Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Helga Björk Eiriksdóttir íris Guðmundsdóttir Jórunn Karlsdóttir Kristín Aðalheiður Símonar- dóttir Ólöf María Jóhannesdóttir Sólveig Þorsteinsdóttir Þorgerður Kristinsdóttir Þóra Birgisdóttir Átta stúlkurkeppa um titilinn Ungfrú Norðurland * Ungfrú Island, Gígja Birgisdóttir, krýnir sigurvegarann UNGFRÚ Norðurland verður kjörin og krýnd í Sjallanum í kvöid. Atta stúlkur taka nú þátt í keppninni, sex frá Akur- eyri og tvær frá Dalvík. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem keppnin fer fram með þessu nafni, hingað til hefur verið keppt um titilinn Ungfrú Akur- eyri. Veisian í kvöld hefst kl. 19.00 með fordrykk. Eftir að borðhald hefst verða stúlkumar kynntar í sundfatnaði, síðan verður dans- sýning, tískusýning frá verslun- inni Perfect, frumsýning á dansi frá Dansstudio Alice, þar sem stúlkur á aldrinum 9—11 ára dansa. Eftir það verða keppendur kynntir í kvöldkjólum. Um miðnætti má reikna með að úrslit liggi fyrir. Þá verður vin- sælasta stúlkan krýnd, síðan besta ljósmyndafyrirsætan og þar á eftir fylgir hápunktur kvöldsins — krýning Ungfrú Norðurlands 1987. Það eru Sjallinn, Fegurðarsam- keppni Islands og Dansstudio Alice, sem standa fyrir þessari keppni, en önnur fyrirtæki taka einnig þátt í framkvæmd hennar. Sigurvegarinn í keppninni hlýtur að launum þátttökurétt í keppn- inni Ungfrú ísland, sem haldin verður í Broadway í júní, auk ýmissa gjafa. Stúlkumar sem keppa í Sjall- anum í kvöld eru þessar: Ólöf María Jóhannesdóttir, 19 ára, frá Akureyri, Helga Björk Eiríks- dóttir, 18 ára, frá Dalvík, Sólveig Þorsteinsdóttir, 17 ára, frá Akur- eyri, íris Guðmundsdóttir, 18 ára Akureyringur, Þóra Birgisdóttir, 18 ára Akureyringur, Þorgerður Kristinsdóttir, 18 ára Akureyring- ur, Kristín Aðalheiður Símonar- dóttir, 22 ára Dalvíkingur og Jórunn Karlsdóttir, 19 ára Akur- eyringur. Dómnefnd kvöldsins skipa Ól- afur Laufdal, sem er formaður, Sif Sigfúsdóttir, Friðþjófur Helga- son, Hörður Sigurjónsson, Hrafn- hildur Hafberg, Bjami Hafþór Helgason og Unnur Ólafsdóttir. Kynnir verður Gunnlaugur Helga- son. Nanna Yngvadóttir sér um förðun stúlknanna og Fjóla Björg- vinsdóttir og ívar Sigurharðarson um hársnyrtingu. Blómabúðin Akur sér um blómaskreytingar, Rúnar Þór Bjömsson og Frið- þjófur Helgason eru ljósmyndarar keppninnar, Ingólfur Magnússon og Ami Jóhannsson sjá um ljósa- og hljóðstjóm. Alice Jóhanns hef- ur séð um þjálfun stúlknanna fyrir keppnina og síðast en ekki síst má geta þess, að heiðursgestur keppninnar verður Ungfrú Island 1986, Gígja Birgisdóttir, sem ein- mitt var kjörin Ungfrú Akureyri í fyrra. Og það verður Gígja sem krýnir Ungfrú Norðurland í kvöld. Blásara- sveit tón- listarskól- ans í ferð til Norð- urlanda Norræni menn- ingarmálasj óður- inn hafnaði beiðni um styrk Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri hefur verið boðin þátt- taka í „Janitsjarfestivalen“ í Hamar í Noregi, sem halda á 19. til 22. júní í sumar. Á móti þessu koma fram hljómsveitir frá flest- um löndum Evrópu og verða þátttakendur alls á milli sex og sjö þúsund. Að sögn Katrínar Friðriksdóttur, formanns foreldrafélags blásara- sveitarinnar, fer sveitin í konsert- ferðalag að tónlistarhátíðinni lokinni. Þá verða meðal annars heimsóttir vinabæir Akureyrar í Svíþjóð og Finnlandi, Vesterás og Lahti. Blásarasveitin er skipuð 50—55 nemendum á aldrinum 10—19 ára og mun kynna íslenska tónlist í ferðinni. Blásarasveit frá Tónlistar- skólanum á Akureyri tók þátt í „Janitsjarfestivalen" sumarið 1981 og vann þar til silfurverðlauna und- ir stjóm Roars Kvam. Hann stjómar sveitinni einnig að þessu sinni. Alls verður hópurinn 18 daga í ferðinni. Farið verður 17. júní og komið heim 4. júlí. Ferð sem þessi er mjög dýr, kostnaðaráætlun er upp á 2,3 millj- ónir króna. Sótt var um styrk til Norræna menningarmálasjóðsins en beiðninni var hafnað. Foreldrafé- lag blásarasveitarinnar hefur staðið í undirbúningi lengi fyrir ferðina og aflað fjár á ýmsan hátt. Nú stendur félagið fyrir happdrætti. „Við emm að vonast til að það gangi vel hjá okkur. Það er mjög mikilvægt vegna þess að beiðni okkar var synjað hjá Norræna menningarmálasjóðnum," sagði Katrín Friðriksdóttir í samtali við Morgunblaðið. Sjónvarp Akureyri FIMMTUDAGUR 9. apríl §18.00 Knattspyrna. Umsjónar- maður er Heimir Karlsson. 19.10 Spaejarinn. Teiknimynd. 19.40 (sjónmáli. Þáttur um eyfirsk málefni. I þessum þætti er rætt við við Gest Einar Jónasson, út- varpsstjóra hljóöbylgjunnar, og þær Ingu Hafsteinsdóttur, veit- ingastjóra Sjallans og Helgu Alice Jóhanns, dansþjálfara, um keppn- ina Ungfrú Norðurtand, sem fram fer í Sjallanum í kvöld. 20.20 Ljósbrot. Valgeröur Matthías- dóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu viku og stiklar á helstu menningarviðburðum menningarlífsins. 20.56 Morögáta. Jessica Fletcher er viðstödd jarðarför gamals fjöl- skylduvinar. öllum að óvörum mætir óvelkominn gestur. §21.45 Afbæíborg. §22.16 Haldið suðurá bóginn (Go- ing South). Bandarísk bíómynd frá 1978 með Jack Nicholson, John Belushi og Mary Steenburgen í aðalhlutverkum og leikstýrir Nich- olson jafnframt myndinni. Myndin gerist um 1860. Nicholson leikur seinheppin útlaga sem dæmdur hefurveriötil hengingar. Ung kona bjargar honum frá snörunni og vill giftast honum og annast, en hún erekki öll þarsem hún erséð. 00.10 Af ólíkum meiði (Tribes). Bandarísk ádeilumynd í léttari kantinum með Darren McGavin og Earl Holliman í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Josept Sargent. Ungur sandalahippi með sítt hér er kvaddur í herinn. Liðþjálfa ein- um hlotnast sú vafasama ánægja að breyta honum I sannan banda- riskan hermann. Mynd þessi hlaut Emmy-verðlaunin fyrir besta handrit. 01.40 Dagskrárlok. Hitaveitan fær 32 milljónir að láni: Greiðir upp eldri og óhagstæðari lán HITAVEITA Akureyrar gekk í vikunni frá láni að upphæð 32 milljónir Bandaríkjadala til að greiða upp eldri skuldir. Lánið er tekið hjá Citicorp In- vestment Bank Ltd. í London og er til tíu ára. „Það er verið að borga upp eldri og óhagstæðari lán, lán í dollurum og svissneskum frönk- um,“ sagði Franz Ámason, hitaveitustjóri, í samtali við Morgunblaðið. Nýja lánið er mun hagstæðara, mikill vaxtakostn- aður sparast miðað við það sem nú var greitt upp. Þess má geta að þau lán sem verið var að greiða upp eru ekki þau óhagstæðustu sem veitan hefur tekið — en þau em í jap- önskum yenum og þýskum mörkum og standa enn óbreytt. fltagtiiilftfifcife Metsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.