Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Svíþjóð), er sérfræðingur í haglýs- ingu þriðja heimsins. Hann ritaði eftirfarandi málsgrein í bók sinni Harmleikur í Asíu (1968): „I rannsóknum í hagfræði þessa heimshluta er nánast bannað að gera spillingu að umfjöllunar- eða viðfangsefni. Hún er sjaldan nefnd á nafn í alvarlegum um- ræðum um forystumenn í stjóm- málum eða í áætlunum um efnahagsmál. Jafnvel vestrænir sérfræðingar sýna hlutdrægni 'í slíkum mæli, að rannsóknafrelsi hefur í raun verið fórnað á altari alþjóðasamskipta. Félagsvísinda- menn, hvort sem þeir hallast til hægri eða vinstri í stjórnmálum, leiða hjá sér þetta illræmda vandamál." Þetta stafar af því að sérfræðing- um í þjónustu alþjóðlegra stofnana myndi fljótlega vera sagt upp störf- um, ef þeir færu að gefa hlut spillingar gaum í mati sínu á hinni þrálátu fátækt í þriðja heiminum. Gagnrýnin myndi að sjálfsögðu beinast að sömu stjórnmálaleið- togum og ráða meirihluta atkvæða í alþjóðlegu stofnununum, sem þeir starfa fyrir. Hvers vegna þá að undrast, að fulltrúar stofnana Sameinuðu þjóð- anna leggi auðmjúklega blessun sína yfir hrollvekjur eins og harð- ræðið í Eþíópíu? Hvílíkt umburðar- lyndi hefur stjómvöldum í Eþíópíu ekki verið sýnt, sem í miðri hung- ursneyð misnotuðu peninga, sem höfðu verið gefnir til hjálpar hungr- uðum, og notuðu þá til að flytja sveltandi þjóðflokka langar leiðir með þeim afleiðingum að hundrað til hundrað og fimmtíu þúsund létu lífið! Við höfum einnig orðið vitni að háværum mótmælum ríkis- stjórna í Afríku gegn þeirri ákvörð- un óháðra hjálparstofnana að veita aðstoð sína í vörum og matvælum og koma henni sjálfar beint til hinna þurfandi. Vitleysan ríður ekki við einteyming! Stjórnvöld sögðu; nei, hjálpin verður að berast í reiðufé, sem verður að fara um hendur stjórnardeilda. Spillingin í kommúnistaríkj unum I þriðja heiminum stendur spill- ingin í vegi þess, að efnahagur dafni, en í kommúnistaríkjunum er þessu á annan veg farið. Aðeins spillingin kemur í veg fyrir að þau koðni niður, eða öllu heldur, það er einungis í skjóli spiUingar, sem hjól efnahagslífsins virðast snúast. Tvenns konar spilling virðist við lýði í kommúnistaríkjum; annars vegar spilling leiðtoganna, sem er eins og uppistaða í stjómkerfisvefn- um, og hins vegar hinn svarti markaður, sem allur almenningur ástundar, (sem. m.a. felur í sér mútur til embættismanna til að hljóta hlurinindi). Algjör samþætting stjórnmála og efnahagsmála og örbirgðin, sem af henni leiðir, gerir spillingu óhjá- kvæmilega, bæði fyrir valdamenn og almúga, arðræningja og arð- rænda. Félagar Khrústsjefs steyptu honum af stóli 1964, þegar hann reyndi að svipta höfðingjana aðal- tekjulindum með því að taka frá þeim umboð, sem samkvæmt hefð- um veittu þeim forréttindi, og gerðu þeim kleift að hrifsa til sín gögn og gæði. ílýa Zemtsof var áður félagi í miðstjórn kommúnistaflokks í sov- étríkinu Azerbajan, en fluttist fyrir nokkrum árum til Israel. Árið 1976 gaf hann út hina gagnmerku bók TJm spillingvna í Sovétríkjunum. Þar dregur hann upp mynd af hinu gegnumrotna kerfi, sem virðist óumbreytanlegt, og lýsir þeim fáu árangurslausu atlögum, sem gerðar hafa verið að spillingunni. Elstine, einn af leiðtogum kommúnista- flokksins í Moskvu og stuðnings- maður Gorbatsjofs, lýsti því yfir opinberlega 1986, að nauðsyn bæri til að uppræta alla spillingu, en hann virtist ekki gera sér neina grein fyrir því fremur en fyrirrenn- arar hans, að það er ekki mögulegt nema til komi gagngerar breytingar á stjórnarfari. Herferðir til að upp- ræta spillingu virðast fremur nýtast nauta eða andstæðar klíkur, eins og nýlegt dæmi í Kína sannar, held- ur en því markmiði að efla heilindi og uppræta orsakir spillingar. Valdið spillir og algjört vald gjörspillir Því stærra hlutverki, sem ríkis- valdið gegnir, því fleiri eru tilbrigði spillingar og því fleiri eru tækifær- in til spillingar. Þessi fylgni hefur verið til staðar á öllum tímum. Mic- hael Rostoftsjeff lýsir í hinu snjalla riti sínu Samfélags- og efnahags- saga Rómarveldis, hvaða lífsreglur menn urðu að tileinka sér, ef þeir vildu hreppa hnossin á tímum Konstantíns: „Sköpunargáfa, hugvit og snilld við að nýta auðlindir skipti ekki lengur sköpum, né heldur endur- bætur og framfarir í landbúnaði, iðnaði og verzlun. Mestu máli skipti, að vera nógu ófyrirleit- inn í að nýta sér stöðu sína og forréttindi í rikiskerfinu til að féfletta bæði ríki og þegna.“ Jafnvel í háþróuðu lýðræði er unnt að féfletta borgarana á ótal vegu; stofna rannsóknardeildir, sem hafa þann einn tilgang, að fá greidda skáldaða reikninga; búa til störf í opinberri þjónustu fyrir dygga flokksfélaga og ráða menn í ónauðsynleg embætti. í þessu samhengi býður aukið vald sveitar- félaga og landshluta, þótt margt mæli með slíkri valddreifingu, upp á fleiri tækifæri til að maka krókinri á kostnað almennings. Það þarf að gera sérglögga grein fyrir þessari hættu og gera tilsvar- andi ráðstafanir. í Frakklandi er ekki þörf á því að breyta lögum eða reglugerðum um góðgerðarstofnan- ir, sem tryggja lágmarksréttindi hinna bágstöddu, heldur er þörf á að endurskoða ákvæði, sem skil- greina, hvenær veita má aðstoð eða styrki án eftirlits. Hér er brotalöm, sem veldur því, að milljarðar franka flæða út úr opinberum sjóðum til flokka og bitlingabaróna. Nýleg greinargerð ríkisendurskoðunarinn- ar um TFl-klúbbinn, sem stjóm TFl stofnaði 1985, og hefur fjár- hagsáætlun og fjárveitingu, sem nemur fimm til tíu milljónum franka án þess að nokkur nákvæm skila- grein sé gerð, er aðeins eitt nýlegt dæmi af ótalmörgum um misnotkun almannaíjár. Fyrir skömmu olli það mikilli hneykslun á Spáni, er uppvíst varð, að nokkrum forystumönnum spænskra jafnaðarmanna og fjöl- skyldum þeirra hafði á svig við allshetjarreglu verið veitt leyfi til að reka u.þ.b. fímmtán mjög ábata- samar umboðsskrifstofur fyrir Þjóðarhappdrættið á Spáni. Spilling' í lýðræðisríkjum Það eru tvö megintilbrigði spill- ingar. Hið fyrra kemur einkum við sögu í lýðfíjálsum ríkjum og á ræt- ur að rekja til mögulegrar samvinnu stjómvalda og einstakra viðskipta- fyrirtækja; fyrirtæki fá sérstakt tækifæri til að gera tilboð vegna innkaupa ríkis, fyrirtæki fá einka- söluaðstöðu, reglugerðir eru afnumdar til að þóknast fyrirtækj- um, fyrirtækjum em veittar undanþágur frá skattgreiðslum eða þeim veittur styrkur. Allt em þetta dæmi um hugsanlegan samleik. Eftir því sem ríkisafskipti em meiri og miðstýring öflugri, eykst hættan á slíkri samvinnu. Síðara tilbrigðið er algengara, þar sem sameignarhugsjón hefur haslað sér völl eða þar sem víðtæk þjóðnýting hefur átt sér stað — þar sem greinarmunur á þjóðararfí og ríkiseign verður óljós og jafnvel hverfur. Þegar Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, ávarpaði þjóðina 14. júlí 1986, varði hann það sjónar- mið, að einungis sá hluti þjóðar- auðsins, sem beinlínis væri ríkiseign, gæti talizt eiginleg sam- félagseign. Þetta er hættuleg hugmyndafræði, því hún býður heim þeirri hættu, að farið sé að lögfesta, að ríkisvaldið — í góðri trú að sjálfsögðu — útdeili opinberum fjármunum í formi stöðuveitinga, úthlutun styrkja og bitlinga. Auð- vitað eiga þessi tvö tilbrigði spilling- ar margt sameiginlegt. Þau blandast á mismunandi vegu eftir því, hver er hneigð þeirra stjómar, sem með völdin fer hveiju sinni. Á Spáni og í Frakklandi tala jafn- aðarmenn svo fjálglega um eigið siðgæði, að það liggur nærri að halda, að þeir telji spillingu viður- kvæmilega, þegar þeir sjálfir ástunda hana — fremur en þeir telji það álitshnekk; þegar þeir láta flekkast af henni. Spilling fer minnkandi með auknu lýðræði og öfugt. Hvorki hneykslismálin, sem nýlega hafa skotið upp kollinum í Frakklandi, né hin, sem ekki eru enn opinber, og verða það e.t.v. aldrei, hefðu nokum tímann geta átt sér stað, ef jafnvægi hefði ríkt milli lýðræðis- legra stofnana og gagnkvæmt eftirlit þeirra verið virkt. Þar sem lýðræðis nýtur ekki við, stendur spillingin í vegi þess, að það kom- ist á og eflist. Þar sem lýðræði er við lýði, stafar því einna mest hætta af spillingu. Höfundur er franskur rithöfund- ur og blaðamaður. Þessigrein er þýdd úr tímaritinu Encounter mars 1987. stofim og stómr plöntur Um er aö ræöa fjölbreytt fal'egum og Tilboðið gildir f ram að paskum. GróöurhúSfvið Sigtún: Símar 36770-68634
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.