þar sem sú flugleið hefði gefið mjög góða raun. Þá hefði opnunarflug til Boston verið ákveð- ið þann 29. þessa mánaðar. Morgunblaði/Ámi Sæbcrg Sigurður Heigason forstjóri Flugleiða. Farþegaflutningar félagsins á Evrópuleiðum jukust um 17% á ár- inu og voru farþegar samtals 256.856. Á síðastliðnum þremur árum hefur farþegum í Evrópuflugi flölgað um 103.112, eða um 67%. Nýting hótela í eigu Flugleiða, þ.e. Hótels Loftleiða og Hótels Esju, var mjög góð á árinu eða 74,6% og 76%. Sigurður Helgason forstjóri ræddi sérstaklega um fyrirhugaða endumýjun flugvélaflota Flugleiða og sagði þá m.a. að slík endumýj- un, þegar hún væri afstaðin, myndi á núvirði kosta félagið um 10 millj- arða króna. Hann sagði að fyrst væri stefnt að því að endurnýja flugvélar á Evrópuleiðunum. Ekki væri enn ákveðið með hvaða hætti flugvélakaupin yrðu fjármögnuð, en þó væri ljóst að ekki yrði leitað eftir ríkisábyrgð við fyrsta áfanga endurnýjunarinnar. Aukning hluta- §ár og fleiri fjármögnunarleiðir kæmu til greina. Einkum kæmu til greina tvær flugvélategundir: Boeing 737-400, sem er með 158 sæti, og Airbus A-320 með 162 sæti. Báðar þessar vélar hafa ein- ungis tvo hreyfla og koma til með að eyða mun minna eldsneyti en vélar þær sem félagið notar nú. Kvaðst Sigurður búast við að ák- vörðun stjórnarinnar gæti legið fyrir um hvað flugvélategund yrði keypt áður en 50 ára afmælis at- vinnuflugs á íslandi, þann 3. júní nk., verður minnst. Flugleiðir hf 50 ára afmæli atvinnuflugs FLUGLEIÐIR munu á þessu ári minnast þess að 3. júní nk. eru 50 ár liðin frá því að atvinnuflug hófst á íslandi, en það gerðist með stofnun Flugfélags Akur- eyrar, sem var forveri Flugfé- lags Islands. Sigurður Helgason, stjómarfor- maður Flugleiða, greindi frá því á aðalfundi félagsins í gær, að m.a. hygðist félagið minnast þessara tímamóta með útgáfu bókar um sögu atvinnuflugs á fslandi. Jafn- framt sagði hann að 3. júní yrði haldinn sérstakur afmælisfundur á Akureyri, auk afmælissýningar sem væri fyrirhuguð á hausti komanda. „Við erum einnig að byggja upp fyrstu flugvélina, sem notuð var hér í innanlandsflugi á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur, en það er Wacoflugvél," sagði Sigurður og kvaðst vænta þess að þessi vél, ásamt vél sömu gerðar og var fyrsta flugvél Loftleiða, yrði til sýnis á fyrirhugaðri sýningu. Frá ráðstefnu Samtaka móðurmálskennara, sem bar yfirskriftina Á vegamótum. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Ráðstefna móðurmálskennara um íslenslukennslu: Efasemdir um íslensku- kennslu í grunnskólum TALSVERÐAR efasemdir um að móðurmálskennsla í grunnskólum og framhaldsskólum sé rétt upp byggð komu fram á ráðstefnu sem Samtök móðurmálskennara gengust fyrir um íslenskukennslu í síðustu bekkjum grunnskóla og fyrstu áföngum framhaldsskóla. Var þeim spurningum meðal annars velt upp hvort íslenskukennsla i grunnskólum væri nægilega sveigjanleg að þörfum einstakra nem- enda, hvort grunnskólunum tækist að gera islenskuna nægilega aðlaðandi fyrir nemendur, sérstaklega með tilliti til fjölmiðlabylting- arinnar, og hvernig, eða yfirleitt hvort grunnskólar ættu að taka mið af kröfum framhaldsskóla um undirbúning í íslensku. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra setti ráðstefnuna og kom hann í ávarpi sínu inn á að ekki væri lengur hægt að loka aug- unum fyrir áhrifamætti fjölmiðla og myndmiðla til afþreyingar. Því þyrfti að koma krókur á móti bragði og nýta myndina 5 þágu móðurmáls- ins. Sverrir varpaði síðan fram hugmynd um að setja á stofn sér- stakt menningarsjónvarp í 1-2 klukkutíma á dag án frétta og aug- lýsingar, og einnig um sérstaka menningarstofnun. Páll Ólafsson kennari undirstrikaði þetta í lok fyrri dags ráðstefnunnar með því að sýna tilraunir sem hann hefur gert í íslenskukennslu með að kenna nemendum að túlka myndmál í sjónvarpi. Páll taldi einnig að skól- inn verði að bregðast við því g'furlega magni af erlendri menn- ingu sem flæðir yfir íslendinga, með því að fjölga móðurmálstímum í grunnskóla og stórauka bók- menntalestur í efri bekkjum grunnskólans. Höskuldur Þráinsson prófessor og Guðni Olgeirsson námstjóri komu báðir inn á nauðsyn þess að auka kennslu í talmáli. Höskuldur rakti helstu niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málvöndun og fram- burðarkennslu í skólum þar sem meðal annars er lögð áhersla á að kennarar hlynni að minnihlutafram- burði þar sem þeir verði hans varir. Höskuldur benti síðan á að ekki hefði verið lagðar réttar áherslur í íslenskukennslu því talsvert vanti á að fólk sem útskrifast úr skólum geti gert sig skiljanleg á íslensku þótt þau noti orð rétt og í réttu samhengi. Nemendur fái ekki nægi- lega þjálfun í skóla til að setja saman samfelldan og skiljanlegan texta. Guðni Olgeirsson námstjóri gerði síðan grein fyrir námskrám í íslensku fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla sem eru nú á lokastigi og stefnt er að að taki gildi á þessu ári. Guðni sagðist vera ánægður með sveigjanleikann sem nám- skrámar byðu upp á og skólunum væri þar lagt á herðar að móta eig- in skólastefnu. Ásmundur Sverrir Pálsson kenn- ari benti á að kennarar hefðu ekki gert sér grein fyrir þeim breyttu aðstæðum að nú færu um 80-90% nemenda í framhaldsskóla meðan aðeins um 20% hefðu haldið áfram fyrir fáum árum. Kennarar miði kennsluna og kennsluefni við þau 20% sem ætluða áfram í háskóla. Hinir sem eru seinfærari sitja eftir. Gunnlaugur Snævarr kennari tók undir þetta og sagði að í upphafí skólagöngu væri ekki tekið tillit til þroska nemenda. Fleiri gagnrýndu samræmdu prófín meðal annars vegna þess að kennsla í 9. bekk miðaðist aðallega við þau og engin áhersla væri lögð á til dæmis rit- gerðasmíð og framburðarkennslu. Listasafn Islands: Yfirlitssýning á verk- um Sigurðar Sigurðssonar YFIRLITSSÝNING á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmál- ara verður opnuð í Listasafni íslands í dag, laugardaginn 21. mars. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, opnar sýninguna kl. 15.00. Sýningin spannar allan listferil Sigurðar allt frá skólaárum og þar til á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíumyndir og pastel- myndir. Sigurður Sigurðsson stundaði nám við Listakademíuna í Kaup- mannhöfn á stríðsárunum 1939-45. Hann hóf kennslu við Myndlista- og handíðaskólann er heim kom og gegndi því starfi allt til ársins 1980. Sigurður hefur alls haldið 3 einka- sýningar á verkum sínum, en tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og erlendis. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mynd- imar á sýningunni væru aðeins hluti þeirra mynda sem hann hefði mál- að, hann hefði engar skrár haidið yfir verk sín sem dreifð væru um allar jarðir. Myndirnar á síningunni eru flestar í einkaeign. í tilefni sýningarinnar hefur ve- rið gefin út vönduð sýningarskrá með flölda mynda. í hana ritar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur grein um Sigurðs sem nefnist „Landslag í ljósi“ og birt er brot úr viðtali Hannesar Péturssonar við listamanninn úr bókinni Steinar og sterkir litir sem út kom 1965. Einn- ig hefur verið gefið út plakat í lit. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin virka daga frá kl. 13.30 til 16.30 og um helgar frá kl. 13.30 til 19.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.