Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR'9. APRÍL 1987 Ballett 7 vikna vorönn (prófverkefni) 13. apríl- 30. maí Dansarapróf eru tekin við skólann og eru þau í 6 stigum. Sjötta stig er efsta stig og lýkur því með diplóma sem viðurkenningu um að nemendur hafi lokið dansaraprófi við skólann. Allir framhaldsnemendur geta innritað sig á próf- önn. Einnig eru almenn námskeið fyrir byrjendur, stráka og stelpur, og þá, sem þurfa að setja sig íform aftur. Innritun í síma 83730 Suður- nes, börn til 12 ára aldurs. 36645 Bolholt, 13 ára og eldri frákl. 16.00. Skólinn í Breiðholti 79988. Jazzballettskóli Báru Vísindi og menning í Kína og upphaf harðstjórnar Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Colin A. Ronan: The Shorter Science and Civilisation in China. An Abridgement of Joseph Need- ham’s original text. Volume 3. Cambridge University Press 1986. Eli Sagan: At the Dawn of Tyr- anny. The Origins of Individualism, Political Oppression, and the State. Faber and Faber 1986. Þetta 3ja bindi „The Shoifer Science and Civilisation in China“ er hluti IV bindis 1. hluta og 3ja hluta aðalverksins. Menningarsaga Kínveija eftir Joseph Needham er meðal sagnfræðilegra höfuðverka þessarar aldar. I þeim hlutum sem hér birtast eru þættir um segul- magn og rafmagn, skipasmíðar, sjóferðir, landafundi og sjóhernað. í kaflanum um landafundi og siglingar Kínveija sést að kínversk skip sigldu allt til Rauðahafsins og inn Persneska flóann um 400 til 500 eftir Krist. í þann mund sem Hinrik sæfari var að undirbúa leið- angra Portúgala suður með Afríku- ströndum sigldi kínverskur aðmíráll, Cheng Ho, allt til austur- strandar Afnku. Kínveijar sigldu einnig um Kyrrahafið, frá Basra til Bomeo allt til Kamchatka vestan við Beringssund. Hvað hefði gerst ef Kínvetjar hefðu haldið áfram rannsóknum og kaupsiglingum um heimsins höf, en til þeirra siglinga áttu þeir ágætan flota í upphafi 15. aldar? Pólitískar ástæður ollu því að hamlað var gegn hafsiglingum og á 16. öld vom haffær skip eyði- lögð samkvæmt skipun stjórnvalda. Aðrir kaflar ritsins um önnur efni eru ekki síður upplýsandi en kaflinn um kaupferðir Kínverja. Þetta rit um kínversk vísindi og menningu er einstakt um ná- kvæmni og þekkingu höfundanna og er vandaðasta heimildarritið um menningarsögu Kínveija í þúsundir ára. Hvað veldur þeim breytingum sem orðið hafa á mennskum sam- félögum í aldanna rás? Sumir nefna þessar breytingar þróun, marxistar sögulega þróun. Margaret Mahlers, sem er lærisveinn Önnu Freud og Freuds telur (Mahler, M: On Human Symbiosis and the Vicissiudes of Individuation. N.Y. 1968 og Mahl- er, Pine, Bergan: The Psychological Birt.h of the Human Infant. N.Y. 1975) að kveikjan að allri samfé- lagsþróun sé huglæg þróun ein- staklingsins frá fæðingu og áfram. Sagan fjallar um nokkur samfélög í þessu riti, sem eru á einhverskon- ar „unglingasjúkdómsstigi”, sam- félög sem eru að hverfa úr skjóli ættarskipulagsins og þar sem vissir einstaklingar fyllast einhverskonar einstaklingshyggju, sbr. aukna sjálfsvitund á vissu aldursstigi. Það sem meira er, Sagan telur sig hafa fundið heimildir um einangruð sam- félög sem hafa þróast á sama hátt og einstaklingsbundin, huglæg þró- un fer fram. A því breytingaskeiði, þegar sjálfsvitund vaknar, telur Sagan að það eigi sér samsvara í uppkomu einstaklingshyggju innan samfélaganna og þar með hefjist „tímabil harðstjórnar", stéttaskipt- ingar og kúgunar með konungsveldi og aðli. Fyrir þá tíma er mynd Eli Sagans af mennsku samfélagi svip- aðrar tegundar og marxistar halda fram um dýrðarsamfélög frum- kommúnismans. En því miður er erfitt að finna nokkrar staðreyndir eða minjar um staðreyndir slíkra samfélaga, og sver öll sú fantasía sig í ætt við „það saklausa og göf- uga náttúrubam" Rousseaus. Frumstæð samfélög eiga engan skyldleika við öryggi hvítvoðungs- ins. Það er sennilegra að þau samfélög hafi einkennst af lýsing- um Gilgamesh-kviðunnar um hálfgert manndýr, sem fór um skriðandi og nærðist á hræjum og rótum. Aftur á móti er sennilegt að meðvitundin hafi verið fremur sljó og. e.t.v. einhverskonar hóp- meðvitund, eða sameiginleg djúp- vitund, eins og sjá má nú á dögum í ýmsum gerðum hópeflis og sam- hyggju, þar sem allur skarinn gargar eða tyggur upp innantóma frasa, sefjaður og samstilltur frá allri einstaklingsbundinni meðvit- und. Þessi einkenni koma gjarnan fram í sambandi við íþróttakapp- leiki, þegar meinleysismenn breyt- ast í öskrandi hópverur, sama er að segja um pólitískar samkomur. Ymsir mannfræðingar hafa leitast við að gera ssr myndir af frumstæð- um samfélögum, með samanburði við lífshætti frumstæðra manna nú á dögum og einnig með samanburði við frumstæð viðbrögð í þróaðri samfélögum nútímans. Eins og áður segir koma fram samhæfð viðbrögð hópsins, þegar hópurinn hrífst eða sýnir andúð. Frumstæð viðbrögð eru oft látin í ljós með hermihljóð- um, pípi eða bauli. Það er ekki ólíklegt að frumstæðir hópar i fyrnsku hafi haft uppi slíka hljóðan, hópar á stigi hálfsiðunar og þau TVeir vinstri flokkar og varnarmálin Erlendar bækur Guðmundur Heiðar Frímannsson Geoffrey Lee Williams: The Neutralist Tendency, Institute for European Defence & Strategic Studies, 1987 Það reynist flestum erfiðast að skilja samtíð sína. Fortíðin er orðin og óbreytanleg og framtíðin svo óráðin, að nánast útilokað er að spá fyrir um hana en er ekkert sérlega erfitt að skilja. En samtíðin er bæði mikilvægari og kemur okkur meira við en aðrir punktar í tíman- um. Þetta á sérstaklega við um málefni mannfélagsins í víðasta skilningi þess orðs. Það er því ástæða til að vekja athygli á skil- merkilegum ritum um samtiðina, sem varpa á hana skýru ljósi. Geoffrey Lee Williams er lektor í alþjóðastjórnmálum við háskólann í Surrey. í þessu litla kveri rekur hann sögu þess, hvernig Verka- mannaflokkurinn i Bretlandi og Jafnaðarmannaflokkur Vestur- Þýzkalands hafa smám saman orðið eindregnari talsmenn hlutleysis- stefnu í utanríkismálum. Báðir þessir flokkar hafa átt mikinn þátt í að móta stefnu lýðræðisríkja Vest- urlanda í utanríkismálum. Sérstak- lega á þetta við um Verkamanna- flokkinn, sem átti dijúgan þátt í stofnun Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma, en þá fóru þeir með stjómartaumana í Bretlandi. Vest- ur-Þjóðveijar hafa eftir því sem tímar liðu fram stvrkt stöðu sína í hópi lýðræðisríkja, en staða þeirra var erfið fyrst eftir stríðið, eins og gefur að skilja. Þegar fyrst er bryddað upp á því, að Vestur- Þjóðveijar verði fullgildir aðilar að Atlantshafsbandalaginu 1954 Ieggjast jafnaðarmenn gegn því, en undir leiðsögn talsmanna sinna í varnarmálum á þeim tíma, Fritz Erler og Helmut Schmidt, tóku þeir upp stuðning við NATO. En smám saman hafa talsmenn hlutleysis- stefnu styrkst í báðum þessum flokkum og höfundur gefur það í skyn, að vonbrigði með að deténte- stefnan brást hafi verið ein höfuðor- sök þess, að þeir náðu undirtökun- um í flokkunum báðum. En aðrar orsakir koma líka til og eru ólíkar í sitt hvoru tilvikinu. Það á þó við um þá báða, að þegar þeir lentu í stjórnarandstöðu, snerust þeir gegn eigin stefnu og sjónarmiðum í varn- armálum og rufu þá hefð, sem verið hafði nokkurn veginn frá stríðslok- um, að eining væri með stjórn- málaflokkum í báðum löndum um stefnuna í þessum málum. Það hef- ur einnig gerzt í báðum löndum, að kjósendur hafa hafnað hlutleys- is- og afvopnunarstefnu. Kohl, kanslari, hélt stöðu sinni eftir kosn- ingamar á þessu ári og allt útlit er fyrir, að varnarmál verði aftur Akkillesarhæll Verkamannaflokks- ins í komandi kosningabaráttu í Bretlandi. Höfundurinn lítur svo á, að um báða þessa flokka gildi, að þeir muni kljúfa Atlantshafsbandalagið framfylgi þeir stefnu sinni, komist þeir til valda. Og það verður að telja mjög líklegt. En ég held samt, að hann vanmeti miðjumennina í báðum flokkum og áhrif hefðarinn- ar og vanans. Til að skýra þetta ögn nánar er rétt að greina ögn frá því, hvernig Verkamannaflokkurinn brezki er að breyta stefnu sinni í varnarmálum nú á útmánuðum til að gera það mögulegt, að hann sigri í næstu kosningum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það var ekki sízt stefnan í varnarmálum, sem olli því af- hroði, sem Verkamannaflokkurinn hlaut í kosningunum 1983. Þá vildi hann einhliða afvopnun. Nú hefur flokkurinn mótað stefnu, sem hann beitir í kosningabaráttunni. í'upp- hafi gekk hún út á það, að Bretland losaði sig við öll sín kjamorkuvopn, lýsti yfir andstöðu sinni við ógnar- jafnvægi kjarnorkunnar og vísaði Bandaríkjamönnum úr stöðvum sínum á Bretlandseyjum. Þetta átti að gera á fyrstu sex mánuðunum, eftir að flokkurinn kæmist til valda. Jafnframt lýsti hann yfir fullum stuðningi við aðildina að NATO. Meinið við þessa stefnu var einfald- lega, að þessi markmið gátu ekki farið saman. Ef flokkurinn beitti sér gegn kjamorkuvopnum, eins og hann sagðist mundu gera, var ljóst að Atlantshafsbandalagið liðaðist sundur og Bandaríkjamenn drægju herafla sinn frá Vestur-Evrópu. Þegar öllum var orðið þetta ljóst, dró forystan í land. Nú er stefnan sú, að Bretland losi sig við eigin kjarnorkuvopn í áföngum og noti það fé, sem sparast til að efla hefð- bundinn varnarbúnað og muni hefja samningaviðræður við Bandaríkja- menn um að hverfa frá Bretlands- eyjum. En allt þetta verði þó að miðast við þá samninga, sem nú er unnið að á milli stórveldanna. Það hefur verið heldur dapurlegt sjónarspil að sjá stefnuna breytast. Einn af ráðgjöfum skuggaráðu- neytis Verkamannaflokksins, Richard Heller, ritaði grein í The Times 10. inarz sl. og sagði þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.