Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
SPRENGITILBOÐ SEM SLÆR
ALLTANNAÐÚT!
Þú gctur sparad meira cn 300 krónur mcð
því að láta Myndsýn framkalla filmuna þína
Nú veitír Myndsýn þér ærna ástæðu
til að kætast! Þér býðst ómótstæði-
legt tilboð sem á sér fáar hlið-
stæður: Framköllun, "kópering"
og 24 mynda litfilma fyrir
sama verð og framköllun og
"kóperíng” kostar annars staðar.
Dæmi:
Venjulegt verslunarverð:
24 mynda litfilma.......kr. 310,- *
Framköllun og "kópering” . kr. 590,-
samtals kr. 900.-
Okkar verð:
24 mynda litfilma,
framköllun og "kópering" . kr. 590.-
* fibnuyerö geiur verið mi&mDnandi etiu
oogit'.......
Eftirtaldír móttökustaðir
bjöða sprengítilboð Myndsýnar:
Ljósmyndaþjónustan - Laugavegi 178
Bókabúðín Embla - Vðlvufellí
Sportlíf - Eiðístorgí
/ndabúðín - Rauðarárstíg
Fónborg - Kópavogí
Bókabúðír Bððvars - Hafnarfírðí
Mars - Hafnarfírðí
Ljósmyti
Tc
Orð og efndir
í skattamálum
eftir GeirH. Haarde
Það er alkunna að lítt vandaðir
stjómmálamenn gefa kosningalof-
orð á báða bóga og hirða síðan lítt
um efndir þeirra. Það er ekki síður
vel þekkt að þeir hinir sömu reyna
gjarnan, þegar samviska þeirra er
slæm, að núa andstæðingum sínum
því um nasir að þeir standi ekki við
orð sín, jafnvel þótt staðreyndir
tali öðm máli.
Skattamálin eru gott dæmi um
þetta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
farið með þau mál í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Hann gaf kjósendum
þau loforð fyrir síðustu kosningar
að skattar skyldu lækkaðir og
stefnt skyldi að afnámi tekjuskatts
á almennum launatekjum.
Nú koma andstæðingar flokks-
ins, sem hafa það raunar flestir á
stefnuskrám sínum að hækka
skatta, og halda því fram að þessi
fyrirheit hafi verið svikin og að lof-
orðin séu nú aðeins orðin tóm.
Hvað er hæft í þessu? Svarið er
einfalt. Þetta eru ósannindi. A
valdatíma þessarar ríkisstjómar
hafa orðið meiri lækkanir á skött-
um, beinum og óbeinum, en nokkm
sinni áður á einu kjörtímabili.
Ég nefni dæmi. Tollar hafa verið
lækkaðir vemlega á fjölmörgum
algengum neysluvörum almenn-
ings, nú síðast á ýmsum smávömm
eins og myndavélum og úmm sem
áður borgaði síg að láta kaupa fyr-
ir sig í útlöndum. Þyngst vegur þó
í þessu sambandi stórfelld lækkun
tolla á bifreiðum og ýmsum öðmm
svokölluðum varanlegum neyslu-
vömm.
Verðjöfnunargjald á raforku var
fellt alveg niður með þeim afleiðing-
um að raforkuverð til almennings
lækkaði víðast hvar vemlega. Sér-
stakur 10% skattur á ferðamanna-
gjaldeyri var einnig felldur niður
og launaskattur sömuleiðis að hluta
til. Þóknun ríkisins vegna gjaldeyr-
isviðskipta var lækkuð. Þess verður
þó að geta að söluskattur var á
tímabilinu hækkaður úr 23,5% í
25% og nokkur aukning varð á
bensíngjaldi og þungaskatti um-
fram verðlagshækkanir. 1 Þessar
lækkanir nema engu að síður sam-
tals um 1,6 milljarði króna nettó
miðað við verðlag 1986.
Tekjuskattur í ár
1600—1700 milljónum
króna lægri en 1983
En stærsta málið í þessu sam-
bandi tengist tekjuskattinum. Þar
hafa orðið miklar lækkanir sem
fyrst og fremst hafa gagnast þeim,
sem lægri hafa tekjumar.
Við álagningu skatta sumarið
1986 var álagður tekjuskattur
1.100 milljónum króna lægri en
hann hefði verið miðað við álagn-
ingarkerfi það, sem fjármálaráð-
herra Alþýðubandalagsins skildi
eftir sig vorið 1983. Er þá að sjálf-
sögðu tekið tillit til verðlagsbreyt-
inga á tímabilinu. Hér er því um
Könnun á merkingn sælgætisumbúða:
Tæpur þriðjungur sýna í ólagi
KANNAÐAR hafa verið merk-
ingar á umbúðum á sælgæti sem
selt er hér á landi. Tekin voru
154 sýni af innlendri og erlendri
framleiðslu og reyndust 31,8%
þeirra gölluð, segir í frétt frá
Félagi íslenskra iðnrekenda og
Neytendasamtökunum.
Sýnin vom tekin af handahófí í
27 söluturnum og verslunum á höf-
uðborgarsvæðinu og voru 74 inn-
lend framleiðsla og 80 erlend. Af
innlendri framleiðslu reyndust
28,4% sýna gölluð og af innfluttu
sælgæti 35%. Merkingamar á um-
búðum vom eingöngu kannaðar og
þau sýni sem ekki vom merkt sam-
kvæmt ákvæðum heilbrigðisyfir-
vaida vom flokkuð sem gölluð.
í fréttinni segir enn fremur að
„Sá hluti sýnanna þar sem innihald-
slýsing er ófullnægjandi að miklu
leyti eða vantar alveg og þar sem
aukaefna er ekki getið gæti verið
varasamur. Alvarlegustu sýnin em
því þau sem flokkast undir þessa
galla eða þau sem innihalda ólögleg
aukaefni, samkvæmt innihladslýs-
ingu. í þessa flokka, einn eða fleiri,
falla öll gölluð sýnin íúrtakinu, inn-
lend og erlend. Greinilegt er því af
þessari könnun að herða þarf allt
eftirlit með sælgæti sem og öðmm
vömm sem hér em á boðstólum."
Geir H. Haarde
„Við álagrnngu skatta
sumarið 1986 var
álagður tekjuskattur
1.100 milljónum króna
lægri en hann hefði
verið miðað við álagn-
ingarkerfi það, sem
fjármálaráðherra Al-
þýðubandalagsins
skildi eftir sig vorið
1983. Er þá að sjálf-
sögðu tekið tillit til
verðlagsbreytinga á
tímabilinu. Hér er því
um að ræða raunveru-
lega lækkun tekju-
skatts á verðlagi ársins
1986.“
að ræða raunvemlega lækkun
tekjuskatts á verðlagi ársins 1986.
A þessu ári bætist við 300 millj-
ón króna viðbótarlækkun og sé
miðað við verðlag ársins í ár er
ljóst, að álagður tekjuskattur nú í
sumar verður 1.600—1.700 milljón-
um króna lægri en verið hefði að
óbreyttu. Hér er að sjálfsögðu um
að ræða vemlega lækkun, því tekju-
skatturinn skilar samkvæmt fjár-
lögum nettó í ríkissjóð á þessu ári
rúmega 5,2 milljörðum króna. Að
auki hafa bamabætur verið hækk-
aðar umfram verðlagshækkanir svo
nemur 350 milljónum króna miðað
við síðasta ár.
Hvert hefur þessi skattalækkun
mnnið? Margir þeir sem hafa rífleg-
ar tekjur vilja meina að þeir hafi
ekki orðið varir við þessa lækkun.
Það má að einhveiju leyti til sanns
vegar færa, vegna þess, sem áður
er komið fram, að lækkuninni var
fyrst og fremst beint til hinna tekju-
lægri. Þeim hefur því fjölgað mjög
vemlega, sem greiða alls engan
tekjuskatt til ríkisins, því skattfrels-
ismörkin hafa hækkað vemlega
umfram breytingar á launum og
verðlagi. Nú er raunar svo komið
að meirihluti framteljenda eða 53%
greiða engan tekjuskatt og vemleg-
ur hluti hinna greiðir lága skatta,
því það hefur komið fram að aðeins
13% gjaldenda standa undir um 2/3
hlutum tekjuskattsins. Tekjuskatts-
lækkuninni á árinu 1987 er hins
vegar ætlað að ná í meira mæli til
þess hóps en áður.
Enn frekari lækkun
á næsta ári
árangur. En sagan er ekki öll sögð
þar með, því samhliða lögfestingu
staðgreiðslukerfis skatta á Alþingi
nú í vor, sem Þorsteinn Pálsson íjár-
málaráðherra var frumkvöðull að,
vom einnig ákveðnar breytingar á
álagningarkerfi tekjuskattsins, sem
hafa munu í för með sér frekari
lækkun skattbyrði hjá þorra launa-
fólks.
Þannig munu tekjur einhleypinga
í hinu nýja skattkerfi verða skatt-
fijálsar að u.þ.b. 33 þúsund
krónum. Viðkomandi greiðir síðan
35% í skatt af þeim tekjum sem
umfram þetta mark em. Einhleyp-
ingur með 50 þúsund króna
mánaðarlaun myndi greiða 6 þús-
und krónur í skatt tekjuskatt og
útsvar til samans) og sambærilegur
aðili með 100 þúsund króna tekjur
greiddi 23,5 þúsund krónur í skatt.
Skattbyrði hins fyrmefnda yrði því
12% en hins síðarnefnda 23,5%.
Ástæða fyrir því að þetta hlutfall
er breytilegt er sú að allir hafa
fastan skattafslátt, sem í þessum
útreikningum er miðað við að sé
11.500 krónur á mánuði, óháð því
hvort þeir hafa háar tekjur eða lág-
ar.
Fyrir hjón og einstæða foreldra
em þessi mörk hærri enda koma
þá til sögunnar bamabætur sem
greiddar munu viðkomandi beint til
hliðar við sjálfa skattinnheimtuna.
Til dæmis má nefna að skattfrelsis-
mörk einstæðs foreldris með tvö
böm undir 7 ára aldri verða um
60 þúsund krónur á mánuði og
síðan greiðir viðkomandi 35% skatt
af viðbótartekjum sínum.
Hjón með tvö böm byija hins
vegar ekki að borga skatt í nýja
skattkerfínu fyrr en 80 þúsund
króna mánaðarlegum heimilistekj-
um er náð og greiðsla tekjuskatts
til ríkisins hefst ekki fyrr en 90
þúsund króna heimilistekjum er
náð. Menn geta deilt um hvað séu
„almennar launatekjur" en þær em
vafalaust ekki fjarri þessari upp-
hæð.
Launatekjur fólks á árinu 1987
verða síðan skattlausar eins og
kunnugt er, þótt fólk borgi skatt
af þeim tekjum sem það hafði í
fyrra.
Nefna mætti fleiri dæmi til marks
um það hver áhrif hið nýja skatt-
kerfi hefur. Það er þó ástæðulaust
hér. Meginatriðið er það að stað-
greiðslukerfi skatta og þær breyt-
ingar sem gerðar voru á tekju-
skattslögunum samhliða því markar
stórfellt framfaraspor fyrir allan
almenning og mun færa þorra laun-
þega skattalækkun.
Marklaus mál-
flutningur stjórn-
arandstöðunnar
unum almennt hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn látið verkin tala. Athafn-
ir hafa fylgt orðum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur náð árangri á
• þessu sviði sem öðmm.
Ummæli og aðdróttanir forystu-
manna stjórnarandstöðuflokkanna
sem nú gapa upp í himininn út af
skattamálum í tíð þessarar ríkis-
stjómar falla dauð og ómerk. Þau
eru hin kátlegustu í sjálfu sér, þeg-
ar þess er gætt að stefna vinstri
flokkanna er að hækka skatta en
ekki lækka þá. Þó er kannski at-
hyglisverðast af öllu í þessu
sambandi að sá aðili sem einna
mest hafði sig í frammi gegn stað-
greiðslukerfi skatta og breytingum
því samfara, skipar nú efsta sæti á
lista Borgaraflokksins í Reykjanes-
kjördæmi. Það ættu kjósendur í því
kjördæmi að hafa í huga.
Höfundur er aðstoðarmadur fjár-
málaráðherra og skipar 6. sætiá
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykja vík.